Morgunblaðið - 19.10.1975, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975
GARÐAHREPPUR
Blaðberi óskast
í Arnarnesið
IHflr&unfrlaKfc
Upplýsingar í síma 52252
Vorhoðakonur, Hafnarfirði
Aðalfundur félagsíns verður haldinn í Sjálf-
stæðishúslnu mánudaginn 20. október kl
8.30.
Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á þing landssambands sjálf-
stæðiskvenna. Frú Ragnhildur Helgadóttir
verður gestur fundarins.
Stjórnin
Launþegaráð
Reykjaneskjördæmis
Framhaldsstofnfundur Launþegaráðs Reykjaneskjördæmis, verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarfirði, þriðjjdaginn 21. október
1975 kl. 20.30.
Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra og Gunnar Helgason, for-
maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins mæta á fundinn.
MatthíasÁ. Mathiesen
Gunnar Helgason.
Allt Sjálfstæðisfólk í kjördæminu í launþegastétt, velkomið á fundii
meðan húsrúm leyfir. , Undirbúningsnefnd,
Aðalfundur
kjördæmisráðs sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi Vestra,
verður haldinn laugardaginn 25. okt. n.k. kl. 14 í sjálfstæðishúsinu á
Siglufirði.
Aðalfundur félags
sjálfstæðismanna í Langholti,
verður haldinn sunnudaginn 19. okt. kl. 4 e.h. að Langholtsveg 124,
Rvík.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Styrmir Gunnarsson ritstj. flytur ræðu og svarar fyrirspurnum.
Stjórnin.
VÖRÐUR / VÖRÐUR
Landsmálafélagið Vörður
heldur almennan félagsfund miðvikudaginn 22. október kl. 20.30 í
Átthagasal, Hótel Sögu.
Dagskrá:
Kjör uppstillingarnefndar.
Varðarfélagar eru hvattir til að fjölmenna.
Átthagasalur — miðvikudaginn 22. október — kl.
20.30
— Eins og mér
sýnist
Framhald af bls. 25
tekur hnefafylli af heiðurs-
merkjum úr vasa sfnum og rað-
ar þeim á sængina.
Nei, hvflfk dýrð! hvislar er
lendi fjármálasnillingurinn og
ranghvolfir f sér augunum. Ó.
hvílikir hlunkar! Þú verður eins
og nýrikur Hottintotti eða flóð-
lýsti gosbrunnurinn i Tivolíl
Já, það er partý hjá okkur i
kvöld, svarar íslenski snilling-
urinn. Við ætlum að splæsa á
okkur smáveislu á ráðstefn-
unni. Það voru þónokkuð
margir sem misstu af ræðunni
minni i gær og eru þessvegna
ennþá rólfærir.
Ó, fyrir hvað fékkstu öll
þessi heiðursmerki? hvíslar er-
lendi fjármálasnillingurinn með
hrygluna i hálsinum.
Fyrir embættisstörf auðvit-
að, svarar íslenski snillingurinn
og leggur eyrað að maganum á
honum. Læge! Læge! Doktor!
Doktor! Kom som en pile!
Haldið þið ekki að helvitist
monsjúrinn sé hrokkinn uppaf
rétt einu sinni!
— Stuttsíðan
Fi amhald af bls. 14
Einn þessara manna var Frank
Stokes, sem var ættaður frá
Seantobia i Tate-hreppi i
Mississippi. Hann hljóðritaði 40
lög frá ágúst 1927 til september
1929 ýmist einn eða með gitar-
leikarnum Dan Sane eða fiðlu-
leikaranum Will Batts. Tónlist
Stokes er róleg, taktföst og bar
einkenni þess, að hún hafði þróazt
sem danstónlist. Frægasta lag
Frank Stokes var án efa Mr.
Crumb don't like it", en Crumb
þessi var borgarstjóri i Memphis
og barðist á móti hinu mikla
skemmtanalifi borgarinnar. Annar
vinsæll bluessöngvari, sem
starfaði i Memphis, var Jim Jack-
son, sem var fæddur i Hernando,
Mississippi, i kringum 1880.
Hann hljóðritaði 43 lög frá októ-
ber 1927 fram i febrúar 1930.
Frægasta iag hans var Kansas City
Blues, sem sagt er að hafi selst i
meira en milljón eintökum. Jim
Jackson tilheyrði eldri kynslóð
blues-söngvara, þvi meðal laga,
sem hann hljóðritaði, eru lög eins
og Attesitation Blues og „Old Dog
Blue" sem bæði eru algeng þjóð-
lög i Suðurrikjunum. Robert
Wilkins er lika frá Hernando,
M isifissippi, fæddur þar 1896.
Hann er enn á lífi en þeir Frank
Stokes og Jim Jackson eru löngu
dánir. Wilkins er mjög fær gitar-
leikari og vann fyrir sér i Memphis
með að spila undir hjá svokölluð-
um „medicine shows". Þegar
Robert Wilkins fannst aftur 1964
hljóðritaði hann eina LP plötu. þar
sem eitt af lögunum heitir „The
Prodigal Son". Þetta sama lag
settu Rolling Stones á plötuna
Beggar's Banquet og sögðust hafa
samið það. Siðan urðu þeir að
greiða Robert Wilkins höfundar-
laun.
Furry Lewis fæddist i Green-
wood. Mississippi, 1893. Hann
fluttist til Memphis skömmu eftir
aldamótin og byrjaði þá að læra á
gítar. Hann er mjög fær gitarleik-
ari eins og plöturnar hans sýna og
notar mikið bottleneck. eða þá
hnif til að fá fram sérstakan hljóm
úr efri strengjum gitarsins.
I Memphis störfuðu lika hinar
svo kölluðu „Jug bands". Þeirra
frægastar voru Memphis Jug
Band og Gus Gannon's Jug
Stompers. Hljóðfæraskipanin hjá
þessum hljómsveitum var yfirleitt
gitar, mandólin eða banjo, kazoo
eða munnharpa og krús, sem blás-
ið var í til að ná fram bassa. Það er
vitað, að „jug bands," byrjuðu i
Louisville, Kentucky, i kringum
1915. Siðan breiddust þær út.
Skömmu eftir 1920 voru sex jug-
hljómsveitir i Memphis. Þessar
hljómsveitir voru jafn vinsælar hjá
hvitum og svörtum.
Mississippi-bluesnum hefur ver
ið all vel lýst i fyrri grein, svo ekki
þykir ástæða til að endurtaka það
hér, en rétt er að taka það fram,
að það var rúm fyrir fleiri stefnur i
bluestónlist fylkisins en þá, sem
Charlie Patton, Son House og
Willie Brown urðu frumkvöðlar
að. í Jackson, höfuðborg fylkisins,
voru þeir Tommy Johnson og
Ishmon Bracey upphafsmenn tón-
listar, sem byggðist mikið á sam-
spili tveggja strengja hljóðfæra,
lítilli notkun „slide gitars" og i
þriðja lagi var algengt að taktur-
inn breytist innan sama lagsins.
Helztu gitarleikarar, sem spiluðu í
þessum stíl, voru Charlie McCoy,
Walter Vincent, Arthur Pettis, Bo
Carter og Willie Lofton. Frægasta
lag Tommy Johnson er tvimæla-
laust „Big Road Blues" sem hvita
blues-hljómsveitin Canned Heat
hefur hljóðritað og nafn hljóm
sveitarinnar er tekið eftir einu
laga Johnsons „Canned Heat
Blues", sem fjallar um brugg-
tegund nokkra, sem Johnson
drakk mikið á bannárunum.
Frægasti bluessöngvarinn frá
Texas og sá fyrsti, sem komst á
plötu var Blind Lemon Jefferson
frá Couchman, Texas, þar sem
hann var fæddur 1897. Hann var
blindur frá fæðingu og til þess að
geta unnið fyrir sér á einhvern
hátt lærði hann á gitar. Hann fór
til Dallas 1917 og varð brátt
þekktur um öl! Suðurríkin, þvi
hann hafði bil og ökumann til
umráða. Hann var einn af fyrstu
country bluessöngvurunum til að
komast á plötu, snemma á
árunum 1926. Hann varð fljótt
ótrúlega vinsæll og plötur hans
seldust i metupplögum. Ef hlustað
er á plötur hans heyrist strax. að
hann er frá Texas. en hann hefur
greinilega orðið fyrir áhrifum viða
að. Tónlistarstill Jeffersons er
þannig að söngurinn og gítarspilið
eru að miklu leyti óháð hvort
öðru. Gitarinn er notaður sem
andsvar við söngnum og augljóst
er að Jefferson lék mikið af fingr-
um fram. Jefferson var tvimæla-
laust færasti gitarleikari frá Texas
fyrir kreppuna. Jefferson varð úti i
byl i Chicago, snemma ársins
1928. Aðrir athyglisverðir
söngvarar frá Texas voru Texas
Alexander, Henry Thomas, Little
Hat Jones og Remling Thomas.
jA " ' V'' i """ í
■ jgt ■ v ■. v ■
1 ' f
tungumálanámskeið
á plötum.
Einfalt —
hagnýtt.
Verð aðeins
1690,- kr.
8 plötur, 33ja snúninga.
2 hefti, erlendur texti,
íslenzk þýðrng.
Enska — þýzka — spænska — franska — italska — danska —
sænska — norska — finnska — rússneska.
Nokkur námskeið fyrirliggjandi á kassettum: enska, þýzka. franska.
italska, verð 2.100. .
Skrifið eða hringið i sima 94-3352 virka daga nema laugardaga
klukkan 13—17.
Lærið nýtt tungumál fyrir næstu
utanlandsferð.
pósthólf 46, ÍSAFIRÐI.
Salval
VÖRUBÍLAÚRVALIÐ
ER HJA OKKUR
Volvo 89 m/búkka og Robsondrifi árg. 1974
Volvo 88 m/búkka árg. 1967
Volvo 86 m/búkka árg. 1974
Volvo 86 árg. 1974
Scania 110 m/búkka árg. 1972
Ford W 9000 3ja hásinga ' árg. 1974
G.M.C. Astro 3ja hásinga árg. 1973
Mercedez Benz 1.519 árg. 1973
Mercedes Benz 1.513 m/túrbínu árg. 1968
Mercedes Benz 1.920 m/búkka árg. 1965
Bílasala Matthíasar,
v/ Miklatorg,
simi 24540.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
KLEPPSSPÍTALINN:
FÓSTRA óskast til að taka að sér
forstöðukonustarf á dagheimili
fyrir börn starfsfólks frá 15.
nóvember n.k. eða eftir sam-
komulagi Nánari upplýsingar
veitir forstöðukona spítalans.
Umsóknir er greini aldur, mennt-
un og fyrri störf ber að senda
skrifstofu ríkisspítalanna fyrir
1 0. nóvember n.k.
Reykjavík 1 7. október 1975,
Skrifstofa ríkisspítalanna,
Eiríksgötu 5, R. sími 1 1 760.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765