Morgunblaðið - 19.10.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1975
19
i
v
leikur og hreyfing. Maður er alltaf á
sviðinu eins og í leikhúsi og tarnirnar
geta orðið ærið strembnar. Stundum
reynum við að ljúka verkefninu á nokkr-
um dögum í einni lotu til þess að fá þá ef
til vill tveggja daga frí á staðnum til að
taka því rólega og skoða sig um, en síðan
er henzt til næsta staðar í næsta verk-
efni. Yfirleitt eru alltaf 10—12 manna
flokkar sem ferðast í þessum myndatök-
um. Það eru þá fyrirsætur, framleiðend-
ur og ljósmyndarar áð öllu jöfnu, en það
er alltaf búið á I. flokks hótelum og að
því leyti er þetta þægilegt, því það er
ekki aldeilis sparað á þessum vettvangi.
En þótt reynt sé að gera þetta þægilegt
þá er þetta strembin vinna og maður
hefur það eiginlega á tilfinningunni að
maður sé alltaf í studiói, enda er þetta
ákaflega mikið skipulagt og til dæmis
kemur það sem ég var að vinna í sumar
ekki á markað fyrr en næsta vor.“
„Reynir þetta starf ekki oft á skap
og jafnvægi?"
„Vissulega og maður verður að
gera sér grein fyrir því, það er þannig
með alla vinnu sem er síbreytileg eftir
stöðum og viðfangsefnum þótt megin-
markmiðið sé það sama. En ég hef alltaf
lagt upp úr því að fara alveg afslöppuð í
vinnuna og úr henni. Margar stelpur
sem eru í þessu starfi ná ekki að losna
við streituna og þær detta undantekn-
ingarlaust fljótlega út úr þessu.“
„Getur þú nefnt mér erfið dæmi
um myndatökur?“
„Fyrir þremur vikum, til dæmis,
vorum við þrjú model að vinna hjá einu
blaði. Hugmyndin var sú að strákurinn i
hópnum átti að vera töframaður, en við
stelpurnar vorum í kínverskum fötum.
Allt í kring um okkur voru dúfur, töfra-
maðurinn var með dúfur og við þurftum
báðar að hafa dúfur á handleggnum og
dúfur f kringum okkur. Við vorum
hreinlega á kafi i dúfum og þetta tók
allan daginn. Ef þetta hefðu verið ein-
hverjar friðardúfur væri þetta ekki til
að tala um, en því fór fjarri. Dúfnagrey-
in vissu ekki sitt rjúkandi ráð, flugu
þvers og krus, rákust á okkur og annað
sem inni var og að auki voru þær ekkert
að hika við að drita á óæskilegustu stöð-
um og það var ósjaldan sem við þurftum
að hreinsa af okkur dúfnadritið, bæði úr
fötum og hári.
Hins vegar hef ég frétt að það hafi
komið mjög góðar myndir út úr þessu,
svo það var þá ekki til einskis barist.
Annað dæmi get ég nefnt. Þá varð
ég að vera á mótorhjóli og aka á ofsa-
hraða, en bíllinn með ljósmyndaranum
keyrði á undan og réð ferðinni. Ég var
orðin anzi smeyk þegar hraðinn var orð-
inn hvað mestur, en þetta tókst.“
„Og nú hverfur þú frá öllum
þessum möguleikum eins og ekkert sé?“
„Það hefur kostað mikla vinnu að
ná þessu, en ég var orðin svolítið þreytt á
þessu, fannst ég búa orðið í ferðatösku,
en það er gott að vera komin heim og
slappa af frá ferðalögunum. Þetta hefur
gengið ofsalega vel og ég má vera ánægð,
en heim hef ég alltaf ætlað mér. Hins
vegar býst ég við að skreppa til Milanó
og Parísar næsta ár í stuttar myndatök-
ur, en það er nú einu sinni svo að eftir
því sem maður hefur ferðast meira,
þeim mun betur kann maður að meta
ísland.
Ég kunni vel við mig í París og New
York sem gestur, en, Guð minn góður
mér finnst ekkert á við Island." — á.j.
sýningarsalur
Tökum allar notaðar bifreiðar i umboðssólu
Fiat 126 ’74 Fiat 128 2ja dyra '74
Fiat 127 '73 Fiat 128 2ja dyra ’75
Fiat 127 '75 Fiat 128 Rally '73
Fiat 125 P '73 Fiat 128 sport '73
Fiat 125 P '74 Fiat 132 1600 '73
Fiat 128 2ja dyra '71 Fiat 132 1600 '74
Fiat 128 2ja dyra '73 Fiat 132 GLS '75.
V
FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
Davíð Sigurðsson h.f.,
SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888
• •
BVGGINGAVORUR
Armstrong HUÓÐEINANGRUNAR -
PLÖTURog tilheyrandi LÍM
Wicandc’L) VEGGKORK i plötum
KORK O (=>LÆT GÓLFFLÍSAR
Armaflex PÍPUEINANGRUN
Armstrong GÓLFDÚKUR
GLERULL
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Armúla 16 sími 38640
Vélaborg hf.
auglýsir
VARMAPLAST
plasteinangrun
Verksmiðjan
Armúla 16
HÖFUM TIL AFGREIÐSLU, NÚ ÞEGAR:
URSUS dráttarvélar 40 hö verð kr. 523 500 00
URSUS dráttarvélar 60 hö verð kr. 689 500 00
Jarðtætara UNIA GGZ 1,6 verð kr. 110 500 00
Mentor vökvaheyskera . ......... verð kr. 185 000. 00
Flothjól fyrir dráttarvélar
Stærð 1 100X28 verð kr. 39 000 00
Stærð 600x16 verð k r. 29 000 00
Erum fluttir í Sundaborg,
Klettagörðum 1.
Sími 86680