Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 20

Morgunblaðið - 19.10.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTOBER 1975 Aðstaða til siglinga bœtt í Arnarvogi Öflugt æskulýðsstarf í Garðahreppi GARÐHREPPINGAR festu á sfðasta sumri kaup á svæði við Ránargrund 1 Arnarvogi þar sem þeir æfla 1 framtíðinni að koma upp aðstöðu fyrir þá sem áhuga hafa á siglingaíþrótt- inni. Ilefur svæðið verið teikn- að og skipulagt með siglingar 1 huga og 1 vetur verður hafist handa við framtfðarfram- kvæmdir á staðnum. Siglinga- klúhbur Garðahrepps og Sigl- ingahlúbburinn Pytur 1 Hafn- arfirði hafa þegar fengið svæði þetta til afnota og í vetur munu klúbbarnir gangast fyrir háta- smíðanámskeiöum. Siglingaklúbbur Garða- hrepps er yngsta æskulýðsfé- lagið í Garðahreppi, en auk hans starfa þar fjögur önnur æskulýðsfélög. Æskulýðsnefnd Garðahrepps efndi f gær til fundar með fréttamönnum þar sem starfsemi æskulýðsfélag- anna í hreppnum var kynnt. Ágúst Þorsteinsson er formað- ur Æskulýðsnefndarinnar og er hann eini nefndarmaðurinn, sem á jafnframt sæti í hrepps- nefnd. Hinir eru fulltrúar æskulýðsfélaglaganna. Nemendafélag Gagnfræða- skóla Garðahrepps er mjög virkt félag. Haldnir eru dans- leikir og málfundir eins og gengur og gerist í skólum al- mennt, en auk þess er einu sinni í viku opið hús f skólanum og auk nemenda eru foreldrar og eldri Garðhreppingar vel- komnir þangað. AIls eru nemd- endur f skólanum um 400, en Iþróttahúsið Asgarður f Garðahreppi. Það kom fram á fundinum með fréttamönnum í gær að æskulýðsstarf í hreppnum er mjög öflugt, en þó vantar meiri þátttöku hinna fullorðnu við skipulagningu og stjórnun starfsins. Alls eru íbúar í Garðahreppi um 4000 og eru 48% þeirra 18 ára og yngri. Þannig er ætlunin að verði umhorfs f bækistöðvum siglingafólks úr Garðahreppi þegar fram Ifða stundir. yfirleitt mæta rúmleta 200 manns í „opið hús“ í skólanum. Skátastarf er öflugt í Garða- hreppi og er ekki fjarri lagi að skátar i Garðahreppi séu um 150 talsins. Hafa skátarnir yfir góðri aðstöðu að ráða í hreppn- um auk þess sem þeir vinna að skálabyggingu fyrir ofan Vffils- staði. KFUM og K hafa sina starfsemi í Barnaskóla Garða- hrepps og eru fundir haldnir vikulega. Ungmennafélagið Stjarnan hefur nú yfir betri aðstöðu að ráða en mörg önnur íþróttafé- lög. Hið glæsilega íþróttahús Ásgarður er í notkun frá 8 á morgnana og fram undir mið- nætti á hverjum degi, auk þess sem það er einnig opið um helg- ar. Er húsið reyndar meira en aðeins iþróttahús þvi þar er ætlunin að I framtíðinni verði miðstöð fyrir almenna æsku- lýðsstarfsemi og annað félags- starf. Þá ræður Stjarnan yfir ágætum malarvelli og i bígerð er að sundlaug barnaskólans verði opnuð næsta sumar á nýj- um stað við Iþróttahúsið. Síldarverðið það sama og áður YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið nýtt látmarksverð á síld til sölt- unar frá 16. október til 31. desem- ber. Verður verðið það sama og áður kr. 40 á kíló fyrir stóra síld (32 sm og stærri) og kr. 26 á kíló fyrir síld undir 32 cm. Er sama hvort síldin fer til frystingar eða söltunar. í fréttatilkynningu verðlags- ráðs segir, að verðið miðist við að sildin sé komin á flutningstæki við hlið veiðiskips. Ennfremur skuli sú síld, sem veidd er í herpi- nót, vera ísuð í kassa og að fram- leiðslueftirlit sjávarafurða annist sýntöku úr þessari síld, er verði hagað þannig, að 1 kassi af hverj- um 20—30 verði teknir sem sýnis- horn og innihaldið vegið íslaust. Niðurstaða sem út keraur skuli gilda fyrir allan farminn. Við afhendingu á síld, sem söltuð er um borð í veiðiskipi, gilda eftirfarandi reglur: Hver tunna, sem inniheldur 95 kg af hausskorinni og slógdreginni síld, reiknast 136 kg af heilli síld. Afhending miðast við þunga í tunnu þann dag, sem síldin er lögð á land. Síld sem er 300— 500 stk. í tunnu miðað við hver 100 kg, mest 6 stk. í kílói, telst stór síld, og síld, sem er 500—700 stk. í tunnu miðað við hver 100 kg, telst smærri síld. Hver tunna, sem inniheldur 95 kg af heilsaltaðri síld, reiknast 104 kg af ferskri síld. Lágmarksverð á síld til heil- söltunar skal vera það sama og að framan greinir um smærri sild en 32 sm, þ.e. hvert kg krónur 26.00. Þetta nýja verð var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda í nefndinni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. 1 yfirnefnd- inni áttu sæti: Ólafur Davfðsson, sem var oddamaður nefndar- innar, Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason af hálfu selj- enda og Jón Þ. Árnason og Mar- geir Jónsson af hálfu kaupenda. Þingeyingar fjölmennastir í Hólaskóla Bæ, Höfðaströnd 16. okt. HÓLASKÓLI er tekinn til starfa að þessu sinni með 38 nemendum og er skólinn með þvi talinn full- skipaöur. Fjórar fallegar stúlkur sækja nú skölann. Annars eru Þingeyingar drýgstir með að- sókn eins og oftast áður. Stefán Guðmundsson kennari, sem verið hefur við skólann, hættír störfum en við tekur Árni Björn Haraldsson úr Reykjavik. Að öðru leyti er sama kennaralið og áður og svipað skólafyrirkomu- lag. Skólastjóri er eins og áður Haraldur Árnason. Ekki er ennþá búið að Ióga ölly fé sem farga á svo ekki er ennþá vitað um meðalvigt dilka en Iík- legast verður færra sett á fóður en síðasta ár vegna þess að fyrn- ingar voru engar síðasta vor en svipaður heyfengur og talið er að svo muni vera víðast um héraðið. —Björn. Sér pósthús á svæðamótinu SVÆÐAMÓTIÐ í skák hefst i Reykjavík á morgun, sunnudag, og í tilefni þess verður sérstakt pósthús starfrækt á Hótel Esju 1. hæð. Verður það opið frá kl. 13—17 á sunnudaginn. Sérstakur stimpill verður þá i notkun og sést hann hér á myndinni. Smásöluverð á fiski hækkar RlKISSTJÓRNIN hefur staðfest ákvörðun verðlagsnefndar um 6% hækkun á fiski seldum í fisk- búðum. Hækkar hvert kg af ýsu- og þorskflökum úr 192 krónum í 204 krónur. JTipSíI y |í.4| wMmM i Flotvörpuvindan sett niður f Pál Pálsson. Islenzk flotvörpuvinda mikhi ódýrari en erlendar VÉLAVERKSTÆÐI Jósafats Hinrikssonar lauk fvrir skömmu við að setja niður fyrstu flot- vörpuvinduna, sem hönnuð er og smíðuð hér á landi fyrir skut- togaraflotann. Þessi fyrsta fs- lenzka flotvörpuvinda var sett um borð í skuttogarann Pál Pálsson IS 102 frá Hnffsdal. Menn eru sammála um að þessi vinda gefi þeim erlendu vindum er settar hafa verið í fslenzka skuttogara ekkert eftir, nema síður væri og athyglisverðast er að þessi vinda er mörgum tugum prósenta lægri 1 verði en erlendar. Jósafat Hinriksson, eigandi og framkvæmdast jöri Vélaverk- stæðis Jósafats Hinrikssonar, sagði í samtali við Morgunblaðið 1 gær, að þegar hefði hann verið beðinn um að gera tilboð 1 smfði á fleiri vindum t.d. hjá B.U.R. og margir útgerðarmenn hefðu spurzt fyrir um vindurnar. Hann sagði, að gerð þessarar vindu hefði tekið nokkurn tíma, en hann hefði reynt að sameina það bezta úr öðrum vindum, sem á markaðinn hafa komið. Vélaverkstæði Jósafats hefur um árabil sérhæft sig í smíði alls- konar togveiðibúnaðar fyrir tog- veiðiflotann og í því sambandi má nefna útflutning fyrirtækisins á blökkum og gálgum til Færeyja og Noregs, og hafa blakkirnar vakið óskipta athygli erlendis. Bæði þykja þær betur gerðar en erlendar og eru miklu ódýrari. Margir íslenzkir útgerðarmenn, sem hafa látið smíða skip erlendis nýverið hafa keypt blakkir og gálga frá fyrirtækinu og má þar t.d. nefna nótaskipin fjögur, sem voru smíðuð í Mandal i Noregi fyrir Islendinga. Jósafat sagði ennfremur, að sá mikli löstur fylgdi umboðsmönn- um fyrir erlenda framleiðslu hér á landi, að þeir reyndu að rífa niður allt sem íslenzkt væri og hefði það komíð vel í Ijós þegar hann var að smíða flotvörpuvind- una. Átján manns vinna nú á véla- verkstæði Jósafats Hinrikssonar. Vetraráætlun F.I. gengin í gildi FYRIR skömmu gekk vetraráætl- un innanlandsflugs Flugfélags Is- lands í gildi, og er áætlunin svip- uð því sem var s.l. vetur en þó verða nokkrar breytingar og nýj- ungar. T.d. verða fleiri ferðir milli Reykjavíkur og Sauðár- króks og Húsavíkur og fleiri vöru- flutningaferðir milli Reykja- víkur og annarra staða á landinu. Ennfremur tekur Flugfélag Norð- urlands að sér flug frá Akureyri, sem F.l. annaðist s.l. vetur. Samkvæmt vetraráætluninni verður farþegafluginu hagað sem hér segir. Milli Reykjavíkur og Akureyrar verða þrjár ferðir á dag á mánudögum, miðvikudög- um, laugardögum og sunnudög- um. Á föstudögum verða fjórar ferðir en tvær ferðir aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir alla daga. Til Isafjarðar alla daga vikunnar og sömuleiðis til Egilstaða alla daga vikunnar. Til Patreksfjarðar verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Þingeyrar á mánudögum og föstudögum. Til Sauðárkróks verður flogið á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Til Húsavíkur verður flogið á mánu- dögum, miðvikudögum, föstudög- um og laugardögum. Til Norð- fjarðar á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Til Hornafjarðar á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Til Fagurhólsmýrar verður flogið á fimmtudögum. Þá verða fleiri vöruflutninga- ferðir milii staða á landinu en nokkru sinni fyrr. Tvær ferðir verða í viku hverri til Akureyrar, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Egilsstaða. Ennfremur verður vöruflutningaferð einu sinni í viku. Verðlaun Kantorovits geta hjálpað Sakharov Moskvu, Zagreb 15. október NTB—Reuter VAL sænsku vísindaaka- demfunnar á sovézka hagfræð- ingnum Lconid Kantorovits sem Nóbelsverðlaunahafa f hagfræði getur auðveldað friðarverðlauna- hafanum Andrei Sakharov að fá leyfi sovézkra stjórnvalda til að fara til Osló til að veita verðlaun- um sínum viðtöku að þvf er vest- rænir diplómatar sögðu í Moskvu f dag. Þeir sögðu að erfitt kynni að reynast fyrir sovézk yfirvöld að neita umsókn Sakharovs en leyfa svo Kantorovits að fara til að veita sfnum verðlaunum við- töku. Hins vegar hefur Kantorovits ekki enn ákveðið hvort hann muni sækja um ferða- leyfi. Hann hefur á ferli sfnum hlotið Leninverðlaunin og þrjár Lenínorður. Enn hafa engin við- brögð komið frá sovézkum stjórn- völdum vegna verðlauna Kantorovits. Dagblaðið Vjesnik í Zagreb í Júgóslaviu sagði f gær að veiting friðarverðlaunanna til Sakharovs væri farsakennd endurtekning á veitingu bókmenntaverðlaunanna til Aleksanders Solzenitsyns, og t.d. hefði verið óeðlilegt að horfa framhjá Kekkonen Finnlandsfor- seta, gestgjafa Helsinki- ráðstefnunnar, en veita svo verð- launin gagnrýnanda ráðstefn- unnar, Sakharov.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.