Morgunblaðið - 19.10.1975, Page 36

Morgunblaðið - 19.10.1975, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975 Notaðar vinnuvélar til sölu Hjólagröfur: JCB-3D og 3C 1 972. John Deere 2010 '66, MF-3165 66, Beltagröfur: Hay-Mac 580 '66, Porclain F-30 '67, JCB-7C '67 Jarðýtur: Cat 4D '74, 6B '66, 7F '68, IH TD-9B 66 og BTD-18 '58. Útvegum flestar gerðir vinnuvéla erlendis frá á mjög hagstæðum verðum. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar RAGNAR BERNBURG — vélasala Laugavegi 22, simi 27020 (heimas. 82933). BORG&BEGK ORGINAL KÚPPLINGAR WEED BAR KEÐJUR er lausnin Til sölu Volvo vörubifreið NB 88 árg. 1966. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. SUÐURLANDSBRAUT 16 Endurbyggjum Jónsson & Co bílvélar (benzin og diesei) Slipum sveifarása Borum vélarblokkir Ptönum hedd og blokkir Rennum ventla og ventilsæti Eigum varahluti i flestar gerSir benzin- og diesel-bilvéla Bilar teknir i ventlaslipingu. SKEIFAN 17 SIMAR 84515-16 Jarðvegsþjöppur til afgreiðslu strax. G. Þorsteinsson 6l Johnson, Ármúla 1, sími 85533. Sendum í póstkröfu um allt land. Það er staðreynd, að keðjur eru öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjurnar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi Þér getið treyst WEED-V-BAR keðjunum. Suðurlandsbraut 20. Sími 8-66-33. / Réttingarverkstæði athugið Getum boðið yður með stuttum fyrirvara, hina fjölhæfu réttingargá/ga og réttingartæki fyrir allar stærðir ökutækja. Sýningartæki á staðnum. Nánari upplýsingar. Bílasmiðjan Kyndill, Súðavogi 36, símar 35051—85040 Kvöldsími 75215. — Nýtt landslag Framhald af bls. 35 svo fyrir æfingasvæði. t fyrra var ákveðið að gera þetta land að úti- vistarsvæði fyrir íbúa Miinchen, sem eru 1,1 milljón talsins, og rækta það upp. Að visu eru mikil útivistarsvæði i Bayern, 15 af 50 þjóðgörðum Þýzkalands eru ein- mitt þar, auk stórra útivistar- svæða. Ég skoðaði nýja útivistarsvæðið í Karlsfeld með bæjarstjóranum og skipulagsarkitektinum. Það einkennist nokkuð af því að grunnvatnið stendur mjög hátt á þessum slóðum og því eru höfð stór stöðuvötn í miðjum garð- inum. Þar eru ekki leyfðir aðrir bátar en seglbátar og ekki sund nema á sumum stöðum. En á 60 hektara landi og 25 ferkm vatna- svæði er verið að skipuleggja úti- vistarsvæði til nota allt árið. Þar eru leikvellir fyrir börn, sport- vellir fyrir unglinga og göngu- leiðir í skóginum fyrir fullorðna. Möguleikar eru til að efna til margs konar útiskemmtana. Raunar væri þetta ekki Bayern, ef ekki væri gert ráð fyrir því að lúðrasveitarmenn í leðurstuttbux- um gætu komið og hleypt af stað fjöri. Áformað er að allt svæðið verði tilbúið til afnota á árinu 1978. Það er ástæðulaust að telja upp fleiri dæmi frá þessum umfangs- miklu aðgerðum til að nýta land í Þýzkalandi og hafa stjórn á því hvernig það þróast. I rauninni eru þar ríkjandi þrír þættir: 1) endurvinnsla á skemmdu landiog landslagssköpun með úrgangs- efnum,2) verndun grænna svæða og dýrmætra frá náttúrulegu sjónarmiði og 3) gerð útivistar- svæða fyrir borgarbúa, sem nú eru farnir að krefjast þess að eiga aðgang að óspilltri náttúru og jafnframt einhverju við að vera í frítímanum. Og mér virðist það æði uppörvandi fyrir minni þjóðir að sjá, að svo þéttbýlt land og mikið iðnaðarland sem Þýzkaland er, virðist ætla að geta staðið svona að málum. — E. Pá. — Myndlist Framhald af bls. 10 sem heldur upp á slfkar myndir á veggjum sínum í góðri trú um að þetta sé einhvers virði, — en að framleiðsla ekki óskyld þess- ari eigi erindi sem gild list inn í virðulega sýningarsali líkt og Norræna húsið eða Kjarvals- staði get ég ekki með nokkru móti skilið, og mun aldrei skilja, því að slík iðja er þar ekki í réttu umhverfi. Benda skal á að slík list þekur nú mikinn meirihluta alls sýn- ingarrýmis fyrir list í ver- öldinni, en það er hið mikla sýningarrými rammagerða og stórverzlana heimsins. Ætti þvi að vera auðskilið hvers vegna listamenn með meðvitaða við- ieitni til átaka við liti og form æskia að vera ráðandi í þvi sýn- ingarrými, sem reist er til að veita skapandi list framrás og almenningi leiðsögn á girnilegu en vandrötuðu sviði ferskrar sjónar á fegurð og fjölbreyti- leik hinnar síkviku verundar. Um sjálfa sýningu Ragnars Páls á Kjarvalsstöðum hef ég ekkert að segja, því að ég hef áður fjallað um list hans hér á síðum blaðsins og endurtek það ekki hér, en breytingar sé ég litlar á viðhorfi hans og hand- bragði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.