Morgunblaðið - 19.10.1975, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. OKTÖBER 1975
37
KARLAKÓR Reykjavíkur er
nykominn heim úr tveggja
vikna söngför um íslendinga-
byggðir í Manitoba í Kanada
og Minnesota i Bandaríkjun-
um. Voru móttökur og undir-
tektir með þeim hætti, að
óhætt er að segja, að kórinn
hafi farið mikla sigurför og*
stuðlað að tengslum við fólk
af islenzku bergi vestanhafs,
sem þykir vænt um uppruna
sinn, talar islenzku og vill
halda sambandi við ísland.
Söngskrá kórsins var mjög
fjölbreytt, mikill hluti laganna
islenzkur og textarnir sömu-
leiðis flestir á íslenzku. Á
söngskrá voru 20 lög og þar
að auki varð kórinn alltaf að
syngja nokkur aukalög.
Hrifning áheyrenda var
geysileg, hvar sem kórinn
söng og eftir siðasta lag á
söngskránni stóðu áheyrend-
Ur upp með dynjandi lófataki
og tárfelldu margir af
hrifningu.
Sigurður Björnsson óperu-
söngvari fékk lausn frá störf-
um við söngleikahús i
Munchen til þess að geta
farið i þessa söngferð með
kórnum. Hann söng einsöng
i þremur lögum og einu
aukalagi og átti að sjálfsögðu
sinn þátt i þeirri hrifningu,
sem þarna var auðsæ. Auk
Sigurðar sungu einsöng þeir
Hreiðar Pálmason og
Friðbjörn Björnsson, en
Hreiðar og Ragnar Þjóðólfs-
son sungu dúett. Stjórnandi
kórsins er Páll Pampichler
Pálsson.
Fyrsta söngskemmtun
kórsins i Kanadaförinni fór
fram í Playhouse Theater í
Winnipeg. Húsfyllir var og
talið, að um 1000 manns
hafi hlýtt á kórinn. Voru þar
sumir langt að komnir, bæði
vestan af Kyrrahafsströnd og
austan frá Toronto.
Annar konsertinn fór fram í
Brandon, sem er 30 þúsund
manna bær i vesturátt frá
Winnipeg, nærri fylkinu
Saskatchewan, þar sem all-
margt fólk af íslenzkum
ættum býr. í Brandon er
annar af tveimur kunnustu
tónlistarskólum Kanada og
þar er svo að segja splunku-
MfeteJ
Karlakór Reykjavfkur á söngskemmtuninni f Brandon.
Lokið vel heppnaðri
söngför
Karlakórs Reykjavíkur
um íslendinga-
byggðir vestra
ný tónleikahöll, sem rúmar
900 manns i sæti; geysilega
glæsilegt hús og nýtízkulegt í
útliti. í Brandon búa margir
Vestur-íslendingar og komu
áheyrendur sem svaraði fullu
Þjóðleikhúsinu hér. Sumir
voru langt að komnir eins og
á konsertinum í Winnipeg, til
dæmis Tómas bóndi Tómas-
son, sem býr i Mordar suður
við landamæri Bandarikj-
anna. Fyrir konsertinn hafði
bæjarstjórnin í Brandon
matarboð fyrir karlakórs-
menn og konur þeirra og á
eftir gafst kostur á að hitta
samkomugesti að máli í kaffi-
boði, sem haldið var í
söngleikahöllinni. Meðfylgj-
andi myndir eru teknar á
konsertinum í Brandon.
Þriðja söngskemmtunin i
Kanada fór fram í samkomu-
A8 ferSalokum eftir vel heppnaða söngför um Manitoba og Minnesota. TaliS frá vinstri: SigurSur Björnsson
óperusöngvari, sem söng einsöng með kórnum. Anna Áslaug Ragnarsdóttir undirleikari kórsins, Pðll Pampichler
Pilsson stjómandi og Ragnar Ingólfsson formaSur Karlakórs Reykjavikur.
húsinu i Lundar og var mál
manna, að það hefði verið
því líkast að koma á sam-
komu einhversstaðar i sveit á
íslandi. Húsið er hvorki stórt
né glæsilegt, en þó töldu
margir, að þessi söng-
skemmtun hefði verið
hápunktur fararinnar vegha
þess hve áheyrendur voru
rammíslenzkir. Kvenfélagið á
staðnum hafði veg og vanda
af höfðinglegum veitingum.
Áður en haldið var suður
yfir landamærin til
Minneapolis, kom kórinn við
hjá gamla fólkinu á elli-
heimilunum i Gimli og
Selkirk og söng þar hluta af
söngskránni. Voru þar ýmsir
meðal áheyrenda, sem höfðu
stigið sín bernskuspor á
íslandi, en flutzt vestur í
æsku og margt af þessu fólki
hafði aldrei til íslands komið
síðan.
Síðasta söngskemmtun
Karlakórs Reykjavikur fór
fram í kirkju í Minneapolis,
þar sem konur úr þjóðræknis-
félaginu Heklu tóku á móti
kórnum og buðu öllum sam-
komugestum uppá kaffi og
meðlæti á eftir. Hvert sæti i
kirkjunni var skipað og áttu
karlakórsmenn naumast von
á því, þar sem norskur karla-
kór var með konsert á sama
tima í tilefni af komu Ólafs
Noregskonungs þangað til
borgarinnar. Eins og annars-
staðar á söngskemmtunum
Karlakórs Reykjavikur, mátti
sjá langt að komið fólk, en
auk þess eru allmargir ís-
lenzkir námsmenn í Minnea-
polis og fjölmenntu þeir að
sjálfsögðu.
Með í förinni voru nokkrir
blaðamenn og auk karlakórs-
manna og eiginkvenna þeirra
voru um 50 farþegar. Öllu
þessu fólki var komið fyrir á
heimilum hjá Vestur-
íslendingum i Winnipeg og
voru viðtökur mjög rómaðar.
Náði hjálpsemi gestgjafanna
jafnvel svo langt að þeir tóku
sér fri úr vinnu til þess að
geta sinnt gestum sínum
sem bezt. í Minneapolis bjó
kórinn og farþegarnir hins-
vegar á hóteli.
Eins og oft hefur verið vik-
ið að áður, voru þessi októ-
berhátíðahöld í tilefni þess að
i októbermánuði fyrir réttum
100 árum hófst landnám
íslendinga í Nýja-íslandi
Þetta var siðasti liður þeirrar
hátiðar. Söngur karlakórsins
var framlag íslands og hefði
ugglaust verið erfitt að finna
nokkuð annað, sem vekti
eins innilegan fögnuð meðal
þessa fólks, sem ennþá þekk-
ir og syngur islenzk lög.
GS.