Morgunblaðið - 31.10.1975, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975
Ljósmyndir Mbl. Friðþjófur.
Tatarastelpurnar taka sporið Iétt I Carmen eins og sjá má.
ísöng og
dansi með Carmen
SPÆNSK stemmning
sveif yfir sviðinu tatara-
stelpur sviptu pilsum í
dansi sínum, meyjar
mændu á drykkjufas
karla á krám og ástar-
leikurinn óf þráð sinn úr
öllum sfnum óendanlegu
möguleikum.
Það hefur verið ströng
törn hjá þeim fjölda leik-
ara, hljómlistarmanna,
sviðsmanna og annarra
sem koma við sögu
sýningarinnar, en frum
sýningin á óperunni
Carmen eftir Bizet verð-
ur í Þjóðleikhúsinu í
kvöld, föstudagskvöld, og
er það í fyrsta skipti sem
Carmen er sýnd á sviði á
íslandi. Hljómsveitar-
stjóri er Bohdan
Wodiczko og leikstjóri er
Jón Sigurbjörnsson
óperusöngvari og leikari.
Tónlistin úr Carmen er
mörgum kunn, enda er
hún vinsæl hvar sem hún
hefur verið kynnt og titil-
hlutverkið í Þjóðleikhús-
inu sjálfa Carmen leikur
og syngur Sigríður Ella
Magnúsdóttir. Til marks
um það að fólk hefur
fylgst með því að Carmen
er að fæðast á fjölum
Thalíu í Þjóðleikhúsinu
er það, að þegar er upp-
selt á fyrstu sýningarnar.
Hlutverk Don José leikur
og syngur Magnús Jóns-
son.
Við fyígdumst með
æfingu á Carmen eitt
kvöldið í vikunni og hún
gekk fyrir sig eins og
gengur þegar unnið er
við lokaátakið fyrir
smiðshöggið. Æfingin
var stöðvuð af og til, að
einu þurfti að gæta,
undirstrika annað, en all-
ur, tæplega 100 manna
hópurinn sem vinnur að
verkinu, vann saman að
því að smiðshöggið yrði
gott þegar tjaldið fellur
frá á fyrstu sýningu og
Carmen heilsar leikhús-
gestum með fegurð sinni
og söng. á.j.
Magnús Jónsson og Sigrfður Ella í hlutverkum sfnum
Sigrfður Ella Magnúsdóttir f
hlutverki Carmen.
Magnús Jónsson f hlutverki
Don José.
Baritonsöngvarinn Walton
Grönroos frá Alandseyjum
syngur sem gestur hlutverk
Escamillos á nokkrum
sýningum og syngur hann á
sænska tungu.
Margir okkar beztu óperusöngvara taka þáit f Carmen. Frá vinstri: Kristinn Hallsson, Garðar Cortes, Sigrfður Ella Magnúsdóttir, Elfn Sigurvinsdóttir og Svala Nilsen