Morgunblaðið - 31.10.1975, Page 16

Morgunblaðið - 31.10.1975, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1 16 Byggingarsjóður ríkisins: Lánaði allt að 80% lánsfjár 1 tvö kjördæmi Umræður um Framkvæmda- stofnun rlkisins héldu enn áfram á kvöldfundi neðri deildar I fyrra- dag. Fundinum lauk án þess mál- ið yrði útrætt og var umræðunni frestað, m.a. að beiðni flutnings- manna frumvarpsins, sem fjallar um aðra skipan framkvæmda- stjórnar stofnunarinnar en nú er. Hér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður umræðna á kvöld- fundinum. ÖlafurRagnar Si^urlau^ (irímsson. Itjarnadótlir. sóttur í orð Sv.H.), stefnt að stór- kostlegustu „byggðaröskun af mannavöldum“ sem um gæti um áratugaskeið. Með hliðsjón af þeim ásökunum i garð stjórnvalda, sem fælust I orðum Sverris Hermannssonar í viðtali við Mbl., væri Alþingi ekki alvörustofnum, ef það léti ekki ásakanir stjórnþingmanns af þessu tagi til sín taka. Skoraði ræðumaður á forseta deildarinn- ar að fresta umræðunni unz þessi þingmaður kæmi á ný til þings, svo hann gæti I senn rökstutt full- yrðingar sínar I áheyrn Alþingis og svarað þeim aðfinnsluorðum, sem að honum væri beitt fjar- stöddum. Þingmaðurinn áréttaði nauðsyn skynsamlegs áætlunarbúskapar, einkum og sér I lagi við núverandi efnahagsaðstæður, sem og áætl- anagerðar, sem mark væri á tak- andi. Framkvæmdastofnun hefði nú með höndum mikinn fjölda byggðaáætlana, sem ekki entust árin til aldamóta að ljúka, enda væri þorrinn af þeim sýndar- mennska til þess sviðsett að halda landsbyggðarfólki rólegu meðan ..byggt væri stórt" á Faxaflóa- svæðinu. Framkvæmdastofnunin hefði átt að vera liður I áætlunar- búskap vinstri stjórnar. Þessi til- raun hefði mistekizt með. öllu, enda þróazt upp I hefðbundna út- hlutunarpólitík íslenzka flokka- kerfisins. BYGGINGARSJÓÐUR RÍKISINS OG LANDSBYGGÐIN. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) kvaðst frá upphafi hafa verið and- víg stjórnskipan Framkvæmda- stofnunar, þ.e. kommissarakerf- inu. Hins vegar væri ofgert I ásök- unum á störf stofnunarinnar. Hún minnti á Vestfjarðaáætlun, sem nú væri að unnið, en sam- gönguþáttur hennar væri orðinn að veruleika. Hringvegur á Vest- fjörðum, bættir vetrarvegir og varanleg vegagerð I þéttbýli bæri þessu vitni. Hinsvegar hefðu aðr- ir þættir Vestfjarðaáætlunar ekki enn birzt, en hraða yrði gerð þeirra og framkvæmd, enda Vest- firðingafjórðungur eini lands- hlutinn þar sem bein fólksfækk- un ætti sér stað. Húsnæðisskortur væri sá þátturinn, sem stæði eðlilegri mannfjölgun vestra einkum fyrir þrifum. I því sambandi væri rétt að minna á þá mismunun, sem rfkt hefði I lánamálum til hús- bygginga á undanförnum árum, en þessi mál hefðu I vinstri stjórn heyrt undir ráðuneyti SFV. Á árinu 1973 hefðu heildarútlán byggingarsjóðs ríkisins verið kr. 1.262.395.000.- Af þessari upphæð hefði Reykjavík fengið 642 m.kr. og Reykjanes 343 m.kr. eða þessi tvö kjördæmi samtals 78% heildarupphæðarinnar. Arið áður, 1972, hefði hlutur þessara tveggja kjördæma verið 81.5%. Og 1974 hefði hlutur þeirra verið 70%. Svipuðu máli hefði gegnt með byggingarsjóð verkamanna, allt að þrír fjórðu lánveitinga hefðu farið i þessi tvö kjördæmi. Þegar gerður væri samanburður á lánum byggðasjóðs, sem þó hefði verið stofnaður til að rétta hlut landsbyggðarinnar sérstaklega, einkum I atvinnumálum, væri rétt að hyggja að þeim opinberum fjárfestingarsjóðum, sem þjóna hefðu átt landshlutunum jafnt. Sigurlaug sagði ræðu Olafs Ragnars hafa einkennzt af yfir- læti, frauðkenndum málaleng- ingum og grunnhyggni. Hún sagð- ist efa að hann drægi réttar ályktanir af blaðaviðtali við Sverri Hermannsson. Hún minnti á stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar um byggðamál, efl- ingu byggðasjóðs og margs konar landsbyggðarframkvæmdir. Að visu væri ljóst, að minnkandi þjóðartekjur sniðu okkur stakk eftir vexti um framkvæmdir. Og standayrði að fjárlagagerð af hóf- semd og ábyrgð. Engu að síður yrði að treysta stjórnaryfirlýs- ingum um varðstöðu um hlut landsbyggðarinnar. ASÖKUN STJÓRNARÞINGMANNS, SEM KREFST VIÐBRAGÐA AF ALÞINGI Ólafur Ragnar Grfmsson (SFV) sagði deilur um framkvæmda- stjórn stofnunarinnar sviðsettan leik, af hálfu stjórnvalda, til að fela algjöra kúvendingu sína í byggðastefnu. Þessi gjörbreytta stefna kæmi einkar skýrt í Ijós í viðtali Morgunblaðsins við Sverri Hermannsson, sem væri allt í senn, alþingismaður, kommissar í Framkvæmdastofnun og gjör- kunnugur byggðaáformum ríkis- stjórnarinnar. Sverrir Hermannsson sagði i fyrsta Iagi, að vanmáttug viðleitni byggðasjóðs til að rétta hlut Iandsbyggðarinnar væri líkt og „krækiber í helvíti" hjá tug- milljarða risaverkefnum á Suð- vesturlandi, einkum í stóriðju- málum og stórvirkjunarmálum. 1 öðru lagi mætti álykta af orðum hans, að silkimjúkar en meiningarlausar yfirlýsingar um virkjunarmál, bæði á Norðurlandi og Austurlandi, væru strandaðar á deilum „heima í héraði", þann veg, að stjórnarflokkarnir teldu sig lausa allra mála og gætu áfram verið í friði við þá uppá- haldsiðju að „byggja stórt á suð- vesturhorninu“. I þriðja lagi væri með þessu móti, sem og stórfelldum niður- skurði ríkisútgjalda á öllum sviðum landsbyggðarfram- kvæmda (niðurskurðurinn ekki Sameinað þing í gær Á fundi sameinaðs þings í gær var fjárlagafrumvarpi árs- ins 1976, að Iokinni fyrstu umræðu, visað til fjárveitinga- nefndar og 2. umræðu með samhljóða atkvæðum. Ákveðin var ein umræða um endurskoðun fyrningar- ákvæða, þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds um endur- skoðun skattalaga. Helgi F. Seljan mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um úttekt sveitavega á Aust- fjörðum og áætlanagerð, sem byggð yrði á úttektinni og þörfum heimaaðila. Þing- maðurinn lagði einkum áherzlu á bætta vegagerð vegna mjólkurflutninga og flutninga á skólabörnum milli heimila og skóla. Á dagskrá voru einnig þings- ályktanir um viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavíkurflugvelli og fjárreíður stjórnmála- flokka, sem ekki komu til umræðu. Hendur á lofti í þingsölum. Nei, það er ekki verið að samþykkja fjárlögin. Það er ekki heldur verið að sam- þykkja þingfararkaup. Það er aðeins verið að samþykkja að vfsa máli til nefndar. En þeir eru a.m.k. sammála að þessu sinni. Fyrirspurnir á Alþingi % Staða Félags- heimilasjóðs Jóhannes Arnason (S) hefur beint eftirfarandi fyrirspurnum til menntamálaráðherra. 1. Hversu mörg félagsheimili, sem eru í smíðum eða fullbúin, njóta nú styrks úr Félagsheimilasjóði skv. lögum nr. 107 frá 1970? 2. Hver er skuld Félagsheimila- sjóðs á lögboðnum 40% hluta stofnkostnaðar þessara félags- heimila, skipt eftir kjördæmum? 3. Hvað er áætlað að það muni taka Félagsheimilasjóð langan tíma að greiða upp umrædda skuld miðað við núverandi tekju- stofna sjóðsins? 4. Hefur Félagsheimilasjóður not- fært sér heimild i 5. mgr. 3. gr. laga nr. 107 frá 1970 til útgáfu skuldabréfa og þá i hve ríkum mæli? % Vinnuálag f skólum Halldór Blöndal (S) spyr sama ráðherra: „Hvað Iíður framkvæmd álykt- unar Alþingis frá 22. febrúar 1973, 2. tl., um vinnuálag i skólum? ^ Húsaleigumál varnarliðs og flugvallarframkvæmdir 1. Hve margar íbúðir höfðu bandariskir hermenn og flug- vallarstarfsmenn á leigu utan flugvallar haustið 1974? (Óskast sundurliðað eftir sveitarfélög- um). 2. Hverjar eru sambærilegar tölur nú? 3. Hve margir Islendingar störfuðu I þjónustu Bandarikja- hers og við aðrar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli: a) i október 1974, b) í október 1975? 4. Hve margir Bandarikjamenn (hermenn og aðrir starfsmenn) voru við störf á Keflavíkurflug- velli: a) í október 1974, b) I október1975? 5. Hvað er áætlað að allar fram- kvæmdir á vegum Bandaríkja- hers á Keflavíkurflugvelli nemi hárri fjárupphæð: 1) á árinu 1975, b) á árinu 1976? 6. Hvað er áæílað að íslensk verk- takafyrirtæki vinni fyrir háa fjár- upphæð á vegum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli: a) á árinu 1975, b) á árinu 1976?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.