Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 21
21
Guðrún Erlendsdðttir
formaður rfkisskipuðu
kvennaársnefndarinnar
var fundarstjóri
Kvenna-
slagur
Tileinkað Kvenréttindafélagi
Islands
Islands konur, hefjizt handa!
heimtið yðar rétt!
Efst til fjalla, fremst til stranda,
fylkið yður saman þétt!
Fram, f trú að fullum sigri,
fegri, betri tfð!
Sigurstál f viljans vigri
vinna látið frelsisstrfð!
Verið mæður vona nýrra!
verið aldar ljös!
Gerið landið hlýrra, hlýrra,
hrjósturkvist að blómgri rós!
Greiðið veginn sumri’ og sólu,
söng og kærleiksyl, —
hverjum ilmreyr, hverri fjólu
hjálpið þér að vera til!
Norrænt blóð og norræn tunga,
norrænt þrek f raun
skal þér, dóttir lslands unga,
ennþá vinna sigurlaun!
— Islands konur! hefjizt handa!
hcimtið yðar rétt!
Efst til fjalla, fremst til stranda
fylkið yður saman þétt!
—. Guðmundur Guðmundsson
I um „Kvennafrí 24. okt.“ |
| hefur áhuga á að eignast i
. myndir af viðburðum :
dagsins sem vfðast að af I
| landinu. Þeir, sem eiga |
| myndir og viljaiáta þær,
eru vinsamlegast beðnir J
I að hafa samband við
| Ernu Ragnarsdóttur, |
Garðastræti 17, f síma
16577.
I____________________________I
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1975
Alþingismannahvatning
Svava: Fundarmenn,
Það er bezt að segja strax
alveg eins og er — við erum
komnar hingað upp á pall-
inn fyrst og fremst til að
sýna ykkur, hvað við, kjörn-
ar konur á Alþingi, erum
fáar.
Sigurlaug: Já, við tvær erum
% af þingliði íslenzkra
kvenna. Hinn þriðji hlutinn,
Ragnhildur Helgadóttir,
varð að vera erlendis í dag í
sambandi við hina norrænu
kvennasögusýningu í tilefni
kvennaárs. Sem sagt — ef
ein okkar er fjarverandi, —
þá er einn þriðji horfinn.
Svava: A kjörskrá í kosning-
unum 1974 voru karlar
63321 talsins. Þeir hafa 57
fulltrúa á þingi — eða 95 af
hundraði alls þingliðs.
Sigurlaug: En konur á kjör-
skrá voru nær jafnmargar
— eða 63067, en þær hafa
þrjá kjörna fulltrúa á þingi
— eða 5 af hundraði.
Svava:
Á þeim 60 árum sem liðin eru
síðan konur hlutu kosningarétt
og kjörgengi hafa aðeins 9 kon-
ur setið á Alþingi sem kjörnir
fulltrúar. A sama timabili hafa
kjörnir karlar á Alþingi verið
257. Hlutfallið i æðstu valda-
stofnun þjóðarinnar á því tfma-
bili er þá ein kona á móti 28'A
karlmanni. Hlutföllin í öðrum
valda- og stjórnunarstofnunum
þjóðarinnar eru sfzt hagstæðari
konum. Konur kröfðust kosn-
ingaréttar og kjörgengis til
þess að verða fullgildir þegnar
þessa þjóðfélags og vinna að
uppbyggingu þess. Þetta hafa
þær sannarlega gert með vinnu-
framlagi sínu þæði á heimilum
og í öllum helztu þjónustu- og
undirstöðuatvinnugreinum
þjóðarinnar. íslenzkar konur
hafa ekki legið á liði sínu. En í
ljósi þess að þjóðfélagsleg for-
usta, ákvaröanatektin, er nær
öll f höndum karlmanna,
verður sú spurning áleitin í dag
hvort íslenzkar konur hafi með
vinnu sinni ráðið nokkru að
marki um þjóðfélagsgerðina.
Hefur vinna okkar þjónað þvi
markmiði að byggja upp þjóð-
félag eftir okkar höfði, eins og
við viljum hafa það, eða hefur
vinna okkar verið not'uð til að
byggja upp þetta þjóðfélag
eftir forskrift ráðandi karl-
manna? Þetta er samvizku-
spurning sem okkur er skylt að
leggja fyrir okkur sjálfar í dag.
Viljum við að konur séu ein-
göngu vinnuafl í fiskiðnaði, en
hafi hvergi bein áhrif á, hvern-
ig þær auðlindir sem atvinna
þeirra byggist á, eru hagnýttar?
Viljurp v»ið að konur sæti tvöí-
földu vinnuálagi en komist ekki
í nægilega sterka’valdaaðstöðu
til þess að framkvæma þær
félagslegu úrbætur sem þarf til
aó afnema það? Viljum við
launamisrétti?
I samþykkt Sameinuðu þjóð-
anna um Alþjóðlegt kvennaár
1975 er ákvæði sem hvetur þau
aðildarriki sem hafa ekki enn
fullgilt samþykkt Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar um
jöfn laun karla og kvenna fyrir
jafnverðmæt störf, að gera það
hið fyrsta. ísland var eitt
fjögurra rikja sem með breyt-
ingartillögu á þingi S.þ. kom
þessu ákvæði inn í samþykkt-
ina. Það hvilir þvi á okkur sú
siðferðilega skylda — um leið
og við sýnum samstöðu með
konum þróunarlandanna — að
uppræta launamisréttið hjá
okkur. Ef við viljum ekki
launamisrétti, þá skulum við ná
þeirri aðstöðu að við förum
sjálfar að meta verðmæti starfa
okkar.
Vinnuframlag kvenna rétt-
lætir þá kröfu að þær ráði
þessu þjóðfélagi til jafns við
karla.
Sigurlaug:
Já, það er rétt. Þrjár konur af
60 kjörnum fulltrúum á
Alþingi. Það er staðreynd, sem
ekki er til að státa af og hlýtur
að vera okkur áminning um, að
við höfum ekki notað sem
skyldi þann rétt, sem við hlut-
um fyrir meira en hálfri öld, og
kostað hafði harða baráttu
hugumstórra hugsjóna kVenna
— og karla fyrir málstað okkar.
Við höfum of lengi haldið að
okkur höndum. Við trúum þvi,
að heimilum okkar og fjölskyld-
um — þjóðinni allri — væri
betur borgið, ef konur hefðu
meiri áhrif á lagasetningu og
pólitískar ákvarðanir, sem móta
það samfélag, sem við lifum í.
Við höfnum gamalli kreddu
um að stjórnmál séu ekki við
hæfi kvenna. Við viðurkennum
ekki, að þau séu eitthvað
óhreint — jafnvel mann-
skemmandi. Stjórnmál eru í
eðli sinu velferðarmál hverrar
þjóðar, — sé að þeim unnið —
eins og vera ber — af heiðar-
leik, trúmennsku og þjóðholl-
ustu.
Við þurfum að kynna okkur
málin — hugsa — taka afstöðu
og beitá áhrifum okkar sam-
kvæmt því.
— En það eru víðar tækifæri
fyrir konur til að hafa áhrif en
á hinu háa Alþingi, í opinber-
um stöðum, ráðum og nefndum.
Við höfum allar — hvar í
stétt sem við stöndum — í sveit
og við sjó — möguleika — og
skyldur til að hafa áhrif á um-
hverfi okkar með fordæmi —
orðum og athöfnum —.
Þótt við stefnum heilshugar
að virkari þátttöku kvenna i
almennum þjóðmálum — þá
höfum við enn og munum
áfram hafa í heiðri hlutverk
konunnar sem móður og hús-
móður innan vébanda heimilis-
ins. / Hefir hún ekki einmitt á
þeim vettvangi gullið tækifæri
til áhrifa á almenna hagsýslu
og hagstjórn og — um leið — í
skapandi uppeldis- og
mannræktarstarfi — á heill og
velferð þjóðfélagsins hverju
sinni. J Það veltur á miklu, að
henni fari það hlutverk vel úr
hendi.
Við gerum þá kröfu á hendur
samfélaginu, að það sýni skiln-
ing og vilja í verki til þess, að
við fáum rækt til jafns við karla
hin margþættu störf nútima
þjóðfélags. — Samfélagið
kallar okkur á móti til
ábyrgðar, sem enginn full-
þroska einstaklingur, — karl
eða kona — fær vikið sér
undan.
Islenzkar konur. — Við
stöndum hér í dag — sam-
einaðar undir kjörorði Sam-
einuðu þjóðanna: Jafnrétti —
framþróun — friður. — Ekki
bara til að heimta réttindi og
völd okkur sjálfum til handa í
okkar velferðarríki, heldur
einnig til að votta samstöðu
okkar og samúð með milljónum
nauðstaddra kynsystra okkar í
hinum vanþróaða heimi.
Gleymum ekki þessum degi.
— Stöndum áfram saman að
góðum málum. Við höfum nóg
verk að vinna til umbóta og
framfara i þjóðfélagi okkar,
þótt við leggjum ágreinings-
málin til hliðar.
Stöndum vörð um réttindi
okkar og skyldur.
Stöndum vörð um manninn í
sjálfum okkur á erfiðum tímum
óróa og upplausnar.
Stöndum vörð um kristilegt
siðgæði — um heimili okkar,
þjóðerni og þjóðmenningu.
Svava:
Konur, við höfum kosningarétt
og kunnum þvi gjarnan
að flíka.
En hitt virðist gleymast
harla létt,
þótt hömrum við á þvi jafnt
og þétt,
að við knúðum fram
kjörgengi lika.
Sigurlaug:
Þvf sé það í dag okkar áminning
að ætla hlut okkar meiri.
Flykkist bví konur, sem flestar
áþing.
Þar fámenni okkar er óvirðing.
Við ættum að vera þar fleiri.
Svava og Sigurlaug: Já, við
ættum að vera þar fleiri.
Sigurlaug Bjarnadóttir
og Svava Jakobsdóttir
alþingismenn: Já, vi
ættum að vera þar fleiri.