Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÖBER 1975
23
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
Trúin og tómið
Graham Greene: MATT-
URINN OG DÝRÐIN.
208 bls. Sigurður Hjart-
arson íslenskaði. AB,
1975.
SÉ LITIÐ yfir heimsbókmennt-
irnar annars vegar og hins
vegar þann örsmáa hluta þeirra
sem hérlendum lesendum gefst
á að líta í íslenskum þýðingum
virðist tilviljun oft ráða valinu.
Sumir höfundar komast ekki á
blað hér þó þekktir séu annars
staðar. Aðrir verða hér nokkurs
konar heimagangar. Einn
þeirra er Graham Greene. Á
stríðsárunum og fyrstu árin
eftir stríð var hann tískuhöf-
undur I Englandi. Sumir spáðu
honum Nóbelsverðlaunum.
Aðrir börðu það niður og sögðu
að hann væri meiri reyfarahöf-
undur en svo að slík viður-
kenning honum til handa kæmi
til greina.
Reyfarahöfundur er Graham
Greene ekki í orðsins eiginlegri
merking, öðru nær, þó söguefni
hans minni stundum á æsiefni
sakamálasagna. Vinsældir bóka
hans stöfuðu ekki heldur af
reyfaraskap þó svo að sumar
þeirra megi teljast dágott af-
þreyingarefni heldur af hinu
að hann skrifaði vel og var öðru
vísi en aðrir, hefðinni tengdur
en þó nýr. Stiltækni lærði hann
meðal annars af róttækum höf-
undum millistriðsáranna, var
sjálfur katólskur en skrifaði
sögur sinar sem áhorfandi
einhvers staðar þar á milli og
taldist þá að sjálfsögðu „borg-
aralegur" höfundur.
Mátturinn og dýrðin er saga
um baráttu trúar við pólitísk
ofstækisöfl, gerist í Mexikó og
rekur rætur til sögulegra at-
burða. Vantrúaralda hefur
riðið yfir landið, kirkjur
brotnar, prestar drepnir eða —
neyddir til að kvænast sem er
vart annað en frekleg nauðgun
sálarinnar frá sjónarmiði kirkj-
unnar séð. Einn prestur lifir
eftir, trúr köllun sinni. Drykk-
felldur og tötrum búinn flækist
hann á milli þorpanna I frum-
skóginum og þjónar blásnauðri
en strangtrúaóri alþýðu. Mót-
herjinn á hinum vængnum er
ofstækisfullur lögregluforingi
sem hundeltir þennan vesæla
og breyská kirkjunnar þjón og
gengst upp i ofsókn sinni af
sadistískri þráhyggju.
Söguefni sem þetta hafa
lengi gerst i raunveruleikanum
eða allt frá þvi að skynsemis-
trúarmenn 18. aldar boðuðu að
hengja skyldi hinn siðasta
munk i görnum hins síðasta
klerks. Rithöfundar hafa með-
höndlað það á ýmsa vegu. Gra-
ham Greene grefst ekki svo
mjög fyrir undirrót þess eða
orsök, sýnir i þess stað af-
leiðingarnar, eða réttara sagt
lítið en einkar dæmigert sýnis-
horn þeirra. Mátturinn og dýrð-
Graham Greene
in er ekki heldur saga um ein-
skæra ytri baráttu, þar er ekki
síður lýst sálarstyrjöld hins trú-
aða sem veit af undankomuleið-
um, kjósi hann að bjarga lífi
sinu, en lætur heldur skeika að
sköpuðu og þvælist fyrir óvin-
inum til að halda áru sinni
hreinni.
Lögregluforinginn á hinn
bóginn — hvar stendur hann
trúarlega séð? „Til voru dul-
trúarmenn, sem sagðir voru I
beinum tengslum við almættið.
Hann var einn slikur, lika, en
það, sem hann hafði reynt, var
tómið . . . bjargföst fullvissa
um tilveru deyjandi, kaldrar
veraldar hinnar mannlegu
veru, sem hafði þróast af dýr-
um í algeru tilgangsleysi. Trú
hans varð ekki hnikað."
Vantrúin er Hka trú. Og i
vissum skilningi eru fjendur
katólska prestsins sýnu of-
stækisfyllri vantrúarmenn en
hann með sina katólsku.
Mátturinn og dýrðin kom
fyrst út 1940. Spurning er hvort
sagan er hér ekki of seint á ferð
nú eða hvort hún á yfirhöfuð '
erindi til Islenskra lesenda. Það
er álitamál. Millistriðsárin báru
sin sérkenni, þar með talda bar-
áttu róttækra stjórnmálaafla
við kirkjuvöld. Sú barátta geis-
ar enn sem fyrr, ekki aðeins í
Mið- og Suður-Ameriku heldur
miklu víðar. Sú óhugnanlega
fátækt og vesöld, sem lýst er f
sögunni, er líka enn við lýði.
Með hliðsjón af formi er
sagan vel byggð en nokkuð
langdregin, einkum i fyrri hlut-
anum þar sem mörg og löng
samtöl um lítið efni fylla siðu;
eftir siðu. Þegar líður á söguna
raknar úr þræðinum, hraði og
spenna eykst og tökin verða
fastari og markvissari — Gra-
ham Greene er enginn meðal-
maður þegar öllu er á botninn
hvolft.
Þegar fyrir strið tóku skáld-
sagnahöfundar að renna augum
til kvikmyndanna og skrifuðu
bækur sinar með nokkurri hlið-
sjón af að biómyndir yrðu síðar
gerðar eftir þeim og hygg ég að
bók sú, sem hér um ræðir, hafi
ekki farið varhluta af þeirri
tilhneiging.
íslensk þýðing Sigurðar
Hjartarsonar virðist allgóð ef
undan eru skilin nokkur hæpin
orð og orðasambönd eins og
upphrópunin „oh“, orðið „af-
gerandi" og orðasambandið
„þegar alit kemur til alls“ sem
er flatneskjulegt. Að ytri gerð
er þetta venjuleg bókahilluút-
gáfa með tvílitum og gylltum
kili.
Ur viðtali Guardian við Evtusjenko:
BLAÐAMAÐUR brezka
blaSsins Guardian W.L.
Webb hitti fyrir nokkru
sovézka IjóSskáldið
Evgeny Evtusjenko í Bret-
landi en þar var skáldið á
ferð. Evtusjenko er þekktur
mjög á Vesturlöndum og
framganga hans og atferli
hefur löngum þótt ákjósan-
legt fréttaefni og Ijóðagerð
hans á stundum fallið i
skuggann fyrir frásögnum
af því hvernig hann færi að
þvi að drekka kampavin og
horfa kankvís á þokka-
konur. Hljóðar hefur verið
um Evtusjenko síðasta árið.
En eftir viðtali Webbs við
skáldið er Evtusjenko
ágæta vel sprækur.
í upphafi greinarinnar seg-
ir:
„Fyrir nokkrum árum upp-
götvuðu vestrænir blaða-
menn sovézkt skáld og skópu
úr honum mynd Hins unga
reiða manns — unga reiða
mannsins sem vildi skekja
undirstöður sósialismans. En
sem timinn liður fram kemur
dálítið undarlegt upp úr
dúrnum þessi maður er enn á
lifi! Og Ijóð hans eru gefin út
í Sovétrtkjunum. . . að
minnsta kosti flest. Þar er
hinn dapurlegi virkileiki, flest
Ijóða hans. Og þá koma
blaðamennirnir til hans
draga augað i pung og segja:
Herra Evtusjenko, fyrst þú
ert enn á lífi, fyrst enn eru
gefin út Ijóð eftir þig, fyrst þú
ferðast stundum til útlanda
og fyrst þú ert ekki á geð-
veikrahæli eða i Siberíu —
ertu þá heiðarlegur maður,
herra Evtusjenko? Þeir lita
svo á að sovézkt skáld, sem
fær birt og gefin eftir sig Ijóð
heima fyrir geti naumast
verið ærlegur. En heiðarleiki
er ekki alltaf tengt hneyksli,
eða hvað?"
„Svo þegar hann. Yppir
öxlum. Segir siðan: í augum
óþverramannanna er heiðar-
leikinn sjálfur hneyksli."
„Jú," segir Webb, „Evtus-
jenko er enn á lifi og lifir
heldur góðu lífi og dvelur nú
um hríð i London. Hann
hefur ekki komið hingað I
nokkur ár Sumir hafa kallað
hann hetju, aðrir tækifæris-
sinna og enn aðrir auglýs-
ingaskrumara fyrir bákn
Sovétríkjanna. En vist er
hann sá sem hefur lifað af og
indi. Það kemur skýrt fram i
Helsinkisáttmálanum. Ef
staðið verður við ákvarðanir
sem settar eru fram i þeim
plöggum, hafa draumar
minir rætzt. En við verðum
að skilja þá stöðu sem er i
þróun samtímasögu okkar i
Sovétríkjunum. í mörg ár var
landið algerlega lokað. Past
ernak fór aðeins einu sinni úr
landi, að sækja rithöfunda-
þing i Paris. Þetta hefur ekki
breytzt eins mikið Ég vil
ekki að báknið hindri fólk í að
fara til útlanda. Hver
manneskja — ekki einasta
rithöfundar ÞURFA að sjá, til
Evgeny Evtusjenko
I Rússlandi er skáld
meira en skáld
hann nýtur virðingar meðal
samlanda sinna. Yesenin
skellti sér inn i eilifðina
þritugur að aldri,
Mayakovsky tók fram
byssuna sina og skaut sig,
37 ára gamall, og þeir menn
eru til bæði I Moskvu og
London sem halda að úr
hefði orðið snjallari saga ef
Evtusjenko hefði farið að
dæmi þeirra. En hér er hann,
42 ára og lifandi og þau
kynlegu og mögnuðu örlög
eru honum búin að vera
skáld í Sovétríkjunum.
Hann hefur jafnan verið
skartmenni i klæðaburði og
hann keðjureykir, enda þótt
honum hafi verið ráðlagt að
draga úr reykingum. Hann
rifjar upp að síðast þegar
hann var í Englandi hitti
hann T.S. Eliot og sá siðar-
nefndi hvatti hann til að
reykja ekki svona mikið Rétt
eins og Pasternak hafði kurt-
eislega ráðlagt honum að
fremja ekki sjálfsmorð. „Að
‘minnsta kosti skaltu ekki
yrkja Ijóð, þar sem þú spáir
ofsafullum endalokum sjálfs
þín, " sagði Pasternak. „Slíkir
spádómar eiga það furðu oft
til a& rætast illþyrmilega hér í
Rússlandi"
Kannski er hann reiðari nú
en áður. En hann er enn
unglegur og heillandi og
hann baðar út öllum öngum
til að leggja áherzlu á orð sin.
Hann er spurður hvort hann
ætli að reyna að bæta
menningarskipti Bretlands
og Sovétríkjanna. Hann telur
slikt verðugt verkefni. En
hann reynir að fara í kringum
ýmsar spurningar, eins og
köttur umhverfis heitan
graut.
Er hann aldrei vansæll yfir
því að vera frjáls að fara til
útlanda, þegar vinum hans
er synjað um þau forréttindi.
Eins og til dæmis Ernst
Neizvestny myndhöggvara.
Skoðun min er sú, að
ferðalög ættu að vera sjálf-
sögð réttindi, en ekki forrétt-
þess að vera þess umkomnir
að bera saman og dæma lífið
i hinum ýmsu löndum. Til að
sjá hvað er gott og hvað er
slæmt. Nú held ég að járn-
tjaldið sé rofið, en brot úr þvi
hanga enn niður i augu á
sumum. Sumir slíkir menn
eru einnig til á Vesturlönd-
um. Alls staðar eru til menn
sem óska þess helzt að
timinn standi kyrr. . ." En
Neizvestny. . .
Mér finnst Neizvestny vera
frábær myndhöggvari Ég er
þeirrar skoðunar, að hann
ætti að fá að hafa sýningar
ALLS STAÐAR Hann er
vinur minn."
(Lauslega þýtt og stytt)