Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTOBER 1975 25 Guðmundur Þorsteinsson. Tálknafirði: Svo a8 segja alla nltjándu öld- ina unnu Islendingar a8 þvl a8 öSlast fullt stjórnarfarslegt sjálf- stæSi. RóSurinn var þungur, og hægt miSaSi I fyrstu. En fyrir harð fylgi hinna bestu manna, svo sem Baldvins Einarssonar, Brynjólfs Péturssonar og fl„ unnu þeir a8 þvl a8 svo mætti verBa. SlSar kemur fram á svið sjálfstæðisbar- áttunnar, Jón Sigurðsson, sem eyddi allri sinni Itfsorku fyrir mál- staðinn. Og vann sér fyrir ódauð- legt þakklæti allrar þjóðarinnar. samanber hin frægu orð. „Aldrei að vlkja". Og orðin sem hann mælti á þjóðfundinum þegar hann sagði: „Vér mótmælum allir." 011 þessi barátta bar árangur samanber konungskomuna 1874, þegar afhentur var fyrsti stjórnar- farslegi réttur til handa Islending- um. Að vlsu voru ekki allir Islending- ar á einu máli um hvernig unnið skyldi að þvl að ná þessu stjórnar- farslega sjálfstæði. En 1918 fengu Islendingar aukið sjálfstæði með konungssambandi við Dan- mörku, og 1944 fengum við sem kunugt er fullt og ótakmarkað efnahagslegt sjálfstæði að þvl marki sem meiri hluti þjóðarinnar sætti sig við. Nú tel ég að tlmi sé til kominn að þjóðin átti sig á stöðu sinni I dag. Stjórnarfarslegt sjálfstæði höfum við, en efnahags- legt sjálfstæði eigum við ekki til. Sú þjóð sem lifir um efni fram, eyðir meira en hún aflar, getur Hugleiðing einingu og ekki verið sjálfstæð þjóð til lengd- ar. Nú er það tillaga mln til hinna þjóðkjörnu fulltrúa þjóðarinnar, að þeir sllðri hin pólitlsku vopn um sinn, en vinni I stað þess saman I sátt og bróðerni við að koma efna- hagssjálfstæði þjóðarinnar I eðli- legt horf. Verkefnin eru ærin fyrir, sem og á dögum sjálfstæðisbaráttunnar. Má ég benda á tvö aðkallandi verkefni, sem ég áður get um: 1. Efnahagslegt sjálfstæði. 2. Samstaða allra þingmanna um að standa saman um 200 mllna landhelgina, samræma sjónarmiðin svo að þeir geti komið fram fyrir hönd þjóðarinnar með eina hugsun og eina sál. Sleppa hugsunum um. hverju tapa ég.eða hvað græði ég I næstu alþingis- kosningum. Með þvi að sleppa hinum pólitlsku blekkingum, sem hinir pólitlsku flokkar nota I mál- flutningi slnum. Mln persónulega afstaða til landhelgismálsins er sú að það komi ekki til mála að veita neina undanþágu innan 50 milna markanna, en einhver um þjóðar- þjóðstjóm umþóttunartlmi verði utan þeirra marka. Engir tollar eða Ivilnanir á viðskiptasviði geta komið þar til greina Auðvitað geri ég mér það Ijóst að þjóðin llður að einhverju leyti efnahagslegt tap á þvl. Það á að breyta lifnaðarháttum, þrengja mittisólina hún er nógu rúm fyrir. Hætta þessari kröfugerð hver á hendur öðrum þvl þjóð félagið er orðið sjúkt af henni. Hver vill sinn hlut sem mestan hvað sem allri sanngirni llður. Tökum t.d. slðustu kjara- samninga við flugmenn, hvaða dilk haldið þið að þeir eigi eftir að draga á eftir sér. Nú er mér það Ijóst að alþingismenn eru ekki hæst launaða stétt þjóðfélágsins. En væri það ekki eftirbreytanleg fyrirmynd, að þeir afsöluðu sér öllum auka bitlingum, færðu laun sln til samræmis við úrtak vinnu- stétta þjóðfélagsins I heild. Ekki er krafa um menntastig að ræða til þess að gegna alþingismennsku eða ráðherrastöðu. Ekki er mér kunnugt um að menntamálaráð- herra vor hafi aðra menntun en tvo vetur úr Héraðsskólanum á Laugarvatni. Nú er ég ekki að halda þvt fram að Vilhjálmur Hjálmarsson sé ekki greindur og gegn maður, slður en svo. Hann er bara sjálfmenntaður bóndi austan frá Brekku I Mjóa- firði, og tel ég það mikil meðmæli með honum. jslenskir bændur voru um aldir burðarás Islenskrar sveitamenningar og eru enn. Þessar hugsanir eru vegna þess að ég tel menntakerfi þjóðarinnar algera vitleysu. Eftir mennta- gráðunni, hærra kaup meiri kaup- kröfur. Ég nenni ekki að tlna til dæmi þessu til sönnunar. Vlxlsporin eru svo grátlega mörg I okkar löggjöf seinni ára. Skattalöggjöfinni var fyrir nokkr- um árum breytt á þá leið, að skattanefndir I hverju hreppsfélagi voru lagðar niður. Hreppsstjóri var formaður skattanefndar og bar ábyrgð á störfum hennar. Ég átti sæti I skattanefnd I mfnum hreppi, Tálknafjarðarhreppi, I tuttugu ár. Datt þá háttvirtum alþingismönn- um I hug að breyta þessu á þann hátt. að nú eru nlu skattaumdæmi I landinu. Nú eru sem kunnugt er háværar raddir uppi um að skatta- álagningin sé óviðunandi sbr. kærurþarum. Sá háttur var á hafður, að ef eitthvað var sem skattanefndin taldi ábótavant var viðkomandi skattþegn kallaður fyrir nefndina til þess að gera grein fyrir þvl sem skattanefndinni þótti á vanta. Oft- ast lagaðist þetta, en ef ekki fór það til yfirskattanefndar. j litlum hreppum eða byggðarlögum þekkir hver maður annan, en með þvl fyrirkomulagi sem upp var komið að hafa skattaumdæmin nlu er ómögulegt að fylgjast með framtölum manna. Þvl er komið sem komið er. Verkaiýðsbaráttan á jslandi er algjörlega komin úr slnu upphaf- lega formi svo hún er ónothæf eins og hún er. Fyrst er samið um kaup og kjör við stærsta vinnu- hópinn, hinn óbreytta verkamann. t Eftir sitja svo svokallaðir fagmenn, uppmælingamenn og ákvðisvinnumenn, stéttir sem ekki eiga að vera til I þessu formi sem nú er. i fyrravetur komu forsvarsmenn atvinnurekenda og verkalýðs fram I þætti I sjón- varpinu um samningana sem þá stóðu yfir. Stjórnandi þáttarins spurði forseta ASf Björn Jónsson, að þvl hvernig stæði á þvl að það væri fyrst samið við stærsta atvinnuhópinn, og slðan væru teknir hærra launuðu hóparnir á eftir. Svarið var: „Þeir eru meðlimir I ASÍ eins og hinir." Að lokum. Hættum þessum vinnubrögðum og vinnum undir kjörorði ungmennafélagshreyf- ingarinnar á íslnadi, „islandi allt". (iI.V SI.NCASIMIN’N Klt: 22480 JRorj)unbIaí>ib Viö höfum opnaö nýja veitingabúö í Hótel Esju-Esjuberg. Esjuberg er opið alla daga frá átta á morgnana til tíu á kvöldin. Þar geta á þriðja hundrað manns í einu notiö okkar fjölbreyttu rétta - allt frá ódýrum smáréttum upp í glæsilegar stórsteikur. Veriö velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.