Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 29

Morgunblaðið - 31.10.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1975 29 — Afmæli Framhald af bls. 10 Eins og heilög Guðs ritning Iá hauður og sær allt var himnesku gullletri skráð. Hver mundi gleyma þeirri leið- sögn. Enn brennur eldurinn rauði í hjarta ef horft er til Öræfajökuls og Systrastapa. En ekki þarf svo stórbrotið umhverfi sem auðnir og Edenlundir Skaftafellssýslu til að minnast Helga sem fararstjóra. Hann er jafnógleymanlegur, ef hann nýtur sín hérna um Breið- holtið eins og til Vestmannaeyja, um Hvalfjörð sem Suðurnes. Vart mun ofmælt, að af honum mætti marga menn gjöra og alla snjalla, eins og mælt var um stór- menni forðum. Auðvitað ætti hann að verða mér minnisstæðastur sem braut- ryðjandi í safnaðarmálum hér í Heimum og Vogum við Háloga- land Reykjavíkurborgar. Og það er vissulega svo. Hann er fyrsti safnaðarformaður okkar um margra ára skeið. Hann mun þar hafa gefið nafni sínu góða birtu um nokkra framtið i kirkju- sögu borgarinnar. Hér er rísandi kirkja og komið safnaðarheimili, þar sem líkt og í skóla hans var leitast við að bera fram gamalt og nýtt úr gullkistum andlegra verðmæta. Meðan hugsjónir hans fengu að njóta sín var vissulega margt að gerast og margt að fæðast hér f málefnum kirkju og kristins dóms, sem nú þykir sjálfsagt að taka til framkvæmda og fyrir- myndar. Og gleymist þá gjarnan hver fyrstur ruddi steinum úr vegi og lagði brautina, byggði musterið sem hugsjón. En gleym- ist hugsjón sú, sem breytir trúnni í starf, kærleiksríkrar fram- Miðar á 01 í Montreal NU eru um nfu mánuðir unz 21. Olympfuleikar nútímans hefjast f Kanada. Verða þeir settir með hátfðlegri athöfn 17. júlí 1976. I samráði við Olympíunefnd Is- lands hefur Ferðaskrifstofa ríkis ins tekið að sér sölu á aðgöngu- miðum að leikjunum og útvegun á gistingu i Montreal meðan á þeim stendur. Hægt er að fá keypta aðgöngumiða á flestar íþrótta- greinar, en verð þeirra er mjög mismunandi, eða frá $ 2—$40. Sérstök stofnun hefur verið sett upp af því opinbera og sér hún um alla gistiaðstöðu fvrir gesti i Montreal meðan á Olympiu- leikunum stendur 1 gegnum hana er hægt að fá gistingu á hótelum, stúdentagörðum, einkaheimilum og farfuglaheimilum. Borgaryfir- völd í Montreal fullvissa alla um að nóg gistiaðstaða verði fyrir hendi. Þeir sem áhuga hafa á ferð á Olympiuleikana i Montreal 1976, þurfa því að hafa samband við Ferðaskrifstofu rikisins, Reykja- nesbraut 6, sími 11540, sem allra fyrst. (Frétt frá Ferðaskrifstofu rikisins) sýnir söngleikinp BÖR BÖRSSON JR. n.k. sunnudag kl. 3 Aðgöngumiðasala I Félagsheim- ili Kópavogs. Opin frá kl. 1 -—4 Sími 41 985. kvæmdar ofar öllum játningum, skoðunum og helgisiðum, þá ræt- ist ritningin: Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til einskis. Raunar er Helgi Þorláksson trú- rækinn maður og metur kirkju sína að verðleikum og kemur þar flestum oftar. Samt lifir hann regluna: Sýn trú þína í verkum þínum. Safnaðarvitundin — hin ósýnilega kirkja hvers safnaðar er honum aðalatriði. En hún rís ekki nema fyrir samstarf, fórnar- lund og pesónuleg kynni fólks. En til að skapa þá þætti þarf að efla félagslíf og minnast órða Krists er hann segir: Vakið. Lán þessa hverfis f kirkjumál- um voru sérstaklega tveir Skaft- fellingar til að móta grunninn þótt margir góðir legðu þar hönd og huga að verki: Þessir tveir voru fyrsti formaður og organ- leikari Hálogalandskirkju (sem þá var nefnd svo) í Langholts- söfnuði. Hinn var Vilhjálmur Bjarnason, sem verið hefur for- maður byggingarnefndar kirkj- unnar hér frá upphafi og fram á þennan dag. Heill þeim að störf- um. Eg vil geta þess um leið, að ekki hafa húsfreyjur þeirra verið síður heldur hvatt þá til dáða af þeirri trú og bjartsýni sem bugað- ist aldrei. Frú Gunnþóra Kristmundsdótt- ir, konan hans Helga, hefur sann- arlega sannað hin frægu orð spek- ingsins forna: Væna konu, hver hana hlýtur hún er mikils meira virði en perlur: Hún hefur ekki einungis staðið við hlið hans í starfi og verið önnur hönd i um- svifum skólans mörg síðari ár að minnsta kosti. Hún hefur einnig byggt upp með honum mikið myndarheimili og þrátt fyrir óteljandi annir við skóla og safn- aðarstörf, sýnt snilli sína við upp- eldi sona og einkadóttur, sem öll skara fram úr við nám og störf og nú hasla bræðurnir — dóttirin er yngst — sér völl á breiðu sviði mennta og vísinda, einn orðinn háskólakennari annar prestur, svo á eitthvað sér bent. Eg gat þess áðan, að Helgi Þor- iáksson var hér organleikari öll fyrstu starfsár safnaðarins, með- an enn þurfti að messa á mörgum stöðum og safnaðarfólk þó hálfu fleira en nú og kirkjusókn mikil og stöðug. Sannarlega er hann til margra starfa vel fallinn og sjálfsagt allra sem hann hefði tekizt á hendur. En þar var mikið að gera. Og ógleymanlegastur er hann mér við söngstjórn og hljóðfæri sitt. Hann er fæddur tónlistamaður. Fáir handleika orgel eins fagur- lega í mín eyru. Þá er sama, hvort kirkjan var full af fólki eða ör- stutt helgistund. Við komin heim úr safnaðarferð eða við erum þreytt að síðkveldi eftir langan annríkisdag. Helgi getur einhvernveginn, með leik stuttrar stundar, flutt frið himins niður á jörðina og fegurð hins ósýnilega inn f okkar heim, þótt hann leiki sjaldan kannski aldrei neitt klassiskt grallaralag sem nú er helzt í tfzku, þá tekst honum að skapa helgi- dóm Guðs handa áheyrendum sín- um. En er það ekki aðalatriði fyr- ir okkur þetta venjulega kirkju- fólk? Enginn skilji orð mín samt svo, að afmælisbarnið og ég höfum alltaf verið sammála um allt, né séð allt í sama ljósi. Oftast hefur það samt verið svo í aðalþáttum áratuga samstarfs. Eitt er víst, að við höfum gleymt öllum skuggum í birtu sameiginlegs takmarks, sem einu sinni var nefnt í gamni og alvöru: Sóknin sem vex inn í himininn. Samt veit ég, að hann hefur alltaf hugsað með Longfellow: Hvorki gleði, hryggð nó hagur heítir takmark Iffs um skeið heldur það, að hver einn dagur hrífi oss lengra fram á leið. Og þannig veit eg hann hugsar enn þegar hann nú við upphaf síns sjöunda tugar æviáranna horfir af tindi starfs yfir farinn og ófarinn veg. Samferðafólkið þakkar sam- fylgd og óskar allra heilla. Árelíus Níelsson. INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR I KVÖLD Hljómsveit GARÐARS JÓHANNSSONAR, Söngvari: BJÖRN ÞORGEIRSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFST/tÐISMANNA í REYKJAVÍK AÐALFUNDUR Aðalfundur Heimdallar, samtaka ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík verður haldinn í Út- garði Glæsibæ laugardaginn 1 . nóvember 1975 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Lagabreytingar. 5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar. 6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. 7. Kosning Fulltrúaráðs. 8. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. PARADIS Borg, Grímsnesi, laugardagskvöld 1. nóvember 1975 e.k. Borg í Grímsnesi Paradís Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 21.00. Munið alltaf Nafnskírteinin GYLFI ÆGISSON skemmtir og kemur öllum i stuð Opið til kl. 7 og til hádegis á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.