Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1975
HUGVEKJA
eftirsr.
Þóri Stephensen
F
Ég átti eitt sinn tal við
mann, er ég hitti meðal
kunningja minna. Talið barst
að trúmálum, og hann spurði
mig, hvort ég teldi, að heim-
urinn mundi nokkurn tíma
verða kristinn i heild, þannig
að allar þjóðir játuðu kristna
trú eins og Kristur ætlast til,
er hann segir: „Farið og
gjörið allar þjóðirnar að
lærisveinum, sktrið þá. . ."
Ég sagði þessum manni, að
sú hlyti að vera von okkar og
trú, kristinna manna. Jafn-
framt spurði ég um álit hans.
Hann sagðist ekki vera viss
um, að þetta yrði svo í bók-
staflegum skilningi. Um hitt
kvaðst hann sannfærður, að
þetta ætti eftir að verða svo
félagslega séð. Hann benti á,
hvernig kristin kærleikshug-
sjón hefur haft áhrif langt út
fyrir raðir játenda kristinnar
trúar. Hann benti á alþjóð-
legt hjálparstarf Rauða kross-
ins og fleiri slíkra stofnana.
Hann benti á starf
Sameinuðu þjóðanna og
stofnana þeirra. „Kærleiks-
hugsjón kristindómsins á eft-
ir að breyta heiminum",
sagði hann. „Þó að persóna
Krists komist ekki alls staðar I
það sæti, sem við viljum
velja henni, þá megum við
vera þakklátir, ef boðskapur
hans kemst til skila og vinnur
sitt mannúðar- og mannbóta-
starf."
Viðmælandi minn taldi
sem sagt, að siðgæði kristin-
dómsins ætti eftir að verða
ráðandi í heiminum, enda
þótt kristin trú yrði það ekki.
— Ég hlýt að gagnrýna þetta
álit hans, af því að það er
skoðun mín, að siðgæði
standist ekki án trúar. Þá
skortir það viðmiðun sína. Þá
skortir það grundvöllinn, þá
ábyrgðartilfinningu, sem
hver einstaklingur hlýtur að
bera gagnvart þeim drottni
og skapara, sem hann trúir á.
Frá guðshugmynd trúar-
bragðanna koma allar hug-
myndir um rétt og rangt.
Guðshugmyndin hlýtur því
að skapa siðferðisreglurnar.
Þarsem trúleysi ríkir, hlýtur
hins vegar allt að vera leyfi-
legt. — Og af því að enginn
hefur endurspeglað hreint
eðli Guðs nema Jesús Krist-
ur, þá treysti ég engum
trúarbrögðum öðrum en
þeim sem honum lúta, til að
varðveita kærleikshugsjón
hans hreina. Ég met að vísu
kærleiksríkt lif ólíkt meira'en
þá trú, sem er varajátning
ein, en þau trúarbrögð önn-
ur, sem við þekkjum, mega
þá breytast mikið, ef við eig-
um að trúa því, að þau varð-
veiti kærleikshugsjón Krists
eins vel og sú hugarafstaða,
sem beinum orðum og af
heilindum, játar hann sem
Drottin sinn og leiðtoga lifs á
för.
Það göfugasta sem kristin
trú hefur gefið okkur í þess-
um efnum, er að minum
dómi boðskapur fyrir-
gefningarinnar. Allir menn
eru ófullkomnir og þurfa því
á fyrirgefningu Guðs að
halda. Og sú fyrirgefning er
slík, að hún beinlínis þurrkar
út fortíðina, en beinir augum
til framtíðar, að menn noti
sér fyrirgefninguna til að
gera framtíðina betri en hið
liðna, en þó að sjálfsögðu
með reynslu fortíðarinnar i
huga. Og svar mannsins við
slíku, þegar hann stendur
frammi fyrir meðbróður sín-
um í svipuðum aðstæðum,
það verður vart betur sagt en
með orðum enska skáldsins
Roberts Browning:
„Good to forgive,
best to forget"
eða eins og það hefur verið
orðað á okkar máli:
„Að fyrirgefa er fagurt,
fegurst þó að gleyma."
Þetta hugarfar kom i stað
þess, sem Móselögmál hafði
boðað um „auga fyrir auga
og tönn fyrir tönn". Hér hjá
okkur kom það í stað þess
hefndarþorsta, sem
kristallaðist i mannvigum
fyrri alda.
Það er svo margt, sem
Kristur breytti með kenningu
sinni, þótt við séum enn
langt frá því að tileinka okkur
það til hlítar. Fyrir hans daga
hafði hver þjóð sína guði,
sína trú, út af fyrir sig. En i
trúnni á hann tengjast ólíkar
og óskyJdar þjóðir bróður-
böndum, af því að allir menn
eru börn sama föður. Og í
boðskap Krists er bræðralag
mannanna byggt á því ekki
sist, að þeir nemi allir hinn
einfalda en þó óendanlega
dýrmæta boðskap fyrir-
gefningarinnar.
Við sjáum aldrei betur en i
dag nauðsyn þess, að þetta
verði að veruleika. Líf manna
hér á norðurslóð er orðið þvi
ótrúlega háð, sem gerist suð-
ur í Arabalöndum og austur í
Asíu. Á því hugarfari, sem
fyrirgefninguna skapar,
byggist nú von okkar um
frið, von okkar um bróður-
lega samvinnu að nýtingu
orkulinda heimsins og
skiptingu þeirrarfæðu, sem
jörðin gefur af sér.
En heimurinn er e(<ki allur
á okkar máli. Kristin trú er
ekki einráð yfir mannsálun-
um eða hugarfari þeirra.
Múhameðstrú er mjög nei-
kvæð gagnvart þeim, sem
aðra trú játa. Gyðingar búa
enn við endurgjaldslögmálið,
og Búddhadómur finnur full-
komnunina í Nirvana, logn-
inu, sem enginn andblær
neinna kennda, hvorki
jákvæðra né neikvæðra fær
bifað.
Kærleikshugsjón kristin-
dómsins getur aldrei verið
hlutlaus eða aðgerðalaus.
„Hver sem ekki er með mér,
er á móti mér," sagði Kristur.
Hin kristna hugsun á að
vera jákvæð, skapandi,
berandi i sér þá þrá að sjá
mannkynið komast æ lengra
á þeirri braut, sem færir öll-
um mönnum farsælla líf.
Við getum ekki sætt okkur
við eina saman félagslega
þróun siðgæðishugmynda
kristindómsins. Hún verður
aldrei að þeim veruleika, sem
heimurinn þarfnast, nema
hann fylgi með — hinn upp-
risni, eilífi Drottinn, sem í
trúarsamfélagi við einstakl-
ingana gefur kraftinn, sem
er vaxtarmáttur kærleikans í
mannlifinu.
Látum það Ijóst vera á
kristniboðsdegi.
7
BINGÓ
Kvenfélag Ásprestakalls heldur Bingó að Hótel
Borg, þriðjudaginn 1 1 nóv. kl. 8.30. Fjöldi
góðra vinninga.
5 tjórnin.
26200
Kaupendur fasteigna
Sparið yður tima. Vanti yður
fasteign, hafið þá samband við
okkur strax. Við erum i sambandi
við stóran hóp seljenda.
Til sölu
Hæð og ris
nærri miðbænum. Hæðin skipt-
ist i 2 stofur, litið herbergi,
nýtizku eldhús og gestasnyrt-
ingu. I risi eru 4 svefnherbergi,
baðherbergi, þvottaherbergi,
geymsla og geymsluris fylgir.
Allt teppalagt. Tvennar svalir.
Úrvals eign. Verð 10.5 millj.
Við Skólagerði
Kópavogi, sérstaklega skemmti-
legt 225 fm einbýlishús. 2
stórar stofur, hol, 5 svefnher-
bergi, þvottaherbergi, geymslur
og stór bilskúr. Athyglisverð
eign. Verð 1 5 milljónir. Útborg-
un 10 millj.
Við Rauðarárstíg
Hæð og ris ca. 1 1 5 fm 2 góðar
stofur, eldhús með nýjum
innréttingum, gestasnyrting á
hæðinni. í risi eru 2 svefnher-
bergi og rúmgott baðherbergi.
Verð 6,5 millj.
Við Reynimel
vel útlitandi 3ja herb. íbúð á 3.
hæð til greina koma skipti á
stærri ibúð t.d. i’ Reykjavik eða
Hafnarfirði eða sala. Verð 6.4
millj.
FASTEMALAN
MORfiliBLABSHÍSIMI
Óskar Kristjánsson
Við Seljaveg
3ja herb. risibúð í góðu ásig-
komulagi. Leitið nánari upplýs-
inga.
Einbýlishús
Erum með til sölu eitt glæsileg-
asta einbýlishúsið við Háaleitis-
braut. Uppl. aðeins gefnar á
skrifstofunrvi ekki í sima.
Við Mosgerði
Einbýlishús i ágætu ásigkomu-
lagi til sölu, grunnflötur hússins
er 80 ferm. Útb. 8xmillj. Verð
1 1 millj.
Einbýlishús
Vorum að fá i einkasölu 100 fm
steinhús (2x50) við Þórsgötu.
Húsið er i góðu ásigkomulagi.
Húsið skiptist i 2 stofur, 2 svefn-
herb, fataherb. eldhús og bað-
herb.
Seljendur fasteigna
Hafið þá staðreynd i huga þegar
þér hyggist selja að stór hópur
kaupenda hefur leit sina að fast-
eignum hjá okkur.
VERÐMETUM SAMDÆGURS.
ÁLFTANES
1000 fm lóð, sökkull komin.
MALFLIMGSSKRIFSTOFA
Guðmundur Pétursson
Axel Einarsson
hæstaréttarlögmenn
Ódýrar vikuferðir til
LONDON
Brottför:
15. 22. og 29. nóvember
6. 13. og 20. desember.
Verð frá kr. 38.000.—
Helgarferðir til
GLASGOW
Brottför
21. nóvember
5. og 12. desember.
Verð frá kr. 27.500.—
FerS
Austurstræti 1 7,
sími 26611.