Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Stúlkan á myndunum heitir Guðfinna Gísladóttir. Hún er dóttir hjónanna Kol brúnar Jónsdóttur, sem var fyrsta fegurðardrottning íslands, og Gísla Halldórs- sonar, arkitekts, en þau eru nú bæði látin. Myndirnar tók Friðþjófur Helgason, Ijósm. Mbl. konurnar hér, þannig að þær þola miklu betur alls konar liti. Íslenzkar konur vilja helzt daufa liti, eins og litina, sem nú eru mest í tízku — brúnt, grátt, ryð- rautt, daufgrænt og dauf- blátt. Ég held, að það sé> óhætt að segja, að islenzk- ar konur fylgist yfirleitt mjög vel með tízkunni, en þær eru langtum íhalds- samari í klæðaburði en t.d. O franskar konur og jafnvel danskar. — Hvernig verða fötin svo næsta sumar? o — Maó-tizkan svo- kallaða verður áreiðanlega mest áberandi. Fötin eru frekar við, eða kannski jafnvið niðurúr öllu heldur. Blússur og kjólar með og án litlum Maó-kraga, en síddin er sú sama. Hún verður áfram vel fyrir neðan hné. í París sjást varla siðbuxur, en i Dan- mörku er aftur á móti tals- vert um þær ennþá, en þó langtum minna en var t.d. i fyrra. Buxnapils eru að komast í tízku aftur. Litirnir breytast aftur á móti. Mikið bar á hvitum, rauðum og svörtum lit á sumarföt- unum, en einnig verður daufgræni liturinn áfram i tizku. Beinhvítt og brúnt var líka áberandi og svo allskonar afbrigði af fjólu- bláu. Klútar og slæður alls konar eru að ryðja sér mjög til rúms og er mikið um stóra klúta, sem er marg- vafið um höfuðið. Nú — og svo eru það náttúrlega stig- vélin. Þau ætla að halda velli og virðast ekki ætla að breyta um snið á næstunni. Þau eru öll við um öklann — þröng stígvél sjást hvergi. Þykku sólarnir eru löngu horfnir, og ég veit nú reyndar ekki hvar islenzkir skókaupmenn ná i allan þann skófatnað með þykkum sólum, sem hér eru, yfirgnæfandi í verzl- unum. Það liggur lika í augum uppi, að c, þessir klunnalegu skór með þykku sólunum hæfa engan veginn þeim kven- lega og tígulega stíl, sem er ríkjandi. Þegar á heildina er litið, þá finnst mér tízkufatn- aðurinn núna vera miklu klæðilegri en það sem var i tizku fyrir örfáum árum. Hann hæfir lika betur konum almennt — stuttu pilsin klæddu aldrei nema manneskjur, sem voru óað- finnanlega vaxnar, sagði Marta að lokum. Cr PÓkabuxur eru að komast aftur í tízku — bæði fyrir litlar stúlk- ur og stórar. Þessár eru dökk- mosagrænar, en peysan og húfan eru í sama lit með Ijósu og brúnu ívafi. Það eru ekki einungis stóru konurnar, sem vilja vera vel til fara, heldur sinna Fransmenn einnig þeim smáu. Hér er hinn myndarlegasti frakki, sem bæði er hlýr og skýlir fyrir vindum og regni. Maó eraötaka c forystuna í tízkuheiminum o Rætt viö Mörtu Bjarnadóttur Marta Bjarnadóttir rekur verzlunina Evu hér í Reykjavik og á erindi til Parisar vor og haust starfs- ins vegna. Hún segist fara til þess að kaupa inn fyrir verzlunina, en ekki siður til þess að glöggva sig á breyt- ingum i tízkunni. Marta er einmitt ný- komin úr slikum leiðangri og féllst á að segja okkur sitthvað frá þessari háborg tizkunnar og þvi, sem mest er i tizku um þessar mundir: — Ég fór aðallega til að sækja ,,Prét-a-porte'' sýn- inguna, sem haldin er bæði vor og haust. Þessi sýning er einungis ætluð þeim, sem gera innkaup fyrir verzlanir og er sótt af fólki viðsvegar að, ekki sízt frá Norðurlöndunum. Á haust- sýningunni er sýndur fatn- aður sem kemur á markað i vor — sem sagt vor- og sumarföt. TalsverJ mun vera um það, að fatahönn uðir sæki „Prét-a-porte" til að fá hugmyndir fyrir fram- leiðslu sína, en þá verður að sjálfsögðu um að ræða eftirlikingar. — Heldurðu, að um slíkar eftirlikingar sé að ræða hér á landi? — Það er talsvert mikið um það. T.d. um daginn komu i verzlun hér i borg- inni frakkar, sem eru ná- kvæm eftirliking af finnsk- o um frökkum, sem ég er með í verzluninni, að c - o öðru leyti en því að hettur höfðu verið settar á þá. Við , nánari eftirgrennslan kom í Ijós, að frakkarnir eru saumaðir hér. Það er ákaf- lega erfitt að komast fyrir svona lagað, en þetta er óskaplega gremjulegt. — Hvað er það aðallega, sem islenzkar konur vilja klæðast i vetur? oc — Það er óhætt að segja, að nú hafa pils og kjólar náð algerri forystu, , en síðbuxur eru nú aðeins um 5 prósent af sölunni. Fyrir örfáum árum gat varla heitið, að til væri pils í búðinni hjá mér, og um ” aðra kjóla en samkvæmis- kjóla var ekki að ræða. Svo komust hálfsiðu pilsin i tízku og eru nú orðin alls- ráðandi. Sniðin eru yfirleitt víð — efnismiklar flikur eru tvimælalaust i tizku. Yfirbragðið er dálitið tigu- legt, jafnvel útiföt^og sport-.; klæðnaður eru með slíku yfirbragði. Síðar peysur eru ákaflega vinsælar, enda henta þær vel i veðráttunni hér. ° í haust hafa alpahúfur verið ákaflega vinsælar, sömuleiðis prjónahúfur með samstæðum treflum. Það sem íslenzkar konur> vilja, er aftur á móti dálitið frábrugðið því, sem maður sér í París. Þar er fjöl- breytnin miklu meiri, enda er veðurfarið þar allt annað en hér. Franskar konur hafa t.d. allt öðruvisi litarhátt en Hér er f ranskt ryðrautt ullarpils, hneppt að framan. Siddin er að sjálfsögðu vel fyrir neðan hné. Grunnlit- ur i peysunni, treflinum og húfunni er beinhvitur, en mynztrið er i sama ryðrauða litnum og pilsið. Við þessi herlegheit er svo verið i hælaháum stigvélum. Síð og víð hvít mohair-peysa. Stígvélín eru amerísk frá Freyeverksmiðjunni, sem hefur framleitt nákvæmlega svona stigvél i um það bil eina öld, án þess að þau vektu sérstaka eftirtekt. Þetta eru kúrekastigvél úr leðri, og nýlega urðu þau ómissandi hverri stúlku, sem tolla víll i tizkunni. Þá eru Maó-buddur, eins og sú, sem stúlkan hefur um hálsinn mjög vinsælar um þessar mundir. Slikar buddur geta rúmað flest það sem nauðsynlegt er að hafa með sér daglega — heppilegt fyrir þær, sem eru á stanzlausum þönum og vilja hafa báðar hendur lausar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.