Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1975 39 Ingólfur Örn Ás- björnsson — Minning kvæmni hans, hæversku og lipurðar, enda var hann vin- margur. Ég þekkti hann allvel, en þó þá best, þegar heilsu hans fór að hnigna, þá kynntist ég manni, sem æðrulaust beið þess, sem var á næsta leiti. Með stakri sálarró og öryggi horfði hann inn f eilffð- ina, sem okkar allra bíður fyrr eða siðar. Minningar um látinn vin eru margar og hugljúfar — þær geymast, en gleymast ekki. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt slíkan vin. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin, frú Ingi- björgu, börnunum og öðrum ást- vinum hans Gísli Sigurbjörnsson. Það er nú svo að viðbrögð manna eru misjöfn er sorg eða gleði ber að höndum, oftast eru það sorgarfregnirnar er valda sterkustu geðhrifunum, og svo fór um mig, er mér barst að eyrum andlátsfregn tengdaföður míns, Jónasar Hallgrímssonar, þrátt fyrir það að búast hefði mátt við því síðustu dagana að óðum drægi að skapadægri eftir langa sjúk- dómslegu. Lífssaga Jónasar verður af öðrum rituð, sem kunnugri eru starfsævi hans. En mér er efst f huga að þessu sinni að færa honum þakkir mínar og barna minna fyrir ræktarsemi hans og umhyggju, ásamt fyrir- bænum um guðlega fyrirgreiðslu á vegferð hans á óskalandinu bak við tjöldin. Börnin sakna afa síns og minnast jólanna sem nú nálg- ast og heimboðanna á jólunum undanfarin ár hjá afa og Imbu, sem nú koma aldrei aftur. Örlögin verða ekki umflúin, en erfitt verður samt að sætta sig við þau. Mér verður á þessari kveðjustund ofarlega í huga heimsóknir þeirra hjóna á heimili mitt um mörg undanfarin ár. Ég vil votta eigin- konu hans og börnum þeirra, dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar á sorg þeirra og minnast um leið trygglyndi konu hans, er hún naumast vék frá beði hans í hinni löngu sjúkdómsraun en hún á lfka dýrmæta minningu um ástvin sinn, sem vissulega dregur úr sárasta sviðanum. Eg bið Guð að blessa minningu tengdaföður míns. Guðrún Örk ÁRIÐ 1964 var ég svo heppinn að kynnast Jónasi Hallgrímssyni. Fjölskylda mfn var þá nýflutt til landsins eftir langa dvöl erlendis. Eignaðist ég nýja vini meðal skólasystkina og f ýmsu æskulýðs- starfi. Árið 1964 var stofnuð yngri deild í Félagi Frímerkjasafnara og kynntist ég þá Jónasi, sem var varaformaður í félaginu. Jónas leiðbeindi okkur strákun- um í yngri deild á margan hátt. Það eitt að hafa hann á meðal okkar var lærdómur útaf fyrir sig, enda Jónas mikill smekkmað- ur og fróður um alla hluti. Sérstakt dálæti hafði hann á öllu sem snerti Svíþjóð, enda tengsl hans við það land, f gegn- um frímerkjasöfnunina, sterk. Mér þótti vænt um Jónas og sakna hans, Það er hverjum ung- um manni nauðsynlegt að eiga vini sem eru töluvert eldri en hann sjálfur. Það er styrkur að þekkja þá, sérstaklega í gegnum óstöðug- leika unglingsáranna. Jónas vann á Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar. Fór ég oft til hans, bæði i Pósthússtræti, meðan skrifstofan var þar, og síð- ar f Hafnarhúsið. Ræddum við mikið saman um ferðalög, Svíþjóð, sameiginlega kunningja, frímerkjasöfnun og margt fleira. Með Jónasi Hallgrímssyni er horfinn maður af þeirri jákvæðu manngerð, sem sjaldgæft er að kynnast og vil ég þakka fyrir þær stundir er við áttum saman. Ég vil votta frú Ingibjörgu, börnum þeirra Jónasar og öðrum ættingj- um, mína dýpstu hluttekningu. F.A.B. Þegar við nú kveðjum Jónas Hallgrffnsson, fyrrv. formann félags okkar, hinztu kveðju, er margs að minnast og mikið að þakka. Við þökkum áhugann og hvatn- inguna, sem hann gaf okkur. Hann var með lífi og sál f hverju því máli, sem hann tók að sér. Við minnumst glaðra og góðra stunda á fundum í félaginu okkar og frímerkjasýninganna, sem hann átti stóran hlut að. Fædd 3.11 1963 Dáin 31.10 1975 Fagur vetrarmorgunn, börnin að hópast í skólann. Ég stend við stofugluggann og bíð eftir að gefa vinkonu dóttur minnar merki um, að hún sé farin á undan henni í skólann, en hún kemur ekki, hlýt- ur að vera veik. Það er barið á útidyrnar, úti stendur telpa, vinkona þeirra beggja, það leynir sér ekki, að eitthvað er að. Hún segir formála- laust: Dóra Magga er stórslösuð. Þar sem ég stend ráðþrota og hlusta á orð telpunnar, hverfur mér þessi komandi vetrardagur, en því skýrari verður í huga mfn- um annar vetrardagur, október- dagur fyrir fjórum árum. Þá flutti lítil 7 ára snót vestur á Seltjarnarnes. Fór hún frá kær- um vinkonum og skólanum, sem hún hafði sótt sitt fyrsta skólaár. Hún var óörugg f þessu nýja umhverfi, þekkti engan, hvorki í skólanum né heima við sitt heim- ili. En fljótlega varð telpa sam- ferða henni heim, hún bjó stutt frá heimili okkar. Hún vildi koma inn og tala betur við þessa nýju skólasystur sfna. Þetta var Dóra Magga og Dóra Magga tók svo sannarlega málin í sínar hendur. Nesið var besti staðurinn á ís- landi og skólinn var finn, sem sagt, burt með allan kvíða. Frá þessum degi og þar til yfir lauk, urðu þær samferða næstum hvern dag f skólann. Dóra Magga var árrisul telpa og kom þvf oft tímanlega. Þær nutu þessara morgunstunda, þurftu mikið að tala saman, stundum varð mér á að hasta á þær, minna þær á skólabjölluna. En það voru óþarfa áhyggjur, því að það stóð heima allt er Dóra Magga sagði i upphafi um skólann sinn og eng- an skóladag vildu þær missa. Þessar morgunstundir veittu mér gott innsýni í skólalífið. Tvö ár liðu, þær hættu að leika sér með brúður, nú eru þær líka komnar í tfu ára bekk. Svo kom gleðifréttin; Dóra Magga hafði eignast systur. Til þessa þessa hafði hún verið einkabarn for- eldra sinna. — Nú birtist mér ný hlið á vinkonu okkar, sterk ábyrgðartilfinning I garð litlu systur sinnar. Hún ætlaði að passa þessa systur sína svo vel, að mamma gæti áhyggjulaus skropp- ið að heiman. Þær stækka og dafna, áhuga- málum fjölgar, þær vinna skáta- heitið, já, mikið var að gera þessa æskudaga. Dóra Magga var ekki fyrir neina lognmollu. Þeir urðu margir sunnudagsmorgnarnir, er hún kom og vakti vinkonuna. Þær skyldu selja merki og aldrei hætti hún við þá sölu þótt vinkonan vildi heldur sofa lengur. Þá var það kvenfélagið, þar var mamma gjaldkeri. Að hjálpa mömmu við að rukka var árviss atburður hjá þeim. Svo var það 100 ára afmæli skólans þeirra kæra. Þar kom Dóra Magga fram ásamt skólasyst- kinum sinum. Þarna stóð hún prúð og örugg. Þótt árin yrðu bara 12, fannst mér hún óvenju þroskuð andlega. Hún hafði feng- ið góðar gjafir í vöggugjöf og ekki var ég í neinum vafa um, að hún hefði orðið mikil félagshyggju- vera, ef ævidagarnir hefðu orðið fleiri. Strax fyrsta daginn, er hún kom á okkar heimili, varð mér ljóst, að þessi litla hnáta átti sína fjölskyldu í þess fyllstu merk- ingu, mömmu, pabba, ömmur, afa og alla hina. Ég hitti ekki aðra úr fjölskyldunni en foreldra hennar, en eftir þessi fjögur ár finnst mér ég þekkja þau meira eða minna. Dóra Magga var stolt af sinni fjöl- skyldu og mikið gat hún hlegið hjartanlega, þegar ég ruglaði Við vitum, að hann átti við mikla vanheilsu að striða slðustu árin, en lífskraftur hans og þrek kom þá líka vel í ljós. Gull skírist í eldi og þrek manna kemur þá bezt í ljós, er mest á reynir. Konu hans, börnum og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Stjórn Félags frímerkjasafnara. saman ömmu og afa í Rofabæ og ömmu og afa í Breiðabliki. Þessu fólki öllu þakka ég hjart- anlega fyrir önnu Siggu. Þeirra dyr stóðu henni opnar. Þegar ég rita þessi kveðjuorð, verður mér hugsað til siðastliðins sumars, önnur var á Nesinu sínu kæra, hin I annarri heimsálfu, þá fékk ég enn eina staðfestingu á, hversu traust þeirra vinátta ver. Orðstir Dóru Möggu hafði borist vestur um haf. Það leyndi sér ekki, það heyrði ég, er ég dvaldi þar sfðast- liðið haust. Og oft kom Dóra Magga að fá fréttir af vonkonunni eða sýna mér nýkomið bréf. Mikið vrði nú eaman að hittast f haust. Ovænt skiljast leiðir, og nú er það vinan, sem verður eftir á Nes- inu þeirra kæra, en Dóra Magga leggur upp I ferðina miklu til fyrirheitna landsins og sá einn, sem öllu ræður veit tfmamörk þeirrar ferðar. Arin þeirra saman hérna megin landamarkanna urðu bara fjögur, en þeirra ára nutu þær að fullu. Það er von mfn og trú, að f fyllingu tímans muni þær aftur verða samferða og þá um veginn handan við móð- una miklu. Eina ósk á ég Steinunni, systur Dóru Möggu til handa á þessum 12 ára afmælisdegi systur hennar, þegar þetta er ritað, að hún erfi dugnað hennar, gáfur og ræktar- semi við foreldra sína og fjöl- skyldu. Foreldrum Dóru Möggu, öldu og Birni, ömmu í Breiðabliki og ömmu og afa í Rofabæ og öll- um vottum við hjónin og Anna Sigga dýpstu samúð. Megi það verða huggun okkar allra, að afi í Breiðabliki tekur á móti vinunni okkar, þegar hún kemur að þeirri strönd sem bíður okkar allra. Blessuð sé minning þeirra beggja. Sigrfður S. Sigmundsdóttir. Drottinn gaf og drottinn tók. Þessi orð koma okkur ósjálfrátt f hug þegar við heyrum að hún Dóra Magga sé dáin, hún, sem alltaf var svo kát. Það var fimmtudaginn 30. október að okkur skólafélögunum barst sú sorgarfrétt að skólasystir okkar, Dóra Magga, hefði lent f alvarlegu bílslysi. En okkur datt ekki f hug hve alvarlegt það var. Fyrir 6 árum hófum við skóla- göngu okkar, og höfum alltaf haldið hópinn. Dóra Magga var góður skólafélagi, og ætíð var hún reiðubúin að taka málstað þeirra sem minna máttu sín. Dóra Magga er horfin okkur, en hún mun lifa i minningum okkar. Við skólafélagar hennar vottum foreldrum og aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð, og biðjum Guð að styrkja þau í sorgum þeirra. Blessuð veri minning hennar. 12 ira bekkir i Mýrarhúsaskðla Fæddur 30. aprfl 1944 Dáinn 23. október 1975. Enn á ný hefur maðurinn með ljáinn höggvið skarð f þann hóp vina minna sem ég á kærastar minningar um. Hann Ingólfur er dáinn. Við Ingólfur kynntumst fyrst á sjúkrahúsi, hann hafði þá orðið að hætta námi í fimmta bekk Menntaskóla Reykjavíkur sökum vanheilsu. Ungur að árum varð Ingólfur fyrir því óláni að detta af hestbaki og hlaut við það slæmt höfuðhögg, svo slæmt að hann bar aldrei sitt barr eftir það, en hann var gæddur einstökum viljastyrk og ósérhlffni og ákveðinn í að gefast ekki upp f lffsbaráttunni, hann hóf því nám á ný við Kennaraskóla íslands og lauk þvf námi með ágætiseinkunn árið 1970. Árið 1971 lauk hann svo stúdentsprófi. Las utanskóla en kenndi við Árbæjarskóla sam- timis. Þrátt fyrir að hann var oft þjáður í höfði, leysti hann hvort tveggja af hendi með sóma. Hann var þá ráðinn kennari við lands- prófsdeild Ármúlaskóla og kenndi þar til vorsins 1975. Ingólfur var gjörvulegur maður bæði í sjón og raun, hann var ekki einn þeirra manna sem safna um sig stórum vina- eða kunningja- hópi en tryggur vinum sfnum. Hjálpsamur var hann, sérlega þeim er áttu við vanheilsu eða erfiðleika að striða. Ég álft það ekkert ofhól, þó ég vitni f það sem stendur i Matteusarguðspjalli 5.41. Biðji einhver þig að ganga með sér eina mílu, þá far þú með honum tvær. Þannig var Ingólfur. Ingólfur var mjög náttúrugreindur og á miklu hærra þroskastigi en jafnaldrar hans, hann var sannur listdýrk- andi, hafði yndi af góðri hljóm- list, en þó aðallega klassískri, myndlist, höggmyndalist o.s.frv. Hann hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð, bláma fjallanna, morgunroðanum ög blómunum. Áhugaljósmyndari var hann með afbrigðum góður og átti gott safn mynda úr riki náttúrunnar. Jafnt af því smæsta sem stærsta. Einnig var hann hagmæltur vel, en flíkaði því lftt. Ef Ingólfur ein- setti sér að ná einhverju vissu markmiði, vann hann að því að slfku kappi og ósérhlífni að það mun oft hafa orðið þess valdandi, að hann ofgerði heilsu sinni. Guðmundur Jónsson, Hólma- vík, var fæddur að Skeljavík 17/4 1897, en lézt 27/10 1975. Foreldr- ar Guðmundar, voru Jón Einars- son og Sigríður Magnúsdóttir, Jónssonar frá Kleifum f Kalbaks- vík. Ungur fór Guðmundur i fóstur til Guðmundínu Kristjáns- dóttur og Þórarins Hallvarðs- sonar sem bjuggu þá stórbúi að Ósi við Steingrímsfjörð. Það var mannmargt heimili, yfir tuttugu manns, að sögn Ingimundar Ingi- mundarsonar, er ólst þar upp lika. Þar var mikið unnið og líka margt sér til gamans gert. Jón f aðir Guð- mundar hvatti þó til aflrauna með því að þeir reyndu krafta sfna á þremur steinum, er það stóðu á hlaði; hétu steinar þessir Amlóði, Miðlungur og Full- sterkur. Þegar þeir gátu lyft Fullsterkum fengu þeir að launum kandísmola. Jón var fátækur maður eins og fleiri f þá daga. Hann kenndi þeim líka að fara með byssu; hann þótti skytta góð. Ingimundur hefur beðið mig að bera sfna bestu kveðju til Guðmundar með hjartans þökk fyrir langa og góða samfylgd og vinarhug, aðstand- endum vottar hann samúð sína. Eftir að Guðmundur fer frá Ósi er hann við sjó á togurum hér syðra og smærri bátum heima á Hólmavfk. Hann þótti hinn góði verkmaður að hverju sem hann gekk. Hann stofnaði heimili með Ingólfur var sonur merkishjón- anna Ásbjörns Stefánssonar læknis og Ásdísar Guðmundsdótt- ur, sem er nýlátin. Ég var nógu kunnug Ásdisi heitinni til að vita að einkunnarorð þeirra hjóna voru fyrst og fremst þessi: Gott mannorð er mikill auður, meira virði en silfur og gull. I þeim anda voru Ingólfur og systkini hans alin upp, enda eiga þau Ásbjörn og Ásdís heitin miklu barnaláni að fagna. Ingólfur kvæntist Arn- þrúði Sæmundsdóttur 21. desem- ber 1973 úti f Svíþjóð, þar sem hún var þá við nám. Arnþrúður gerðist sfðan forstöðukona að Sól- heimum í Grímsnesi 0g bjuggu þau hjónin þar, önnuðust og hlúðu að börnunum sem alltaf verða börn. Þetta starf mun hafa átt einkar vel við Ingólf, að kenna þessum börn- um, útskýra fyrir þeim það sem þeim hafði ekki skilist áður, opna augu þeirra fyr- ir því sem þau höfðu ekki skynjað fyrr, en hann varð ekki þeirrar blessunar aðnjótandi að fást við þetta starf nema um hrið. Að síðustu vil ég þakka Ingólfi fyrir allt sem hann lagði á sig mér og minni fjölskyldu til heilla. Ég votta eiginkonu Ingólfs, föður, systkinum öðrum honum skyldum og tengdum dýpstu sarnúð mina. Ég gat þess áður að Ingólfur var hagmæltur vel. Morgunroðinn var tákn hans um fegurð og nýja áfanga. Hann gengur nú á vit morgunroðans og nýs áfanga þar sem fegurðin ríkir ein. Aslaug Ólafsdóttir. heitkonu sinni Sigriði Sigurðar- dóttir frá Brúará í Kaldrananes- hreppi. Þau áttu saman fimm börn, allt dugmikið fólk, Fjólu, sem hefur simavörslu á Hólma- vík, Einar, skósmið hér í borg, Þórarin, skipstjóra á Akranesi, og Artúr, bflstjóra á Hólmavik, Lauf- eyju sem dvelur ytra. Guðmundur byggði stórt og vandað steinhús ásamt tengda- syni sínum Stefáni, sem er frysti- hússtjóri á Hólmavík. í kringum það hús er vel hirtur garður, einn hinn fegursti trjá- og blóma- garður þar og þó víðar væri leitað. Þau voru bæði samhuga og sam- hent við að gera garðinn að þeim yndisreit sem hann er og von- andi verður. Við hann áttu þau mörg handtök og margir svita- dropar hafa fallið við gerð hans. Mig langar að minnast hennar Sigrfðar fyrst ég tók mér penna í hönd. Sigríður var afburða dug- leg kona. Hún var lærð sauma- kona, saumaði karlmannsfatnað auk alls annars. Hún hefur átt drjúgan þátt í að koma börnunum til manns. Hún var listfeng kona, af henni var margur listmunur unninn, þö ekki væri haldin sýn- ing, en sá sem kom þar í hús hlaut að koma auga á. 1 því húsi átti ég marga hugljúfa stund. Guðmundur var um margra ára skeið afgreiðslumaður við Kaup- félag Steingrímsfjarðar, hann af- Framhald á bls. 26 Dóra Margrét Björns- dóttir — Minning Guðmundur Jónsson Hólmavík — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.