Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 2 Merk j asöludagur blindra í dag Merkjasölubörn Blindrafélags- ins munu bjóða merki þess f dag, en fjáröflunardagur félagsins hefur frá stofnun þess fyrir tæp- um 40 árum verið annar sunnu- dagur í nóvember ár hvert. í fréttatilkynningu félagsins kemur fram, að í öll þessi skipti hefur félagið notið skilnings og hjálpsemi fjölda fólks um land allt. Hefur þetta stuðlað að vexti Blindrafélagsins og gert þvi mögulegt að vinna æ betur að grundvallarstarfi sínu — málefn- um blindra hérlendis. Hvar er Laugardalur? AF gefnu tilefni er rétt að taka það fram, að Laugardalur hefur ávallt verið í Grímsnesi, en ekki í Biskupstungum. Eru bæði Grímsnesingar og Biskupstungnamenn beðnir velvirðingar á þessu, sem kom fram í blaðinu í gær. Hjá Blindrafélaginu hefur, líkt og hjá flestum öðrum öryrkja- félögum, miklum tíma, fyrirhöfn og fjármunum verið varið í bygg- ingarframkvæmdir enda segir i Framhald á bls. 47. Ljóð og jass í Norræna húsinu Ljóða og jassdagskrá verður i Norræna húsinu í dag kl. 4. Þar munu skáldin Nína Björk Árna- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Jóhann Hjálmarsson lesa úr verk- um sínum og Helga Hjörvar leik- kona les úr verkum Þorsteins frá Hamri. Hljóðfæraleikarar á dagskránni eru Carl Möller, sem hefur samið og útsett flest lögin, en auk hans leika þeir Árni Cheving, Guð- mundur Steingrimsson og Gunnar Ormslev. Húsvíkingar hætta að reykja ÞING Landssambands sjálfstæðiskvenna var sett f Glæsibæ f gærmorgun, en það sitja 110 konur hvaðanæva að af landinu.Formaður sambandsins setti þingið f gær, en það er Auður Auðuns og skipaði hún Olöfu Benediktsdóttur fundarstjóra. Geir Hallgrfmsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði þingið f gær, en umræðuefni fundarins verður einkum hið alþjóðlega kvennaár. Þinginu lýkur f kvöld. Myndin er tekin skömmu eftir setningu þess f gær og sýnir hluta fundarmanna. — Ljósm.: Öl. K. M. Mánudagsmyndin: Avaxtasalinn eftir Fassbinder SVOKÖLLUÐ 5 daga áætlun, námskeið í að hætta reykingum, verður haldin á Húsavík dagana ‘9. til 13. nóvember og hefst á sunnudagskvöld klukkan 21 í Barnaskóla Húsavfkur. Leiðbein- endur á námskeiðinu verða Gísli Auðunsson, hérað?læknir á Húsa- vík, og Jón Hj. Jónsson bindindis- fulltrúi. Á námskeiðinu verða sýndar fræðslukvikmyndir um skaðsemi reykinga, læknirinn ræðir málin frá læknisfræðilegu sjónarmiði og Jón fjallar um hina sálfræði- legu hlið reykinga. öllum er heimil þátttaka í nám- skeiðinu og fer innritun fram í síma 41356 frá klukkan 13 til 19. HÁSKÓLABIÓ hefur næst- komandi mánudag sýningar á mynd eftir þýzka kvikmynda- gerðarmanninn Rainer Werner Fassbinder, einn helzta frum- kvöðul endurreisnar hinnar þýzku kvikmyndar. Svo sem kunnugt er hefur þýzk kvikmyndagerð verið í mikilli lægð allt frá því að Þjóðverjar hófu stríðsrekstur sinn í seinni heimsstyrjöldinni og fram á átt- unda áratuginn. Á allra síðustu árum hefur þó eilitið verið að rofa til, þar sem komið hafa fram á sjónarsviðið kvikmyndagerðar- menn á borð við Sinkel, Miehe, Schlöndorff, Fassbinder og Herzog, sem kannski er fremstur þeirra allra. Vilja því margir álíta að nýtt endurreisnartlmabil hinnar þýzku kvikmyndar sé nú að hefjast. Fassbinder er sannkallaður undramaður. Hann er á þritugasta aldursárinu og hefur komið ótrúlegustu hlutum i verk. Hann var innan við tvítugt er hann stofnaði eigin leikhóp í heimaborg sinni MUnchen og fljótlega eftir tvítugsafmælið tók hann að spreyta sig á kvikmynda- gerð, sem siðan hefur borið hróð- ur hans viða um álfuna. Yfirleitt gerir hann um tvær kvikmyndir á ári, stundum þrjár þannig að enda þótt hann hafi ekki náð þrítugs aldri hefur hann þegar að baki yfir 20 myndir. I kvikmynda- verkum sinum er Fassbinder dýrkandi hins gráa hversdags- leika, efniviðurinn er iðulega sóttur í daglegt líf þeirra sem minnst mega sin í þjóðfélaginu eða eru að einhverju leyti utan- garðs við það. Framsetningin er Framhald á bls. 47. Ekið á kyrr- stæðan bíl AÐFARARNÖTT föstudagsins var ekið á dökkbláa Fiat-bifreið, R 44466, þar sem hún stóð við Sólheima 25. Eigandi bifreiðar- innar varð var skemmd á bil sin- um um klukkan 18 á föstudag, en þær voru talsverðar á vinstri hlið bilsins aftantil og fram að hurð. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar, að þeir sem hafi orðið varir við árekstur á þessa kyrrstæðu bifreið gefi sig fram. UNGUR maður missti fullbúið einbýlishús i eldsvoða. — Frá þessu var skýrt f Morgunblaðinu f gær. Húsið, sem var f Vestmannaeyjum og byggt úr steinsteypueiningum, hvarf gjörsamlega og allt innbú þess með eins og myndin sýnir. Eyðileggingin er algjör. — Ljósm.: Sigurgeir. Hverjir verða hinir útvöldu? Fjórtánda og næstsíðasta umferð svæðismótsins var tefld á föstudagskvöldið og var f jöldi áhorfenda slíkur, að þeir, sem ekki höfðu tryggt sér sæti eða stæði f keppnissalnum fyrir kl. 20.30 þurftu vart að hugsa til þess að komast þangað. Mótið virðist vekja sífellt meiri áhuga, og hið skemmtilegasta er, að nú er f fyrsta skipti f sögunni ailmikiil hópur kvenna á meðal „fastagesta". Skák Friðriks og Oster- meyers vakti að vonum mesta athygli. Friðrik hafði hvítt og kom upp Benóníbyrjun. Friðrik hafði rýmra tafl allan tímann, nýtti möguleikana vel, og þegar skákin fór í bið var ekki annað sýnna en að hvítur ynni peð og fengi unnið endatafl. Biðstaðan birtist í blaðinu í gær. Ribli hafði hvítt gegn Laine og kom upp vængtafl. Óþarfi er að hafa mörg orð um skákina. Ribli yfirspilaði andstæðinginn gjörsamlega, og gafst Laine upp eftir 17 leiki. Zwaig hafði hvítt gegn Murray, sem tefldi byrjunina heldur ónákvæmt og fékk snemma lakara tafl. Það nýtti Zwaig sér vel og vann örugg- lega. Margir fylgdust með skák þeirra Liberzon og Timman, enda var það síðasta skák ísra- elska stórmeistarans hér á landi að þessu sinni. Skákin fer hér á eftir. Hvftt: Timman Svart: Liberzon Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e6, 6. f4 — a6, 7. Be2 — Rbd7, 8. Bf3 — Be7 9. g4 (Timman hefur engu að tapa lengur og teflir þvi stíft til vinnings). 9. — h6, 10. De2 — g6, 11. Rb3 — Hb8, 12. Be3 — b5, 13. a3 — Dc7, 14. h4 (Með þessu móti nær sókn hvíts ekki fram að ganga. Skemmtilegur möguleiki var hér 14. e5, ásamt f5). 14. — Rb6, 15. Bd4 — e5I, (Nú verður sókn hvíts að engu og eftir standa veik- leikarnir á kóngsvæng). 16. Bxb6 — Dxb6, 17. g5 (Hvítur gat reynt 17. f5). 17. — hxg5,18. fxg5 — Rh5, (Svartur hefur nú yfirburða- tafl. Hvítur á engin sóknarfæri, kóngsvængur hans er illa veiktur, og svörtu mennirnir ráða öllum mikilvægustu reit- um á borðinu). 19. Rd5 — Dd8, 20. Df2 — Bd6, 21. 0-0-0 — Bxd5, 22. exd5 — Db6, 23. Del (Hér var vafalítið skást að fara i drottningarkaup). 23. — b4I, 24. Bxh5 — Hxh5, 25. a4 — Hc8, 26. Kbl — Hc4, 27. Rd2 — Hf4, 28. Re4 — a5, 29. Hd3 — Dc7! (Drottningin skal til g4). 30. b3 — Dd7, 31. Hdh3 — Dg4, 32. Rg3 — Hh7, 33. h5 (Tapar tevimur peðum en staðan var vonlaus). 33. — Bxg5, 34. hxg6 — Hxh3, 35. g7 — Bf6, 36. Hxh3 — Bxg7, 37. Hhl — e4, 38. Re2 — Hf3, 39. Hh4 — Df5, 40. Rcl — Hf4, 41. Hxf4 — Dxf4, 42. Rd3 og gafst upp um leið. Parma teflir yfirleitt manna gætilegast, en í þetta sinn valdi hann tvieggjað afbrigði Sikil- eyjarvarnar (8. — Db6). Þetta byrjunarval er þó harla furðu- legt, þar sem svartur hefur litla möguleika í þessu afbrigði, ef hvítur þekkir það á annað borð. Hartston gjörþekkir Sikileyjar- vörn, enda fór svo, að jafntefli var samið eftir 20 leiki og stóð hvitur þá sízt lakar. Hvitt: Hartston Svart : Parma Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — g6, 6. Be3 — Bg7, 7. f3 — Rc6, 8. Bc4 — Db6, 9. Rf5 — Dxb2, 10. Rxg7 — Kf8, 11. Rd5 — Rxd5, 12. Bxd5 — Kxg7, 13. Hbl — Dc3, 14. Kf2 — Da5. 15. g4 — h6, 16. Hb3 — Dc7, 17. Dal — f6, 18. Db2 — b6, — 19. Ilc3 — Bd7, 20. h4 jafntefli. Þeir Hamann og Jansa háðu harða baráttu og hafði Daninn lengst af undirtökin. Þegar skákin fór í bið hafði hann mann yfir, en vinningurinn er þó varla auðsóttur, þar sem svo Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR fáir menn eru á borðinu. Biðstaðan birtist annars í blaðinu I gær. Skák þeirra Poutiainen og Björns var frestað vegna veik- inda Björns og van den Broeck sat hjá. Staðan fyrir síðustu umferð er þessi: 1. Ribli 10,5 2. Liber- zon 10,5 v., 3. Parma 9,5, 4. Friðrik 9 og bið, 5.—6. Jansa og Ostermeyer 7 v. og bið., 7.—8. Zwaig og Timman 7 v. 9. Pout- ainen 6,5 v. g bið, 10. Hamann 5,5 v. og bið, 11. Hartston 5,5 v., 12.—13. Murray og van den Broeck 3 v., 14. Björn 2 v. og bið, 15. Laine 2 v. Fimmtánda og siðasta um- ferðin verður tefld í dag og hefst kl. 17. Þá tefla saman: Jansa og Friðrik, Hartston og Björn, Ribli og van den Broeck, Poutiainen og Laine, Hamann og Parma, Zwaig og Ostermeyer, Timman og Murray.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.