Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 9. NÓVEMBER 1975 3 Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Aldrei má leggja meiri byrðar á þjóðir en skilningur og stuðningur er fyrir 1 RÆÐU á fundi Verzlunarráðs Islands f fyrradag, sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, að það hefði f upphafi verið yfirlýst stefna rfkis- stjðrnarinnar að leitast við að ná hægfara aðlögun að versnandi viðskiptakjörum og skapa með þeim hætti skilning fyrir frekari aðgerðir. For- sætisráðherra sagði, að þessi aðferð hefði verið nauðsynleg vegna þess, að ekki mætti hverju sinni leggja meiri byrð- ar á þjóðina en nægilegur skilningur væri fyrir. Á þann veg einan fæst stuðningur við nauðsynlegar ráðstafanir, sagði Geir Hallgrfmsson. Forsætisráðherra minnti á fyrri erfiðleikatfmabil í efna- hagsmálum landsmanna og sagði, að við gleddumst yfir þvf, að við hefðum þá náð okk- ur upp úr alvarlegri efnahags- kreppu, en gleymdum því hins vegar, sem á undan og eftir fðr. Þannig mundi fara nú. Þðtt erfiðleikarnir væru miklir mundum við standa upp frá þessu tfmabili, minnugir hins góða en það mundi gleymast, sem miður hefði farið. I upphafi-ræðu sinnar, sagði Geir Hallgrfmsson, að ekki færi milli mála, að árin 1971—1974 hefðu verið með hinum hag- stæðustu, sem við hefðum feng- ið, þótt viðskiptakjörin færu versnandi á árinu 1974. Á þess- um árum jukust þjóðartekjur um 31% en hins vegar eyddum við nærfellt helmingi meiru, þar sem þjóðarútgjöld jukust um 54%. 1 þessum tölum kem- ur fram, að við höfum lifað um efni fram, ekki notað þetta timabil eins og vera bar til að treysta efnahagslegan grund- völl þjóðarbúsins. VANDIOG MARKMIÐ Vandinn, sem núverandi rlkisstjórn stóð frammi fyrir, fyrir rúmu ári, var tvíþættur: 0 I fyrsta lagi að bregðast við þeim vanda, sem leiddi af þvi, að við höfðum lifað langt um efni fram 0 1 öðru lagi að mæta versnandi viðskiptakjörum. Markmið ríkisstjórnarinnar í upphafi var þriþætt: 0 Að tryggja fulla atvinnu á timum er atvinnuvegirnir voru að stöðvast vegna verðhækkana innanlands og versnandi útflutnings- verðlags 0 Að treysta greiðslustöðuna út á við og ná jöfnuði I viðskiptum við útlönd 0 Að hafa hemil á verðbólg- unni. HVER ER ÁRANGURINN? Hver hefur árangurinn orð- ið? Full atvinna hefur haldizt I landinu og jafnvel verið of mikil spenna á vinnumarkaðn- um. Þetta er þeim mun mark- verðari árangur, sem þjóðarút- gjöldin hafa lækkað um 10% I ár en jukust um 10% á árinu 1974. Sá árangur að halda fullri atvinnu er líka eftirtektarverð- ur vegna þess, að viðskiptakjör- in hafa farið versnandi á sama tíma. Viðskiptakjörin hafa versnað um 25% miðað við árið 1973 og miðað við ársbyrjun 1974 hafa þau versnað um 32%. Þetta hlýtur að þýða versnandi afkomu atvinnuveganna, en samt hefur tekizt að halda fullri atvinnu. Atvinnuvegirnir þurfa að búa við viðunandi afkomu, ef á að vera hægt að tryggja fulla atvinnu. En annar þáttur I þeirri viðleitni er, að vinnufriður haldist. Þótt engin stjórnvöld eigi að hrósa sér af þvl að tryggja vinnufrið vegna þess, að þar eiga fjölmargir aðilar hlut að máli, er það samt staðreynd, að vinnufriður hefur rlkt þetta tímabil. Þetta Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra er líka merkilegur árangur vegna þess, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur minnkað um 16—17%. Og þótt við höfum lifað um efni fram, er þetta rýrnun kaup- máttar á stuttum tíma, sem við hljótum að staldra við og það er til marks um þroska verkalýðs- félaganna, að þau hafa mætt þessari rýrnun kaupmáttar með þolinmæði En þrátt fyrir þetta eru erfiðleikar enn framundan, staða atvinnuveganna er veik og samningar eru lausir á vinnumarkaðnum. VIÐSKIPTA- HALLINN Hins vegar læt ég það koma skýrt fram hér, að okkur hefur tekizt miður en skyldi að koma á jöfnuði I viðskiptum við út- lönd og að hafa hemil á verð- bólgunni. Okkur hefur ekki tekizt að koma halla á viðskiptajöfnuði meira niður en úr 12% af þjóðarútgjöldum 1974 I 10% af þjóðarútgjöldum I ár. Þetta er ekki nægilegur árangur en, hvað veldur? Inn- flutningsmagn hefur minnkað. Almennur innflutningur hefur dregizt saman um 18%, en allur innflutningur um 16—17%. Þetta er umtalsverður árangur. Hins vegar hefur okkur mis- tekizt að auka útflutningstekj- ur, bæði hefur útflutnings- magn nær staðið i stað og út- flutningsverðlag er 10% lægra I ár en I fyrra. Þá hefur gætt sölutregðu á erlendum mörk- uðum, sem hefur orðið alvar- legri vegna tollmúra og inn- flutningsbanns erlendis vegna þess, að við höfum ekki náð tollaívilnunum hjá EBE. Við höfum einnig mætt meiri sam- keppni en áður þar sem aðrar þjóðir hafa styrkt sjávarútveg sinn. HÆGARI VERÐBÓLGU- VÖXTUR Verðbólgan hefur aukizt um tæp 50%, sagði Geir Hallgríms- son, sem er meira en 1973—1974, þegar hún jókst um 43%. Sé talið frá ársbyrjun til ársloka er hægari verðbólgu- vöxtur hins vegar merki um batnandi ástand. Síðustu tvo ársfjórðunga er verðbólgan um 25—30% á ársgrundvelli. Enn mun lægja á verðbólguþróun- inni á næstu mánuðum. 1 þeim kjarasamningum, sem fram- undan eru, skapast þvl tæki- færi til að spyrna við fótum og ná stjórn á verðbólguþróun- inni. RÍKISFJÁRMÁL OG FJÁR- FESTINGARSJÓÐIR Tvennt hefur ekki gengið sem skyldi I efnahagsstjórn- inni, þ.e. ríkisfjármálin og út- lán fjárfestingarsjóðanna. 1 fyrra voru útlán viðskiptabank- anna langt umfram getu þeirra, en I ár hefur orðið breyting til batnaðar I þeim efnum. Hins vegar hafa útgjöld ríkissjóðs og útlán fjárfestingarsjóða verið meiri en skyldi. Til þess liggja margar ástæður. Um var að ræða eldri skuldbindingar, sem ekki varð undan vikizt að innleysa. Þá er um að ræða lögbundin sjálfvirk útgjöld, sem greiða verður þar til laga- breytingar eru gerðar. Fjárlagafrumvarpið, sem lagt hefur verið fram, ber vitni um breytta stefnu. Þá hefur verið tekin upp I auknum mæli verð- trygging á útlánum fjárfest- ingarsjóða, gengistrygging og hækkun vaxta. Hagsmunasam- tök hafa mótmælt þessum ráð- stöfunum, en smeykur er ég um, að lengra verði að ganga I þeim efnum. Utlánasvið þeirra verður að takmarka, ef halda á niðri verðbólgu og bæta greiðslustöðu. FYRRI ERFIÐ- LEIKATÍMAR Stundum er þvl haldið fram, að aðgerðir rikisstjórnarinnar hafi ekki verið nógu mark- vissar. 1 upphafi var það yfir- lýst stefna rfkisstjórnarinnar að leitast við að ná hægfara aðlögun að versnandi viðskipta- kjörum og skapa með þeim hætti skilning fyrir frekari aðgerðum. Þessi aðferð var nauðsynleg. Ekki má Ieggja meiri byrðar á þjóðina en hverju sinni er nægilegur skiln- ingur fyrir. Á þann veg einan næst stuðningur við nauðsyn- legar ráðstafanir. Talað er um fyrri erfiðleika- timabil I efnahagsmálum og þá fyrst og fremst 1960 og 1968, en þau ár var gripið til víðtækra efnahagsráðstafana. Við gleðjumst nú yfir árangri þeirra aðgerða. En við gleym- um því, sem á undan hafði Framhald á bls. 47. Kanaríeyjar 1975—1976 GRAN CANARIA: Nú eru aðeins laus sæti I eftirtaldar ferðir: Brottför: 20. nóv. 3 vikur 4. des. 2 vikur 25. marz 3 vikur 22. april 3 vikur Verð frá kr. 38.900,- TENERIFE: 4. jan 2 vikur 1 8 jan. 2 vikur 1 feb 1 9 dagar 1 9 feb 24 dagar 14 marz 3 vikur 4 apríl 1 8 daqar Allir fara I ferð með ÚTSÝN Sýningar í Kaupmannahöfn Brottfor 23 nóv Furniture mdustry Brottfor 14 feb Scand menswear fair Brottfor 1 3 marz Scand fashion week Brottfor 23 apr Scand yold & silver fair Verð frá kr. 38.300 Frankfurt Hópferð á teppasýningu 1 3. — 1 9. jan. Verð Bangkok og Pattaya Ógleymanleg ævintrýaferð Brottför: 1 9. des 1 5. feb. Kenya Brottför: 13. marz Safari og vikudvöl við Costa Del Sol Páskaferð Brottför 14. apríl 1 8 dagar. Skíðaferðir til Lech í Austurríki Brottför 1 5. jan og 7. febr. Verð með gistingu og 'h fæði í 1 5 daga frá kr. 72.800. FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 1 7 SÍMAR 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.