Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 257. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikil spenna í Sahara Rabat, Madrid og Algeirsborg 8. nóvember AP — Reuter. FULLTRÚAR Spánverja og Marokkómanna héldu í dag áfram tilraunum sfnum til að leysa deiluna um Spænsku-Sahara eftir diplómatískum leiðum. Antonio Carro Martinez, ráðherra í spænsku stjórn- inni og hægri hönd Navarros forsætisráð- herra, flaug til Agadir í gærkvöldi eftir 4 klst. fund spænsku stjórnarinnar og hóf þegar viðræður við ráðamenn Marokko, sem héldu áfram í dag. Talsmenn Marokkóstjórnar sögðu f morgun, að verið væri að flytja þúsundir göngumanna að landamærunum til að hefja annan áfanga göngunnar inn í Spænsku-Sahara. Um 120 þúsund manns höfðu i nótt næturstað 8 km innan við landamærin skammt frá jarðsprengjusvæðura Spánverja og vopnuðum sveitum Framhald á bls. 47. Frá Jogvan Arge, Þórshöfn í Færeyjum (JTFLUTNINGUR Færey- inga á sfldarafurðum hef- ur minnkað á þessu ári um sem svarar 50 milljónum danskra króna (um 1.5 milljörðum ísl. kr.) vegna minnkandi sfldarafla í Norðursjó og fyrir nokkr- um dögum bannaði land- stjórn Færeyja sfldveiði færeyskra skipa í Norður- sjó það sem eftir er ársins. Landstjórnin vildi ekki sam- þykkja síldarkvótann sem Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd in (NEAFC) ákvað í sumar og í staðinn samþykkti Lögþingið að leyfa Færeyingum að veiða 8.000 lestir í Norðursjó og á Skagerak út árið. Nú hefur þessu aflamagni verið náð. Áhrifa minnkandi sildarafla gætir þegar f atvinnulífi Færeyinga. Kunnur skipstjóri og útgerðarmaður. Ejler Jacobsen, eigandi Krunborgar og Solborgar, sem stunduðu loðnuveiðar á Barentshafi, hefur í haust selt Solborg dönsku útgerðarfyrir- tæki. Landstjórnin er mótfallin fram- komnum tillögum um algert síld- veiðibann eftir áramót og hefur staðið í viðræðum við danska sjávarútvegsráðuneytið um til- lögu sem verður lögð fram á fundi NEAFC í vikunni. Tillagan er á þá, leið að ekki verði sett algert bann heldur skuli veiði leyfð að vissu marki og skiptast jafnt milli þeirra landa sem veiða i Norðursjó. Veita skuli slíkar undanþáguheimildir á fyrra helmingi næsta árs en sfðan skuli taka málið fyrir að nýju. Austin Laing Símamynd AP. HÖRKUTÓLIÐ — Marion Coyle, hin harðsvíraða liðskona írska lýðveldishersins, umkringd lögreglumönnum eftir uppgjöfina á föstudagskvöld. Herrema sagði, að hún hefði ekki svo mikið sem eytt í sig einu orði meðan á umsátrinu stóð. Leit á þau sem börn” — sagði dr. Herrema Dublin, Monasterevin, Haag 8. nóvember — Reuter. • BYSSUKÚLA var minjagripur hollenzka iðnjöfursins, dr. Tiede Herrema, um 36 daga hildarleik f höndum tveggja liðsmanna Irska lýðveldishersins, IRA, Eddie Gallagher og Marian Coyle, sem lauk f gærkvöldi með uppgjöf ræningjanna. Eftir endurfund með eiginkonu sinni f Dublin, en hún hafði flogið frá Haag til fundar við mann sinn, lýsti Herr- ema á fundi með fréttamönnum sfðustu mfnútum umsátursins, sem vakið hafði heimsathygli. „Þau gáfu mér minjagrip," sagði um ræningja sína sem gáfust upp í fyrrakvöld „Vilium ekki borskastríð • 1 1 * 1 # 1 #99 og eigum ekki von a pvi - sagði Austin Lang í samtali við Mbl. grein fyrir að þeir verða að draga úr „Það er hreinn misskilningur hjá brezku blöðunum að hjá okkur sé starfandi þorskastríðs- nefnd og að hún hafi komið saman til fundar á þriðjudag. Það kom engin nefnd saman til fund- ar á þriðjudag og það er engin þorskastríðsnefnd til, við viljum ekki þorskastrfð og eigum ekki von á þorskastrfði," sagði Austin Laing, framkvæmdastjóri sam- taka brezkra togaraeigenda f sam- tali við Mbl. f gær. Laing sagði að starfandi væri innan brezka sem hefði því samstarfsnefnd fiskiðnaðarins, hlutverki að gegna að upplýsa menn um framvindu mála. Laing sagði að brezkir togaramenn vonuðust mjög eindregið eftir að hægt yrði að ganga frá nýjum samningi. „Ef brezkir og islenzkir fiskifræðingar eru sammála í meginatriðum um skýrslu íslenzku hafrannsóknastofnar- innar hlýtur að vera hægt að ná pólitísku samkomulagi. Bretar gera sér grein fyrir að þeir verða — Bretar gera sér r veiðum við Island I að draga úr veiðum sinum á ís- | landsmiðum til þess að vernda fiskstofnana. Við vonum aðeins að íslenzka ríkisstjórnin taki boði Roys Hattersleys um að'flýta för sinni frá Bandaríkjunum og koma til íslands til viðræðna. Það verð- ur að leysa þetta mál og það fljótt, það hefur enginn áhuga á árekstrum og leiðindum áður en samið verður eins og alltaf hefur verið, ég held að allir séu búnir að fá nóg af leiðindum." hann og sýndi 38 kalfbera byssu- kúlu. „Þetta var f byssunni sem beint var að höfði mfnu og sem hefði drepið mig ef eitthvað hefði farið úrskeiðis.“ <9 Herrema sagðist hafa haldið að Ihann myndi verða skotinn á fyrstu tveimur sólarhringunum sem hann var f höndum Gallagher og Coyle, en þau rændu honum nálægt heimili hans f Limerick. En hann kvaðst ekki bera kala til ræningja sinna. „Eg hata þau ekki. Eg á börn á sama aldri og Gallagher og ég leit á þau sem börn sem eiga við mörg vandamál að strfða.“ Gallagher er 28 ára að aldri, en Coyle er 19 ára. Dr. Herrema, sem er 53 ára, var sagður við góða heilsu, þrátt fyrir 18 daga dvöl með bundna fætur f litlu svefnherbergi án salernis og án rúms. „Sfðustu dagana voru aðstæðurnar hræðilegar,“ sagði hann. Herrema sagði að hann hefði haft eitt þunnt teppi til að verjast Símamynd AP HERREMA FRJALS — Dr. Tiede Herrema ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth, f Dublin f gærkvöldi. kuldanum, en ræningjarnir breiddu gólfteppi yfir sig. Hann kvaðst hafa reynt að byggja upp persónulegt samband við ræn- ingjana og reynt að beina árásar- hvötum þeirra frá sér en að lögreglusveitunum umhverfis húsið. En Gallagher barði hann Framhald á bls. 26 Og hundurinn varð að ketti Oxford 8. nóvember — Reuter REKTOR Worcester- menntaskólans f Oxford hefur nú fundið dálftið óvenjulega leið til að smjúga f gegnum ævafornar reglur skólans sem banna hundahald á skólasvæð- inu. Hann lét skólastjórnina við atkvæðagreiðslu sam- þykkja að hundur hans, Flint að nafni, væri ekki hundur, heldur köttur. Presturinn var í heróíni Mulhouse. Frakkiandi, 7. nóvember. Reuter. Prestur og forstöðumaður hjálparstöðvar fyrrverandi eitur- lyfjaneytenda var f dag ákærður fyrir eiturlyfasmygl. Hann hefur játað að hann sé heróinneytandi. Prestur þessi, séra Girardin, var handtekinn þegar hann kom frá Amsterdam þar sem hann keypti eiturlyf. Peningana fékk hann frá góðgerðarstofnunum sem vildu styrkja starf hans. Færeyingar tapa rúmlega milljarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.