Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Skagfirðingar fagna miklum áfanga í menn- ingarmálum héraðsins NÝJA VERZL.UN1N — Oskar Halldórsson framkvæmdastjóri og Helga J. Jensdðttir kona iiaua i iiiuni nýju verzlun Dúnu hf að Sfðumúla 23. Dúna opnar nýja verzlun I VIKUNNI opnaði Dúna hf nýja húsgagnaverzlun að Síðu- múla 23 en verzlunin hefur ver- ið til húsa f Glæsibæ. Verzlunin þar verður opin til áramóta en þá flyzt öll starfsemin í Sfðu- múlann en það verður fram- tfðariðnaðarhúsnæði fyrir- tækisins. Dúna hf var stofnað í júní 1963. Eigandi er Óskar Halldórsson og fjölskylda hans. Starfsemin hófst í Reykjavík en var þar aðeins nokkra mánuði en þá var hún flutt f Kópavog. Fyrstu árin var aðeins um að ræða húsgagnaframleiðslu hjá fyrirtækinu en árið 1967 opnaði það verzlun i Kópavogi. Verzlunin var síðan flutt f Glæsibæ árið 1972. Að fram- leiðslustörfum hjá fyrirtækinu vinna 7 manns og 2 stúlkur afgreiða í verzlunum fyrir- tækisins. Dúna hefur um tveggja ára skeið haft bólsturverkstæði sitt að Síðumúla 23 þar sem nýja verzlunin er til húsa. Verzlunarhúsnæðið er 200 fer- metrar en einnig er hægt að sýna viðskiptavinunum hús- gögn á lagernum. Dúna hf hefur á boðstólum innlend hús- gögn, bæði eigin framleiðslu og annarra innlendra framleið- enda og einnig eru þar seld húsgögn smíðuð erlendis. Ósk- ar Halldórsson framkv.stj. Dúnu tjáði blm. að Dúna hefði beitt sér fyrir ýmsum nýjung- um f húsgagnaframleiðslu á undanförnum árum og væri fyrirtækið staðráðið í að halda því áfram. Sagði Óskar að í því sambandi væri ýmislegt í deiglunni. Mælifelli, 7. nóvember 1 GÆR var hin nýja skólahúss- bygging I Varmahlfð tekin f notkun. Var af þvf tilefni mikill fjöldi fólks hvaðanæva úr héraðinu kominn á staðinn, enda er hér náð mikilsverðum áfanga f áratuga baráttu fyrir héraðsskóla f Varmahlfð. Skólastjórinn Páll Dagbjartsson stýrði samkomunni, sem fram fór í veglegum og fallegum salar- kynnum hins nýja skólahúss. Víðimýrarkórinn söng við undir- leik Björns Ólafssonar Krithóli og séra Gunnar Gíslason i Glaumbæ flutti hugvekju Og bænarorð. Fyr- ir hönd byggingarnefndarinnar töluðu Halldór Benediktsson á Fjalli og frú Helga Kristjáns- dóttir á Silfrastöðum en ásamt þeim starfaði í nefndinni Ingvar G. Jónsson byggingarfulltrúi á Gýgjarhóli. Hrafnkell Thorlacius teiknaði húsið. Framkvæmdastjóri hefur verið Pétur Pétursson í Álftagerði, en yfirsmiðir Guðmundur Marusson og Eggert Ólafsson. Áætlun hefur fyllilega staðizt og er verkið vand- að mjög og fallegá unnið í hví- vetna. Varmahlíðarskólinn hefur starfað síðan 1966 og var í fyrst- unni kostaður eingöngu af sýslu- sjóói. Hann er nú grunnskóli lög- um samkvæmt og eru 10 sveitar- hreppar sýslunnar aðilar, en aðeins heimasveitin, Seylu- hreppur, heldur einnig barna- skóla f Varmahlíð að öllu leyti. Nemendur í vetur eru 140 og 56 í heimavist. Fastir kennarar eru 7, skólahjúkrunarkona hefur og verið rártin fyrir skólana í Varma- hlíð og nágrannasveitum. Fyrir 40 árum var hafinn mark- viss undirbúningur að stofnun Héraðsskóla í Varmahlíð með for- göngu Árna Hafstað í Vík og fleiri félagsh- ígjumanna. Sumarið 1936 va boðað vítt um héraðið til stofnfunlar Varmahlíðarfélags- ins, er nna skyldi að mennta- setri s : íaðnum. Var fundurinn fjöisóí ; og virtist horfa vel um reisn dans. Gerði einn stofn- félaga’ Gísli Magnússon í Eyhih Kolti glögga grein fyrir framvi u málsins, sem varð í reynd iflega hæg, enda kom til hinn ðulegasti ágreiningur. jafnvi ' rn skólastaðinn, sem virt- ist þó ar hentugur vegna legu sinnar krossgötum héraðsins, gnægö eravatns og siðast en ekki að Varmahlíðarfélagið — einn Ben. Framh d af bls. 23 stíganci ; ’rá því verði, sem var á því í itember sl„ en er þó nærr; iningi lægra en það var sne na hausts í fyrra. Til ! s að unnt væri að halda t rppi verðinu á loðnu til bræðs! i þessu ári var fórnað allri in æðu í verðjöfnunar- sjóði ’< nuafurða, á fjórða hund s ulljónum króna. Auk þess igt fram fé úr rikis- sjóði raa skyni. Verðjöfn- unarsjc • inn er nú tómur. Allur Kkostnaður á sjó og landi h ' r stóraukist frá því sen vertíð: 1 n var á síðustu loðnu- .kandi þjóðartekjur hér á di og vaxandi olíu- kreppi -rðbólgu og ýmis- kon tr in um víða veröld, veröui eyna í lengstu lög að koma b ! vegar að unnt verði að a loðnuveiðar á kj ðnuvertfð 1976. Vegn í irrar brýnu þarfar, seni 6 r ’ramleiðslu Ioðnuaf- uróa á uandi vertíð, þurfa kíðir menn að stuðla aó þvj .5 þessi starfsemi i, því að það gæti neð sér rýrnun á útflutni örum landsíns um heildarverðmæti n; sins. 6. nóv. 1975. Sv. Ben. hefur verið eigandi landsins og hlunninda þess í áratugi. Fyrir hönd skólanefndarinnar talaði Sigurpáll Árnason, for- maður hennar og þakkaði bygginganefnd og öllum, sem svo vel hafa að unniö. Einnig tóku til rháls Jóhann Lárus Jóhannesson, cand. fil. á Silfrastöðum, sýslu- maður Skagfirðinga, en sýslu- nefnd hefur mjög stuðlað að málinu undir forsæti hans og þrír ungir og áhugasamir þingmenn kjördæmisins, Ragnar Arnalds, Páll Pétursson og Pálmi Jónsson. Loks setti skólastjórinn Varma- hlíðarskóla í hinum nýju húsa- kynnum og bauð hinum mikla og fagnandi mannfjölda til góðrar veizlu í Miðgarði, þar sem Karla- kórinn Heimir söng undir stjórn Árna Ingimundar. Láta mun nærri að einn þriðji hluti allra íbúa sýslunnar þegar kauptúnið á Hofsósi er undanskil- ið hafi sótt þessa minnisstæðu hátið Iangþráðra sigurvinninga. 6. nóvember 1975 er stór dagur I menningarsögu Skagfirðinga. Sfra Ágúst — Herrema Framhald af bls. 1 nokkrum sinnum í höfuðuð með byssu og sló úr honum eina framtönn. „Ég er mjög, mjög hamingjusamur að vera frjáls á ný“, sagði Herrema áður en hann hélt heimleiðis til Haag ásamt eiginkonu sinni. Hún hafði verið vakin upp með símhringingu i gærkvöldi þar sem henni var skýrt frá því að umsátrinu væri lokið og maður hennar heill á húfi. Þá var slegið upp kampa- vinsveizlu á heimilinu áður en frú Herrema hélt flugleiðis til Dublin. „Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á þvi hvað hafði gerzt,“ sagði Elizabeth Herrema. Hún sagði að hún teldi aðferð írsku stjórnarinnar við meðferð málsins hafa verið „beztu leiðina. — einu leiðina. En þetta var mjög löng leið.“ Á blaðamannafund- inum hjá hollenzka sendiherr- anum í Dublin í morgun leit Herrema vel út en var með hvítt skegg eftir 36 daga einangrun. Ræningjarnir voru einnig sagðir við þokkalega heilsu. Á blaðamannafundinum sagði Herrema að það hefði verið óger- legt að reyna að stökkva út um glugga á fyrstu hæð hússins sem honum var haldið í. „Þau héldu í fætur mína og ég var með byssu við gagnaugað. Ég sagði það, sem mér var sagt að segj a. Ég hafði nógan tíma til að htigsa um flótta og það gafst aldrei færi á slíku.“ Hann sagðist telja að Gallagher hefði bundið enda á umsátrið er hann kenndi lasleika. „Hann varð lasinn að lokum. Coyle var hins vegar hress.“ Hann kvaðst hafa verið furðu lostinn yfir ófyrir- leitni Marian Coyle gagnvart sér allan tímann. „Hún talaði aldrei við mig. Ég spurði hana einu sinni hvað ég hefði gert af mer.“ Umsátrinu lauk fyrir kl. 10 í gærkvöldi, þegar Gallagher og Coyle fleygðu út byssum sínum og dr. Herrema gekk út. Nokkrum mfnútum síðar komu ræningjar hans brosandi og veifandi til fréttamanna. Þau höfðu krafizt þess f skiptum fyrir Herrema að þrir félagar þeirra væru látnir lausir úr fangelsum á írlandi, þ.á m. milljónaerfinginn Rose Dugdale, sem var ástkona Callag- hers og sat inni fyrir listaverka- þjófnað sem ætlað var að fjár- magna starfsemi hermdarverka- samtakanna. Liam Cosgrave, forsætisráð- herra Irlands, sendi heillaóska- skeyti til dr. Herrema og lýsti aðdáun sinni á þolgæði hans. Max van der Stoel, forsætisráðherra Hollands, hrósaði Herrema einnig fyrir hugrekki hans og lýsti að- dáun á meðferðírskra stjórnvalda á málinu, en lausn hefði fengizt án blóðsúthellinga vegna stað- festu Herrema. Norbert Schmelzer, fyrrum utanríkisráð- herra Hollands, sem tók virkan þátt í máli þessu, sagði að Herrema hefði sem menntaður sálfræðingur leikið stórt hlutverk í farsælum endalokum málsins með sambandi sínú við ræningj- ana. — Þrír slösuðust Framhald af bls. 48 rannsókn í slysadeild Borgar- spítalans. Læknirinn á Djúpavogi taldi meiðslin það alvarleg að nauðsynlegt væri að flytja fólkið til Reykjavíkur, þar sem erfiðleikum var bundið að kanna meiðslin á Djúpavogi. Ekki var Ijóst í gær, hvort áfengi hefði verið með í spilinu, enda fór engin blóðrannsókn fram á Djúpavogi áður en fólkið var flutt til Reykjavíkur. — Kemur fram Framhald af bls. 48 fiskimannasambands islands. Aðalmál fundarins verða eins og áður sagði síldveiðarnar í Norður- sjó, en að auki verður rætt um önnur atriði, þorsk- og ýsuveiði, og ennfremur verða veiðar verk- smiðjutogara á dagskrá og þá einkum aðferðir sovézka flotans við veiðar — eins og segir í frétt, sem Mbl. fékk í gær frá Hull. — Tónabær Framhald af bls. 48 aukin ölvun. Þá gat lögreglan þess í samtali við Mbl. að í fyrri- nótt hefði ungt fólk verið komið inn í mjólkurbúðina undir Tóna- bæ, þar sem rúða hafði verið brot- in, og var fólkið farið að káfa á vörunum í búðinni og gera sig líklegt til að flytja varning út úr búðinni. — Slysatíðnin Framhald af bls. 48 fólk villgeragamlafólkinu gott þá á það að ræða þessi mál við það og útskýra það sem um er að ræða, útskýra reglurnar og hætturnar þar sem umferð er mikil. Við megum ekki Iáta okkur koma á óvart þessi slysa- tfðni og um fram allt þarf að tala um þessi mál við eldra fólkið. Þetta fólk eru afar og ömmur ökumannanna og okkur ber því skylda til að sinna þessu fólki. Hitt er svo að margir ökumanna virðast ekki meta aðstæður við hin ýmsu skilyrði til aksturs. Einmitt á þessum árstíma þegar saman fer rok og rigning, er vandinn mestur og ökumenn ættu að sýna sérstaka varúð. Þetta er timi rigningar- móðu á gluggum, slæms skyggnis og gangandi vegfar- endur setja undir sig höfuðið móti veðrinu. Fólk verður að gera sér grein fyrír því að slysin verða sjaldnast þar sem menn verða að hugsa og einbeita sér f umferðinni, flest slysin verða þar sem umferðin er auðveld- ust en greiðust.“ „Áróðursherferö og al- menningsálitið“. Ingibergur Sæmundsson yf- irlögregluþjónn í Kópavogi hafði eftirfarandi að segja um þessi mál: „Slysatíðnin að und- anförnu er yfirgengileg og ef fólk almennt tekur þessi mál ekki alvarlega til umræðu og umhugsunar, þá mun þessi þróun halda áfram. Það verður að taka á þessum málum. Þótt dauðaslys verði nú svo til á hverjum degi í umferðinni, virðast manni margir ökumenn lítið bangnir við að aka eins og bestíur f umferðinni. Það er athugandi f þessum efnum hvort ekki er nauðsyn á vel skipulagðri áróðursherferð. Þótt feiknalegur áróður sé þreytandi þá hefur hann oft skilað góðum árangri eins og muna má t.d. í sambandi við breytinguna yfir í hægri um- ferð, litla slysatíðni um verzlunarmannahelgar og f fleiri tilvikum, en þar virðist áróðurinn hafa gert gott. Fyrst og fremst þarf þó að koma til frumkvæði almennings, almenningsálitið er númer eitt.“ „Óþolandi slysatfðni, strangari refsingar“. Steingrímur Atlason yfir- lögregluþjónn í Hafnarfirði sagði: „Ástandið í þessum málum er fskyggilegt og horfurnar eftir því. Hraði um- ferðar og aðgæzluleysi öku- manna fer hér saman við of litla varúð vegfarenda á þung- um umferðarstöðum. Mér finnst að þegar svo alvarleg umferðaróhöpp verða dag eftir dag, ætti það að ýta við fólki, bæði ökumönnum og gangandi, en það virðist einhver doði f fólki á þessum árstíma. Hins vegar tel ég að það komi sterklega til greina að beita meira ökuleyfissviptingu fyrir ógætilegan akstur, því það sem yrði ef til vill árangursrfkast með skjótustum hætti í þessum efnum er stífari refsing án tafar. Ef menn vilja njóta hinna ýmsu hlunninda þjóð- félagsins verða þeir lfka að taka tillit til þeirra vandamála sem koma upp á hverjum tfma. Nú er slysatíðnin óþolandi mikil og fólk verður að vakna upp af doðanum, þetta gengur ekki.“ — Minning Guðmundur Framhald af bls. 39 greiddi alla þungavöru. Hann var vinsæll maður, bæði í starfi og utan þess. Það voru ekki allar taldar vinnustundirnar hans Guð- mundar, kallinu var hlýtt á hvaða tíma sem var. Þegar við hjónin flytjumst til Hólmavíkur 1948, urðu þeir maðurinn minn og hann starfsmenn við sama fyrirtækið og höfðu mikið saman vinna, Árni var frysti- hússtjóri. Ég geymi hlýjar minningar frá þeirra starfsár- um. Eftir að Sigríður dó, held ég að Guðmundi hafi leiðst, hún skapaði honum öryggi og hlýju með sínu trausta heimilishaldi. Ég hitti hann f sumar og veit að honum var hvíldin kærkomin. Ég bið aðstandendur hans velvirð- ingar á hvað þetta er heimildar- lítið, en þar gera aðrir betur. Hér er kvaddur hinn dyggi og trúi þjónn. öllum skyldmönnum Guðmund- ar votta ég samúð mína. Þar sem góðir fara, eru guðs vegir. Hrafnistu 2/11 1975. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.