Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Minning: Jónas Hallgrímsson forstöðumaður Mann- talsskrifstofunnar F. 12 marz 1910 D. 3 nóvember 1975. Hinn 3. þ.m. lézt í Landsþítalan- um Jónas Hallgrímsson, forstöðu- maður Manntalsskrifstofu Reykjavíkur, eftir erfið veikmdi um nærfellt tvö ár og baráttu við þann vágest, sem læknavfsindin hafa um langt skeið glímt við, en því miður oft með litlum árangri. Sýndi Jónas mikla hugprýði og stillingu í þeirri glfmu og hneig ekki í eras fyrr en þrekið var með öllu þorríð og ekki unnt að standa lengur uppréttur. Fylgdist ég vel með baráttu hans og dáðist að því, hversu æðrulaus hann var, enda þótt ég á stundum hefði óljósan grun um, að hann vissi vel, hver að sér sækti. Þegar Félag frímerkjasafnara, sem stofnað var 1957, hélt fyrstu frímerkjasýningu sína, Frímex 1958, vaknaði á ný áhugi minn á frímerkjum og söfnun þeirra. Datt mér þá f hug að gerast félagi í F.F. En þar sem ég þekkti engan síjórnarmann nema af orðspori, sneri ég mér til formanns fram- kvæmdanefndar sýningarinnar, en hann var jafnframt einn stjórnarmanna. Tók hann beiðni minni vel og veitti mér brautar- gengi inn í félagið. Þetta var Jón- as Hallgrímsson, sá er kvaddur verður frá Dómkirkjunni á morgun. Ég kannaðist við nafn Jónasar Hallgrfmssonar frá árunum eftir 1930, þegar ég dundaði svolftið við frímerkjasöfnun, þvi að þá fékkst hann þegar við kaup og sölu frímerkja. Aldrei lágu leiðir okkar samt saman á þeim árum. En frá haustinu 1958, má segja, að við höfum haft mikið saman að sælda í sambandi við F.F. og frí- merkjamál almennt, og fóru þau samskipti vaxandi með árunum, mér til gagns og ánægju. Fyrst framan af kynntist ég Jónasi ekki mjög náið, en smám saman jukust kynnin, og þá fann ég glöggt, að hann var sannur vinur vina sinna og einstaklega greiðvikinn. Jónas bar hag F.F. mjög fyrir brjósti alla tíð og var lengstum í stjórn þess og nokkur ár for- maður. Fóru honum öll störf f þágu félagsins mjög vel úr hendi, og þar var aldrei neitt hik á hlut- unum, sem hann fór. Kom það honum þá að góðum notum, að hann var verzlunarmenntaður og vanur skrifstofustörfum frá unga aldri og listaskrifari. Eru bréf og umslög með rithönd hans hrein- asta gersemi. Skarð hans innan F.F. verður vandfyllt, og hans verður lengi saknað á fundum félagsins, þar sem hann tók oft til máls um hin margvíslegustu efni. Hélt hann ævinlega fast á sínu máli og var rökfimur í umræðum og óhræddur við að láta í ljós skoðanir sfnar, en jafnframt lipur f umgengni við félagsmenn og tillögugóður. Af þvf, sem hér hefur verið sagt, var þess vegna ekki að undra, þótt Jónas yrði oft valinn til forystu í samtökum frímerkja- safnara. Svo sem áður getur, var hann í framkvæmdanefnd fyrstu frímerkjasýningar hér á landi 1958. Þá var hann formaður sýningarnefndar Filex 67, sem var afmælissýning, þegar F.F. varð 10 ára. Unnum við töluvert saman við þá sýningu. Varð mér þá vel ljóst, hversu skjótur og úrræðagóður hann var í hverju máli og vandvirkur. Þá sat Jónas bæði í sýningar- og framkvæmda- nefnd hinnar miklu íslenzku frímerkjasýningar, Islandia 73, sem haldin var hér í Reykjavík 1973 af íslenzku póststjórnínni í samvinnu við samtök frímerkja- safnara til að minnast aldar- afmælis fslenzkra frfmerkja. Jónas Hallgrímsson var valinn sem fulltrúi F.F. á ýmsum frí- merkjasýningum erlendis, og lágu leiðir okkar tvívegis saman af því tilefni í Svíþjóð. Var ekki nema að vonum að hann var kjörinn til slíkra ferða, því að hann var bæði glæsilegur í sjón og átti auk þess auðvelt með að tjá sig á erlendum málum. Varð ég þess og oft var að hann var vel metinn meðal erlendra frímerkja- manna. Þá má geta þess, að Jónas kom fram sem fulltrúi íslenzku póst- stjórnarinnar á ýmsum frímerkja- sýningum enda má fullyrða að hann naut mikils trausts innan þeirrar stofnunar. Um langt skeið var Jónas svo'frfmerkjafréttarit- ari Morgunblaðsins og hefur rit- stjórn blaðsins beðið mig að flytja honum þakkir fyrir að leiðarlok- um. Þá var hann fréttaritari ýmissa erlendra frímerkjarita hér á landi. Ekki ætla ég mér að rekja nákvæmlega æviferil hins látna samferðamanns eða greina frá öðrum störfum hans. Það verður örugglega gert af þeim, sem kunnu þar á góð skil. Þó vil ég nefna hér nokkur atriði. Jónas Hallgrímsson var fæddur 12. marz 1910 á Siglufirði og var þvi 65 ára, er hann lézt. Hann fluttist fárra mánaða gamall til Reykjavfkur og átti þar heima æ sfðan Ekki er ég fróður um ættir hans, en f föðurætt var hann skyldur listaskáldinu góða og bar nafn hans. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla Islands og fékkst síðan við skrifstofustörf upp frá því. Var hann m.a. starfsmaður á pósthúsinu í Reykjavík um skeið. Árið 1936 gerðist hann starfs- maður á Manntalsskrifstofu Reykjavíkur og varð forstöðu- maður hennar 1966. Gegndi hann þvf embætti til dauðadags. Jónas var tvfkvæntur. Fyrri kona hans var Vilborg Jónsdóttir en þau slitu samvistum. Áttu þau þrjú börn: Hrafnhildi, Hallgrím og Ásgerði. Síðari kona hans er Ingibjörg Eyþórsdóttir og eign- uðust þau fjögur börn: Jóhönnu, Jónas, Eddu og Maríus Þór. öll lifa börnin föður sinn og hafa stofnað eigið heimili nema yngsti sonurinn sem er 10 ára og enn í föðurgarði. Þau Jónas og Ingibjörg voru einkar samhent, og ber fallegt heimili þeirra þvf vitni. Þar var gott að koma, enda gestrisni mikil. Nutu menn þar ánægju- stunda, sem þeir minnast með þakklæti, þegar húsbóndinn er kvaddur hinztu kveðju. í hinni miklu sjúkdómsþraut Jónasar kom skýrt i ljós hvílíka ágætiskonu hann átti, þar sem Ingibjörg var. Fylgdi hún honum hvert fótmál og sat lengstum við sjúkrabeð hans, þar til yfir lauk. Er sá ekki einn, sem á slíkan vin að í helstríði sínu. Og nú er þraut- in að baki. Að leiðarlokum er mér bæði Ijúft og skylt að þakka þau ágætu kynni sem ég og fjölskylda mfn hafði af Jónasi Hallgrímssyni og fjölskyldu hans. Um leið sendum við ástvinum hans öllum samúðar- kveðjur. Vil ég enda þessi kveðjuorð til látins vinar með eftirfarandi Ijóð- línum frænda hans og nafna um annan látinn vin: Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa guðs um geim. Jón Aðalsteinn Jónsson Leiðir okkar Jónasar Hallgrfms- sonar lágu óvænt saman fyrir all- mörgum árum með þeim hætti að við fluttum samtímis inn í -sína íbúðina hvor í nýju húsi, með fjölskyldur okkar. Við vorum þá enn í blóma lífsins og nýbúnir að stofna heimili. Tókst þarna með okkur og konum okkar hinn ágæt- asti kunningsskapur, sem brátt varð að sannri vináttu og hefir hún haldist óslitið síðan. Ung börn okkar á svipuðu reki sáu um að halda opinni samgönguleið á milli heimilanna. Héldu þau sig þeim megin, sem þeim þótti betra f það og það skiptið. Mátti því segja að þessi tvö heimili væru oft eins og ein stór fjölskylda. Minn- ingar frá sambýlisárunum eru margar og ljúfar, og allar á einn veg: Minningar um gleði og ham- ingju. Það var gestkvæmt á heimili Jónasar og Ingibjargar. Þau heils- uðu gestum sínum svo hjartan- lega og þeim var svo eiginlegt að láta fólk finna hve velkomið það var, að það leið öllum strax í upphafi vel hjá þeim. Fjörlegt og óþvingað viðmót ásamt höfðing- legum móttökum er öllum minnis- stætt, sem til þeirra komu. Hjálp- semi var önnur þeirra stóra dygð. Þau voru Iíka svo fljót að bregða við til hjálpar, að þeirra aðstoð kom ávallt að hinum fyllstu notum. Hvort hlutur annars þeirra var stærri en hins, veit ég ekki. Þau voru svo samrýnd og samhuga I vináttu sinni og vel- vilja til annarra að það kom aldrei f ljós annað en að einn vilji væri að verki. Jónas Hallgrimsson var ljúf- menni í umgengni. Alltaf léttur f skapi, frjálslegur í framkomu, kátur og skemmtilegur og átti óþrjótandi umræðuefni, umtals- góður um náungann, dró það fram sem best var í fari hvers og eins, en hafði ekki áhuga fyrir að tala um það sem miður fór. Alla tfð, sem ég þekkti Jónas, vann hann á Manntalsskrifstofu Reykjavíkurborgar og hin síðari ár var hann forstöðumaður hennar. Hann kom ungur að árum til borgarinnar, ólst hér upp, tók ástfóstri við hana, tvinnaðist hennar málefnum og varð virkur þátttakandi f vexti borgarinnar og uppbyggingu. Hann var mann- blendinn að eðlisfari og kynntist mörgum í starfi sínu og vissi deili á stórum hluta borgarbúa. í Verzlunarskóla náði hann sér- lega góðum tökum á tungumálum, og sölumennska og viðskipti lágu ákaflega vel fyrir honum. Enda þótt hann gerði þau störf aldrei að aðalatvinnu, þá stundaði hann frímerkjaviðskipti í verulegum mæli í frftfma sínum, og hafði sambönd viða um lönd. Hann skrifaði sérlega fallega rithönd og þó hann skilji vafalaust eftir sig margar og vel skrifaðar skýrslur og bækur um samborgarana, sem hæglega gætu orðið hreinir sýningargripir þegar frá líður sökum handbragðs hans, þá ætla ég þó aó hans verði lengur minnst fyrir hlut hans og forystustörf að frfmerkjasöfnun og frímerkja- sögulegum málum. Þar lagði hann mikla vinnu f, og sá verulegan árangur af starfi sínu við að kynna fyrir ungum og öldnum gildi slíkrar söfnunar, þegar hún er unnin af smekkvísi, snyrti- mennsku og hugkvæmni, sem hann lagði svo mikla áherzlu á. Hann var forgöngumaður um stofnun Félags frímerkjasafnara og formaður þess um mörg ár. Stjórnandi frímerkjasýninga, sem hér voru haldnar, og óþrjótandi upplýsingamiðlari um allt, sem að frfmerkjasögu og frímerkjasöfn- un laut. Síðustu vikurnar í sjúkra- húsinu voru honum erfiðar og strangar. Nærvera konu hans var honum þó mikill styrkur, sem hann mat að verðleikum. En hún bókstaflega vakti yfir honum og veitti honum slíka aðhlynningu og umhyggju að aðdáunarvert er. Við hjónin og börn okkar vottum konu hans og börnum, okkar hjartnæmustu samúð. En vini okkar þökkum við ómetan- lega viðkynningu og samfylgd um mörg yndisleg ár og biðjum hon- um blessunar og farsældar, þegar hann tekur nú meir að starfa Guðs um geim. Jóhann Ólafsson. Jónas Hallgrímsson var fæddur á Siglufirði 12. marz 1910 og var því á sextugasta og sjötta aldurs- ári, er hann andaðist 3. nóvember s.l. Jónas hlaut framhaldsmennt- un við Verzlunarskóla íslands, en að námi loknu starfaði hann um skeið hjá Pósthúsinu í Reykjavík og síðar hjá Vinnufatagerð Is- lands h.f. Frá árinu 1936 var Jónas starfsmaður Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar, sem hann veitti forstöðu frá 1. desember 1966. Jónas Hallgrfms- son var því starfsmaður Reykja- víkurborgar í nærfellt fjóra áratugi. Starfsemi Manntalsskrifstof- unnar lýtur fyrst og fremst að ýmsum atriðum varðandi samn- inga árlegrar íbúaskrár borgar- innar og samskiptum við þjóð- skrána af því tilefni. Skrifstofan veitir móttöku aðseturstil- kynningum, heldur spjaldskrá með ýmsum upplýsi^gum um borgarbúa, er upplýsingamiðlari fyrir ýmsar stofnanir og aðra aðila gefur vottorð um fjölskyldu- stærðir og síðast en ekki sízt gegn- ir Manntalsskrifstofan veiga- miklu starfi við samningu kjör- skrár til Alþingis-, borgarstjórn- ar- og forsetakosninga og við annan undirbúning og fram- kvæmd kosninganna. Þessi störf öll annaðist Jónas Hallgrfmsson, sem forstöðumaður Manntalsskrifstofunnar, um nær 9 ára skeið af samvizkusemi og alúð. Jónas var vandvirkur og glöggur að eðlisfari og er haft fyrir satt, að óvfða á landinu hafi verið fylgt nákvæmar ákvæðum laga um kjörskrárgerð. Frágang- ur á öllum störfum Jónasar var einnig til sérstakrar fyrirmyndar og fáir höfðu áferðarfallegri og stflhreinni rithönd en hann. Margir fbúar Reykjavfkur hafa kynnzt Jónasi Hallgrfmssyni i starfi, ekki sízt við framkvæmu kosninga, en þó eru eflaust fleiri, sem þekktu til Jónasar í sam- bandi við frímerkjasöfnun, sem var áhugamál hans í tómstundum, og var Jónas löngu orðinn þekkt- ur á því sviði. Eftirlifandi kona Jónasar er Ingibjörg Eyþórsdóttir. Eignuð- ust þau hjón fjögur börn, tvær stúlkur oguvo drengi, en frá fyrra hjónabandi átti Jónas þrjú börn. Auk samvinnu í starfá tókust persónuleg kynni milli okkar Jón- asar og fjölskyldna okkar á síðari árum. Er mér því kunnugt um, að fá hjón voru jafn samrýmd og einlæg í samlífi og Ingibjörg og Jónas. Þeir sem til þekkja munu einnig lengi minnast ósérhlífni og umhyggju Ingibjargar, er Jónas háði erfiða og langa sjúkdómsbar- áttu, og sá styrkur og kjarkur, sem Jónas þá sýndi, var eflaust ekki síður sóttur til eiginkonunn- ar. Kona min og ég vottum Ingi- björgu og börnunum einlæga samúð og samstarfsmenn þakka Jónasi Hallgrfmssyni samfylgd- ina. Jón G. Tómasson. ÁRIN eru orðin mörg, síðan ég hitti hann fyrst — þá var ég í frímerkjunum og hann einnig. Margt hefur breyst síðan hjá okkur báðum og nú er hann lát- inn. Andlát hans kom ekki á óvart. I marga mánuði var hann þungt haldinn og hann vissi að hverju stefndi. Ég kom nokkrum sinnum til hans á sjúkrahúsið. Kona hans, frú Ingibjörg var hjá honum öll- um stundum, umhyggja hennar var aðdáunarverð. Þarna voru þau — og hann var að biða dauð- ans. Við erum það raunar öll — en við dánarbeð verður þetta allt svo ljóst — hvert við erum að fara. Jónas Hallgrfmsson var ein- beittur, duglegur maður, sem vann störf sín af stakri skyldu- rækni og nákvæmni. Var gott með honum að starfa — sökujn hug- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns VILHJÁLMS SIGURBJÖRNSSONAR, Egilsstöðum, sérstakar þakkir færum við stjórn og starfsfólki Brúnáss Fyrir hönd barna, foreldra, systkina, tengdabarna, barnabarna og annarra vandamanna. Inga Sigurbjörnsson. t Maðurinn minn, ODDUR JÓNSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Grenimel 25, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 7 nóvember Eyvör Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir sendum við öllum, þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, og tengdaföður EINARS ÞORSTEINSSONAR Bjarmalandi Sérstakar þakkir faerum við laeknum og hjúkrunarfólki Landspítalans. deild 3a fyrir alla þð hjálp, sem hann varð þar aðnjótandi Guðbjörg Snorradóttir, börn og tengdabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN HANSDÓTTIR Nesvegi 56 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. nóv kl. 2 e h. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir GuSný G. Frandsen Ove Frandsen, Bjarni Þórarinsson Þórunn Kristinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.