Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 18 15% afsláttur Vegna flutninga verzlunarinn- ar í nýtt húsnæði seljum við mánudag, þriðjudag og mið- vikudag allar vörur með 15% staðgreiðsluafslætti. Teppabúðin, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði jvmmm^^mm—^^^mmmmmmmm—m^ -----— s Forstöðustarf Samkvæmt ákvörðun félags- málaráðs, er forstöðustarf fyr- ir heimilishjálp og heimilis- þjónustu Reykjavíkurborgar auglýst til umsóknar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast stofnuninni fyrir 25. nóv. n.k. Upplýsingar veitir skrifstofu- stjóri f. hádegi. ISl Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Vonarstræti 4 sími 25500 Fiat 131S Mirafiori fjögurra dyra. Fiat 131 Mirafíori Fíat-verksmiðjurnar itölsku hafa sjaldan þótt seinar til að koma með ný módel á markaðinn. Þær framleiða nú orðið mjög margar tegundir, allt frá Ffat 126, sem er minnsti bíllinn, og upp í Ffat 130, sem er mesti lúxusbfll þeirra. Á s.l. ári kom meðal- stór bfll frá Ffat á markað- inn erlendis en það er Ffat 131 Mirafiori, sem kemur f stað 124 gerðarinnar. Óhætt er þó að segja að hann er allfrábrugðinn sér- lega í ytra utliti. Hann minnir nokkuð á Saab 99 að aftan en VW K70 að framan. Eftirtektarverðastir eru stórir gluggafletir, sem gefa gott úsýni úr bílnum í allar áttir. Þessi bfll á að vera eitt af svörum bfla- framleiðenda við kröfum um litla og sparneytna bfla. Fyrsti bfll af 131 gerð kom til landsins fyrir skömmu og eru þegar nokkrir komn- ir í umferð. Tvær vélarstærðir verða fáanlegar hér en það eru 1300 og 1600 rúmsm. vélar. Eingöngu bílar með minni vélinni eru enn komnir til landsins. Þetta er 1297 rúmsm. vél, 4ra strokka, með þjöppun 9,2:1 og krafturinn er 65 hestöfl (DIN). Hins vegar er þessi vél einnig til lágþrýstari skv. Revue Automobile 1975 með þjöppun 7,8:1 og 55 hestöfl (DIN). Að sögn sölu- stjóra Fíat er sú gerð ekki flutt hingað. — Hámarks- hraðinn er um 140 km/klst og viðbragðið 0—100 km/klst rúmar 16 sekúndur. Bensíneyðslan er um 9—1 1 1/100 km. Vélin er að framan og drífur afturhjólin. Gírkassinn er fjögurra gíra (mun þó einnig vera fram- leiddur 5 gfra) og eru gíra- skiptingar liprar og auðveld- Rúmt er um vélina og aðgangur að kveikju o.fl. hlutum mjög auðveldur. ar. Kúplingsástig er létt. — Bremsurnar, sem eru diskar að framan, eru með vökva- aðstoð þannig að ástig á þær er fislétt. Handbremsuna er hægt að herða upp inni í bílnum. Bensíngeymirinn er fyrir aftan aftursætið þannig að ekki er haetta á að hann rekist niður, hversu hag- kvæm sem þessi staðsetning annars kann að þykja. Farangursgeymslan er meðalstór. Rými inni í Fíat 131 er gott. Sætin eru fremur þægi- leg þó framsætabökin séu i það lægsta. Innra útlit minnir óneitanlega nokkuð á ,,stóra bróður", Fíat 132. Bíllinn er lipur í innanbæjarakstri og öryggisbúnaður mjög góður t.d. rúllubelti. Hann er hins vegar nokkuð þungur í stýri. þó er auðfundið að hér hefur fremur verið stílað upp á bíl til bæjaraksturs heldur en hraðaksturs. Vinnslan er mjög góð á litilli ferð og verður heldur lakari er hraðinn eykst. — Mjög auðvelt er að stilla framsætin fram og aftur þar eð í stað eins litils takka niður við gólf kemur stöng undir öllu fram- sætinu, sem auðvelt er að lyfta til að færa til sætið. Sams konar útbúnaður er t.d. á nýrri gerðum Volvo. Þá er halli stýrisins stillanlegur. — Fiat 1 31 er 424 sm lang- ur, 163 sm breiður, 140 sm hár og hæð undir lægsta punkt er aðeins 1 2 sm. Verðið er kr. 1315 þúsund fyrir tveggja dyra bil og 1365 þús. kr. fyrir 4ra dyra bíl. br.h. Minnir talsvert á 132 að innan. Hvftar töiur á svörtum grunni auðvelda álestur af mælum og klukku. Hér birtist mynd af 1976 ár- gerðinni af MATADOR frá American Motors. Það er sem- sagt greinilegt að ekki hafa all- ir bílar minnkað hjá amerísk- um bflaframleiðendum. Vmsar smábreytingar hafa verið gerð- ar þ.á m. útlitsbreytingar að innan og nýtt grill. Standard vélin er 258 CID (4,2 lftra) sex strokka. Innsogið er rafknúið vegna nýs blöndungs. Vitan- Iega eru einnig fáanlegar V—8 vélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.