Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 48
SILFUR- SKEIFAN BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖKLÍKIÐ SEMALUR ÞEKKJA SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 Einar Agústsson, utanríkisráðherra: Hattersley velkominn, ef hann hefur eitthvað nýtt fram að færa Kemur hann 16. nóvember? „VIÐ óskum ekki sérstaklega eft- ir því að Roy Hattersley komi til Islands — hann getur komið ef hann vill og ef hann hefur eitt- hvað nýtt fram að færa. Hins veg- ar þýðir ekki fyrir hann að koma og tyggja alltaf sömu rulluna." Þetta sagði Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra, f viðtali við ÍYlorgunhlaðið f gær, er blaðið bar undir hann ummæli, sem höfð eru eftir talsmanni brezka utanríkisráðuneytisins að Hattersley væri fús að koma til íslands „jafnskjótt og ls- lendingar eru tilbúnir að halda áfram alvarlegum samningavið- ræðum“. Hattersley er nú á förum til Bandaríkjanna, þar sem hann hyggst dveljast í vikutíma, en hefur lýst sig fúsan til að stytta för sína, ef íslendingar eru „til- búnir“ til viðræðna —- eins og það er orðað. Svo sem kunnugt er rennur bráðabirgðasamkomulag Bréta og Islendinga út 13. nóvem- ber. Þá kom það fram f skeyti frá Bretlandi f gær, að upþástunga hefði komið fram f London um að Hattersley kæmi við í Reykjavík á leið sinni heim til London aftur, en það yrði þá ekki fyrr en hinn 16. nóvember. Friðrik, Oster- meyer; jafntefli BIÐSKÁK Friðriks Ölafssonar og Ostermeyers úr 14. og næstsfð- ustu umferð svæðamótsins á Hótel Esju lauk með jafntefli. Færeyingar telja sig fá að veiða áfram við Island FÆREYSKIR sjómenn geta að Ifkindum haldið áfram að veiða fisk á Islandsmiðum eftir 13. nóvember, þegar hinar formlegu veiðiheimildir til handa Bretum og Færeyingum ganga úr gildi, að þvf er heimildir í röðum færeyskra fiskimanna herma. Færeyingar telja víst, að hinu góða sambandi milli Færeyinga og íslendinga verði ekki stofnað í hættu með því að tsland banni þessar fiskveiðar er samningur þjóðanna um veiðar á vissum svæðum gengur úr gildi eftir tæpa viku. Ole Jakobsen, formaður Fiski- mannafélags Færeyja, segir, að Færeyingar hafi enn ekki veitt upp f 20 þús. tonna fiskveiðikvót- ann á Islandsmiðum. „Þar til við höfum veitt upp í þennan kvóta fáum við áreiðanlega leyfi til að halda áfram veiðum," segir hann. Þessi niðurstaða var heldur slysa- leg fyrir Friðrik Ölafsson, þar sem af vangá kom tvisvar upp sama staðan á skákborðinu og gat því Ostermeyer krafizt jafnteflis. Friðrik mun hafa átt betri stöðu f skákinni. Biðskák Ilamann og Parma lauk þannig að Hamann vann. Staðan á mótinu er því þannig að Friðrik og Parma verða báðir að vinna í 15. umferð til þess að komast í aukakeppni við Liberzon um annað sætið á mótinu, en það veitir rétt til þátttöku í milli- svæðamóti. Þá er jafnframt mögu- leiki á því að fjórir menn verði að keppa innbyrðis um tvö efstu sætin á mótinu og þar með um þátttökuheimild i millisvæðamóti. 15. og síðasta umferð mótsins hefst siðan f dag klukkan 17. Sam- an tefla van den Broeck og Ribli, Friðrik og Jansa, Björn og Hartston, Laine og Poutiainen, Zwaig og Ostermeyer, Timman og Murray, Parma og Hamann og Liberzon situr hjá. Staðan á mótinu er þannig: I 1. og 2. sæti eru Liberzon og Ribli með 10,5 vinninga, í 3. til 4. sæti eru Friðrik og Parma með 9,5 vinninga, í 5. sæti er Ostermeyer með 7,5 vinninga og í 6. til 8. sæti eru Jansa, Zwaig og Timman með 7 vinninga. Það er ekki auðvelt að segja hvaða augum þessi sæta súla á myndinni horfir á Ijósmyndarann, allavega ber hún þann tignar- svip, sem súlunni, drottningu Atlantshafsins, ber. Hún er búsett f Hellisey f Vestmannaeyjum. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Norðausturatlantshafs- fískveiðinefndin: Kemur fram sameiginleg tillaga Norðurlanda? NÆSTKOMANDI þriðjudag hefst f London fundur Norð- austur-atlantshafsfiskveiðinefndar, innar og sækja hann fulltrúar 15 þjóða, sem aðild eiga að nefnd- inni. Samkvæmt upplýsingum Jóns Arnalds, ráðuneytisstjóra f sjávarútvegsráðuneytinu, hefur að undanförnu verið unnið að þvf að samræma sjónarmið íslend- inga og Dana, en þessar tvær þjóðir báru fram mótmæli við kvótaskiptingu á sfldveiðum f Norðursjó. Sagði Jón að stefnt væri að því að þessar tvær þjóðir, auk Norðmanna og Svfa, en Danir eru um leið fulltrúar Færeyinga, legðu fram sameiginlega tillögu á fundinum. Hvort það þó tekst kemur ekki fram fyrr en fundur- inn hefst. Sendinefnd Islands, sem fer á fundinn, verður undir forsæti Þórðar Ásgeirssonar, skrifstofu- stjóra i sjávarútvegsráðuneytinu, en aðrir í nefndinni verða Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands fslenzkra útvegs- manna, og Ingólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og Framhald á bls. 26 Enn eitt umferðarslysið og nú á Djúpavogi: Þrír slösuðust og einn lífehættulega MJÖG alvarlegt umferðarslys varð á Djúpavogi snemma f gær- morgun, er bifreið fór út af aðal- götunni skammt þar frá sem ekið er inn f þorpið. Slysið varð á sjötta tfmanum og slösuðust þrfr ungir menn, tveir talsvert en hinn þriðjí mjög mikið. Var hann meðvitundarlaus, en allir þrfr voru fluttir f Borgarsjúkrahúsið f Reykjavík með flugvél. Tveir hinna slösuðu þar á meðal hinn meðvitundarlausi höfðu hlotið höfuðmeiðsl. I bifreiðinni voru 5 ungmenni, þrfr karlar, sem slösuðust eins og áður er getið en að auki karl og kona, sem sluppu ómeidd að mestu. Ekki var kunnugt um til- drög slyssins í gær og fólkið var í Framhald á bls. 26 Vandræðaástand við Tónahæ: Lögreglubíll og verzl- unarhúsnæði grýtt MIKIL ólæti voru fyrir utan Tónabæ aðfararnótt laugardags „Slysatíðnin í um- ferðinni er óþolandi Rætt við yfirlögregluþjóna 1 Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi Morgunblaöiö ræddi í gær við þrjá yfirlögreglu- þjóna í Reykjavík, Hafnarfiröi og Kópavogi til að spyrja þá álits á þeim mikla fjölda alvar- legra umferðarslysa sem hafa orðið á undanförn- um vikum. Fara viðtölin við þá hér á eftir: „Gamla fólkið útundan í umferðarfræðslunni“. „Það er aldraða fólkið og börnin sem eru í mestri hættu í umferðinni sem gangandi veg- farendur," sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn f Reykjavík í samtalinu við Morgunblaðið. „Eldra fólkið þekkir oft ekki inn á umferðina þar sem tví- skiptu akreinarnar eru og gætir ekki nógu vel að umferðinni þar. Við náum til barna í skól- unum, en til eldra fólksins náum við ekki. Á tímabilinu frá 1. sept. — 10 okt. lentu m.a. f alvarlegum umferðarslysum fölk sem var fastt 1909, 1907, 1908, 1917, 1913, 1904, 1893, 1899, og 1897. Það eru ekki alltaf ökumenn sem eiga sökina. Við vitum að margt af aldraða fólkinu gerir sér vart grein fyrir því að á stuttum tíma hefur bílafjöldinn i umferðinni tvöfaldazt og ef Framhald á bis. 26 að sögn lögreglunnar og hafa ólæti fyrir utan þennan skemmti- stað unga fólksins aukizt mikið að undanförnu. Mikil ölvun var þar í fyrrinótt og var m.a. brotin stór rúða í verzlunarhúsnæðinu undir Tónabæ, lögreglubíll var grýttur og brotin rúða í honum og að sögn lögreglunnar kom mikið af ölvuðu ungu fólki út úr Tónabæ. Sagði Iögreglan að þarna skyti skökku við frá þvi sem fyrr hefði verið, því yfirleitt hefði verið mjög rólegt í kringum Tónabæ þegar skemmtanir hefðu verið þar. Hins vegar hefðu verið þar mikil vandræði hvað eftir annað að undanförnu, brotnar rúóur og Framhald á bls. 26 25 tonn af kola Siglufirði 8. nóv. TOGARINN Sigluvík er nýkom- inn inn með 85 tonna afla af Vest- fjarðamiðum. Athyglisvert var að í aflanum voru 25 tonn af kola. Mun sjaldgæft að svo mikill hluti afla í túr sé koli. Annar afli togarans var stórþorskur. — m.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.