Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1975 35 Þessi kápa gefur góða hug- mynd um þá ,,línu", sem er ríkjandi í París um þessar mundir. Flíkurnar eru yfir leitt efnismiklar, án þess að vera mjög víðar og fyrir- ferðarmiklar. Hettur eiga miklum vinsældum að fagna. Kápan er úr ryð- rauðu ullarflanneli, saumar stungnir, — sömuleiðis berustykkið að aftan, eins og sjá má á litlu myndinni. Kjóllin er úr líku efni, sem þó er þynnra, en liturinn er sá sami. Hér er ítalskur ullarmohair kjóll. Ermahólkar og háls- stykki eru úr mynztruðu al- silki. Óneitanlega hefur kjóllinn á sér austurlenzkt yfirbragð og er gott dæmi um Maó-tízkuna, sem virð- ist ætla að verða næsta tizkuæðið, sem gripur um sig. Stúlkan ber að sjálf- sögðu Maó-buddu um háls- inn. Mosagrænn ullarkjóll með hringskornu, plíseruðu pilsi, en plfseringar má nú sjá á mörgum kjólum og pilsum. Finnskur ullar frakki úr gráu, ryðrauðu eða Ijósbrúnu efni. Hatturinn er franskur, trefillinn sömuleiðis, en stígvélin eru úr villta vestrinu. Prjónafatnaour virðist nú verða æ vinsælli. Hér er buxnapils sem nær niður fyrir hné með peysu og húfu — allt i stfl. Efnið er að sjálfsögðu ull og litirnir eru brúnt, grátt, beinhvitt og móbrúnt. Þetta eru reyndar ofur venjulegir íslenzkir sauðalitir, en fötin eru frá ítalfu. Útidragt úr grófriffluðu flaueli, daufgræn að lit. Jakkinn er með vattfóðri. Húfan og trefillinn eru samstæð, — uppruninn er fransk ur, Kúrekastígvél, pils úr grófu ullar efni, peysa og baskahúfa. Litirnir eru beinhvitur og mosagrænn. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.