Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1975 NES- OG MELAHVERFI AÐALFUNDUR Aðalfundur sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi verður haldinn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.30 í Átthagasal, Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um helztu viðfangsefni Alþingis og ríkisstjórnar. (Málshefjandi augl. síðar) Félagar fjölmennið og mætið slundvtslega. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs verður haldinn miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.30 í sjálfstæðis- húsinu, við Borgarholtsbraut. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjómin. Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi Aðalfundur félags Sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæjarhverfi verð- ur haldinn þriðjudaginn 1 1. nóvember kl. 1 8:00 í Tjarnarbúð (uppi). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar mætið stundvíslega. Stjórnin. Garðhreppingar Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur fund mánudaginn 10. nóvember kl. 20.30, að Garðaholti. Dagskrá: Matthías Á. Mathiesen fjármálaráðherra ræðir um fjármál rikisins. Stjórnin. Akureyringar — nærsveitarmenn Munið spilakvöld sjálfstæðisfélaganna i Sjálfstæðishúsinu n.k. fimmtudag 1 3. nóv. sem hefst kl. 20.30. Glaesileg kvöld- og beildarverðlaun. Sjálfstæðisfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Spilanefnd. LINDA WALKER heldur uppi fjörinu í kvöld með kvartett Árna ísleifs HÓTEL BORG Akurnesingar Almennur fundur í Sjálfstæðishúsinu Akranesi þriðjudaginn 1 1.1 1 1 975 kl. 20.30. Umræðuefni: Byggðastefnan og framkvæmd hennar. Frummælandi Sverrir Hermannsson, alþingis- maður. Einnig mæta á fundinum alþingis- mennirnir Jón Árnason og Friðjón Þórðárson. Öllum heimill aðgangur. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Nírœðisafmœli: Aðalheiður Kristjáns- dóttir Hlöðum í Grenivík Aðalheiður Kristjánsdóttir, Hlöðum í Grenivík, er níræð í dag. Ung var hún falleg kona og hvers manns hugljúfi. Og nú, þegar hún er að byrja tíunda ára- tuginn, ber hún enn ellifegurð. Ró og hæverska hvílir yfir svip hennar. Hún er sátt við guð og menn, enda gefur lífslán hennar ástæðu til slíks. Aðalheiður er fædd og uppalin á Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Það var litið býli, en fegurðin umhverfis það einstæð. Foreldrar hennar voru fremur efnalítil, en af góðum þingeyskum ættum, söngelsk mjög, og höfðu yndi af fögrum ljóðum og góðum bókum. Aðalheiður unni mjög æsku- stöðvum sinum, dalnum fagra, sem var vafinn gróðri upp á fjallabrúnir, og Fnjóská silfurtær liðaðist niður eftir dalsbotninum. Oft hefur hún sagt frá þeim ánægjustundum, þegar hún sat yfir kvíaánum uppi í hlíðinni á björtum vornóttum, því að hún kunni að meta náttúrufegurðina, litskrúðugann gróðurinn og allt hið fagra, sem við augum hennar blasti. Þegar hún kemur á æsku- stöðvarnar, held ég að henni finn- ist hún stiga á heilaga jörð. Innan við tvitugsaldur nam hún klæðskeraiðn á Akureyri, og reyndist vönduð í þvi starfi, sem og öllu öðru, er hún lagði gjörva hönd á í lífinu. Siðan fluttist hún til Grenivík- ur. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Oddgeiri Jöhannssyni, sem var fæddur og uppaunn i Saur- brúargerði í Grýtubakkahreppi. Var það rýrðarkot, en dugnaður húsbændanna bætti það upp. Innan við fermingu fór Oddgeir að stunda sjó á skútum, og gerðist fljótlega einn af aflasælustu sjómönnum við Eyjafjörð. Eftir að hann fluttist til Grenivikur reri hann á fjórrónum báti, með Stefáni Stefánssyni, er sfðar varð svili hans. Hugur Oddgeirs stefndi alltaf að því marki að verða sinn eigin húsbóndi. I Grenivík kynntist hann Aðalheiði, sem þá var tvítug, en hann tuttugu og fimm ára. Oddgeir var frfður maður og allur hinn gjörvilegasti. Fannst LÓUBÚÐ NÝ KOMIÐ Kápur, og frakkar, skíðajakkar og buxur, velúr- bolir, peysur og pils nýjar gerðir. Finnskir barnagallar. Lóubúð, Bankastræti 14, 2. hæð, sími 13670. Glens og gaman — Glens og gaman Glens og gaman — ’ £D Skiphóll Skemmtikvöld í Skiphól Okkar sérstaka ^sunnudags tilboð Réttur kvöldsins. Grísasteik, cuisnere gulrætur, snittubaunir franskar kartöflur hrásalat, rjómasósa og jarðaberjarönd. Verð aðeins 800. Módelsamtökin kynna og sýna nýjustu vetrartízk- una fyrir dömur frá Verðlistanum Ómar Ragnarsson skemmtir Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar leikur gömlu og nýju dansana til kl. 1. Borðapantanir mótteknar í síma 52502 og 51810 milli kl. 3—7 e.h. Borðum ekki haldið lengur en til 8.30. Aðgangseyrir kr. 150.— Glens og gaman — Glens og gaman — Glens og gaman — öllum að með þeim væri hið mesta jafnræði. Til gamans má geta þess að ung kona í Grenivík hefur víst litið hýru auga til Oddgeirs, því hún sagði eitt sinn: Guð minn góður, hvað hún Alla á gott að kyssa hann Geira. Árið 1905 gift- ust þau, og keyptu litið hús, er nefndist Hlaðir, Var sameiginlegt takmark ungu hjónanna að sjá sér og sinum vel farborða. Oddgeir festi brátt kaup á 7 tonna vélbáti, sem á þeim tíma þótti góður far- kostur. En ekki var slfkt hrist fram úr erminni, að ná eignar- haldi á fiskibáti, en honum tókst það fyrir harðfylgi, heiðarleik og með aðstoð góðra manna. Þau hjónin eignuðust tólf börn. Einn dreng misstu þau á fyrsta ári, en hin ellefu eru öll á lífi, hið elzta 69 ára en hið yngsta 47 ára. Allur þessi barnahópur var hinn mannvænlegasti, og hefur komið sér vel áfram í lffinu. Sannast þar, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Þegar börnin uxu og döfnuðu kom brátt I ljós að þau voru harð- dugleg, vel gerð og verklagin, enda óx nú velgengni fjölskyld- unnar. Ekki brást Oddgeiri bogalistin, er hann gerðist formaður á nýja bátnum. Mun hann jafnan hafa verið einn aflahæsti formaður í Grenivík. Siðar, þegar barnahóp- urinn stækkaði, byggðu þau hjón- in stórt og vandað steinhús. Auk dugnaðarins hafði Oddgeir frá- bært minni og var mér það jafnan mikil ánægja að heyra hann segja frá sjósókn og veiðiferðum. Eitt sinn sagði hann við mig. „Þegar ég var á seglskútunum, þá þótti æði mörgum sjómanninum gott' að fá sér ærlega f staupinu, og voru tóbakshákar mestu.“ En Oddgeir hafnaði þessum lysti- semdum. Svo bætti hann við. „Jón, ég er viss um að við hjónin höfum alið upp minnst tvö af þessum börnum okkar, fyrir þá peninga, sem ég hefði eytt I áfengi og 'tóbak, ef ég hefði ekki hafnað því.“Undirritaðurer elzti tengdasonur afmælisbarnsins, og fór kona mín svo að segja á hverju sumri, með börn okkar til foreldra sinna. Sjálfur fór ég einnig jafnan í sumarleyfi mínu þangað norður. Þar var gott að vera og margar og góðar á ég minningar þaðan, er ég dvaldi hjá mfnum elskulegu tengdaforeldr- um og frændfólki. Húsmóðirin, þessi fíngerða og fallega kona, bjó yfir svo miklu þreki og sálarstyrk, að slfku hefi ég aldrei kynnst. Eg tók eftir því, að á kvöldin, er róðrar stóðu yfir, gekk hún frá matarkössum sjómannanna. Var þá komið fram yfir venjulegan háttatfma. En Aðalheiður hafði einstakt yndi af ljóðum og góðum bókum, og mun hún oft að þessum verkum lokn- um, hafa tekið sér bók f hönd, og fyrir kom, að hún sofnaði fram á eldhúsborðið í tvo'til þrjá tíma, en alltaf var hún fyrst heimilisfólks- ins á fætur. A hverju kvöldi fór ég niður í beituskúr, þar sem húsbóndinn skar beituna, en sjómennirnir og börnin beittu línuna. Þar var glatt á hjalla, samsöngur á hverju kvöldi. Oddgeir og börnin voru öll mjög söngelsk og höfðu ágætar raddir, og kunnu ógrynnin öll af þessum gömlu góðu lögum og ljóð- um. Til marks um það hvað þau voru músíkölsk, sungu þau fjór- raddað, og virtist sem þau kynnu öll allar raddir í lögunum, og þar heyrði ég aldrei falskan tón. Eftir lát manns síns fyrir fáum árum, hefur Aðalheiður dvalið hjá syni sínum, ókvæntum, sem hefur annast hana af sömu um- hyggju og ástúð og hún hann, þegar hann var barn að aldri. Börn Aðalheiðar tengdadætur, tengdasynir, börn og barnabörn eru að ég tel nokkuð á annað hundrað. Af þessum stóra hópi er hún umvafin ástúð, virðingu og þakk- læti. Megi ævikvöld hennar verða farsælt og fagurt, svo sem hún hefur unnið til á langri og fagurri ævi. Jón S. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.