Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 47 — Aldrei má Framhald af bls. 3 gengið. Vinstri stjórnin féll í árslok 1958 eftir að forsætisráð- herra hennar hafði lýst yfir því, að innan stjórnarinnar væri engin samstaða um aðgerðir. Minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins sat i rúmí ár og reyndi að leysa ákveðinn bráða- birgðavanda. Á árinu 1960 kom svo Viðreisnin. Þeim aðgerðum var ekki tekið gagnrýnislaust og Viðreisnarstjörnin varð að fella gengi krónunnar öðru sinni á árinu 1961. Þegar rætt er um ráðstafanir á árinu 1968 gleyma menn þvi gjarnan að haustið 1967 var gengi krónunnar fellt um 24%. Snemma árs 1968 þurfti samt að grípa til nýrra aðgerða til þess að styrkja sjóði sjávarút- vegsins. Um haustið það sama ár var sett á 20% innflutnings- gjald og gengið síðan fellt aftur í nóvember 1968 um 34%. Það voru ráðstafanir sem dugðu. En i ársbyrjun 1969 voru atvinnu- lausir um 5500 manns, eða um 7% vinnuafls. Þessar aðgerðir náðu tilgangi sinum en allt þetta tímabil var ákveðin spenna í þjóðfélaginu. En við náðum okkur upp úr alvarlegri efnahagskreppu. Þegar árangur liggur fyrir gleðjumst við yfir því, en gleymum því sem á undan og eftir fór. Þannig held ég að fari nú. Þótt erfiðleikarnir séu miklir munum við að lokum standa upp frá þessu tímabili, minnugir hins góða og höfum gleymt þvi sem miður fór. VERÐJÖFNUNAR- SJÓÐUR Þegar hér var komið ræðu forsætisráðherra gerði hann grein fyrir frumdrögum að þjóðhagsspá fyrir árið 1976 en frá þeim kafla ræðunnar var skýrt í Morgunblaðinu i gær. Siðan vék hann að erfiðri stöðu verðjöfnunarsjóðs sjávarút- vegsins og sagði að útstreymi úr frystideild hans næmi um 1300—1400 milljónum króna á ársgrundvelli. Fjármagn er ekki til staðar til þess að standa undir slíku útstreymi úr sjóðn- um sagði ráðherrann. Hins vegar er 1600 milljón króna inneign í saltfiskdeild sjóðsins en óheimilt er að flytja fé á milli deilda sjóðsins. Afkoma einstakra greina sjávarútvegs- ins er mjög slök en væntanlega fara viðskiptakjör útflutnings- ins batnandi og þótt inn- flutningsverðlag versni að sama skapi getur hið fyrr- nefnda að nokkru leyst þetta vandamál. í Morgunblaðinu á þriðjudag verður skýrt frá þeim kafla i ræðu forsætisráðherra sem fjallaði sérstaklega um afkomu verzlunar. — Sahara Framhald af bls. 1 spánskra úrvalshérmanna. Sprengjuleitarsérfræðingar Marokkóstjórnar, sem eru í för með göngumönnum, unnu að því í nótt að gera sprengjurnar óvirkar til að opna leið fyrir göngumenn. Ástandið á þessum slóðum er mjög óljóst, en Spánverjar hafa haldið fast við fyrri yfirlýsingar um að þeir muni beita vopnavaldi ef göngumenn reyni að ryðja sér leið gegnum stöðvar spænska hersins. Leon Herrera upplýs- ingamálaráðherra Spánar sagði að Spánverjar vildu frið, en þeir vildu einnig halda uppi heiðri landsins og virðingu hersins. Hann gagnrýndi Sameinuðu þjóð- irnar harðlega fyrir að hafa ekki komið I veg fyrir að göngumenn legðu af stað. Heimildir herma að spánska stjórnin hafi skipað 15 þúsund manna herliði á Kanarí- eyjum að vera við öllu búið vegna málsins, en sú frétt hefur ekki verið staðfest. Frá Algeirsborg bárust þær fréttir að Folisario- fylkingin, sem nýtur stuðnings Alsírstjórnar í tilraunum til að að tryggja sjálfstæði Spænsku- Sahara, hefði tekið þorpið Guera í systa hluta landsins eftir harða bardaga við hermenn Marokkó, en talsmenn Marokkóstjórnar segja að fréttin sé uppspuni einn. — Merkja- söludagur Framhald af bl's. 2 frétt félagsins að húsnæði sé for- senda fyrir öflugu félagsstarfi og bein nauðsyn þar sem svo háttar til að starfrækt eru heimili og vinnustofur fyrir félagsmenn. Nýbygging félagsins er stórt og mikið hús, er stendur á horni Hamrahlfðar og Stakkahlíðar, og eru bundnar miklar vonir við þá byggingu. — Mánudags- myndin Framhald af bls. 2 svo raunsæisleg sem framast er kostur, og þess vegna eru myndir Fassbinder oft á tíðum svo ofur- hægar, að hasarmyndasinnuðum kvikmyndahúsgestum er ráðlagt að leiða þær hjá sér. Sú mynd sem Háskólabíó hefur nú fengið til sýninga næstu mánu- daga nefnist Ávaxtasalinn og er meðal þekktari mynda Fassbind- ers, að mörgu leyti tímabært inn- legg í umræðuna um jafnrétti kynjanna á kvennaári, þvf að í þetta skiptið er það gæflyndur karlmaður sem er kúgaður miskunnarlaust af öllum konum sem hann kemst í kast við á lífs- leiðinni. 1 aðalhiutverkunum eru þekkt- ir þýzkir leikarar, svo sem Hans Schygulla, Ingrid Caven, Katrin Schaake, Karl Scheydt, Harry Bar og Kurt Raab að ógleymdri Margethe von Trotta sem nú er sjálf komin í raðir kvikmynda- gerðarmanna eftir að hún ásamt eiginmanni sínum, Volker Schlöndorff, gerði Die verlorene Ehre der Katharine Blum eftir samnefndri skáldsögu Heinrich Böll. Þykir þessi mynd sérlega vel heppnuð og er af sumum talin fremsta mynd þýzkrár kvik- myndagerðar frá því að strfðinu lauk. Er full ástæða til að hvetja aðstandendur mánudagsmynda Háskólabfós til að gefa þýzkri kvikmyndagerð meiri gaum, því að þar er akur sem er að miklu leyti óplægður hér um slóðir. - bv. Tillaga um skipan lóðaút- hlutana i borgarstjórn A borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag lagði Kristján Benediktsson fram tillögu um að framvegis færi lóðaúthlutun á vegum borgarinnar fram í árs- byrjun og yrði þá úthlutað þeim lóðum, sem byggingarhæfar yrðu á árinu. I tillögunni var gert ráð fyrir því að áætlun um skipu- lagningu nýrra byggingarsvæða, enduruppbyggingu svæða í göml- um borgarhverfum og um hol- ræsa- og gatnagerð yrði að vera til nokkurra ára í senn til að slík tilhögun væri raunhæf, — enn- fremur, að framkvæmdaáætlanir rafmagns-, vatns- og hitaveitu yrðu samræmdar slíkri áætlun og að náið samstarf yrði haft við nágrannasveitarfélög við slíka áætlanagerð. Nokkrar umræður urðu um til- löguna. Kvað Birgir Isleifur Gunnarsson mörg atriði hennar þurfa nánari athugunar við og lagði á það áherzlu, að hús- byggjendur þyrftu að hafa rýmri tíma til undirbúnings en gert væri ráð fyrir f tillögunni a.m.k. 10 mánuði, auk þess sem þjónustumiðstöðvar þyrftu að rfsa um leið og íbúðarhverfi. Þá taldi borgarstjóri atriðum um samræmingu borgarfyrirtækja í áætlunargerð ofaukið f tillögunni, þar sem slík vinnubrögð væru þegar við lýði. Var samþykkt að vísa tillögunni til borgarráðs og annarrar um- ræðu f borgarstjórn. Gúmbátur Brynjólfs SKÖMMU fyrir hádegi í fyrradag fann vélbáturinn Draupnir VE 550 gúmbát á reki 2,5 sjómflur vestur af Malarrifi. Báturinn var fluttur til Reykjavfkur og við rannsókn hjá SVFÍ og Gúmbáta- þjónustunni kom í Ijós að um var að ræða gúmbát af Brynjólfi ÁR 4, sem sökk skyndilega við Surts- ey aðfararnótt 30. október sfðast- liðins. Er ekki mál til komid, að þú eignist þinn einkaheim, Marantz einkaheim!? NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150—19192—27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.