Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1975 9 Samtal við Salvador Dali Éghlœ — Hver er skoðun þfn á sfðustu viðburðum á Spáni? — Dali hefur verið ópólitísk- ur allt sitt líf. Ég er konungs- sinni vegna þess að konung- dæmið er eina fullkomlega há- spekilega hugtakið, upphaf þess er Guð og allt gengur síðan koll af kolli eins og eftir erfða- fræðilegu lögmáli. — En var ekki nýlega haft fftir þér að þú styddir algjör- lega Franco herhöfðingja? — Ég gef aldrei út pólitískar yfirlýsingar. Einhver maður hringdi í mig til að ræða við mig um viðskipti og spurði mig ummína persónuleguskoðun. Aður en ég veit af er þetta komið í blöðin og ekki alveg rétt eftir haft. Það sem gerzt hefur er, að spænska þjóðin er mjög stolt, og vegna viðbragð- anna erlendis við síðustu at- burðum hafa jafnvel Spánverj- ar sem eitt sinn voru andsnúnir Franco fylkt sér um hann og Juan Carlos prins og það verð- ur herjansmikil þjóðernis- kenndarsprenging. En það er ekki mitt mál. — Ertu að gefa f skyn að listamenn ættu ekki að hlanda sér í pólitík? — Listamenn eiga að hafa áhuggjur af listrænni tækni og halda sig víðsfjarri pólitík vegna þess að hún skiptir alls engu máli. Hver veit í dag t.d. hverjar voru stjórnmálaskoðan- ir Vermeers? Sjálfsagt voru þær borgaralegar, en sjálfsagt hafði hann líka meiri áhyggjur af þvi hversu marga dropa af olíu hann ætti að setja í litina sína. Þetta eru meiri háttar mistök nútímalistamanna. Allir eru kommúnistar eða fasistar eða þar á milli og af því að pérsónuleiki Dalis er svo mikil- vægur vilja alls konar brjálaðir stjórnmálaflokkar handsama mig sem hetju f viðkomandi hugmyndafræði. Ein af siðferð- islegum reglum mínum er að segja alltaf nei. — En er ekki listin endur- speglun raunveruleikans, þar með talið pólitfkur? — Þvert á móti. Oft er hún ofstopamikill flótti frá hinum ofbeldisfulla raunveruleika lífsins. Mín reynsla er sú að Dali — sálfræðileg uppbygging persónuleika míns er geggjun #í MARGA áratugi hefur hinn aldni súrrealisti Salvador Dali haldið hugum manna föngnum með töfrum hinna margslungnu listaverka sinna og skemmt þeim með trúðlegri sérvizku og uppátækjum. Blaðamaður bandaríska vikuritsins Newsweek, Ric- hard Z. Chesnoff, átti nýlgga samtal við Iistamanninn, sem nú er 71 árs að aldri, um viðhorf hans til lífs og listar, og fer það hér á eftir f lauslegri þýðingu. Dali — Dögun (1930) C pólitík sé skítug og morandi af mótsögnum og mistökum. En list er hrein og eilff. — Tölum þá um list þfna. Málverk þín frá þriðja og fjórða áratug aldarinnar voru fyrirboðar um ýmislegt sem sfðar kom á daginn, — t.d. súp- errealisma sjöunda áratugar- ins. Sérðu bein áhrif frá þér 1 verkum kunnra listamanna f dag? — Þakka þér fyrir að segja þetta. Er súrrealisminn var að slfta barnsskónum sagði ég að listmálun væri ljósmyndun í lit- um, handunnin, af ímyndun hins órökræna eða af raunveru- Ieikanum. Og eftir að Andy Warhol leyfði tímabili hinnar svörtu örvæntingar abstrak- sjónanna að lfða hjá, sagði ég þetta aftur. Kannski er þetta hégómalegt, en margir góðir listamenn elska Dali, — t.d. Richard Estes, de Kooning og súperrealistarnir. — Hverjir voru þeir lista- menn sem mest áhrif höfðu á Þig? — Vissulega spænsku meist- ararnir eins og Velázques og Goya. En mér fellur bezt við Hollendingana, — Vermeer og lærisvein Rembrandts, Gerard Dou. Sjáðu til, ég hef komizt að hrífandi atriði varðandi Gerard Dou. Hann gerði tvö eintök af sumum mvnda sinna og árum saman hélt fólk að það væri aðeins til þess að selja meira af myndum. En ég tók mér stækk- unargler í hönd og komst að því að þessi málverk eru ekki alveg eins. Til dæmis er í einu þeirra gluggi stærri en f hinu eintak- inu. Það sem hann hefur gert, — sennilega með hjálp samtíð- armanns síns, Van Leeuwen- hoek, sem fann upp smásjána —, er að nota sérstakar linsur og spegla til að skapa eina stereóskópíska mynd. Ég er nú að reyna að búa til þessar lins- ur að nýju. Og ég er einnig á ný að vinna að hólógrömum (þrí- vfddarmyndum sem gerðar eru með lagergeislum). Þetta er virkilega fréttnæmt. Það eru skoðanir mfnar á Franco hins vegar ekki. — Gagnrýnendur þfnir segja að þú stundir oft heimskulega sölumennsku; að þú setjir á svið kjánalegar sýningar eins og að raka af þér yfirskeggið í sjónvarpi eða að þú leyfir fram- leiðendum að nota nafn þitt með auglýsingum á vörum þeirra. Er þetta rétt? — Þetta er alveg laukrétt, vegna þess að eins og allir aðrir þá elskar Dali peninga. Fyrir mig er gull hádulspekileg hug- mynd. Á miðöldum unnu dul- spekingar einnig að því að gera gull úr skft. Þá er að taka tillit til þess að ef ég tala um alvar- lega hluti, — eins og t.d. um Gerard Dou —, þá hefur enginn áhuga. En fólk hefur áhuga á persónuleika mínum. — Svo að þessar uppákomur þfnar eru einungis til að draga athygli að alvarlegri verkum þfnum? — Það er bara tilviljun. Al- veg síðan ég var sex ára gamall hef ég framið sérvizkuprik. Ég kem f líkkistu, eða er með skrýtinn hatt. Árangurinn er margmenni, — og ég notfæri mér það. Fólk segir alltaf: „Dali elskar að vera á hvers manns vörum“. En ég svara, „Já, það er rétt, en menn elska jafnvel enn meir að hafa Dali á vörunum!“ — Segðu mér nú sannleik- ann. Ertu ekki stundum, þó ekki sé nema stundum, að hlægja að fólki með þvf sem þú gerir? — Ég hlæ aldrei að fólki. Ég er mjög alvörugefinn, — jafn- vel tragískur. En ég hlæ oft eftir að ég hef gert eitthvað, — ekki að öðrum, heldur að sjálf- um mér. Ég hlæ ógurlega. Raunar eru hlátursköst mín stundum svo ofsaleg að ég verð að leggjast í gólfið. Það getur verið mjög sárt. En það gerist allt eftir á. Á því augnabliki sem ég geri eitthvað tek ég ekki eftir því að það sé hlægilegt eða skoplegt. — Telur þú þig virkilega mikinn listamann? — Nei, nei; Samanborið við t.d. Velázquez og Vermeer er ég mjög hóflegur. En samanborið við núlifandi listamenn er ég Framhald ábls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.