Morgunblaðið - 06.12.1975, Side 5

Morgunblaðið - 06.12.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 5 „Utrás” - fyrsta bók ungrar skáldkonu Kqmin er ut fyrsta skáldsaga ungs höfundar, Jóhönnu Þrá- insdóttur, og nefnist „Útrás“. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. „Skáldsagan Útrás er raunsæ og hispurslaus lýsing á Ilfi ekkju, sem missir mann sinn af slysförum, eftir hjónaband, sem henni verður brátt ljóst að byggzt hefur á gagnkvæmri blekkingu. I beiskju sinni og ráðleysi varpar hún sér út í hringiðu skemmtanalífsins og kemst þá í kynni við ýmsar dekkri hliðar lífsins, fyrst hér heima og síðan í Bandaríkjun- um. Margar og margvíslegar persónur, verða á leið hennar, og eru ýmsar lýsinganna næsta kostulegar" segir í fréttatil- kynningu frá útgefanda. „Sagan er gáskafull og bráð- skemmtileg en um leið umbúða- laus lýsing, sem ber í senn svip af þjóðfélagsádeilu, ástarsögu og djörfum bókmenntum." í bókarkynningu á kápu segir m.a.: „Útrás einkennist öðru frem- ur af hreinskilni og sérstæðu skopskyni höfundarins, lifandi samræðustíl og næmri tilfinn- ingu fyrir björtum og dökkum hliðum nútfmasamfélags. Jóhanna Þráinsdóttir, er Reykvíkingur, fædd árið 1940. Stúdentsprófi lauk hún frá Jöhanna Þráinsdöttir Menntaskólanum f Reykjavík árið 1960, og stundaði sfðan nám f tungumálum og leikhús- fræðum m.a. í Prag og Vínar- borg. Hún hefur dvalizt vfða erlendis, þar á meðal í Banda- ríkjunum, og ber bókin þess glöggt vitni, að hún er þaul- kunnug staðháttum þar.“ Aður hefur Jóhanna birt smásögur í tímaritum. Skemmtun og fjáröflun Styrktarfélags vangefinna Undanfarin ár hefur Styrktarfélag vangefinna efnt til skemmtana til fjár- öflunar fyrir stofnanir vangefinna. Þar hefur vel- unnurum félagsins gefizt kostur á að styrkja mál- efnið, um leið og þeir njóta góðra skemmtana. Á þessu ári hafa nokkrir velmetnir listmálarar gefið verk í happdrættisvinn- inga á kvöldsemmtunina, sem verður á Hótel Sögu kl. 21 n.k. sunnudagskvöld. Myndirnar verða til sýn- is í glugga Málarans á laugardag og sunnudag. Einnig verður barna- skemmtun í Sigtúni á sunnudag kl. 2.30 en þar verður skemmtidagskrá og leikfangahappdrætti með 750 vinningum. — Myndin er af nokkrum dvalar- gestum á dagheimilinu Bjarkarás. Málverkin, sem dregið verður um í happ- drættinu, sjást fyrir aftan. HP 1124 S Pessi 2 rakhnífa vél er tæknilega alveg eins og HP 1124. Eini munurinn er sá, aS þessi vél er geymd í mjúkum gervileSurpoka en HP1124 er I plastkassa. HP1125 Bestu kaupin I milliverSflokki rafmagns- rakvéla. Hún er meS rakhaus meS 3 rakhnifum, sem tryggir frábæran og mjúkan rakstur. Þessa vél er hægt aS nota á ferSalögum um víSa veröld, þar sem hú er meS innbyggSu straumbrevti HP 1124 G Þetta er vélin fyrir þá, sem kjósa ódýra en góSa rafmagnsrakvél. Þessi vél er eins og allar aSrar gerSir af Philips rakvélum meS 90 super rakhnlfum. Nýtt og endurbætt lag orsakar aS vélin fer betur I hendi en áSur. Þjóðlegar sagnir eftir Ingólf Jóns- son frá Prestsbakka Þær þjóðlegu sagnir, sem þessi bók hefur að geyma, eru stutt- orðar og gagnorðar og eru skráðar á kjarngóðu máli. Hefur Ingólfur fyrst og fremst leitað fanga hjá alþýðu manna. Höfundur hefur frá bernsku fengizt við sagnasöfnun. Fyrra bindi þessa safns hans, sem út kom á sl. ári, fékk hinar beztu viðtökur og ummæli. Þessi bók hefur að geyma fjölbreytt safn sagna: álfasögur, dulrænar sögur, örlagasögur, reynslusögur, dýra- sögur og skringisögur, og eru sög- urnar úr öllum landshlutum, jöfn- um höndum úr strjálbýli og þétt- býli. Margar sagnanna spegla ramma og forneskjulega þjóðtrú, trú á drauga og huldar vættir, forspár og fyrirbæri, aðrar segja frá meinlegum örlögum og sér- stæðum skringilegheitum. DHIIIDC rWl I Ll rJ atækninm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.