Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1975 19 Viðræður við EBE og NATO: Litið verði í samhengi á hags- mvrni íslands og Ufsmöguleika — Efnisatriði úr ræðu Kristjáns J. Gunnarssonar á Alþingi Kristján Gunnarsson (S)., sem sat um skamman tfma á þingi f þessum mánuði, flutti tillögu til þingsályktunar þess efnis, að. teknar yrðu upp viðræður við stjórnir Efnahagsbandalags Evrópu og Atlantshafsbandalags- ins út frá þeirri forsendu að litið verði í samhengi á hagsmuni ts- lands að því er snertir efnahags- og viðskiptamál og þátttöku þess f varnarbandalagi vestrænna þjóða. Flutningsmaður tók fram, er hann mælti fyrir tillögu sinni, að tillagan væri ekki einungis flutt f tengslum við þá alvarlegu at- burði, sem nú ættu sér stað í Iandhelgisdeilunni við Breta, enda þótt þeir gerðu tillöguna tímabærari. Það hefur lengi verið skoðun mfn, sagði Kristján, að það, hversu við hljótum ávallt að vera i nánum tengslum við vest- rænar þjóðir, menningarlega, efnahagslega og viðskiptalega, geri það nauðsynlegt, að um deilumál og hagsmunaárekstra, sem upp kunna að koma milli einstakra vestrænna þjóða og okkar, sé fjallað í samhengi á breiðum grundvelli við slík sam- tök í heild. EINANGRUN ÍSLANDS ROFIN. Einangrun Islands var ótvírætt rofin í síðari heimsstyrjöldinni. Þá varð ekki lengur umflúið að Island drægist inn i hringiðu alþjóðasamskipta. Ýmsir létu f ljós þann ugg, að þjóðmenningu okkar og tungu stafaði hætta af þessum samskiptum. Þótt aðgátar sé þörf f þessu efni, hefi ég aidrei óttazt um afdrif íslenzkrar menningar eða tungu af þessum sökum og reynslan síðustu áratug- ina hefur staðfest þessa skoðun mína. Hitt er mér áhyggjuefni, með tilliti til einhæfingar at- vinnulffs okkar og sveiflna i sjávarútvegi, hvort hinar efna- hagslegu forsendur fyrir sjálf- stæðri tilveru Islendinga kynnu ekki að bresta. Færa svo illa er augljóst, að sjálfstæði þjóðar- innar og menningu er i hættu stefnt. Hvort sem slíkt gerðist á lengri tíma eða skemmri væru hin endanlegu úrslit því miður fyrir- fram ráðin. Egtel að stjórnarfars- legt og þjóðernislegt sjálfstæði Is- lands byggist flestu öðru fremur á því að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verði tryggt! HÁÐIR UTANRÍKIS- VIÐSKIPTUM. Islendingar eru hlutfallslega háðari utanríkisviðskiptum en flestar aðrar þjóðir. Tilvera þeirra er háðari því en nokkru öðru að f viðskiptum og samning- um við aðrar þjóðir geti þeim tekizt sem bezt að tryggja efna- hagslega afkomu sína. Hún er einkum háð tvennu. Annarsvegar að auðlindir landsins standi undir framleiðsluþörfum landsmanna og hins vegar að að við getum selt framleiðslu okkar á sannvirði. Tæknibylting, sem orðið hefur á síðustu áratugum, hefur leitt til stórtækari aðferða til að nýta auð- lindaforða jarðar, sem skapar hættu á ofnýtingu og rányrkj'u, jafnvel þurrðar sumra þeirra. Þetta verður vfsinda- og stjórn- málamönnum ljósara með hverjum deginum. Þessi þróun hefur komið fram með hvað örust- um og iskyggilegustum hætti á fiskimiðunum umhverfis Island síðari árin. Islendingar hafa reynt eftir mætti að spyrna við fótum, m.a. >neð útfærslum f 4, 12, 50 og nú 200 mílna fiskveiðilandhelgi. Við höfum vissulega unnið sigra í þessari viðleitni — en þar hefur þvf miður aðeins verið um varnar- Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri. sigra að ræða. Sá fullnaðarsigur, sem unnist hefur, er alfriðun 12 mílnanna fyrir veiðum út- lendinga. Einnig mjög veruleg friðun 50 mílnanna, m.a. á mikil- vægum hrygningar og uppeldis- svæðum fiskstofnanna. Allir stjórnmálaflokkar hafa með aðild að ríkisstjórn staðið að útfærslum landhelginnar. Sama gildir og um tímabundnar veiði- heimildir, sem við höfum neyðzt til að semja um. Þjóðin hefur yfirleitt einhuga staðið að baki ríkisstjórna í þessum efnum, Svo mun enn þrátt fyrir það sjónar- spil sem hefur verið leikið á Alþingi undanfarna daga. Ég held að íslenzka þjóðin sé það vel menntuð og upplýst að hún leggi trauðla trúnað á fullyrðingar um að nokkur alþingismaður gangi glaður til slfks leiks að semja við útlendinga um veiðiheimildir eða geri slíkt af illum hvötum. Slík svikabrigzl verða f augum seinni tíma manna leiðinlegasti þáttur- inn f landhelgissögu Islendinga. VIÐBRÖGÐ BRETA Síðan ræddi Kristján í ítarlegu máli gang landhelgismála og þróun, fyrri útfærslur, fyrri samninga, ástand fiskstofna og þann vanda, sem nú er á höndum. Hann fjallaði um herskipaíhlutun Breta á Islandsmiðum oggat þess, að næstu viðbrögð þeirra yrðu að líkindum þau að beita neitunar- valdi til að hindra niðurfellingu refsitolla á íslenzkar sjávaraf- urðir í EBE-löndum. Það þarf engan að undra þótt slíkir atburðir vekji tilfinninga- leg viðbrögð hjá fslenzku þjóð- inni. Tveir ráðherrar hafa og lýst því yfir, að til greina komi að slíta stjórnmálasambandi við Breta sem munu sterkustu diplómatisku mótmæli okkar. Og ýmis félagasamtök í landinu hafa borið fram kröfur um að við göng- um úr Atlantshafsbandalaginu. Að þvf er stjórnmálaslit varðar, hljóta þau að vera f höndum ríkis- stjórnarinnar, og ég ber fullt traust til hennar að meta hvort og þá hvenær til slíks kynni að koma. En myndi það styrkja aðstöðu okkar að segja okkur úr Nato eða segja upp hernaðarsamningi við Bandariki Norður-Amerfku? Innan þess eru deilumál Breta og Islendinga litin alvarlegum aug- um, sem ógnun við samstöðu bandalagsþjóðanna. Reynslan af fyrri útfærslum sýnir þvert á móti að bandalagið hefur jafnan haft einhverja meðalgöngu um að jafna deilur á þeim grundvelli, að tillit hefur verið tekið til hagsmuna og sjónarmiða Islendinga. Ursögn úr Nato nú, tekin í fljótræði, áður en á bandalagið reynir til fulls í deilunni, væri að mínu mati van- hugsuð ráðstöfun, sem veikti stöðu okkar f stað þess að styrkja hana. EIGUM EKKERT SÖKÓTT VIÐ BANDARÍKIN. Bandaríki Norður-Ameríku eru okkar langmesta og mikilvægasta viðskiptaland. Þau viðskipti færa okkur megnið af þeim frjálsa gjaldeyri sem við höfum til ráð- stöfunar og vörukaupa f þeim löndum, sem við kaupum meira af en við seljum til. Bandarikja- menn hafa ávallt sýnt Islending- um velvild og greitt götu þeirra. Við eigum ekkert sökótt við þau f sambandi við landhelgisdeilur, sem við höfum átt í. Þau hafa jafhan beitt áhrifum sínum til að auka skilning Evrópuþjóða á að- stöðu okkar og hagsmunum og eru langlíklegust til að hafa áhrif okkur í hag. Ég hlýt að draga í efa að nokkur íslenzkur stjórnmála- maður hvar f flokki sem hann stendur muni f alvöru og raun telja það okkur til framdráttar að rjúfa á þessu stigi tengslin við Bandarikin, í þeirri stöðu sem við nú erum í, hverju svo sem hann heldur fram í sjónarspili hér á Alþingi. En hvað þá um EBE? Eigum við að rjúfa öll tengsl við Evrópu- ríkin? Við eigum vissulega um sárt að binda gagnvart þessu bandalagi. Og framkoma aðildar- ríkja þess er svo sannarlega með öðrum og óviðfelldnari hætti en Bandaríkjanna. En reynslan hefur sýnt að okkur er nauðsyn- legt að eiga aðgang að markaði f Evrópu. Svo mun áfram verða. Og við skulum leiða hugann að því hvaðan stærstur hluti véla í íslenzka skipstólnum er fenginn. Hvern veg færi ef við hættum að fá varahluti í þær? LANGVINNT STlÐ OG ARÓÐURSHERFERÐ. Því næst dró Kristján fram ýmsar röksemdir fyrir þvf að við mættum búast við langvinnu þorskastríði. Við þyrftum því að tryggja okkur á ölium öðrum víg- stöðvum eins vel og kostur væri, hvað lífskjör þjóðarinnar snerti. Þeim mun betur værum við í stakk búnir að standa af okkur átökin við Breta. Kristján lagði megináherzlu á tvgnnt: að búa vel að landheigis- gæzlunni, sem ætti erfiða tíð framundan, og að halda uppi öflugri áróðursherferð út á við til að kynna réttmæt sjónarmið okkar. Hins vegar bæri að forðast tilfinningahita og ógrundaðar aðgerðir, sem skaðað gæti málstað okkar. Við ættum þegar mikla samúð í almenningsáliti vfða um heim, sem við mættum ekki missa með skammsýnum viðbrögðum. VIÐRÆÐUR VIÐ EBE OG ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Kristján vitnaði til greinar- gerðar með tillögu sinni, þar sem segir: I viðræðum við þessi þjóða- samtök ber að leggja áherzlu á að lönd innan EBE viðurkenni 200 Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.