Morgunblaðið - 06.01.1976, Page 25
KCUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 1976
33
fmmK^^mm^^^m—mmmmmmmmmmmm
Einkaritaraskólinn
starfsþjálfun. skrifstofufólks
Tollur
Gerð tollskýrslu. Verðútreikningar. Meðferð tollskjala.
Tollflokkun. Tollmeðferð.
Kennsla einu sinni í viku. Þrír tímar i senn. Tólf vikur á
námskeiði 12. jan. — 1 apr. Námskeið þetta er
sérstaklega sniðið fyrir starfandi skrifstofumenn.
Mímir
Ljósm. Mbl. GuóflBnur
Endurbvggður Grindvíkingur kominn f heimahöfn.
Grindvíkingur end-
urbyggður í Noregi
iVelvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
0 Um nagladekk
Sigtryggur Steinþórsson skrif-
ar:
Sunnudaginn 28. des. skrifar
„Ökumaður" um notkun nagla-
dekkja og kemur þar með svo
furðulegar staðhæfingar, að ég
get ekki orða bundizt.
Hann segir, að nagladekk geri
sáralítið gagn i hálku, og séu bein-
línis hættuleg. Það er rétt, að
þegar snjór er og þæfingur á
götunum, þá gera naglar litið
gagn, en algengasta hálkan hér á
götunum er ísing, sem myndast
fyrirvaralaust og ökumenn verða
sjaldnast varir við fyrr en þarf að
stöðva bifreiðina, — þá er það
sem nagiarnir gera ómetanlegt
gagn. Ef þeir eru í lagi og standa
hæfilega langt (1-—3 mm) út úr
dekkjunum, þá rista þeir niður í
isinn og stöðva bifreiðina á mun
styttri vegalengd en ef hún væri
með gaddakeðjur. Á gaddakeðj-
um er flöturinn á göddunum svo
stór, að þær virka sem beztu
skautar við slíkar aðstæður.
0 Skemmdir af
völdum nagla
Um skemmdir á götunum er
þetta að segja:
Þó þær kosti milljónir á ári,
hvað er það samanborið við tjón I
umferðarslysum, sem mundi auk-
ast verulega ef notkun nagla-
dekkja yrði bönnuð.
Þér finnst kannski „Öku-
maður" góður að ég taki full mik-
ið upp f mig með því að fullyrða
að umferðarslysum myndi fjölga,
en ég vil leyfa mér að benda á að
um miðjan april síðastliðinn þá
gerði skyndilega flughálku á göt-
um Reykjavíkur og á einum degi
urðu yfir 30 umferðarslys, og
aðalástæðan var talin sú að um
20% af ökumönnunum voru
búnir að taka nagladekkin undan
bifreiðum sfnum.
Mér finnst hún líka skrítin
þessi fullyrðing þín um, að nagla-
dekkin Iosi svo mikið um malbik-
ið, að það valdi mestum
óhreinindum á rúðum bifreið-
anna.
Hingað til hef ég haldið að salt-
ið, sem ausið er á göturnar ætti
þar mesta sök. Að minnsta kosti
er það staðreynd að í Svíþjóð (þar
sem nagladekk eru bönnuð) áttu
ökumenn við sama vandamál að
stríða og það öllu verra.
Ef það gerði isingu að nætur-
lagi þá var farið af stað og ausið
salti á allar götur og verkunin á
bifreiðunum var óskapleg. Ef
maður hafði ekki rúðusprautu i
lagi þá var eins gott að skilja
bílinn eftir heima, því annars var
um algeran blindakstur að ræða.
Hún leit um öxl á stðra vegg-
klukku f forstofunni. — Senni-
lega klukkan hálf átta. Eða átta.
Eg veit það ekki. Það er ómögu-
legt að segja.
— Víð ætlum að bíða ef þér
vilduð gera svo vel og hlevpa
okkur inn, sagði Wexford.
Þeir stigu inn á þvkkt blátt
teppi. Úr forsalnum lá íburðar-
mikill stigi með útskornu hand-
riði upp og skipti sér á palli f tvær
greinar. Gegnum boga til hægri
við stigann sá Burden inn f borð-
stofu þar sem gólfið var lagt ind-
verskum teppum f Ijósum litum. t
hinum enda stofunnar var
vængjahurð sem lá út f stóran
garð. I forstofunni var svalt og
blómailmur barst að vitum
þeirra.
— Viljið þér gera svo vel að
segja mér, hvað þér heitið og
hvaða sk.vldum þér hafið að gegna
hér? sagði Wexford.
— Inge Wolf. Ég er harnfóstra
Dymphna og Priseillu.
Dvmphna! Burden endurtók
nafnið með sjálfum sér og fór um
hann hrollur. Hans börn hétu nú
bara John og Pat.
— Þökk fyrir ungfrú Wolf. Ef
þér vilduð nú segja okkur hvar
Ég gat heldur ekki betur séð en
þar kæmu líka hjólför í göturnar,
þó ekki væri nöglunum til að
dreifa.
0 Ólikar aðstæður
Þú ert ekki fyrsti maðurinn,
sem segir, að við hljótum að geta
bannað naglana, eins og þeir hafa
verið bannaðir i Norðurálfu. En
ég segi: Hverskonar fávizka er
þetta eiginlega? Hvernig er hægt
að likja saman veðurfari hér uppi
á íslandi og annarsstaðar á
Norðurlöndum. Það er eins og
svart og hvitt.
Undirritaður bjó þrjú og hálft
ár í Svíþjóð og ég get sagt þér, að
allan þann tima man ég ekki eftir
að það kæmi þrenns konar veður-
lag á einum degi eins og algengt
er hér heima. Að sjálfsögðu
snjóaði stundum og gerði hálku
og isingu, en það var ekki oft og
stóð mjög stutt í einu. En nóg um
það.
Nú langar mig til þess að vikja
að ummælum þínum um dekkja-
viðgerðarmenn og naglasala, því
þar er ég hræddur um, að þú
hafir hætt þér út á hálan is
(naglalaus).
Það er rétt að i flestum tilfell-
um geta dekkjaviðgerðarmenn
ráðið fjölda þeirra nagla, sem þeir
setja i hjólbarðana (að visu eru
lög sem kveða á um hámarks-
fjölda miðað við stærð hjól-
barðans), en við neglingu hjól-
barða koma ýmis atriði til greina,
þ.e.a.s. stærð, gerð mynzturs o.fl.
Að halda því fram, að dekkja-
viðgerðarmenn séu ekki dómbær-
ir á hæfilegan f jölda nagla í dekk,
er álika og segja að skósmiðir séu
ekki færir um að gera við skó.
0 Ending
naglanna
Þú segir einnig að naglarnir séu
látnir standa marga mm út úr
dekkjunum. Þetta er slík regin-
firra að það tekur ekki nokkru
tali.
Snjónaglar eru útbúnir þannig
að inni í þeim er harður kjarni,
utan um þennan kjarna er siðan
mýkra efni sem slitnar með
dekkinu. Þessi kjarni stendur 1
mm útúr hlifðarkápunni, þannig
að þegar negld eru ný eða gömul
dekk þá er borinn stilltur þannig
að aðeins kjarninn eða 1 mm
stendur út úr dekkinu. Þegar
dekkið síðan slitnar þá slitnar
þessi harði kjarni miklu minna en
dekkið sjálft svo eftir einn eða tvo
vetur (það fer eftir mýkt gúmmis-
ins í barðanum) þá annaðhvort
fer hann úr eða leggst út af (eins
og ökumaður lýsir), en það er
ekki rétt að þetta gerist fyrr en
búið er að aka mörg þúsund km á
dekkinu. Þess vegna ættu allir
ökumenn að láta yfirfara hjól-
barða sína eftir að hafa ekið á
þeim einn vetur eða meira, því
það er algjör misskilningur að
naglarnir endist jafnlengi og
mynstrið á dekkjunum.
Og við þig „0kumaður“ góður
vil ég segja þetta, næst þegar þú
tekur þér penna í hönd þá ættir
þú að kynna þér betur það sem þú
ætlar að skrifa um, svo þú getir
forðast að koma með stað-
hæfingar, sem þú getur ómögu-
lega staðið við.
GRINDVÍKINGUR GK 606 kom
til Grindavíkur 27. des. s.l. frá
Noregi eftir gagngerðar endur-
bætur, en skipið er eign Fiska-
ness h.f. Endurbætur og endur-
bygging voru unnar hjá Hákon-
sen mekanik f Skudenshavn.
Skipið var lengt um 5 metra og
settir voru í það kælitankar. I
skipið voru settar tvær nýjar
vindur og olíudrifinn krani, tvær
hliðarskrúfur með 200 ha orku
hvor og fleira. Þá er mikil útlits-
breyting á skipinu, því það var
málamenn þjóðarinnar vægju
að honum í einu.
Ekki telur Magnús Hermann
Jónasson hafa verið atkvæða-
mikinn stjórnmálamann, og eru
sennilega fáir á sömu skoðun.
Marga ráðherrana hefur
Magnús dáð og ber þar fyrst að
nefna Ólaf Thors. Magnús Jóns-
son dósent fær einnig mjög góð
eftirmæli og sama er um Jakob
Möller að segja. Miklu lakar
virðist höfundi hafa faliið við
Bjarna Benediktsson, þótt hann
láti Bjarna vissuiega njóta
sannmælis. Um marga ráðherra
hefur höfundur fá orð og er það
að vonum. Þeir sátu margir
stutta sund i embætti og unnu
fátt sértil frægðar.
Oft segir Magnús sögur af
ráðherrunum og eru sumar
þeirra býsna smellnar, en aðrar
lakari. Leiðinlegast er, þegar
höfundur er að rifja upp slúð-
ursögur, sem kannski urðu til
og mögnuðust í hita baráttunn-
ar, en flestir vildu gleyma þeg-
ar ró færðist yfir sviðið og sætt-
ir tókust að kalla. Um einn ráð-
herrann hefur höfundur litið
að segja umfram það, að hann
hafi aldrei talað við hann og
ekkert þekkt hann. Samt getur
hann ekki á sér setið að hnýta
við aðdróttunum og útúrsnún-
ingum. Slikt á illa við í riti, sem
ætlað er að vera heimildarit um
stjórnmálasögu, þótt fátt eitt
komi fram í því, sem ekki má
finna í öðrum bókum.
Hér hefur nú ýmislegt verið
fært fram til gagnrýni á bókina,
og því verður ekki neitað að
undirrituðum finnst hún
nauðaómerkileg sem sagn-
fræðirit. Fyrst og fremst vegna
allt yfirbyggt og stjórnpallur
hækkaður. Á netaveiðum er unnt
til hagræðis að taka burtu hluta
af efra þilfari.
Að sögn skipstjórans, afla-
mannsins Björgvins Gunnarsson-
ar, horfir hann björtum augum til
framtíðarinnar varðandi veiði-
skap á þessu glæsilega skipi og
vel búna. Á heimleið hreppti skip-
ið mjög slæmt sjóveður en
reyndist vel í hvívetna. —
Guðfinnur.
þess hve hlutdrægur höfundur
er í dómum sínum. Auðvitað
ætlast enginn til þess að öllum
sé hælt og allt sé gott og bless-
að. Sögu verður hins vegar að
segja hlutdrægnislaust, en það
tekst Magnúsi Magnússyni
ekki. Hinu verður hins vegar
ekki neitað að bókin er afar
læsileg, Iéttilega skrifuð. Það
er stærsti kostur hennar.
Skuggsjá gefur bókina út og
er allur frágangur hennar mjög
smekklegur og myndir ágætar.
Jón Þ. Þór.
Sigtryggur Steinþórsson."
HÖGNI HREKKVÍSI
— Bókmenntir
Framhald af bls. 10