Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 1
36 SIÐUR
35. tbl. 63. árg.
FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
___________________ -q-... ______
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
GIFUKLEGT uppbyggingarstarf er nú fyrir hönd-
um f Guatemala og stjórnvöld landsins reyna eftir
mætti að koma ástandinu f rótegra og eðlilegra horf.
í gær kom enn einn snarpur eftirskjálfti, sem olli
mikilli skelfingu meðal manna, en ekki er vitað til
þess að hann hafi valdið frekara tjóni. Þessi mynd
sýnir rústir þorpsins San Pedor eftir náttúruham-
farirnar.
Bretland:
220 milljónir til að
draga úr atvinnuleysi
London, 12. febrúar. Reuter
BREZKA ríkisstjórnin
kunngjörði í dag nýja at-
vinnumálaáætlun, þar sem
ráðgert er að veita á næstu
tveimur árum um 220
milljónum sterlingspunda
til að draga úr atvinnuleysi
í landinu. Um 1 milljón 430
þúsund manns eru nú at-
vinnulausir í Bretlandi,
eða um 6.1% af vinnu-
aflinu í landinu, sem er hið
mesta frá lokum heims-
styjaldarinnar. Áætlun
þessi gerir ráð fyrir að
50 dómararíUSA
í mál við stjómina
Washington 12. febr. Reuter
FIMMTtU dómarar í Banda-
ríkjunum hafa höfðað mál á
hendur ríkisstjórninni og krefjast
hærra kaups, í bótaskyni vegna
verðbólgunnar í landinu sem hafi
étið upp öll laun þeirra síðustu
árin. I málshöfðuninni er vitnað
til þriðju greinar stjórnarskrár-
innar þar sem kveðið er á um að
þegar dollarinn lækki skuli laun
dómara hækka.
skapa atvinnu fyrir 140
þúsund manns.
Af þessari upphæð munu
brezk iðnfyrirtæki fá 55
milljónir sterlingspunda til
að endurnýja vélakost og
framleiðsluaðferðir, 50
milljónum punda verður
varið til að byggja ódýrar
íbúðir á vegum hins opin-
bera og 110 milljónir
punda til starfsþjálfunar.
Ráðstafanir þessar eru mjög í
svipuðum dúr og þær sem
tilkynntar voru í haust, og sem
fyrr forðaðist brezka stjórnin að
setja á innflutningshöft eins og
háværar kröfur hafa verið uppi
um meðal verkalýðsleiðtoga til að
vernda brezkan iðnað. Það var
Denis Healey fjármálaráðherra,
sem skýrði frá þessum ráðstöfun-
um á fundi í neðri málstofunni og
sagði þar að innflutningshöft
myndu aðeins hafa I för með sér
stórfelldar gagnaðgerðir
viðskiptalanda Breta og slíkt
myndi einungis hafa í för með sér
nýja óðaverðbólguöldu. Ymsir
þingmenn úr vinstra armi Verka-
mannaflokksins gagnrýndu
þessar ráðstafanir harðlega og
sögðu þær eins og lítið andvarp.
Hins vegar hrósaði talsmaður
I Ihaldsflokksins Geoffrey Howe
stjórninni fyrir aðgerðirnar og
sagði að Healey myndi ekki látá
deigan síga á þeim erfiðu tímum
I sem framundan væru. ,
Kúbanskir hermenn ( borg
sem þeir hertóku f norður
hluta Angóla.
MPLA-
sigur inn-
an seilingar
London, Addis Ababa og
Washington 12. febrúar.
AP.Reuter
Sovétstjórnin styður 200 mílur °g
fullveldisrétt strandríkja yfir þeim
Moskvu, IZ. febrúar. NTB.
SOVÉZKA stjórnin lýsti í dag vfir stuðningi við 200
mílna auðlindalögsögu f langri grein í Moskvublaðinu
Pravda, þar sem sagt er að strandrfki skuli eiga full-
veldisrétt yfir nýtingu lifandi náttúruauðæfa svo og
vinnslu olfu og málma af hafsbotni.
Þvf er hins vegar lýst yfir að
forsenda þessa sé að hafréttar-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
samþykki þessa lögsögu.
Segir f
greininni, að ný hafréttarreglu-
gerð verði að koma f veg fyrir að
einokunarfyrirtæki heimsvalda-
sinna sitji ein að vinnslu auðæfa
hafsbotnsins.
I grein Pravda segir, að það
mikilvægasta sé, að öll vandamál
á hafréttarráðstefnunni verði
leyst á grundvelli gagnkvæmrar
virðingar fyrir lögmætum hags-
munum allra þjóða. Segir blaðið
að hinar jákvæðu breytingar, sem
orðið hafi á alþjóðlegu samstarfi
að undanförnu verði einnig að ná
til hafsvæðanna. Segir i greininni
að Sovétstjórnin vilji að 12 mílna
Iandhelgi verði ákveðin, en leggi
jafnframt áherzlu á að tekið verði
tillit til þarfa þróunarlandanna og
því styðji hún hugtakið um 200
mílna auðlindalögsögu, þar sem
strandríkin hafi fullveldisrétt
yfir nýtingu fiskstofna og vinnslu
olíu, gass og málma af hafsbotn-
inum. Þrátt fyrir að Sovétstjórnin
vilji að auðlindalögsagan verði
samþykkt áhafréttarráðstefnunni
eru lönd eins og Island, sem þegar
hefur fært fiskveiðilögsögu sina
út svo og Mexíkó, Kanada og
Bandaríkin, sem hafa lýst yfir að
þau muni færa út i 200 mílur á
næsta ári, ekki gagnrýnd.
Þá er i greininni einnig sagt, að
Sovétstjórnin sé þvi fylgjandi, að
lönd, sem ekki eiga strendur að
sjó, fái heimild til að nýta þann
hluta fiskstofna, sem strandríkin
sjá sér ekki fært að nýta, en
strandríkið fái þá einhvers konar
umbun fyrir.
HEIMILDIR frá Angóla f
kvöld hermdu að sfðasta virki
FNLA og UNITA hreyfing-
anna f landinu hefðu fallið f
leiftursókn marxistahrevfing-
arinnar MPLA, sem stjórnað
er af Kúbumönnum og sovézk-
um ráðgjöfum. Hér var um að
ræða Silva Porto. Sé þessi frétt
rétt, er eina hindrunin f vegi
fyrir algerum sigri kommún-
ista 4000 manna herlið S-
Afrfku, sem hefur búið um sig
nálægt landamærum Namibfu.
Hin mikla leiftursókn komm-
únista hefur vakið ótta manna
í Jóhannesarborg að til harðra
bardaga slái milli s-afrísku
hermannanna og MPLA-
manna.
Gabon og Efri-Volta bættust
í dag i hóp Afrikuríkja, sem
viðurkennt hafa stjórn MPLA
sem lögmæta stjórn Angóla, og
i gær samþykktu einingarsam-
Framhald á bls. 22
„Engu hægt að spá fyrr en viðbrögð
íslenzku stjórnarinnar liggja fyrir, ’ ’
sagði Jósef Luns í samtali við Mbl
JOSEF Luns framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins
kom f dag til Briissel frá Lond-
on að loknum viðræðum við
brezka ráðamenn um landhelg-
ismálið. I samtali við Morgun-
blaðið skömmu fyrir brottför-
ina frá London f gær sagði
Luns, að hann hefði átt miklar
viðræður við bandarfska og
brezka ráðamenn um þetta
deilumál. Hann sagði að sem
kunnugt væri hefðu Banda-
rfkjamenn ekki tekið neina op-
inbera afstöðu til landhelgis-
deilunnar en þeir fylgdust náið
með henni og hefðu myndað
sér ákveðnar hugmyndir um
hana.
Um viðræðurnar við brezku
ráðamennina sagði Luns, að
þær hefðu verið langar og ítar-
legar og i þeim hefðu Bretar
sétt fram ákveðnar skoðanir og
hugmyndir, sem hann gæti þvi
miður ekki skýrt frá. Hann
hefði rætt þetta mál við James
Callaghan utanríkisráðherra,
Wilson forsætisráðherra og
Pearth sjávarútvegsráðherra
og marga aðra háttsetta brezka
embættismenn. Er Morgun-
blaðið ræddi við framkvæmda-
stjórann sagðist hann hafa ver-
ið að ljúka við skýrslu um við-
ræðurnar og hugmyndir þær,
sem Bretar hefðu lagt fram og
að hann hefði skýrt Einari
Ágústssyni untanríkisráðherra
frá þeim i simtali. Luns sagðist
við komuna til Briissel myndu
hitta Tómas Tómasson, sendi-
herra Islands hjá NATO. á flug-
vellinum og gera honum þá
þegar nákvæma grein fyrir við-
ræðunum og sendiherrann
myndi síðan senda þá skýrslu
Framhald á bls. 22