Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUN JAGUR 13. FEBRUAR 1976 Björn Friðfínnsson, framkvæmdastjóri: Um Kröfluvirkjun ELDSUMBROT og jarðskjálftar í Þingeyjarþingi hafa vakið lands- menn til endurmats á Kröflu- virkjun. Menn spyrja, hvort rétt sé að taka þá áhættu að halda áfram byggingu orkuversins í Hlíðardal við Kröflu meðan óróa í í jarðskorpunni á þessu svæði er ekki lokið. Þarna er nú haldið áfram framkvæmdum af fullum krafti. Einnig er spurt, hvort starfsmenn þarna séu ekki I bráðri lífshættu við störf sín. Svo ég svari fyrst siðari spurn- ingunni út frá minum sjónarhóli, þá held ég að starfsmönnum sé ekki veruleg hætta búin af náttúruhamförum þarna. Stöðvar- húsinu er vel valinn staður með tilliti til virkasta hluta eldstöðvar- innar og vinnubúðunum sömu- leiðis. Menn myndu geta forðað sér, ef húsum stafaði hætta af öskufalli eða hraunrennsli og við- búnaður er á staðnum til þess að vara menn við og flytja þá brott, ef þörf krefur. Hitt atriðið hef ég hugleitt og ég hef komizt að þeirri niður- stöðu, að ekki sé rétt að flytja í bili inn í Hlíðardal vélbúnaðinn til Kröfluvirkjunar meðan skjálftavirkni og önnur einkenni benda til bráðinnar hraunkviku skammt undir yfirborði á þessum slóðum. Hér er um að ræða verðmæti upp á u.þ.b. 4 milljarða króna, sem ekki verða numin á brott í skyndi, ef þörf krefur. Því held ég að rétt sé að fresta uppsetningu véla I Kröfluvirkjun og flytja þess í stað fjármagn og tæki til þess að fullgera Byggða- linuna og til þess að hefja hita- veituframkvæmdir fyrir Akur- eyri og Suðurnes. En áður en náttúruhamfarirnar hófust við Kröflu var reyndar full ástæða til þess að taka til endurskoðunar framkvæmdaáætlanir Kröflu- nefndar. Liggja til þess margar ástæður og skulu hér þær helztu taldar upp: 1. Við ákvarðanir um Kröflu- virkjun var Byggðalinan aldrei tekin með í dæmið né heldur virkjanaáform þau, sem nú er unnið að í öðrum landshlutum. Nauðsynlegt er að gera aðgerðarrannsóknir á þvi, hvernig Kröfluvirkjun og hin stórvirkin falli inn i heildar- kerfi um framþróun orkumála á næstu árum. Kannski mætti einmitt með slikri athugun finna möguleika á fullri nýt- ingu aflstöðvarinnar i Hliðar- dal, t.d. með því að fresta framkvæmdum við virkjun Hrauneyjarfoss. 2. Ljóst er nú, að ekki verður búið að virkja nægilega gufu við Kröflu áður en næsti vetur gengur i garð, svo að fullreyna megi fyrri vél virkjunarinnar. Gufa til hinnar vélarinnar verður væntanlega ekki fyrir hendi fyrr en eftir 3 ár. Enn vantar mikilvæga vitneskju um vinnsluhegðun jarðhita- svæðisins. 3. Tími til lagningar háspennu- línu milli Hlíðardals og Akur- eyrar er mjög knappur og ekki vist að linunni verði lokið fyrir næsta vetur. 4. Orkuþarfir Norðurlands og samtengda kerfisins i heild þarf að endurmeta, m.a. með hliðsjón af jarðvarmaveitum fyrir Akureyri og Suðurnes og af almennum samdrætti í efna- hagslifi þjóðarinnar. 5. Þvi hefur verið haldið fram af höfundi þessa geinarkorns og fleirum, að kaup vélar nr. 2 í Kröfluvirkjun hafi verið mikil mistök á þessu stigi. Einn höfuðkosturinn við jarðgufu- virkjanir er einmitt sá, að þær er hægt að byggja i takt við aukningu raforkuþarfarinnar, en hér virðist því aðalatriði vera gleymt. Enginn hefur sýnt fram á svo brýna þörf fyrir vél númer 2 að hana þurfi að setja niður 2—3 árum á undan orkunni, sem á að knýja hana. Með til- komu Byggðaiinunnar má fá varaafl eftir henni, ef vél nr. 1 skildi bila. Sé litið á Norður- landsmarkaðinn einan, án tengingar við Landsvirkjunar- svæðið eða Austurland, er vél nr. 2 svo langt á undan raforkuþörfinni, að af þvi mun stafa óviðráðanlegur rekstrar- halli Kröfluvirkjunar. Visast um þetta atriði til greinar Jónasar Elíassonar prófessors í Dagblaðinu hinn 7. jan. s.l. og til erindis Knúts Otterstedt rafveitustjóra, sem hann flutti á fundi í Verkfræðingafélagi Islands nú nýlega og sem birt mun opinberlega á öðrum vett- vangi. Hér er um að ræða umframfjárfestingu upp á milljarða og rekstrarhalla, sem sömuleiðis mun nema milljörð- um, þótt bjartsýnustu orku- spár séu lagðar til grundvallar. 6. Virkjun innlendra orkulinda er ekki dygð af sjálfri sér. Hún þarf að þjóna ákveðnum til- gangi. 1 nýrri orkuspá þarf að taka inn i dæmið áhrif nýrra jarðvarmaveitna á samtengda raforkumarkaðinn i heild svo og hægari vöxt raforkuþarfar- innar vegna aðstæðna í efna- hagsmálum okkar og umheims- ins. Sjálfsagt er fyrir okkur að stefna að nýtingu innlendra orkugjafa í stað innfluttra og að virkjun orkulinda til sér- stakra iðnaðarþarfa, en aukn- ing á raforkuþörf umfram það, hlýtur að vera óæskileg frá þjóðhagslegu sjónarmiði eins og nú horfir. Með aðgerðum til orkusparnaðar mætti draga úr árlegri aukningu á raforku- þörf og þannig minnka fjárfestingarþarfir að ein- hverju leyti. Hafa margar þjóðir framkvæmd slikar aðgerðir að undanförnu með góðum árangri. Af framangreindum ástæðum einum tel ég augljóst að taka verði málið til endurmats. Fleiri atriði mætti nefna, þótt ekki verði það gert í þetta sinn. Vöxtur þjóðartekna Islendinga hefur nú staðnað í bili og fjármál þjóðarbúsins munu erfið við- fangs. Sérhver fjárfesting, sem ekki skilar arði í fé eða í bættri aðbúð þjóðfélagsþegnanna hlýtur að skerða lffskjör okkar að sama skapi. Undan því lögmáli verður ekki vikizt. Þótt menn séu almennt því sam- mála, að orkuframkvæmdir skuli nú hafa forgang á verkefnaskrá þjóðfélagsins, þá er ekki alveg sama, hvernig að þeim er staðið. Talsmenn Kröflunefndar telja ekki við sig að sakast, þótt stærð fyrirtækisins samfasi ekki við raforkumarkað eða jarðboranir á svæðinu. Þetta er kannski rétt út af fyrir sig, en þá hlýtur iðnaðar- ráðuneytið að verða að svara fyrir ákvörðunartöku í málinu og það, hvernig þessi afmarkaða fram- kvæmd á að falla inn í önnur stórhuga framkvæmdaplön sem iðnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans leggja nú fyrir þjóðina. Það er alveg óþarfi á okkar dög- um, að sniðganga skynsamleg vinnubrögð við ákvörðun stór- framkvæmda. 2.2.1976. Stjórn Nýfundna lands vill leigja brezka togara Hull 11. febrúar, frá Mike Smartt. FISKIMALARÁÐHERRA Ný- fundnalands kom til Grimsby í gærkvöldi og er erindi hans að ræða við forsvarsmenn brezka fiskiðnaðarins um leigu á brezk- um togurum til veiða á Nýfundna- landsmiðum. Einnig munu fara fram kannanir á því hvort brezkir togarasjómenn hafi áhuga á að manna þessi skip, en það stendur til boða. Fiskimálaráðherrann, Walter Carter, mun ræða við for- svarsmenn sjómanna og útgerðar- manna næstu daga. Stjórnmálafræðsla — íslensk stjórnmál I framhaldi af ræðunámskeiðinu hefur stjórn Heim- dallar ákveðið að gangast fyrir fræðslu um íslensk stjórnmál dagana 16. — 23. febrúar n.k. í Bolholti 7. Dagskrá: 16. FEBRÚAR MÁNUDAGUR KL 20:30. íslensk sljórnmál 1918 — 1944 Leiðbeinandi. Birgir Kjaran 17. FEBRUAR ÞRIÐJUDAGUR. KL. 20.30 (slensk stjórnmál 1944-—1956 Leiðbeinandi: Þór Vilhjálmsson 18. FEBRÚAR MIÐVIKUDAGUR. KL. 20:30 Viðreisnarstjórnin Leiðbeinandi: Ellert B. Schram 19. FEBRÚAR FIMMTUDAGUR KL. 20:30 Vinstri stjórnir á Islandi — verk þeirra Þór Vilhjálms. Ellert Schram °9 viðskilnaður. Leiðbeinandi: Gunnar Thoroddsen 23. FEBRUAR MANUDAGUR KL. 20:30 Hvað er framundan í íslenskum stjórnmálum. Leiðbeinandi: Geir Hallgrímsson. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Heimdallar Bolholti 7, sími 82900. — Allar nánari upplýs* ingar eru veittar á skrifstofu Heimdaílar. Heimdallur Geir Hallgr. Akureyri Almennur stjórnmálafundur Matthias Á. Mathiesen, fjármálaráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á almennum stjórnmálafundi sem haldinn verður í sjálf- stæðishúsinu n.k. sunnudag 15. febrúar kl. 15.00 Sjðlfstæðisfélögin á Akureyri. Kristján Birgir ✓ Guðni Jónsson. Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið VORBOÐI heldur fund i Sjálfstæðishúsinu mánu- daginn 16. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: 1. Frú Sigurlaug Bjarnadóttir alþingis- maður núverandi formaður Landssam- bands Sjálfstæðiskvenna, ræðir lands- málin. 2. Kaffi. 3. Félagsvist. Allar Sjálfstæðiskonur velkomnar á fundinn og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Almennur t borgarafundur verður haldinn að Langholtsvegi 124, mánu- daginn 16. febrúar kl. 20.30 FUNDAREFNI: SKÓLAMÁL í ÁRBÆJARHVERF! Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri Reykja- víkurborgar, ræðir um skólamál. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, mun svara fyrirspurnum um borgarmál. Allir hverfisbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Stjórn Hverfafélagsins. Heimdallur Fræðslunámskeiðið í kvöld Ræðumennska og undirstöðuatriði í ræðugerð. Leiðbeinandi: Guðni Jónsson. Heimdallur. HeimdallurS.US. Fundur í starfshópi um varnarmálin, föstudaginn 13. febrúar í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7, kl. 18:00. Umsjónarmenn hópsins eru Hreinn Loftsson og Erlendur Magnússon. Heimdallur S.U.S. Sjálfstæðisfélagið Óðinn Selfossi Aðalfundur félagsins verður haldinn í sjálfstæðishúsinu að Tryggva- götu 8, Selfossi laugardaginn 14. þ.m. kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.