Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
3
I FARVIÐRI f desember I vet-
ur brotnaði ferjubryggjan I
Ædev á tsafjarðardjúpi. Sfðan
hefur Djúpbáturinn ekki getað
lagzt þar að og Æðeyjarbændur
orðið að afgreiða hann á smá-
báti eins og var hér áður fyrr.
Er að sjáffsögðu mikið óhag-
ræði að slfku. — Bryggjan var
trébryggja smfðuð 1970, en
pallur steyptur á hana árið
eftir. — Myndin er af bryggj-
unni, sem fallin er niður.
ljósm. Mbl. RAX
FÆRÐ á götum f höfuðborginni og nágrannabyggðunum hefur
verið með fádæmum ifl f janúar og það sem af er febrúar. Þessi
sfæma færð hefur valdið mörgum erfiðleikum en fáir hafa orðið
jafn illa fyrir barðinu á klaka og snjó eins og blaðburðarbörnin og
bréfberar. Mvndin var tekin nýlega f einu fbúðarhverfanna f
reykjavfk.
Kyrrlátt á jarð-
sk j álf tasvæðunum
MJÖG kyrrlátt hefur verið á jarð-
skjálftasvæðunum norðanlands
það sem af er þessari viku, eða
allt frá þvf á laugardagskvöld, er
vart varð við allsnarpan jarð-
skjálftakipp á Mývatnssvæðinu.
Að sögn Egils Haukssonar hjá
Raunvfsindastofnun er enn tölu-
verð smáskjálftavirkni á þvf
svæði, en engir stórir skjálftar
hafa þar mælzt frá þvf á laugar-
dagskvöld. Af Axarfjarðarsvæð-
inu berast fréttir á svipaða lund.
Kvaðst Egill hafa rætt fyrr um
daginn við sr. Sigurvin á Skinna-
stað, sem hefði sagt honum að
smáskjálftavirkni hefði þar held-
ur aukizt f fyrrakvöld, og einnig
að heyrzt hefðu einkennilegar
drunur f jörðu við Kópasker, sem
menn kynnu ekki fytlilega skil á.
Sjópróf vegna
ásiglingarinn-
ar á Tý í dag
SJÖPRÖF vegna ásiglingar
brezku freigátunnar Junó á varð-
skipið Tý hinn 6. febrúar s.l.
verða haldin hjá borgardómaran-
um f Reykjavfk i dag klukkan 10
árdegis. Brezka sendiráðinu var
gert viðvart um sjóprófin og boð-
ið að senda þangað fulltrúa sinn
en þvf var hafnað af sendiráðinu.
Ekki vildi Egill segja neitt um
það á þessari stundu, hvort jarð-
skjálftahrinan á þessum slóðum
væri yfirstaðin, þar eð jarðskjálft-
ar hefðu ekki legið nógu lengi
niðri til þess að slíkt væri unnt, og
það gæti allt eins komið til greina
að nú væri aðeins stund milli
stríða.
Mjólkurfram-
leiðslan eykst
Mjólkurframleiðsla sunnan-^og
vestanlands virðist nú heldur
vera að aukast aftur eftir þá
miklu lægð sem varð f mjólkur-
framleiðslunni fyrr í vetur.
Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá
Oddi Magnússyni stöðvarstjóra
Mjólkurstöðvarinnar f Reykjavfk
og sagði hann að aukningin væri
mest áberandi f Borgarfirði.
Hjá Oddi kom fram að það væri
von forráðamanna Mjólkur-
stöðvarinnar að ekki þyrfti að
flytja meiri neyslumjólk frá
Norðurlandi til dreifingar hér
fyrir sunnan í vetur. Frá áramót-
um hafa verið fluttir 47.400 lítrar
af nýmjólk frá mjólkursamlögum
á Norðurlandi en til samanburðar
má geta þess að Mjólkurstöðin í
Reykjavík selur á viku hverri 620
þúsund litra af neyslumjólk.
AUur rjómi, sem seldur er hjá
Mjólkurstöðinni er fluttur að
norðan og hafa í vetur verið flutt-
ir 12 þúsund litrar í hverri viku.
Bretar
halda sig
á friðaða
svæðinu
BREZKU togararnir héldu upp-
teknum hætti f gær og voru að
veiðum á friðaða svæðinu út af
Langanesi. Alls voru 42 togarar
að veiðum við landið f gær, þar af
voru 38 á friðaða svæðinu en 4
rétt fyrir utan það. 9 verndarskip
gættu togaranna.
Tvö varðskip, Baldur og Ægir
hafa reynt af fremsta megni að
stugga við togurunum og þriðja
varðskipið, Þór, er væntanlegt á
miðin. Baldri tókst um miðnætti i
fyrrakvöld að klippa á togvira
tveggja brezkra togara. Fyrst
klippti hann um klukkan 23 á
báða togvíra hjá Ross Rodney GY-
34, sem var undir vernd freigát-
unnar Lowestoft. Rúmum tveim-
ur tímum siðar tókst Baldri að
klippa á togvir William
Wilberforce GY-140, en Ægir
klippti vörpuna aftan úr þessum
sama togara i nóvember s.l.
Statesman hafði gætur á togaran-
um i fyrrinótt en þrátt fyrir það
tókst Baldri að klippa. Höskuldur
Skarphéðinsson er skipherra á
Baldri.
Ægir gerði einnig tilraunir til
klippinga en tókst ekki en aftur á
móti gerði varðskipið nokkurn
usla i togarahópnum og margir
togarar hífðu upp veiðarfærin.
„Eldur í Heimaey” hlaut
silfurverðlaun í Iran
Aðalsteinn Ingólfs-
son ráðinn að
Kjarvalsstöðum
Á FUNDI hússtjórnar Kjarvals-
staða I gær var Aðalsteinn Ing-
ólfsson ráðinn i stöðu listfræðings
Kjarvalsstaða. Hann verður um
leið framkvæmdastjóri listráðs
stofnunarinnar.
Ráðningin er til tveggja ára, frá
og með 15. febrúar n.k. Aðal-
steinn hefur skrifað um myndlist
í blöð að staðaldri — fyrst í Vísi,
en síðan i Dagblaðið.
Fjórar umsóknir bárust um
stöðu listfræðings að Kjarvals-
stöðum.
KVIKMYNDIN „Eldur I Heima
ey“ eftir þá feðgana Vilhjálm og
Ósvald heitinn Knudsen hefur nú
verið sýnd vfða um heim, og hlot-
ið mikið lof. Samkvæmt fréttum
frá Teheran f Iran hefur kvik-
myndin hlotið siffurverðlaunin á
12. alþjóðlegu heimildakvik-
myndahátfðinni, sem lauk þar f
borg f desember sl. Kvikmynd
Ösvalds, ,,Jörð úr ægi“, hlaut gull-
verðiaunin þar árið á undan.
Frá Briissel i Belgíu hefur
borizt tilkynning um að kvik-
myndin „Eldur í Heimaey" hafi
hlotið sérstök verðlaun veitt af
belgiska menntamálaráðuneytinu
sem bezta heimildakvikmynd á
alþjóðlegri kvikmyndaviku þar í
nóvember.
Fyrsta loðnan
til Neskaup-
staðar 1 gær
Neskaupstað, 12. febrúar.
FYRSTA loðnan á vertfðinni
barst hingað f kvöld. Það var vél-
báturinn Magnús NK, sem kom
með 270 lestir. Fleiri bátar eru
væntanlegir. Megnið af aflanum
fer f bræðslu, en eitthvað verður
fryst.
Þetta er fyrsta loðnan sem berst
á land á Neskaupstað síðan á
vertiðinni 1974, en sem kunnugt
er eyðilagðist sildarbræðslan I
snjóflóðunum i desember 1974.
Þetta er fyrsta loðnan sem nýja
bræðslan tekur á móti. Þróarrými
er fyrir 7000 lestir og verksmiðj-
an mun bræða milli 7—800 lestir
á sólarhring með fullum afköst-
um.
Nú í vikunni var innri höfnin
opnuð fyrir umferð báta. Þar er
100 metra stálþil þar sem bátar
geta lagst að.
— Asgeir.
Kvikmyndin hefur áður hlotið
gullverðlaunin á alþjóðlegri kvik-
myndahátið í Trentó á Italiu og
gullverðlaunin á alþjóðlegri kvik-
myndahátið í Krakó í Póllandi.
Einnig var henni sérstaklega
boðið til sýningar á London Film
Festival, sem kölluð hefur verið
„hátið kvikmyndahátíðanna“, þar
sem einungis er sýnt úrval beztu
kvikmynda, sem komið hafa fram
á öðrum hátíðum. Forráða-
mennirnir töldu hana meðal
beztu mynda ársins.
Kvikmyndin hefur auk þess
verið sýnd viða um heim. Vísinda-
stofnanir í mörgum heimshlutum
hafa keypt eintök af henni. Marg-
ir hafa lýst henni sem beztu eld-
fjallakvikmynd sem gerð hefur
verið. Sjónvarpstöðvar í ellefu
löndum hafa þegar óskað eftir að
fá hana til sýningar.
Vilhjálmur Knudsen hefur í
vetur haft „opið hús“ á kvik-
myndavinnustofu sinni Brautar-
holti 18 á mánudagskvöldum kl.
20—23 og verður svo til loka
apríl.
Á vinnustofunni eru helztu
tæki til 16mm kvikmynda-
frágangs, klippiborð, tónyfir-
færsla, bækur og timarit, og upp-
lýsingar eru veittar. Aðgangur að
vinnustofunni er ókeypis, segir í
fréttatilkynningu frá Vilhjálmi
Knudsen.
Heimildamyndin „Bóndi”
sýnd í Tjarnarbíói
t GÆR var sýnd á vegum kvik-
myndaklúbbsins Fjalakattarins I
gamla Tjarnarbfói kvikmyndin
„Bóndi" eftir Þorstein Jónsson en
sem aukamynd kvikmyndin
„Hopp“ eftir sama höfund. Var
þetta f fyrsta skipti sem almenn-
ingi gafst kostur á að sjá þessar
myndir, en þær verða sýndar kl.
17 — 18 — 19 — 20 — 21 og 22 á
fimmtudag f næstu viku.
Þorsteinn Jónsson hefur feng-
izt talsvert við heimildamynda-
gerð hér á landi frá því hann lauk
námi við kvikmyndaskólann í
Prag 1 Tékkóslóvakiu. Nokkrar
mynda hans og Ölafs Hauks
Símonarsonar hafa verið sýndar í
sjónvarpi, og er „Fiskur undir
steini“ vafalaust þekktust þeirra,
enda getur naumast umdeildari
myndar I islenzkri kvikmynda-
sögu.
„Bóndi“ er sprottin úr styttri
mynd, sem hann gerði sem verk-
efni fyrir kvikmyndaskólann í
Prag. Hún er nú 30 mínútur að
lengd og tekin i litum á 16 mm
filmu. Myndin var tekin á
árunum 1971—75 og að mestu í
Seyðisfirði við Isafjarðardjúp.
Þorsteinn var allt í senn — höf-
undur handrits, stjórnandi, kvik-
myndatökumaður, klippari og
framleiðandi. Baldvin Hall-
dórsson flytur texta og Sigfús
Guðmundsson sá um hljóð-
blöndun. Tónlist er eftir Edvard
Grieg. Aðstoðarmenn við töku
myndarinnar voru Ágúst
Guðmundsson, Bragi Jónsson,
Sigurður Jakobsson og Ólafur
Haukur Símonarson.
I myndinni er lýst búskapar-
háttum Guðmundar bónda
Ásgeirssonar á Kleifum I Seyðis-
firði. 1 þessum afskekkta firði er
ómögulegt að stunda búskap með
nútímasniði. Það vantar rafmagn
og veg, undirlendi litið og ill-
ræktanlegt. Fólkið flyzt smám
saman til kaupstaðarins og bæirn-
ir hafa farið i eyði einn af öðrum.
Guðmundur bóndi verður einn
eftir og býr sem fyrr án véla og
rafmagns. Börnin fara að heiman
þegar þau vaxa úr grasi én
Guðmundur verður eftir ásamt
konu sinni, Guðbjörgu, og þremur
yngstu börnunum. Kraftar hans
endast ekki lengur til að stunda
þennan erfiða búskap, en það er
orðið of seint að flytjast í kaup-
staðinn og semja sig að þvi lífi.
„Hopp“ er hins vegar 10 min-
útna löng mynd, og tekin á 16 mm
filmu. Hún var gerð 1970 sem
verkefni fyrir kvikmyndaskólann
í Prag.