Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 17 LAHDSMALAFELABIÐ VOHÐUR 13. lebrúar 1926 - 50 ðPð - 13. febrúar 1976 Ólafur Thors, Vörður 25 ára: „VARÐARFÉLAGAR hafa aldrei þurft að óttast að fram- sögumenn á Varðarfundum færu vísvitandi rangt með staðreyndir eða reyndu að villa mönnum sýn. En þeim er Ijóst að öllum getur yfirsézt. Þeim nægir því ekki að vita, að forystumenn flokksins þurfi, eða hafi þurft, að taka ákvörðun t stóru máli. Þeir krefjast jafnt fyllstu upplýs- inga um öll málsatriði sem tillagna I málinu. Stðan fella þeir dóminn. Þeir fagna þvt heilshuga ef þeir geta fallizt á tillögur forystumannanna. Ella segja þeir einarðlega en þykkjulaust stnar skoðanir. Séu málalokin þegar ráðin, breiðir persónulegt traust og velvild oftast yfir það, sem mönnum kann að hafa þótt misráðið af hendi forystufiðs- ins." Bjarni Sigurðsson, Vörður 30 ára: „ÞAÐ er sómi fyrir hvern mann og hverja konu, að vera félagi t Verði. Það er mikil sæmd fólgin t þvl að skipta sér í flokk til þess eingöngu að vinna að hagsmunamálum ættjarðarinnar fögru og góðu. Mennirnir, sem eitthvað er t spunnið, gera það, um leið og þeir fyrirlíta dansinn um „gullkálfinn". Þeir ganga t félagið til þess að vinna gegn hinum illu öflum, sem hér á landi og úti um heim ógna frelsi og farsæld manna. Þeir gera það fýrir sjálfa sig og um leið vinna þeir að dýrmætri hugsjón fyrir sig og aðra." Bjarni Benediktsson, Vörður 40 ára: „Á VETTVANGI Varðarfélags- ins verður náð til fleiri kjós- enda en I nokkru öðru stjórn- málafélagi. Þar fara fram þær umræður um stjórnmál, sem úrslitum geta ráðið um vel- ferð tslenzku þjóðarinnar. En áhrif féiagsins fara að sjálf- sögðu eftir áhuga félags- manna. Megi sá áhugi ætið vera vakandi, svo að Vörður haldi forystu sinni t sókn til heilla og hamingju lands og þjóðar." Elzta og stærsta stjórnmálafélag landsins ÞEGAR Landsmálafélagið Vörður var stofnað 13. febrúar 1926 vissi enginn fyrir um langllfi þess eða farsæl störf. Þó benti allur aðdragandi, vandaður málatilbúnað- ur og traust forysta til þess, að ekki væri tjaldað til einnar nætur, heldur skyldi nú lagt upp I langferð. Sú hefur og raunin orðið á, þar sem félagið hefur nú að baki sér 50 ára starfsskeið, og mun óhætt að telja það langferð mælda á aldursstiku Islenzkra stjðrnmálasamtaka. I dag fagna sjálfstæðismenn I Reykjavlk hálfrar aldar afmæli Landsmálafélagsins Varðar. Þetta stjórnmálafélag stendur föstum fótum I félagsllfi höfuð- staðarins og á að baki sér þróttmik- inn og farsælan starfsferil, alla tlð frá stofndegi þess. Hér 1 Reykjavlk var Vörður I fyrstu eina félag Sjálfstæðisflokksins. og ávallt hefir hann, að öðrum félögum flokksins ólöstuðum, verið nokkurs konar miðstöð. 1) Að byggja upp þjóðlega og vlð- sýna framfarastefnu. 2) Að styðja og efla atvinnulff landsmanna á grundvelli einstakl- ingsf ramtaks. 3) Að sllta sambandinu við Dani svo fljótt sem auðið væri, að ísland tæki öll sln mál I slnar hendur, að ísland yrði lýðveldi þegar að sam- bandsslitum fengnum, og að haft væri vakandi auga á heiðri og hags- munum landsins út á við. jafnan starfað hlið við hlið iðnaðar- maðurinn og verkamaðurinn, verzlunarmaðurinn og sjómaðurinn, bóndinn og útgerðarmaðurinn, kenn- arinn og námsmaðurinn, af miklum einhug og einlægni. I röðum hinna ófélagsbundnu sjálfstæðismanna eru sams konar borgarar. Fólk, sem ekki lætur draga sig I dilk eftir stétt eða stöðu, hin raunverulega alþýða manna I þessu bæjarfélagi og land- inu. félagið haldið uppi margþættu félagsllfi og starfi slðastliðin 50 ár. Það leikur ekki á tveimur tungum, að forysta Varðar I stjórnmálabarátt- unni hér I höfuðstaðnum, og raunar að verulegu leyti vlðar, með þvl að marka og kynna stefnu flokksins, hefur verið næsta giftudrjúg. Hefur það stafað af þvl hvoru tveggja, að I Verði hefur jafnan verið fyrir hendi ekki einungis sú varðveizlukennd Ihaldsseminnar, sem er nauðsynleg I hverjum stjórnmálaflokki, sem ekki vill rasa um ráð fram og láta gamminn geysa inn á óþekktar tor færur, ef það aðeins félli vel I eyrum fólksins, heldur hefur þar jafnan búið llka vlðsýni og skilningur á nauðsyn breytinga og nýrra stefnumiða og sá skilningur þrýst sér fram á yfirborðið og komið oftlega fram I verki, að þvl aðeins væru þeir eldri á réttri leið, að æskan vildi rétta þeim örvandi hönd. Þvl hefur það orðið, að Vörður hefur jafnan I starfi slnu verið tilbúinn til Forystumenn Sjálfstæðisflokksins á Varðarfundi: Talið frá vinstri: Jón Pálmason frá Akri, Gunnar E. Benediktsson fimmti form. Varðar, Gunnar Thoroddsen, Vala Thoroddsen, Jóhann Hafstein, Eyjólfur Jóhannsson, nlundi form Varðar, Bjarni Benediktsson, Sigríður Björnsdóttir, Ragnheiður Hafstein og Ólafur Thors. Fyrsta stjórn Varðar 1 926—27. Standandi: Sigurgísli Guðnason og Haraldur Jóhannesson. Sitjandi: Guðm. Ásbjörnsson Magnús Jónsson form , frú Guðrún Jónasson Á myndina vantar þau Sigurbjörgu Þor- láksdóttur og Björn Ólafsson ráðherra Vörður er eins konar ættfaðir og heimilisfaðir sjálfstæðisstefnunnar I Reykjavik. Hin félögin eru beint og óbeint komin út af honum, og margir dugmestu starfskrafta I þeim félög- um eru félagar I Verði eftir sem áður. Á þessum merku tlmamótum er þess að minnast, að þetta félag er og hefur verið stærsta stjórnmálafélag Reykjavlkur og allrar islenzku þjóðarinnar, og þar hefur fána frelsis og sjálfstæðis verið haldið hæst og fræknast á loft inn á við og út á við. Á fundum þessa félags slðustu 50 árin hafa fyrstu umræður oft farið fram um ýms merkustu framfaramál Islenzku þjóðarinnar. Stefna Varðarfélagsins I þjóðmál- um hefur frá byrjun verið I fullu samræmi við stefnu flokksheildar- innar, stefnu Sjálfstæðisflokksins. Strax I upphafi var þetta kjarninn I stefnu Varðarfélagsins: 4) Að efla og styrkja höfuðat- vinnuvegi vora, sjávarútveg, land- búnað, iðnað og verzlun. 5) Að vinna að andlegum skilningi og samúð milli verkamanna og at- vinnurekenda og réttlátum sam- skiptum þeirra. 6) Að þegnarnir njóti réttlætis og sanngirni I öllum skiptum slnum við rlkisvaldið og það opinbera. og að sama regla gildi I samskiptum þeirra. 7) Að efla hag Reykjavlkur og vinna að alhliða framförum hennar á sviði atvinnumála, fjármála og menningarllfs. í sambandi við stofnun og störf Varðarfélagsins er vert að rifja það upp hvaða fólk það var I raun oo sannleika. sem aðhylltist Sjálfstæð- isflokkinn og gekk I félagið. f Varðarfélaginu eru og hafa verið frá upphafi konur og menn úr öllum stéttum, fátækir og rikir. Þar hafa Þeir islendingar, sem ekki hafa )skað þess, að þjóð þeirra sé höfð sem tilraunadýr fyrir framandi stefn- ur hinna ýmsu „isma," sóslalisma, nasisma, kommúnisma o.s.frv., eða stefnur, sem þegar hafa kollsiglt sig eða eru á leiðinni að gjöra það. Heldur vilja byggja upp land sitt og bæjarfélag I friði og fullu frelsi, á lýðræðisgrundvelli, I anda sjálf- stæðisstefnunnar á fslandi. Menn, sem virða raunverulega persónuleika einstaklingsins og framtak það og skapandi mátt. er hann býr yfir, og finna sárt til. ef rlkisvaldið misbeitir eða misbýður I einhverri mynd þvl frelsi, er reynsla og þróun aldanna hefur fært þeim I skaut. Til þess að vinna að og koma I framkvæmd einstökum áhugamálum slnum og stefnumálum hefur Varðar- þess að taka upp ný baráttumál og verið opinn fyrir nýjum viðhorfum, ekki slzt ef þau hafa haft fylgi hinnar yngri kynslóðar. Þannig hefur Vörður vlsað þá leið. þar sem varðveizluhneigð og fram- sækni fara saman. Það er sú braut. sem liggur til farsældar hverri þjóð. Það skiptir þvi miklu, hvert gengi Vörður hefur. Allt frá stofnun hefur Vörður verið áhrifamikill I þjóðfélaginu. Hann hefur verið ein meginstoð Sjaíl- stæðisflokksins alla tlð. Ekkert landsmálafélag hefur meiri áhrif á Islenzk stjórnmál. Þess gætir á öllum sviðum þjóðllfsins. Það hefur ekki einungis verið gæfa Sjálfstæðís- flokksins heldur þjóðarinnar I heild, að Vörður hefur starfað af svo mikl- um þrótti á mestu umbreytingatlm- um, sem yfir landið hafa gengið. Á ÞESSUM tímamótum Landsmálafélagsins Varðar flyt ég félaginu heillaóskur og þakkir fyrir ötult og árangursríkt starf f þágu sjálfstæðisstefnunnar og Sjálfstæðisflokksins í 50 ár. Varðar-félagið hefur löngum verið sá vettvangur sjálfstæðismanna, þar sem upplýsingar, fræðsla, skoðanaskipti og stefnumótun hefur farið fram. Forystumenn í þjóð- og borgarmálum hafa þar kynnt viðfangsefnin og afstöðu sína til þeirra, og um leið kynnzt og tekið mið af skoðunum Varðar- félaga. Þá hefur Vörður ekki síður verið vettvangur, þar sem sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa tengzt vináttuböndum og eflt þannig samtakamátt sinn. Landsmálafélagið Vörður hefur lagað skipulag sitt að breyttum lffsháttum, fjölgun borgarbúa og stækkun borgarinnar og tengt félög í hverfum borgarinnar til starfs innan sinna vébanda. Hefur sú nýskipan þegar fest rætur og sannað gildi sitt. Vörður hefur með þessum hætti tryggt sér lífvæn- legan starfsvettvang enn um langa framtíð og mun vonandi reynast áfram sú lyftistöng hugsjónum Sjálfstæðisflokksins, sem verið hefur um hálfrar aldar skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.