Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 5 Fjáröflunarnefndin. Sjónvarpsbingó Ægis hefst á nýjan leik EINS og undanfarin ár gengst Lionsklúbburinn Ægir fyrir bingói f sjónvarpinu og er vinningurinn hálf milljón króna. Bingóspjaldið kostar kr. 400.- og er sala þegar hafin. Ctdregnar tölur verða birtar 1 fyrsta auglýsingatíma sjón- varpsins daglega og jafnframt kemur vikulegt yfirlit 1 dag- blöðum. Munu fyrstu tölur birt- ast f lok næstu viku. Ágóðanum verður varið til áframhaldandi uppbyggingar á vistheimilinu að Sólheimum f Grfmsnesi, þar sem að jafnaði dvelja 40—50 vistmenn. Frá stofnun Ægis fyrir nítján árum hafa félagar klúbbsins valið sér það sem aðalverkefni að styrkja og stuðla að vexti og viðgangi Sólheima A þessum árum hafa Ægisfélagar unnið að framkvæmdum við heimilið fyrir tugi milljóna. A siðast- liðnu ári var t.d. skipt um glugga og gler í elsta húsinu, keypt og komið fyrir 100 tonna vatnsgeymi, eldvarnir bættar og ýmislegt fleira. Hafa útgjöld vegna þessara framkvæmda einna numið um fjórum milljónum króna. Framkvæmd- ir þessar eru fjármagnaðar að mestu með ágóða af kútmaga- kvöldum liðinna ára og sjón- varpsbingóum í seinni tíð. Ennfremur hefur styrktar- sjóður vangefinna lagt fé í framkvæmdirnar, sem þó hafa verið leystar af hendi að tölu- verðu leyti í sjáifboðavinnu Ægisfélaga. Þá fara Ægismenn árlega austur að skemmta vist- mönnum. Félagar Ægis munu verða næstu tvö föstudagskvöld og laugardagsmorgna í nokkrum stórverzlunum, s.s. Vöru- markaðnum, Glæsibæ, Hag- kaupi, Austurveri og Kaup- garði. Ennfremur verða spjöldin til sölu í nokkrum verzlunum. Ægisfélagar skemmta vfstmönnum f Sólheimum. I ÁGtJST SlÐASTLIÐNUM TILKYNNTI FYKIRTÆKIÐ „The Out- span Organisation" f Suður-Arfíku umboðsmanni sfnum á tslandi Eggert Kristjánsson & Co hf., að þeir vildu veita þeirri smásöluverzl- un verðlaun, sem yki mest sölu sfna á appelsfnum grapegruit og sítrónum frá þeim árið 1975 miðað við undangengin ár. Vegna þess hve tilboð þetta kom seint, reyndist ekki unnt að tilkynna um þessa samkeppni fyrirfram eins og eðlilegt hefði verið. En við athugun kom f Ijós, að verzlunin Fjarðarkaup, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, var með mesta aukningu allra fastra viðskiptavina Egg- erts Kristjánssonar & Co hf., f þessum ávöxtum. Eigendur verzlunar- innar þei Bjarni Blomsterberg og Sigurbergur Sveinsson hlutu þvf verðlaunin, sem voru ferð til Kanarfeyja fyrir 2. Á meðfylgjandi mynd má sjá eigendur verzlunarinnar Fjarðakaup þá Sigurberg og Bjarna. Tunglskinsferð Útivistar A TUNGLFYLLINGUNNI f janúar efndi Utivist til tungl- skinsferðar. Tunglið verður aftur fullt um næstu helgi og laugar- dagskvöldið 14. febr. verður farin önnur slfk ferð, að þessu sinni upp f Hamrahlfð í Ulfarsfelli. Verður gengið upp f fellið og horft yfir Ijósadýrð höfuðborgar- innar og nálægra byggðarlaga. Blys á kr. 150 verða seld þeim sem vilja, frætt verður um stjörn- urnar og fleira sér til gamans gert f tunglsljósinu. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 20 og komið aftur f bæinn fyrir mið- nætti. Ferðin kostar 500 kr. en frftt fyrir börn f fylgd með fufl- orðnum. Nauðsynlegt er að vera vel klæddur. Ferðinni stjórnar Þorleifur Guðmundsson. Á sunnudag kl. 13 verður farið upp fyrir Lækjarbotna, og gengið f kring um Selfjall undir leiðsögn Jóns I. Bjarnasonar. I ferðinni verður tekin upp sú nýlunda, að kennd verður meðferð áttavita og að ganga eftir korti. Fyrirhugað er að veita slíka fræðslu f fleiri gönguferðum Utivistar á næst- unni. Seinna verður svo gefinn kostúr á þjálfun í meðferð ísaxar og fjallavaðs, og verður sú fræðsla einnig tengd göngu- ferðum Útivistar. Um aðra helgi, eða föstudaginn 20. febr., verður tveggja og hálfs dags vetrarferð f Haukadal. Um þá helgi eru þorralok og góu- byrjun. Gist verður í svefnpoka- plássi við Geysi og eins og menn vita er þar ágætis sundaðstaða. Gengið verður á Bjarnarfell, farið að Gullfossi, sem einnig er tignar- legur í vetrarbúningi, og víðar. Fararstjóri í þeirri ferð verður Þorleifur Guðmundsson. Útivist er með fleiri nýjungar áprjónunum, og verða þær kynntar siðar. Þakkarkveðja GlSLI Björnsson trésmiður, sem varð 100 ára 10. þ.m., hef- ur beðið Morgunblaðið fyrir góðar kveðjur og hjartans þakkir til hinna mörgu góðu vina og ættingja, sem á marg- vfslegan hátt sýndu honum vinarhug og rausn, sem gerði 100 ára afmæli hans hátfðlegt og ógleymanlegt. I bréfi frá Gfsla segir: „Eg þakka hinum fjölmörgu vinum mfnum innan bæjar og utan, er ég næ ekki til, en sendi þeim á þennan hátt hjartakærar kveðjur og þakkir fyrir kærkomna heimsókn, góð bréf, skeyti, og blóm og vandaðar afmælisgjafir.“ EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Wíí AU(»LÝSIN(*A- <sí\fl\\ F.R- 22480 Ofsalegt buxnaúrval ★ Bullitt gallabuxur ★ St. Cooper gallabuxur ★ Simon gallabuxur ★ „Low-rise” kvenflauelis og tereline/ullarbuxur ★ Billy Patch 3 herrabuxur ★ Billy Patch 2 herrabuxur Nýkomið mikið úrval af alls konar fatnaði Sími frá skiptiborði 281 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.