Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
29
félk í
fréttum
Verða grísirn-
ir geimfarar?
+ Sextfu og eins árs gamall japanskur bóndi,
Hirashi Omi, sem er sjálfmenntaður vfsinda-
maður, baukaði við það f 14 ár að rækta dverg-
svfn. Sfðan tókst honum með aðstoð prófessors
við Nagoya-háskóla að koma upp stofni smá-
gerðra alisvfna, sem ekki vega meira en 35—40
kfló fullvaxin. Vfsindamaður sem starfar hjá
Geimferðastofnun Bandarfkjanna, NASA, fékk
veður af þessu afreki Omis og reynir nú að telja
yfirmenn sína á að fá hjá honum dvergsvfn tii
nota við tilraunastarfsemi stofnunarinnar.
Ástæðan fyrir málaleitan vísindamannsins er
sú, að gerð innri Ifffæra svfna er um margt
svipuð og hjá mönnum og t.d. mun skyldari en
apa og hunda. Omi hefur til bráðabirgða boðist
til að selja þeim 20 mfnigrfsi ef það megi verða
til þess að stuðla að framkvæmd þeirrar áætl-
unar stofnunarinnar að koma upp geimstöð ( —
stfu?) árið 1980. En yfirmennirnir hjá NASA
eru hálfvandræðalegir sumir hverjir og hafa
lýst þvf yfir, að stofnunin búi yfir þó nokkurri
þekkingu um apa f geimferðum en viti á hinn
bóginn þeim mun minna um svfn.
+ Vændiskona f Saigon 1971: Nú eru breyttir
tfmar hjá stallsystrum hennar; þær hafa ýmist
sest á skólabekk, snúið sér að landbúnaðarstörf-
um eða selja súpur á götum höfuðborgarinnar.
Aðeins örfáar gera enn út — mest á útlendinga.
Oglöðu vœnd-
iskonurnar
+ Vfetnamstrfðið var háð á hrfsgrjónaökrunum
og þvf var gleymt f óminnisgleði á vændishúsum
Saigonborgar. Þegar agaðir kommúnistaherirn-
ir náðu borginni á sitt vald, lömuðust þeir
hreinlega andspænis spillingunni og siðleysinu
sem mætti þeim. Eitt Hanoi-blaðanna varð
jafnvel að leita allar götur til Biblfunnar f
samjöfnuði sfnum: „Sódóma og Gómorra“, var
einkunnin sem Saigon fékk hjá blaðinu.
Og nú reyna kommúnistar sem óðast að mann-
bæta þessar næturdrottníngar borgarinnar. Það
er þáttur f baráttu þeirra við að „úthýsa gjör-
spilltu hugarfari og læpuskaps ódyggðum úr
þjóðfélaginu," segir Hanoi-blaðið. Yfir 300
gleðikonur hafa verið innritaðar f siðprýðingar
kvennaskóla, en markmið skólans er, eftir þvf
sem segir f tilkynningu frá Hanoi f sfðustu viku,
„að endurhæfa fyrrum vændiskonur til heil-
brigðrar og gagnsamlegrar þátttöku f sósfalfskri
uppbyggingu þjóðfélagsins“.
t skóla þessum, sem er heimavistarskóli, gilda
strangar siðareglur. Flestir nemendanna eru
ólæsir og margir þeirra haldnir kynsjúkdómum.
Meðal þeirra eru einnig fyrrverandi fórnar-
dýr heróinneyslu. 1 skólanum er farið á fætur
fyrir allar aldir og konurnar látnar vinna við
heimilisstörf. Sfðan er dagleg læknisskoðun.
Morguninn fer svo f fundi þar sem iðkuð er
sjálfsgagnrýni og hlýtt á pólitfska fyrirlestra.
Sfðdegis er unnið við körfugerð, saumað, hnýtt
og ofið, og á kvöldin bfður nemendanna „list-
rænni iðja“; þá eru aðallega sungnir byltingar-
söngvar.
BO BB & BO
3#S-/0- 7S
S7&-MUA/D —i
Útlendingar eftir-
sóknarverðustu
viðskiptavinirnir
Ef marka má upplýsingar út-
lendra gesta, sem nýlega hafa
sótt Saigon heim, hafa flestar
aðrar vændiskonur borgar-
innar snúið sér að land-
búnaðarstörfum eða tekið sér
fyrir hendur að selja súpur á
götum úti f höfuðborginni.
Sárafáir hafa handbæra pen-
inga til að standa undir
kostnaðarsömu kynlffi þessa
dagana, og hvað kommúnfsku
hermönnunum viðvfkur virðist
þeim ekki annað hugleiknara
en að taka ljósmyndir og borða
rjómafs. Nokkrar gamalgrónar
vændiskonur gera þó enn út og
venja komur sfnar einkum
þangað sem er von útlendinga.
Samkvæmt upplýsingum
nýlegs viðskiptavinar hafa þær
breytt verðlaginu til samræmis
víð brevtta tfma. t stað peninga
kjósa þær nú heldur bónorð —
og farmiða til Evrópu.
Árshátíð
SVFR 'S.V.F.R.
verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu
FÖSTUDAGINN 19. MARZ, og hefst með
borðhaldi kl. 19:00. Móttaka pantana er hafin
á skrifstofu félagsins að Háaleitisbraut 68, sími
86050. Áætlað verð hvers miða er 4—5000
kr.
Hús og skemmtinefnd S.V.F.R.
Blúsur frá 990.—
Peysur frá 800.—
Herraskyrtur frá 700.—
Sloppar frá 900.—
Náttkjólar frá 595.—
Handklæði frá 345.—
Regnkápur frá1500.—
Flauelsjakkar frá 995.—
BÚTASALA