Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
Allsherjarsamningarnir:
Aftur tekið til
við sérkröfurnar
Vinnuveitendur á fundi með
fulltrúum ríkisstjórnarinnar
FORSVARSMENN Vinnu-
veitendasambands lslands áltu 1
gær fund með forsætisráðherra,
Geir Hallgrlmssyni, er hafði sér
til ráðuneytis Ólaf Jðhannesson
viðskiptaráðherra, Halldór E.
Sigurðsson landbúnaðar- og sam-
göngumálaráðherra og Gunnar
Thoroddsen félagsmálaráðherra.
Fundurinn var haidinn að beiðni
vinnuveitenda, og voru kaup-
gjaldsmálin almennt til umræðu.
Fundur sáttasemjara með
samninganefndum ASl og VSt
hófst kl. 2 ( gær, en sfðan var
gefið matarhlé um sjöleytið og
tekið til við að nýju kl. 8.30. Stóð
Eldur í
Klúbbnum
Eldur kom upp 1 kjallara Veit-
ingahússins við Lækjarteig um
kl. 11 f gærkvöldi. Reyndist þarna
aðeins um smávægilega fkveikju
að ræða, og tókst fljótlega að
slökkva eldinn án þess að
umtalsvert tjón hlytist af.
Rretland:
Kommúnista-
foringi segir
sig úr flokknum
London, 12. febr. Ntb.
EINN stjórnarmanna brezka
kommúnistaflokksins, Jimmy
Reid, hefur sagt sig úr flokknum.
Reid er 42ja ára og rektor við
Glasgowháskóla. Hann vakti á sér
mikla athvgli 1 Bretlandi fvrir
nokkrum árum, þegar hann stýrði
verkfallsaðgerðum við skipa-
smfðastöðina Upper Clyde, með
það fvrir augum að telja rfkis-
stjórnina á að veita skipasmfða-
stöðinni fjárhagsstuðning.
fundurinn enn þegar Morgun-
blaðið hafði sfðast fréttir áellefta
tfmanum.
I samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Ölafur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, að vinnuveitendur
hefðu enn ekki tekið formlega
íifstöðu til tillagna sáttanefndar-
innar heldur hefði verið ítrekað
af hálfu vinnuveitenda að þeim
þættu kauphækkunarhugmyndir
sáttanefndar nokkur háar og at-
vinnuvegirnir væru illa f stakk
búnir. Hins vegar væru sérkröf-
urnar fyrst og fremst á dagskrá
núna, og vinnuveitendur vildu sjá
BREZKA blaðið Evening News
hefur það f kvöld eftir nokkrum
af brezku málaliðunum, sem hafa
snúið heim frá Angóla, að
ástæðan fyrir aftökum mála-
Leirkerasmið-
ir í fagfélag
Fréttatilkynning frá Félagi is-
lenzkra leirkerasmiða:
Stofnfundur félagsins var hald-
inn í Reykjavík 27. janúar. Til-
gangur félagsins er að efla sam-
tök og gæta hagsmuna félags-
manna í öllu því er iðngreinina
varðar og fjárhagslegt öryggi
Ennfremur að stuðla að list-
rænni framleiðslu og framförum
í leirkerasmíði.
Stjórnina skipa: Einar Guð-
mundsson formaður, Helgi Björg-
vinsson ritari, Tove Kjarval gjald-
keri og Guðmundur Einarsson
varamaður.
hvernig þær þróuðust. Sagði
Ölafur, að þess væri ekki að
vænta á þessu stigi að vinnu-
veitendur gæfu formlegt svar við
hugmyndum sáttanefndar um
kauphækkun á þessu stigi, þar eð
engin staða væri til að taka af-
stöðu til þeirra fyrr en séð væri
hvernig sérkröfunum reiddi af.
Björn Jónsson, formaður
Alþýðusambands Islands, sagði,
að ekkert fréttanæmt væri af
fundinum I gær, þegar Morgun-
blaðið náði tali af honum um
kvöldverðarleytið. Engin svör
hefðu borizt frá vinnuveitendum,
og allt væri við það sama.
Meiningin væri þó að taka kvöldið
í að skoða eitthvað nánar
sameiginlegar sérkröfur félag-
anna en Björn kvaðst ekki vita
hvað úr því yrði.
liðanna 14 hafi verið, að þeir
gerðu uppreisn vegna þess að þeir
fengu ekki nýtfzku vopn til að
berjast með. Hefði 21 maður gert
uppreisn og lagt á flótta frá
búðunum, en 14 verið teknir
aftur til fanga og teknir af Iffi
eftir fyrirmælum grfska her-
foringjans, sem var yfir mála-
liðunum.
Lögreglan í Lundúnum hefur
nú málaliðana til yfirheyrslu en
nokkrum þeirra hefur þó þegar
verið sleppt.
Brezka stjórnin hefur lofað
þinginu að hún muni gera það
sem í hennar valdi stendur til að
koma i veg fyrir frekari ráðning-
ar málaliða í Bretlandi. V-þýzk
yfirvöld hafa einnig lýst því yfir
að þau muni reyna að koma í veg
fyrir að v-þýzkir málaliðar fari til
Angóla.
Fitukeppur í
sérkennilegum
megrunarkúr
Croby, Knglandi, 12. febr. Reuter
RÚMLEGA fertugur Breti,
fjögurra barna faðir, sem hefur
glímt árangurslaust við offitu og
matarlyst árum saman og vegur
nú 234 kíló hefur nú Ieitað á náðir
lækna í örvæntingu sinni og látið
lækna loka á sér munninum með
sérstökum víraútbúnaði þannig
að hann getur ekki nærzt nema
tekið til sin vökva í gegnum strá.
Er ákveðið að þessi útbúnaður
verði hafður um munn mannsins
næstu sex mánuði. Eiginkona
hans Elisa segir að vegna hinnar
ofboðslegu fitu hafi hún orðið að
hjálpa honum nánast með hvað-
eina, að klæða sig og setja á hann
skóna og hafi hann smám saman
orðið algerlega ósjálfbjarga og nú
síðustu mánuði aðeins getað
hreyft sig með miklum erfiðis-
munum.
— Átök
á miðunum
Framhald af bls. 36
Baldur var kominn inn fyrir 12
mflurnar, þegar Mbl. hafði sfðast
fréttir, og voru skipverjar búnir
að athuga skcmmdir. Sagði Pétur
Sigurðsson, að enginn leki hefði
komið að skipinu né nokkur slas-
ast, en á sfðu Baldurs væri far
eftir freigátuna alveg frá borð-
stokk og niður undir sjólfnu.
„Þetta er ófyrirlcitnasta ásigling
sem við höfum orðið fyrir það
sem af er“ sagði Pétur.
— Frysting
Framhald af bls. 36
ófáanlegir til að láta nokkra loðnu
til frystingar. Er ástæðan talin sú,
að enn liggur ekki fyrir verð-
ákvörðun á frystri loðnu, eins og
getur hér að framan. Þá sagði
Sveinn, að loðnubræðslurnar þar
myndu nú hættar móttöku vegna
yfirvofandi verkfallshættu, enda
þótt formaður verkalýðsfélagsins
á staðnum hefði tjáð sér, að bæði
verkfalli sjómanna og landverka-
fólks hefði verið frestað þar um
þrjá daga og vika væri þannig til
stefnu. I Neskaupstað var áform-
að að hefja frystingu á loðnu úr
Magnúsi NK, sem kom til Hafnar
í gærkvöldi.
— Þrjú tilfelli
Framhald af bls. 2
á fót I Skagafirði. Þessi mál hafa
verið lengi til athugunar. Skag-
firðingar sóttu á sinum tíma um
læknamiðstöð og heilsuverndar-
stöð, og mikilli undirbúnings-
vinnu er nú lokið i og utan ráðu-
neytis til byggingar heilsugæzlu-
stöðvar.
Það er löngu orðin brýn nauð-
syn á slíkri stofnun í Skagafirði.
Verður að vænta þess, að ákvörð-
un liggi fyrir mjög fljótlega, og
viðunandi bráðabirgðaaðstaða
fengin til að rækja þessa þætti
heilbrigðisráðstafana, þar til
heilsugæzlustöðin tekur til
starfa,“ sagði Friðrik.
— Angóla
Framhald af bls. 1
tök Afríkuríkja að veita „Al-
þýðulýðveldinu Angóla" inn-
göngu í samtökin. Hafa þá alls
20 Afríkurfki viðurkennt
stjórn MPLA
Henry Kissinger utanríkis-
ráðherra Bandarfkjanna sagði á
fundi með fréttamönnum f
Washington í dag að yfirvof-
andi sigur MPLA- hreyfing-
arinnar hefði ekki breytt
afstöðu Bandaríkjanna um að
neita að viðurkenna ríkisstjórn f
Angóla sem komið hefði verið á
fyrir tilstilli Kúbumanna og
Sovétmanna. Sagði utanríkisráð-
herrann að þeir 12000 kúbönsku
hermenn, sem í Angóla eru hefðu
nær eingöngu staðið f eldlfnunni
og haft undir höndum sovézk her-
gögn fyrir hundruð milljóna
dollara. Sagði Kissinger að
Bandaríkjamenn væru ekki and-
vígir MPLA-hreyfingunni sem
slfkri heldur andvigir að stjórn,
sem nyti stuðnings mikils minni-
hluta Angólabúa yrði þröngvað
upp á þá. Kissinger sagði að
Bandarikin litu fhlutun Sovét-
manna alvarlegum augum og að
hún myndi hafa áhrif á samskipti
þjóðanna á breiðari grundvelli.
— Josef Luns
Framhald af bls. 1
strax til islenzku ríkisstjórnar-
innar.
Aðspurður hvort hann væri
enn sömu skoðunar og hann lét
í Ijós i samtali við Mbl. á mánu-
daginn frá Washington, að með
nokkrum góðvilja manna von-
aðist hann til að hugsanlega
yrði hægt að finna sáttaleið í
deilunni sagði Luns: „Já, þau
ummæli standa ennþá og gilda
auðvitað um báða deiluaðila.
Hins vegar get ég engu spáð um
framhald málsins fyrr en ég
hef heyrt viðbrögð íslenzku rík-
isstjórnarinnar við hugmynd-
um Breta.“
I fréttastofufregnum frá
London i kvöld var það haft
eftir heimildum i brezka stjórn-
arráðinu að Luns myndi nú
óska eftir fundi með islenzkum
ráðherrum til þess að ræða
ýmsar hugmyndir, sem Bretar
hefðu lagt fyrir hann i viðræð-
unum i gær og fyrradag og í
tilkynningu frá brezka for-
sætisráðuneytinu sagði að
Wilson hefði fullvissað Luns
um að Bretar skyldu fyllilega
mikilvægi NATO-hliðar þessar-
ar deilu og að Bretar væru
reiðubúnir til að gera sam-
komulag. Hins vegar eru brezk-
ir embættismenn afar svartsýn-
ir á skjóta lausn deilunnar, þar
sem ekki hafi tekizt að ná sam-
komulagi í viðræðum Geirs
Hallgrímssonar og Harolds
Wilsons á dögunum. Luns sagði
við fréttamenn í London, að
hann hefði miklar áhyggjur af
deilunni, en vonaði að hægt
yrði að komast að samkomulagi.
Mbl. hafði samband við
Einar Ágústsson utanrlkisráð-
herra í gærkvöldi en þá hafði
ekki enn borist endanleg
skýrsla um viðræðurnar.
— Seyðisfjörður
Framhald af bls. 2
hefur boðað verkfall frá og með
20. febrúar.
Síldar- og fiskmjölsverk-
smiðjurnar á Kletti og í Örfirisey
hafa farið fram á það við Verka-
mannafelagið Dagsbrún, að þær
fengju leyfi til vinnslu á þeirri
loðnu, sem vera kynni í þróm
verksmiðjanna ef til verkfalls
kæmi og hafði svar við þeirri
beiðni ekki borizt í gærkveldi.
Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu-
firði hefur boðað verkfall frá og
með 17. febrúar en verkalýðs-
félagið á Raufarhöfn hefur ekki
boðað verkfall. Mörg verkalýðs-
félög á Austurlandi munu hafa
boðað verkfall frá og með 20.
febrúar og er enn á huldu, hvort
þau leyfa vinnslu á loðnu eftir
að verkfall hefst.
— Spectator
Framhald af bls. 15
myndina i sjálfu sér, geti hér
aðeins verið um tímaspursmál
að ræða.
En umfram allt og það sem
þyngst vegur, segir blaðið er að
framkoma og allt tal brezkra
stórvalda I þessu máli hefur
verið ósæmandi. Oftar en einu
sinni hafa Bretar — eftir að
hafa tekið harða afstöðu gagn-
vart samrikjum sínum innan
Efnahagsbandalagsins — látið
undan síga. En gagnvart Is-
landi virðast Wilson og menn
hans telji sér sæma og að þeim
sé óhætt að vera i harðstjóra-
gervinu. Þáttur Wilsons í samn-
ingaviðræðunum við forsætis-
ráðherra Islands hafi I senn
einkennzt af einhliða fullyrð-
ingum og ósamræmi, eins og
mótsagnakennd fyrirmæli hans
til brezka fiotans hafi glöggt
borið vitni um. Þvi miður sé
ekki meiri reisn yfir stöðu
stjórnarandstöðunnar í þessu
máli: ef Ihaldsflokkurinn hafi
stefnu i málinu, sem megi
draga i efa — virðist hún hniga
til stuðnings við rikisstjórnina.
Það kæmi öllum aðilum langt-
um betur, ef Bretar sýndu i
verki höfðingslund og samn-
ingsvilja i samskiptum sínum
við Islendinga, segir að lokum i
grein Spectators.
— Veik stjórn
Framhald af bls. 15
Flestir ráðherranna i nýju
stjórninni eru hinir sömu og i
fráfarandi stjórn en skipt hefur
Verið um fjármálaráðherra og
skipt hefur einnig verið um
innanríkisráðherrann Luigi
Gui, að eigin ósk. Hann hefur
verið orðaður við mútumál það
sem komið er upp á Italíu i
— íþróttir
Framhald af bls. 35
lega á Kulakovu, en munurinn var of
mikill, þennig að sprettur Takalo
sem tvimælalaust var sá bezti I þess-
ari göngu nægði ekki til
í sovézku gullsveitinni voru Nina
Balditsjeva, Amosova, Smetanina
og Kulakova í sveit Finnlands voru
Liisa Suihkonen, Kajosmaa, Kuntola
og Takalo og I sveit Austur-
Þýzkalands voru Deberthauser,
Krassgay, Petzold og Schmidt
Beztum millitlmum náðu 1.
sprettur: Carlsson, Sviþjóð,
17:27,25 mln , Suihkonen, Finn-
landi, 17:29,23, og Balditsjeva,
Sovétr., 17:31,01 mín 2. sprettur:
Amonsova, Sovétr , 17:08,21,
Kajosmaa, Finnl , 17:22,06 min ,
og Partapuloin, Sviþjóð, 17:28,46
min. 3. sprettur: Smetanina,
Sovétr , 16 58,56, Petzold, A-
Þýzkalandi, 17:01,71 mln , og
Kuntola, Finnlandi, 17 08,98 min
4. sprettur: Takalo, Finnlandi,
16 36,51 mln , Kulakova, Sovétr ,
16:49,63 mln , og Schmidt, A-
Þýzkal , 17:07,08 min.
Skák
eftir JÓN Þ. ÞÓR
SKÖMMU fyrir áramót lauk i
Pula í Júgóslavíu fjórða og sið-
asta svæðamóti Evrópuríkja í
þessari umferð heimsmeistara-
keppninnar. Þetta mót var
langlakast skipað allra mót-
anna, ef frá er talið mótið á
Spáni, sem á sér sérstaka sögu
eins og áður hefur verið rakið
hér í þættinum. Úrslitin í Pula
urðu sem hér segir:
1. Csom (Ungv.l.) 9,5 v., 2. — 3.
Andersson (Svíþjóð) og Padev-
sky (Búlgaría) 9 v„ 4. — 6.
Barle (Júgósl.), Augustin
(Tékkóslv.) og Knaak (A-
Þýzkal.) 8 v„ 7. — 9. Pritchett
(S.kotl.) Bukic (Júgósl.) og
Hasai (Ungv.l.) 7,5 v„ 10. — 11.
Hug (Sviss) og Schmidt (Póll.)
7 v„ 12. Bellon (Spánn) 6,5 v.
13. Urzicke (Rúmenía) 5 v„ 14.
Borngasser (V-þýzkal.) 4,5 og
15. Stylb (Luxemb.) lv. Enn
einn ungverskur sigur og And-
ersson, síðasta von Norður-
landabúa, yeröur að tefla ein-
vígi um farseðilinn á milli-
svæðamót. Margar skemmtileg-
ar skákir voru tefldar á móti
þessu, og hér koma tvær þeirra,
sem sýna glöggt, hve misjafn-
lega má beita sama byrjunaraf-
brigðinu til sigurs.
Hvítt: Hasai
Svart: Schimdt
Frönsk vörn
1. e4 —e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3—
Rf6, 4. e5 — Rfd7, 5. f4 — c5, 6.
Rf3 — Rc6, 7. Be3 — cxd4, 8.
Rxd4—Rxd4, 9. Bxd4—Rb8?
10. Dd2 — Rc6, 11. 0—0—0 —
Rxd4, 12. Dxd4 — Bd7,
13. f5! — Dg5 + ?, 14. Kbl —
Dxf5, 15. Bd3 — Dg5, 16. Hhfl
— Be7, 17. Rxd5! — exd5, 18.
Dxd5 — 0—0—0, 19. Ba6!! —
bxa6, 20. Da8+ — Kc7, 21.
Dxa7+ — Kc8, 22. Dxa6+ —
Kc7, 23. Da7+ — Kc8, 24. Da8 +
— Kc7, 25. Da7+ — Kc8, 26.
Hd6!! — Dxe5, 27. Hb6 —
Hde8, 28. Hdl — Bd6, 29.
Hb8 + ! — Bxb8, 30. Dxd7 mát!
Hvltt: Barle
Svart: Padevsky
Frönsk vörn
1. e4 — e6, 2. d4 — d5, 3. Rc3 —
Rf6, 4. e5 — Rfd7, 5. f4 —c5, 6.
Rf3 — Rc6, 7. Be3 — cxd4, 8.
Rxd4 — a6, 9. Dg4 — g6, 10.
0-0-0 — Rxd4, 11. Bxd4 — b5,
12. Bd3 — Bd7, 13. h4 — h5, 14.
Dh3 — Bc5?, 15. Bxg6! — fxg6,
16. Dxe6+ — De7,17. Dxg6+ —
Df7, 18. Dg5 — De7, 19. Dg3 —
0 — 0—0, 20. e6. — Dxe6, 21.
Hhel — Df7, 22. Bxh8 — Hxh8,
23. Rxd5! — Bxd5, 24. Dc3+ —
Kb7, 25. Dxh8 — Rf6, 26. g3 —
Bb4, 27. c3 — Be7, 28. b3 —
Ba3+, 29. Kc2 — Dg6+, 30. Hd3
— Be4?, 31. Hxe4 — Rxe4, 32.
Hd7+ — Kb6, 33. Dd8+ — Kc5,
34. Hc7+ og svartur gaf.
Neituðu að ber jast
með léleg vopn