Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 GUÐMUNDUR Benediktsson, fyrrv. borgargjaldkeri, á að baki langan starfsaldur innan Landsmálafélags- ins Varðar. Formaður Varðar var Guðmundur kosinn 4. maí 1935 og gegndi hann því starfi til ársins 1 940. í stjórn Varðar sat hann áfram til ársins 1942 og aftur tók hann sæti í stjórninni 1 945 til 1946. Sam- tals urðu þau því átta árin, sem Guðmundur átti sætr I stjórn Varðar og er hann nú elzti formaður félags- íns, sem enn er á lífi. Guðmundur er kunnur fyrir störf sín í þágu Reykja- víkurborgar en hann gegndi starfi bæjargjaldkera og siðar borgargjald- kera frá árinu 1930 þar til í árs- byrjun 1969 eða i 38 ár. Hér á eftir verður rætt við Guðmund um fyrstu ár Varðarfélagsins auk þess, sem skyggnzt verður nokkuð yfir sögu félagsins til þessa dags. Hverjar voru helztu ástæðurnar fyrir þvi að Landsmálafélagið Vörður var stofnað? „Ég man að eitt sinn lysti Magnús Jónsson, prófessor og fyrsti for- maður Varðar, stofnun félagsins á þann veg að nokkrir menn hefðu verið kallaðir saman i K.F.U.M. húsinu og átti að stilla upp mönnum á lista fyrir kosningar. Þessi hópur var sammála um að stofnað yrði nýtt landsmálafélag en þá starfaði hér i bænum Landsmálafélagið Stefnir. Þegar Stefnir var stofnaður skiptust menn mjög í flokka, hvað snerti stjórnmál og töldu fundarmenn að vænlegra væri að stofns nýtt félag. Varðarfélagið er síðan stofnað og það setti fram stefnuskrá sina. Á þessum árum störfuðu íhaldsflokkur- inn og Frjálslyndi flokkurinn, en i þeim siðarnefnda var ég félagi." Nú hefur Varðarfélagið lengst af starfað innan Sjáifstæðisflokksins. Eftir þvi sem ég man bezt, var stofn- un flokksins rædd á fundi í Verði og samþykkt þar. Skömmu síðar var því lýst yfir að Vörður styddi Sjálf- stæðisflokkinn og hefur félagið jafn- an siðan fylgt honum að málum." Fundir Varðarfélagsins hafa jafnan verið einn aðalvettvangur stjórn- málaumræðna meðal sjálfstæðis- manna f Reykjavik. Hvað voru þessir fundir haldnir oft i fyrstu? „Þeir voru ýmist haldnir vikulega eða hálfsmánaðarlega og voru þar tekin fyrir helztu málin, sem á dag- skrá voru á hverjum tima, einnig hreyfðu menn á fundunum þeim málum, sem þeir vildu að yrðu tekin upp. Oft hefur Varðarfélagið fyrst hreyft þeim málum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur síðan gert að bar- áttumálum sinum og á þetta ekki sízt við um málefni Reykjavikur. Ekki ósjaldan urðu snarpar umræður á fundunum og oft var deilt á forystu- menn flokksins." Guðmundur Benediktsson Manstu eftir einhverju sérstöku máli, sem mikið var deilt um? „Ég man ekki eftir neinu sérstöku máli f svipinn nema hvað ég man að á sínum tfma var rifizt mikið um, hvort ganga ætti til samstarfs við Framsóknarflokkinn um myndun samstey pustjórnar." Þú sagði áðan að deilt hefði verið á forystumenn flokksins á Varðar- fundunum. Mættu forystumennirnir yfirleitt á fundunum? „Yfirleitt mættu þeir alltaf á fund- unum, Mjög oft voru þeir frum- mælendur og ég held að það hversu áhrifaríkt félagið varð á vettvangi stjórnmálabaráttunnar, stafi mest af þvi að forystumenn flokksins voru sífellt á fundunum. Ólafur Thors mætti alltaf á fundum, þegar hann gat komið því við og eftir að Bjarni Benediktsson valdist til forustu Í flokknum mætti hann alltaf á fund- unum en einnig var Bjarni um skeið formaður félagsins." Átti fólk greiðari aðgang að forystumönnum flokksins á þessum árum heldur en nú? „Já það fólk sem kom á fundina hjá Varðarfélaginu, kynntist forystu- mönnunum þar því yfirleitt voru einn eða fleiri af þeim mættir á þá Þarna gafst fólki tækifæri á að ræða við þá og spyrja ráða og leita upplýsinga." Hvernig var stofnun Varðar tekið af pólitískum andstæðingum félags- ins? „ Þeir voru mjög vondirút í Vörð og einnig Heimdall eftir að hann var stofnaður. Kom þetta bæði fram f btaðagreinum og á fundum hjá þeim. Sjaldan var þó um nokkurt ofstæki að ræða nema hjá nokkrum mönnum." En hvað með samskipti Varðar og Heimdallar. Voru einhver átök milli þessara félaga t.d. um menn á lista fyrir kosningar? „Á vegum Varðar var yfirleitt kos- in 1 5 manna nefnd til að stilla upp mönnum á lista. Heimdallur kaus einnig slíka nefnd og stundum störf- uðu nefndir þessar saman. Stundum skarst í odda milli félaganna um menn á listann. Síðan var stofnað Foringjaráð Varðar sem f áttu sæti Varðarfélagar ásamt nokkrum Heim- dellingum. Þetta ráð fékk það hlut- verk að stjórna kosningabaráttu flokksins. Á formannsárum mfnum fjölgaði sjálfstæðisfélögunum í Reykjavfk en þá voru Hvöt og Óðinn stofnuð. Menn voru hræddir um að erfitt yrði að sameina krafta þessara félaga nema til kæmi einhver sam- starfsgrundvöllur og þá var Fulltrúa- ráð sjálfstæðisfélaganna f Reykjavfk stofnað og tók það við störfum For- ingjaráðsins. Sumir voru ósáttir við þessa breytingu og sögðu að með þessu missti Vörður áhrif." Stundum er þvf haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé eingöngu flokkur atvinnurekenda og peninga- manna og hann láti sig litlu skipta málefni launþega. Hvað vilt þú segja um þessar fullyrðingar? „Þessi skoðun er byggð á þekkingarleysi og ég man að and- stæðingarnir viðurkenndu það einu sinni að það væru fleiri verkamenn f Sjálfstæðisflokknum en f öllum hin- um flokkunum. Stofnendur flokksins komu úr öllum stéttum, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn alla tfð verið flokkur allra stétta. Andstæðingarnir sögðu f fyrstu að flokkurinn yrði ekki lengi stór flokkur, því hann yrði að taka tillit til sjónarmiða allra stétta og sumir gengu svo langt að segja að óhugsandi væri að það tækist. Það gefur auga leið að það er stundum erfitt að vera flokkur allra stétta, í stað þess að hafa aðeins eina stétt á samvizkunni. Sjálf stæðisf lokknum hefur tekizt að vera flokkur allra stétta og ég sé ekki annað en slíkt ætti að takast í framtíðinni." Var mikil harka f kosningabar- áttunni á þeim árum, sem þú varst formaður Varðar Guðmundur? „Vissulega var alltaf harka f ein- staka kosningum og menn gripu til ýmissa ráða til að klekkja á and- stæðingnum. Við f Sjálfstæðis- flokknum komum snemma upp föstu kerfi, sem unnið var eftir við kosningar. Andstæðingarnir sáu oft ofsjónum yfir skipulagi okkar og sögðu að við værum að njósna um persónulegar skoðanir fólks. Smám saman hafa hinir flokkarnir verið að taka upp það skipulag sem við not- uðum eftir þvf er þeir gátu. En varðandi hörkuna man ég eftir þvf að við lýðveldiskosningarnar urðu and- stæðingar lýðveldisins, sem voru fremur fáliðaðir, svo æstir að þeir lögðu hendur á fylgismenn sfna til að koma þeim á kjörstað." Varð einhver breyting á stefnu Varðar við stofnun Sjálfstæðis- flokksins? „Þegar Vörður er stofnaður fylgdi hann íhaldsflokknum að málum enda félagið stofnað af honum. Við stofnun Sjálfstæðisflokksins og sam- runa íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins er til muna meiri áherzla lögð á sambandsslitin við Dani og lýðveldisstofnunina. Öll var barátta félagsins f anda sjálfstæðisstefn- unnar og menn settu á oddinn kjör- orðið: Frjáls þjóð og frjálst framtak einstaklingsins." Þegar þú Iftur til baka og skyggnist yfir farinn veg á þessum 50 árum sem liðin eru frá stofnun Varðar ertu þá ánægður með þær breytingar, sem gerðar hafa verið á skipulagi félagsins? „Félag sem Vörður verður jafnan að laga sig að aðstæðum á hverjum tfma. Byggðin í Reykjavfk hefur þanizt út og því var að mínum dómi rétt að færa starfið meira út f hverfin. Vörður, sem félag er áfram til staðar og það er enn sem fyrr baráttuvettvangur sjálfstæðismanna f Reykjavfk. Ég vil að sfðustu þakka þeim mönnum, sem ég hef starfað með f Verði, samstarfið sem oft var mjög ánægjulegt og ég óska Varðar- félaginu allra heilla á komandi tfmum." Á KJÖRDAG — Það var löngum ys og þys við gamla Varðarhúsið við Kalkofnsveg (lengst til hægri á myndinni) á kjördag. „Andstæðingarnir sáu oft ofsjónum ’lT'flW* ci/imi 1 nÍYI Rætt við (iuðmund Benediktsson ylll ölvllJIIlclcil UlvlVdl elzta núlifandi formann Varðar Bjarni Sigurðsson veitti skrifstofu Varðar forstöðu 1 tæpa þrjá áratugi. Hann var fyrsti starfsmaður Varðar og átti stðran þátt f að mótastarfsgrundvöll félagsins. IVIagnús Jonsson, proiessor og alþingis- maður, var fyrsti formaður Varðar og mótaði málefnalegan grundvöll Varðar- félagsins og stefnumál þess. Guðmundur Jóhannsson, kaupmaður, var þriðji formaður Varðar. Undir hans for- ustu efldist félagið til munaog komið var á þvl skipulagi f starfsemi félagsins, sem að mestu hefur. haldizt óbreytt fram til þessa dags. FORMENN LANDSMALA- FÉLAGSINS VARÐAR 1926—1976. 1926—1927: Magnús Jónsson, prófessor. — 1927—1928: Jón Ólafsson, alþingismaóur. — 1928—1932: Guómundur Jóhannsson, kaupmaóur. — 1932—1933: Gústaf A. Sveins- son, hrlm. — 1933—1935: Gunnar E. Benediktsson, hrlm. — 1935—1940: Guðmundur Benediktsson, borgargjaldkeri. — 1949—1942: Arni Jónsson, fráMúla. — 1942—1943:Stefán A. Pálsson, kaupmaður. — 1943—1945: Eyjólfur Jóhanns- son, forstjóri. — 1945—1946: Bjarni Benediktsson, fyrrv. for- sætisráðherra. — 1946—1952: Ragnar Lárusson, forstjóri. — 1952—1955: Birgir Kjaran, hagfr. — 1955—1956: Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri. — 1956—1960: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþm. — 1960—1963: Höskuldur Ólafs son, bankastjóri. — 1963—1966: Sveinn Guðmunds- son, forstjóri. — 1966—1968: Svavar Pálsson, forstjóri. — 1968—1971: Sveinn Björnsson, kaupmaður. — 1971—1973: Valgarð Briem, hrl. — 1973 — I Ragnar Júlíusson, skólastjóri. 'NbVERANDI STJÓRN VARÐAR — Fremri röð frá vinstri: Óskar Friðriksson, ritari, Björgúlfur Guðmundsson, varaformaður, Jónína Þorfinnsdóttir, Ragnar Júlíusson, formaður, Helga Gröndal, Guðmundur Óskarsson og Brynjólfur Bjarna- son, gjaldkeri. Aftari röð frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri, Þóroddur Th. Sigurðsson, Hilmar Guðlaugsson, Bergur ólafsson, Ólafur Jensson, Guðni Jónsson, Gunnar Hauksson, Páll Björnsson, Óttar J. Októsson og Leifur Sveinsson. Á myndina vantar Bjarna Helgason og Vilhjálm Heiðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.