Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 35 Botnliðið tók Vals- menn í kennslustund „EF ÞIG eigið ennþá hauskúpu- merkið, sem þið notuðuð forðum á lélegar kvikmyndir, ættuð þið að draga það fram og nota yfir leik okkar hér í kvöld," sagði einn leik- manna Vals við blaðamann Morgun- blaðsins eftir tapleikinn við Gróttu i fyrrakvöld. Það var mikill sannleikur i þessum orðum. Valsliðið lék sinn langlélegasta leik í vetur og leik- menn toppliðsins í deildinni voru eins og börn í höndunum á botn- liðinu og ótrúlegt en satt, töpuðu með 7 marka mun, 26:19, eftir að staðan hafði verið 12:7 i hálfleik. Þetta er vafalaust óvæntustu úrslit 1. deildarinnar í þessu móti, útslit sem veiktu stórlega vonir Valsmanna um að hreppa íslands- bikarinn, sem þeir voru svo gott sem komnir með í sinar hendur um mið- bik mótsins en juku jafnframt stór- lega likurnar á þvi að Grótta héldi sæti sinu i 1. deild. Það var aðeins fyrstu mínútur leiksins, sem hann var í jafnvægi og Valur var með i myndinni. Valsmenn höfðu reyndar aldrei yfir i leiknum en þeim tókst nokkrum sinnum að jafna i byrjun og síðast 4:4 En þá gerðu Gróttumenn 4 mörk í röð og staðan var 8 4 þeim í vil.Eftir þetta hafði Grótta alltaf örugga forystu, minnst 3 mörk en mest 7 mörk. Staðan í hálfleik var 12 7 Lék Grótta af mikilli skynsemi, hélt yfirleitt boltanum þar til góð tæki- færi sköpuðust en það gerðist æði oft i viðureigninni við slaka vörn Vals Aftur á móti var óskaplegt óðagot á sóknar- mönnum Vals og það var eins og einhver taugastrekkingur hrjáði liðið Kannski hafa ófarirnar gegn Hafnar- fjarðarliðunum tveimur i þessu sama húsi setið ofarlega í hugum manna? Markvarzlan hjá Ólafi Benediktssyni var slök lengst af nema hvað hann varði stundum vel á köflum í seinni hálfleik Kollegi hans i hinu markinu. Guðmundur Ingimarsson. varði hins vegar ágæta vel allan leikinn í heild átti Gróttuliðið ágætan dac en meginþunginn hvildi þó á sömu mönnunum Þetta voru þeir Guðmundur markvörður Árni Indriða- son, Magnús Sigurðsson, Björn Pétursson og Hörður Már Kristjánsson. Allir komust þessir menn mjög vel frá leiknum ásamt Gunnari Lúðvikssyni, skemmtilegum hornamanni Árni Ind- riðason átti afbragðsleik að þessu sinni, skoraði 7 mörk og var að vanda sterkasti varnarmaður Gróttuliðsins Er langt siðan Árni hefur verið svona virkur i sókninni samfara stórgóðum varnarleik. Eftir leikinn sagði Þórarinn Ragnarsson þjálfari Gróttu við blaða- mann Mbl. að þessi sigur væri að sínu mati ekkert sérlega óvæntur. „Gróttu- leikmennirnir hafa allir sem einn lagt mjög hart að sér á æfingum að undan- förnu, staðráðnir i þvi að gefa sæti sitt i deildinni ekki eftir fyrr en í fulla hnefana Þetta sýnir hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi,” sagði Þórarinn. Hljóðið var ekki eins gott í her- búðum Valsmanna eftir leikinn og var það að vonum Æstur stuðningsmaður Vals skaut því að blaðamanni að það væri ekki nema von að Valur tapaði leikjum, það væri aðeins búið að reka leikmenn liðsins útaf í 4 mínútur sam- tals í mótinu. „Þetta sýnir að það er enginn barátta í vörninni og það hjá Itði sem einu sinni réð yfir mulnings- vélinni frægu og öll lið óttuðust,” sagði Valsmaðurinn Þessi orð giltu svo sannarlega um þennan leik Það vott- aði ekki fyrir baráttu hjá Valsmönnum. hvorki í vörn né sókn Meðalmennskan var allsráðandi og ef hægt er að tala um einhver tilþrif i þessum auma leik Valsmanna er helzt að nefna Guðjón Magnússon og stórglæsileg mörk sem hann gerði Ekki tekur því að minnast á aðra leikmenn Vals — SS. í STUTTU MÁLI: íþróttahúsið Hafnarfirði Miðviku- dagur 1 1. febrúar, íslandsmótið 1 deild Grótta — Valur 26 1 9.(1 2: 7) Mín Grótta Valur 1. Magnús 1 0 2 1 1 Guðjón 4 Björr. P 2:1 5 2:2 Jón K 7 Hörður Már 3:2 10 3:3 Guðjón 1 1 Björn P 4:3 13 44 4 Stemdór 1 5 Georg 5:4 18 Björn P 6:4 19. Magnús 7:4 20 Magnús 84 21. 8 5 Guðjón 22 Árni 95 23 Árni 10 5 24 10 6 JónK(v) 26 Árni 1 1 6 28 11:7 Gisli 29 Gunnar 1 2:7 Hálfleikur 31. Árni (v) 13:7 32 Gunnar 14 7 33 14 8 Guðjón 34 Magnús 15 8 36 15 9 Gunnar 36 Hörður Már 16 9 37 16:10 GÍSll 37 Árni 17 10 38 17 11 Jón P. 40 17 12 Jón P (v) 41. Björn P. (V) 18 12 Gunnar Lúðvfksson skorar á skemmtilegan hátt eitt af mörk- um Gróttu. 44. 18 13 Guðjón 48. Árni 19 13 50 19 14 Jón P 52 19 15 Þorbjörn 53 Hörður Már 20 15 54 Björn M 21 15 55 21 16 Guðjón 56 21 1 7 Jón K. 57 Árni 22 17 57 Magnús 23 17 58 Magnús 24 1 7 59 24 18 Jón P 59 Gunnar 25 18 60 25 19 Þorbjörn 60 Gunnar 26 19 Mörk Gróttu: Árni Indriðason 7 (1 v). Magnús Sigruðsson 6, Björn Pétursson 4 (1v) Gunnar Lúðvíksson 4, Hörður Már Kristjánsson 3. Björn Magnússon 1 og Georg Magnússonl Mörk Vals: Guðjón Magnússon 6, Jón Pétur Jónsson 4 (1v), Jón Karls- son 3 (1v), Gisli Blöndal 2. Þorbjörn Guðmundsson 2, Gunnar Björnsson 1 og Steindór Gunnarsson 1 Misheppnuð vítaköst: Engin Brottvísanir af leikvelli: Björn Pétursson. Gróttu, i 2 mín GRÖTTA: Guðmundur Ingimarsson 3, Björn Pétursson 2, Kristmundur Asmundsson 2, Gunnar Lúðvíksson 2, Arni Indriðason 4, Þðr Ottesen 1, Hörður Már Kristjánsson 2, Georg Magnússon 1, Axel Friðriksson 1, Magnús Sigurðsson 3, Björn Magnússon 1 og Stefán örn Stefánsson 1. VALUR: Ólafur Benediktsson 2, Gfsli Blöndal 1, Bjarni Guðmundss. 1, Guðjón Magnússon 3, Steindór Gunnarsson 1, Jón Karlsson 2, Agúst Ögmundsson 1, Jón P. Jónsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 1, Gunnar Björnsson 1, Jóhannes Stefánsson 1, Jón Breiðfjörð 1, DÖMARAR: Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson 3. Sovézku valkyrjurnar sigruðu SVO SEM vænta mátti hlutu so- vézku gönguvalkyrjurnar gullverð- laun i 4x5 km boðgöngu kvenna á Ólympiuleikunum í Innsbruck, en keppt var i þeirri grein í gær- morgun. Sigurinn var þó öllu naumari en búizt hafði verið við fyrirfram, þar sem finnska sveitin, ’sem varð í öðru sæti, var aðeins 46 sekúndum a eftir þeirri so- vézku. Hröð barátta var síðan um silfurverðlaunin milli Svíþjóðar og Austur-Þýzkalands og lauk henni með sigri þýzku stúlknanna Ágætt veður var og gott skíðafæri er gangan hófst í gærmorgun Fyrsta sprettmn fyrir Sovétríkin gekk Nina Balditsjeva, fyrir Austur- Þýzkaland gekk Monica Deberthaus er, fyrir Tékka Nina Paiserova, Liisa Suihkonen gekk fyrir Finnland. Lena Carlsson fyrir Svíþjóð og Berit Kvello fyrir Noreg. Ekki höfðu stúlkurnar gengið John Curry. nema nokkur hundruð metra er það óhapp varð að þær Balditsjeva og Deberthauser rákust á, þannig að sovézka stúlkan féll við Vaknaði þá sú spurning hvort ems myndi fara fyrir sovézku sveitinni i þessari göngu og i boðgöngu karla, þar sem allt gekk á afturfótunum hjá henni En Balditsjeva var fljót á fætur og tapaði ekki nema örfáum sekúndum við fallið Samt sem áður var so- vézka sveitin i þriðja sæti við fyrstu skiptinguna, á eftir Finnlandi og Svi- þjóð Sænska stúlkan gekk á 17 27 mín , sú finnska á 1 7 29 og Baldit- sjeva á 1 7 30, þannig að mjótt var á mununum. Annan sprett fyrir sovézku sveit- ina gekk svo Amonsova og gekk hún mjög vel, þar.nig að við þriðju skiptingu var sovézka sveitin orðin 1 7 sekúndum á undan finnsku sveitinni og 20 sekúndum á undan sænsku sveitinni sem enn var i þriðja sæti Á þriðja spretti lengdist bilið enn og var finnska sveitin þá orðin minútu á eftir og séð hver úrslitin yrðu Á þessum spretti tókst hins vegar austur-þýzku sveitinni að krækja sér í þriðja sætið með góðri göngu Petzolds Á síðasta sprettinum reyndu þær svo enn með sér göngudrottningar þessara leika, Kulakova frá Sovét- ríkjunum og Takalo frá Finnlandi Að þessu sinni var enginn vafi á þvi hvor gekk betur, Takalo dró veru- Framhald á bls. 22 Curry hlaut fyrsta gutl Breta síðan 1964 BRETAR hlutu sitt fyrsta gull á vetrarólympiuleikum frá árinu 1964, er John Curry sigraSi I listhlaupi karla á leikunum F Innsbruck i fyrrakvöld. Sigur þessa 26 ára Birminghambúa kom ekki á óvart þar sem hann hefur verið í fremstu röð listhlaupara i nokkur ár og varð Evrópumeistari i þessari grein er keppt var i Sviss fyrir skömmu. Curry tók snemma forystu i keppninni og þegar einni grein var ólokið var Ijóst að sigurinn yrði hans, ef ekkert óhapp kæmi fyrir. Og það var síður en svo. Curry jók forystu sína siðasta keppnisdaginn og munaði röskum 5 stigum á honum og aðalkeppinautinum, sem var Kovalev frá Sovétríkjunum. John Curry hafði, þegar hann var unglingur, mikinn áhuga á ballett- dansi og óskaði eftir því við foreldra sina að fá að fara í balletttima. Þeim fannst slikt ekki við hæfi karlmanna, og voru mun ánægðari þegar Curry sótti um leyfi til þess að fara að iðka skautaíþróttina. Þar komu þjálfarar fljótt auga á hæfileika hans sem listhlaupara og brátt fór pilturinn að láta að sér kveða. Undanfarin tvö ár hefur Curry dvalið í Bandarikjunum þar sem hann telur sig eiga þar kost á betri þjálfurum en i Englandi. Eigi að siður er hann geysilega vinsæll i heimaborg sinni og fleiri hundruð Birmingham- búar fylgdu honum til Innsbruck til þess að verða vitni að sigri hans. Bandaríkjamaður vann 1000 m skautahlaupið BANDARÍSKIR skautahlauparar bættu enn skrautfjöður i hatt sinn á Ólympiuleikunum i Innsbruck i gær er Peter Muller bar sigur úr býtum i 1000 metra skautahlaupinu, en þetta er i fyrsta sinn sem keppt er i þeirri grein á Ólympiuleikunum. Muller þessi hefur verið litt þekktur sem skautahlaupari fyrr en i vetur, en þá hefur hann náð mjög góðum árangri i styttri skautahlaupum, og átti t.d. bezta tima sem náðst hefur á þessari vegalengd í heiminum i ár, er til leikanna i Innsbruck kom. Peter Muller hljóp i öðrum riðli keppninnar i gær. í fyrsta riðlinum hafði Horst Freese frá Vestur- Þýzkalandi náð beztum tima, 1 21,48 min. Peter Muller bætti hins vegar mjög um betur er hann hljóp á 1 1 9,32 min , og er það bezti timi sem náðst hefur á Ólympiubrautinni í Inns- bruck Varð hann þegar að teljast lik- legur sigurvegari, þótt enn ættu margir góðir skautahlauparar eftir að spreyta sig. Ekkert sögulegt gerðist samt sem áður fyrr en i 5 riðli en þá hljóp Norðmaðurinn Jörn Didriksen Hann byrjaði hlaupið mjög vel og virtist um tima stefna á að bæta tima Bandarikja- mannsins En þegar á hlaupið leið varð Didriksen hins vegar aðeins að gefa eftir og kom inn á 1:20,45 min . sem var annar bezti árangurinn sem náðst hafði fram til þessa. í næsta riðli hljóp svo Hollendingurinn Hans van Helden sem vitað var að væri liklegur verð- launamaður i hlaupinu Timi hans reyndist vera 1:20,85 min og þá var ekki eftir nema einn hlaupari sem hugsanlega gat ógnað sigri Mullers Sá var Sovétmaðurinn Vaeri Muratov sem hljóp i 8. riðli á móti Mats Wall- berg frá Sviþjóð Var auðséð að Muratov hafði fullan hug á gullverð- launum. en eins og Didriksen keyrði hann sig um of út i byrjuninni og náði ekki að halda hraðanum út i gegn Kom hann i markiðá 1 20,57 min Úrslitin voru þar með ráðin i hlaup- inu þar sem enginn af þeim, sem á eftir komu, megnaði einu sinni að ógna Bandarikjamanninum, Norðmanninum og Sovétmanninum. ^ R U C ^ Listhlaup karla John Curry, Bretlandi 192,74 Vladimir Kovalev, Sovétr. 187,64 Toller Cranston, Kanada 187,38 Jan Hoffmann. A-Þýzkal. 187,34 Sergei Volkov, Sovétr. 185,08 David Santee, Bandar. 184.28 Terry Kubicka, Bandar. 183,30 Vuri Ovchinnikov. Sovétr. 180,04 Minoru Sano. Japan 178.72 Robin Cousins. Bretl. 178,14 Mitsuru Matsumura, Japan 172,48 Zdenek Pazdirek. Tékkáslv. 171.00 Pekka Leskinen, Finnl. 166,98 Stan Bohonek, Kanada 165,88 Jean-Christophe Simond. Frakk. 159,44 1000 m \skautahlaup\ Peter Muller, Bandar. 1:19,32 JÖm Ðidriksen, Noregi 1:20,45 Valerij Muratov, Sovétr. 1:20,57 Aleksander Safronov, Sovétr. 1:20,84 Hans van llelden, llollandi 1:20,85 Ceatan Boucher, Kanada 1:21,23 Mats Walberg, Svfþjóð 1:21,27 Pertti Niittylá. Finnl. 1:21.43 llorst Freese, V-Þýxkal. 1:21.48 Klaus Wunderlich, A-Þýzkal. 1:21,67 Colin Coates. Astral. 1:21,72 Dan Immerfall, Bandar. 1:21,74 Johan Granath, Svfþjód 1:22,63 Bruno Toniolli, Italfu 1:22,71 Le Voung Ha. S-Kéreu 1:22,88 j Terje Andersen, Noregi 1:22,92 Emmanuel Michon, Frakkl. 1:22,99 Piet Kleine, Hollandi 1:23,00 Maki Suzuki, Japan 1:23,40 Harald Böhme. A Þýzkal. 1:23.88 Archie Marshall, Bretl. 1:23.97 Kay Stenshjemmet. Noregi 1:24,71 4x5 km boðganga Sveit Sovétrfkjanna Finnlands Austur-Þýzkalands Svfþjédar Noregs Tékkóslóvakfu 1:07,49,75 | 1:08,36,23 1:09,57,95 | 1:10,14,68 1:11,09,08 1:11.27,83 Glöð gfir gullunum - ÉG er ekki einu sinni byrjuð að hugsa um hvort ég eigi mögu- leika á að vinna þriSju gullverS- launin á leikunum sagSi Rosi Mittermaier frá Vestur- Þýzkalandi við fréttamenn á leikunum í gær. en Mittermaier hefur nú unniS gull bæði i bruni og svigi, og á slna beztu grein, stórsvigið eftir. Yrði það I fyrsta skipti I sögu leikanna sem kona fengi þrenn gullverðlaun á sömu leikum. ef Mittermaier hreppir sigurinn I stórsviginu — Það verður erfitt verkefni að sigra i stórsviginu. sagði Mittermaier. en auðvitað mun ég gera mitt bezta. — Mittermaier sagði að hún væri svo ánægð með gullverð- launin sin, að hún hefði ekki haft tima til að hugsa um neitt annað en þau. — Þess vegna vil ég ekki ræða um möguleika mina, sagði hún, — en hitt má öltum Ijóst vera að ég er miklu betri i stór- svigi, en i bruni. Þá er það ekkert leyndarmál að sigurinn i bruninu færði mér mikið sjálfstraust og oryggi. en það hefur mig tvimælalaust skort að undan förnu. Mieto með MJOG er sennilegt að finnski gongugarpurinn Juha Mieto taki þátt i 50 kilómetra göngunni á Ólympiuleikunum I Innsbruck. Mieto ætlaði sér ekki að keppa I þeirri grein, en eftir sigur Finn- lands i boðgöngunni I fyrradag hefur Mieto skipt um skoðun og vi11 ólmur reyna sig á þessari vegalengd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.