Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1976 19 i núlifandi irSar. GuS- nediktsson Stefðn A. Úr einni af hinum fjölmennu sumarferSum VarSar. Hér er komiS viS I Skálholti. FJÓRIR FYRRVERANDI FORMENN VARÐAR — TaliS frá vinstri: Höskuldur Ólafsson, Bjarni Benediktsson, Sveinn GuSmundsson og Þorvaldur GarSar Kristjánsson. Austurvöll frá 1941 —1956. Valhöll frá 1956—1971, Galtafell frá 1971 —1975 og frá nóvember s.l. I Sjálfstæðishúsinu við Bolholt Það átak, sem gert var með stofnun Varðarhússins og þeirri lausn á hús- næðisvandræðum félagsins, sem því fylgdi, verður seint metið til fulls, og ef til vill aldrei að verðleikum Engum mun dyljast, að þegar tekið var til starfa I gamla Varðarhúsinu, hófst nýr þáttur I félagslífi og félagsstarfi Varðar- félagsins. Félagið hafði eignazt heimili. Þýðingarmesta ytra vopn I baráttutækni sinni Fyrir þetta eitt, útaf fyrir sig, þótt ekki væri fleiru að fllka, stendur félagið i ævarandi þökk við hinn látna formann sinn, Guðmund heitinn Jóhannsson, kaupmann, sem átti frumkvæðið að þessu máli — I hinni framúrskarandi ötulu forystu, sem hann veitti félaginu hinn stutta tlma, sem hans naut við. SKIPULAGSMÁL Á fyrsta ári Varðarfélagsins, 18 des 1926, er rætt um stofnun ungmenna- deildar innan Varðarfélagsins, og átti for- maður félagsins. Magnús prófessor Jóns- son, frumkvæði að þv! Eftir tilmælum Jóns Þorlákssonar var svo málinu visað til félagsstjórnarinnar og henni falin fram- kvæmd I þessu máli. Þessi ályktun Varðarfundar varð upp- hafið að stofnun Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, sem er stofnað ári siðar en Vörður, og hefur jafnan starfað við hlið Varðar og þessi tvö félög haldið fjölda sameiginlegra funda, áður en önnur félög Sjálfstæðisflokksins urðu siðar stofnuð hér i Reykjavik — og báru sameiginlega hita og þunga af starfsemi Ragnar Júlíusson og svo er enn eftir þessa breytingu. Félagar Varðar eru nú um 5000." Hvaða verkefni er helzt á döfinni hjá Verði um þessar mundir? „Verkefni tengd 50 ára afmæli félagsins skipa nú mest rúm f starf inu og ber þar hæst undirbúning afmælishátfðar Varðar, sem haldin verður að Hótel Sögu 9. aprfl n.k. og útgáfu sérstaks afmælisrits. Laugar- daginn 21. febrúar n.k. gengst Vörð- ur fyrir ráðstefnu um verðbólguna og fjalla þar ýmsir kunnir sérfræðingar um þann vanda, sem við er að eiga. Þá vinna nefndir að undirbúningi Sjálfstæðisflokksins hér i borg um langt skeið Þetta var einn þáttur i starfsemi Varðar, sem mótaðist á fyrstu árum félagsins, er féll undir skipulagsmál þess stjórnmála- flokks og stjórnmálastefnu, er félagið studdi. Við stofnun Varðar urðu þáttaskil i vinnubrögðum við val frambjóðanda til bæjarstjórnar og alþingiskosninga hér í Reykjavik Áður höfðu verið kvaddir saman fundir borgaranna til að ákveða framboðin, oft misjafnlega vel sóttir. Eftir stofnun félags- ins voru á félagsfundum kjörnar kosn- inganefndir. til að undirbúa framboð, sem síðan voru borin undir félagsfundi, — og þvi Varðarfélagið, sem raunveru- lega gekk frá framboði og undirbjó kosn- ingu þeirra manna úr þeim stjórnmála- flokki, sem félagið fylgdi. — Þetta var fyrsti þátturinn i þeim félags- málum, er ætíð hafa verið fyrsta og aðal verkefni Varðarfélagsins. Þetta skipulag náði að visu skammt, en má þó teljast visirinn að þvi, er siðar varð í miklu stærri og voldugri stll, og átti rætur sinar að rekja til hugkvæmni og skipulagskæfi- leika Guðmundar heitins Jóhannssonar. FORINGJARÁÐ VARÐAR Það var Guðmundur sem átti frum- kvæðið að stofnun foringjaráðs Varðarfé- lagsins 1929 siðar tulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavik, og hverfa- skiptingu bæjarins við kosningar. Með þessu fyrirkomulagi efldist félagið og varð meir og meir að enn voldugrá baráttutæki ! kosningum en það áður hafði verið, og má minnast þess, að þegar þessu fyrirkomulagi var fyrst beitt við kosningar, töldu andstæðingar Varðar sig hafa tapað kosningunum vegna þess, hvað þetta skipulag hefði reynzt sigur- sælt Stofnun foringjaráðs Varðar og hverfa- skiptingin árið 1929 var einn merkasti þátturinn. í starfsemi félagsins, allt frá stofnun þess. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN STOFNAÐUR Árið 1929 gerist enn einn merkilegur atburður í sögu Varðarfélagsins, en það var, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þeir, sem fylgt höfðu Frjáls- lynda flokknum að málum gengu i Varðarfélagið Við þessa pólitisku breytingu i landinu, efldist að sjálfsögðu Varðarfélagið að mun að félagatölu og starfskröftum SAMSTARF SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Eftir að sjálfstæðisfélögin I Reykjavík voru orðin fjögur, myndaðist margþætt og náið samstarf þeirra á milli innan vébanda Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavik. Á hálfrar aldar afmæli elzta félagsins, Varðar, þykir hlýða að vikja nokkrum orðum að þessu samstarfi og þeim merka þætti, sem Vörður hefir átt í þvi Meðan Vörður var enn eina sjálfstæðisfélagið, var stofnað foringjaráð innan vébanda þess, sem skýrt er frá, en að vissu leyti má segja, að foringjaráðið hafi verið fyrir- rennari Fulltrúaráðsins. Þá er þess einnig að minnast, að for- vigismenn í Verði áttu sinn þátt i þvi, að stofnað var félag ungra sjálfstæðismanna i Reykjavik, Heimdallur Það var þegar á fyrsta starfsári Varðarfélagsins, 18. des. Rætt við Ragnar Júlíusson, formann VARÐAR einstakra þátta s.s. spilakvölda og VarSarferðar t vor. Auk þess starfs. sem fram fer hjá Verði sjálfum, halda hverf afélögin t hinum einstöku hverfum uppi öflugri félags- og fundastarfsemi." Hér fyrr t viðtalinu sagðir þú að hlutverk stjórnmálafélaga hefSi breytzt mjög frá þvi. sem áður var. Hvað er það einkum sem hefur breytzt? „Þýðing stjórnmálafélaganna sem stuðningsliðs I kosningabaráttu hefur ávallt verið mikilvægt og er það enn. En hitt er Ijóst að með auknum áhrifamætti fjölmiðla og meira upplýsingastreymi milli stjórn- málamanna og fjölmiðla hefur þýð- ing stjórnmálafélaganna sem umræðu- og upplýsingamiðils minnkað. Það er vart við öðru að búast en að þegar búið er að ræða ákveðið mál fyrst t rikisstjórn, síðan á Alþingi og þvi næst i fjölmiðlum að flest markvert, þvl máli tengt, hafi komið fram. Almennur stjórnmála- fundur haldinn i framhaldi af þeim stigum, sem ég taldi upp, vekur þvi minni áhuga og athygli i dag, en fyrr á árum." Nú heyrist oft haft á orði að litil tengsl séu á milli hins almenna kjós- anda og kjörinna fulltrúa. Hver er þin skoðun á þessu? „Ég er sammála þvi að almennt er samband stjórnmálamanna og almennings ekki nógu mikið. Sjálf- stæðisflokkurinn tók upp þá nýbreytni fyrir nokkrum árum að hafa viðtalstima þar sem alþingis- menn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eru til viðtals og eru þessir viðtalstimar opnir öllum." Hálf öld er nú liðin stðan Lands- málafélagið Vörður var stofnað og þvi spurðum við Ragnar Júliusson, formann Varðar, hvað honum væri efst i huga á þessum timamótum? „Ég á þá ósk eina til handa Verði á þessu hálfrar aldar afmæli félagsins að starfi þess megi áfram fylgja gifta og heill á ókomnum árum. Félagar Varðar hafa á þessum 50 árum myndað skjaldborg um sjálfstæðis- stefnuna og i krafti hennar hefur Vörður leitt fjölmörg hagsmunamál þjóðarinnar fram til sigurs. Til þessa dags hefur saga Varðar verið saga glæstra sigra. Megi svo enn verða um alla framtið." 1 926, rætt um stofnun ungmennadeildar innan Varðarfélagsins, og mun þessi hug- mynd hafa orðið fyrirrennari að stofnun Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna, þann 16. febr. 1 927. Milli Varðar og Heimdallar hófst brátt náið samstarf. Það var svo löngu seinna, þegar þriðja félagið, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, var komið til sögunnar, og skömmu eftir að stofnað var Málfundafélagið sjálf- stæðisverkamanna, Óðinn, að stofnað er Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykja- vik, með reglugjörð, sem samþykkt var á foringjaráðsfundi 19 des 1938 Samstarf sjálfstæðisfélaganna innan vébanda Fulltrúaráðsins hefur frá önd- verðu verið með miklum ágætum, en að sjálfsögðu hlaut það ekki hvað sizt að byggjast á elzta félaginu, sem á sinn hátt mátti teljast einskonar forustufélag hinna. Um flest meirihátta stórræði hafa sjálf- stæðisfélögin ætið haft fullkomna sam- vinnu Þannig hafa þau, þegar meiriháttar stjórnmál hafa verið á döfinni, sjálf- stæðismál, utanrikismál, stjórnarmyndan- ir o fl Alltaf jöfnum höndum haldið sameiginlega fundi til þess að efla bar- áttusveitina sem mest. Fyrir allar kosningar, bæði iil alþingis- og bæjar- stjórnarkosningar, hafa alltaf verið haldnir sameiginlegir fundir, jafnframt þeim félagsfundum, sem félögin hafa haldið hvert út af fyrir sig Hafa slikir sameiginlegir kosningafundir verið gifur- lega sterkur þáttur i því að efla samtök sjálfstæðismanna i baráttunni og fylkja liði til úrslitaorrustu Naumast verður rakin saga eins sjálf- stæðisfélaganna i Reykjavik, án þess að hinna sé um leið minnzt Þess vegna er ekki hægt að minnast Varðar, á hálfr- araldar afmælinu, án þess að menn geri sér grein fyrir hinu mikilvæga samstarfi allra félaganna innan vébanda Fulltrúa- ráðsins. Það er því ekki hér rakin saga hinna mörgu sameiginlegu mála sjálfstæðis- félaganna, enda er margt af þvi leyndar- dómur þeirra, sem ekki verður sagður út fyrir þeirra vébönd. En Landsmála- félaginu Verði ber að þakka forustuhlut- verkið og þann mikla þroska, sem það félag lagði til grundvallar hinu heillarlka samstarfi sjálfstæðisfélaganna innan vébanda Fulltrúaráðsins. STIKLAÐ Á STÓRU I FÉLAGSSTARFI VARÐARFÉLAGSINS Nefna má hinn vinsæla sumarskemmti- stað á Eiði i Mosfellssveit, en þar voru haldnar mjög fjölmennar útisamkomur á árunum fyrir heimsstyrjöldina. sem Reyk- vikingar, Hafnfirðingar og fólk úr nágrannabyggðunum sótti Segja má, að fyrstu sextán árin hafi starfið eingöngu varið fólgið i fundahaldi og kosninga- undirbúningi. Eftir það verður félagsstarf- semin fjölþættari. Hlutaveltur, sem félag- ið hélt voru mjög vinsælar meðal bæjar- búa, en þær lögðust niður á skömmtunarárunúm, þegar ekki var unnt að vanda nægilega vel til þeirra. Félagið tók að halda jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna Þær náðu mikl- um vinsældum, féllu síðar niður en voru endurvaktar á siðasta ári Þá hefur félagið gengizt fyrir skemmtikvöldum og spila- kvöldum, eitt sér eða sameiginlega með hinum sjálfstæðisfélögunum i Reykjavik Um málefni Varðar hefur áður verið fjallað, en fundir hafa einnig verið haldnir með hinum félögunum og fulltrúaráðinu Framhald á bls. 14 50 ára afmælishátíð VARÐAR 9. apríl n.k. HÁLFRAR aldar afmælis Landsmálafélagsins Varðar verður sérstaklega minnzt síðar f vetur. Vi8 snerum okkur til Guttorms Einarssonar, formanns hátfðarnefndar Varðar, og báðum hann aS segja okkur með hvaða hætti afmælisins yrði minnzt. Föstudaginn 9. aprfl n.k. verSur efnt til afmælishátfðar I Súlnasal Hótel Sögu og sagði Guttormur að meðal dagskrárliða á hátiðinni yrði ávarp formannSjálfstæðisflokksins, Hallgrfmssonar, flutt yrði smá ágrip af sögu Varðar, sem Ragnar Júlfusson, formaður Varðar.flytti, nokkrir Varðarfélagar yrðu heiðraðir og þeim veitt heiðursmerki Varðar, þá yrðu skemmtiatriði og dans. Unnið er nú að samantekt afmælisrits f tilefni af 50 ára afmæli Varðar og er gert ráð fyrir að það komi út fyrir afmælishátfðina, 9. aprfl n.k. Rit þetta verður vandað bæði að efni og útliti. Einnig verður f tilefni af afmælinu sleginn sérstakur minnispeningur úr silfri. Alls verða gefnir út milli 400 og 600 eintök af þessum peningi. Á framhlið peningsins verður mynd af fálka og nafn félagsins en á bakhliðinni heiðursmerki Varðar og kjörorð Varðar: „Gjör rétt — þol ei órétt." Peningur þessi verður m.a. til sölu á afmælishátfðinni. Að lokum kvaðst Guttormur vilja hvetja allt sjálfstæðisfólk til að mæta á afmælishátfðina og minnast með þvf margra mikilsverðra sigra fyrri ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.