Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
Þokkalegur rækju-
afli við Grímsey
ÞOKKALEG rækjuveiði hefur
verið hjá vb. Sæþór frá Dalvík á
rækjumiðunum út af Grímsey,
þegar gefið hefur, að því er
Snorri Snorrason, útgerðarmaður
á Daivik, t jáði Mbl. í gær.
Hann kvað hins vegar veðurfar
hafa verið ákaflega rysjótt og því
lítið verið hægt að vera við veiðar.
Sæþór hefur þó fengið upp undir
tonn f hali, en Snorri tók fram, að
rækjan væri þarna á miklu dvpi
svo að einatt væri togað í 5—6
klst. Sagði Snorri að meðaltals-
aflinn væri um 3 tonn á sólar-
hring, en frá því að veiðarnar
hófust f kringum 25. janúar hefur
Sæþór fengið um 30 tonn.
Aflinn hefur allur verið unninn
á Dalvik, en Snorri kvað litið fást
Afgreiðsla al-
mennra námslána
fyrir 1. marz
MORGUNBLAÐINU barst i gær
fréttatilkynning frá menntamála-
ráðherra, þar sem segir, að vegna
margra fyrirspurna um afgreiðslu
námslána og fyrirhugaðrar breyt-
ingar á lögum um Lánasjóð ísl.
námsmanna vilji hann taka fram:
1. Afgreiðsla aimennra lána
hefst eigi síðar en 1. mars n.k.
2. Svokölluð K-lán verða af-
greidd samtímis og með líkum
kjörum og önnur lán.
3. Lántökuheimiid f fjárlögum
1976 verður notuð að hálfu, vegna
afgreiðslu vorlána.
4. Þá verður i næstu viku iagt
fram á Alþingi frumvarp um
breytta tílhögun námslána. Af-
greiðslu málsins verður hraðað
svo sem tök verða á.
Vitað um 3
berklatil-
felli í
Skagafirði
VEGNA fréttar um bcrklatilfelli
í Eyjafirði vill F’riðrik J. Frið-
riksson, héraðsla-knir á Sauðár-
króki, koma þeirri athugasemd á
framfæri, að á sfðasta ári og því
sem af er þessu hafa þrjú slfk
tilfelli verið skráð í Skagafirði.
„Er nú verið að kanna hjá heil-
brigðisstjórn landsins, eins og
áður, hverjar leiðir séu færar til
að koma heilsugæzlustarfscmi og
þar með berklavarnarstarfsemi í
anda heilbrigðisþjónustulaganna
Framhald á bls. 22
fyrir rækjuna nú. Verðið erlendis
hefur verið mjög lágt og komst
niður i 14 kr. sænskar í sumar en
hefur áðeins verið að stíga og er
nú í um 17—18 kr. sænskum. Hins
vegar minnti Snorri á að fengist
hefðu um 25 kr. sænskar fyrir
rækjuna þegar verðið var í
hámarki fyrir hálfu öðru ári, og
það væri fyrir neðan allar hellur
þegar hráefnisverð rækjunnar
væri undir almenna fiskverðnu.
Kindakjötsnevslan
minnkaði um 5%
MEÐALNEYSLA Islendinga á
kindakjöti varð á síðasta ári 44.7
kg. á hvert mannsbarn. Hefur
kindakjötsneyslan minnkað nokk-
uð frá árinu áður en þá var meðal-
neyslan 47 kg. á mann og er þetta
um 5% minnkun. Ástæður þess
má eflaust rekja til útsölu á
nautakjöti á síðastliðnu hausti og
síðar niðurgreiðslna á nautakjöti,
en þessar aðgerðir leiddu til auk-
innar sölu nautakjöts á síðari
hluta ársins 1975. Heildarsala
kindakjöts hér innanlands varð á
árinu 1975 9661 smálest og þar af
nemur sala dilkakjöts 8214 smá-
lestum. Á siðast liðnu ári voru
fluttar út 2764 smálestir af dilka-
kjöti og þar af nam útflutningur-
inn fjóra síðustu mánuði ársins
1507 smálestum. Á árinu voru
einnig fluttar út 328 smálestir af
ærkjöti. Um áramót voru til i
landinu 10309 smálestir af kinda-
kjöti og þar af nemur dilkakjöt
8950 smálestum.
Jón L. Sigurðsson.
Yfirlæknir á röngten-
deild Landspítalans
JÖN L Sigurðsson læknir hefur
verið skipaður yfirlæknir f röntg-
engreiningu á Röntgendeiíd
Landspftalans. Jón er skipaður til
starfans af Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra frá og með 1.
janúar.
Olíufélögin herða
útlánareglur vegna
rekstrarfjárerfiðleika
MORGUNBLAÐINU hefur borizl
fréttatilkynning frá olíufélög-
unum, þar sem greint er frá því,
að olfufélögin sjái sig knúin til að
herða allar útlánareglur sfnar
vegna sfvaxandi erfiðleika við út-
vegun rekstrarfjár til að fjár-
magna stöðugt hækkandi verð á
olfuvörum.
Frá og með 16. fcbrúar nk.
ganga því í gildi eftirfarandi
greiðsluskilmálar varðandi láns-
viðskipti:
1. Togarar og stærri fiskiskip
skulu hafa heimild til að skulda
aðeins eina úttekt hverju sinni.
Áður en að frekari úttektum kem-
ur skulu þeir hafa greitt fyrri
úttektir sinar, ella verður
afgreiðsla á olium til þeirra
stöðvuð. Greiðslufrestur á hverri
úttekt skal þó aldrei vera lengri
en 15 dagar.
2. önnur fiskiskip skulu
almennt hlíta sömu reglu. Hjá
smærri bátum, þar sem þessari
reglu verður ekki við komið, skal
við það miðað að úttekt sé greidd
um leið og veðsetning afurða hjá
fiskvinnslustöð fer fram.
3. Þeir viðskiptamenn, sem hafa
haft heimild til lánsvíðskipta í
sambandi við olíur til húskynd-
ingar, hafi greiðslufrest á einni
úttekt hverju sinni. Þurfa þeir
því að hafa gert upp fyrri úttekt
sína áður en til nýrrar úttektar
kemur.
4. Um önnur reikningsviðskipti
gilda hliðstæðar reglur.
Drekkhalðin loðnuskip bfða löndunar f Vestmannaeyjahöfn.
Fyrsta loðnan til
Grindavíkiir
42 skip með um
12.420 lestir í gær
GÖÐ loðnuveiði var i gærdag, og loðnuskip tilkynnt um 13.420
frá miðnætti miðvikudags til kl. tonn. Loðnan var þá komin austur
9.30 I gærkvöldi höfðu alls 42 undir Ingólfshöfða, og fyrsta
Stjórnunarfélag íslands
hélt 25 námskeið í fyrra
NYLEGA var haldinn aðalfundur
St jórnunarfélags Islands að Hótel
Sögu. Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flutti Matthlas Á. Mathfe-
sen fjármálaráðherra erindi um
hagræðingu f opinberri stjórnun.
Formaður félagsins, Ragnar S.
Halldórsson forstjóri, setti fund-
inn, en fundarstjóri var kjörinn
Eyjólfur Isfeld Eyjólfson for-
stjóri.
I skýrslu stjórnar kom m.a.
fram, að hinn 24. janúar s.I. voru
liðin 15 ár frá því að félagið var
stofnað, en fyrsti formaður
félagsins var Jakob Gislason, fyrr-
verandi orkumálastjóri.
A s.l. ári voru haldin 25 nám-
skeið á vegum Stjórnunarfélags-
ins um 18 mismunandi efni og
þátttakendur voru um 470 talsins.
Auk fræðslustarfsins gekkst
félagið fyrir fundum og nám-
skeiðum að venju.
I stjórn félagsins sitja: Ragnar
S. Halldórsson formaður, Hörður
Sigurgestsson, Sigurður R. Helga-
son, Brynjólfur Bjarnason og
Eggert Hauksson, I varastjórn
eiga sæti: Guðmundur Einarsson,
Sigurður Gils Björgvinsson. Ragn-
ar Kjartansson og Jakob Gíslason.
Ennfremur starfar á vegum
félagsins 12 manna framkvæmda-
ráð og 5 manna fræðsluráð. Fram-
kvæmdastjóri SFl er Friðrik
Sophusson lögfræðingur.
SILDARVERKSMIÐJUR ríkisins
höfðu farið fram á það með milli-
göngu Alþýðusambands Islands
(baknefndar), að Verkalýðsfélag-
ið Fram á Seyðisfirði leyfði að
unnin yrði I verksmiðjum SR þar
sú loðna, sem væri I þróm, þegar
verkfall skylli á. Þessari beiðni
var synjað af félaginu og til-
kynnt, að ekki yrði leyfð vinnsla á
loðnu f verksmiðjunni eftir að
verkfall væri hafið. Stjórn SR
samþykkti þvl með 5 atkvæðum,
en 2 sátu hjá, að stöðva móttöku
loðnu um hádegi I gær til þess að
forðast tjón vegna skemmda á
hráefni f þróm verksmiðjunnar.
Hið sama gilti um beiðni verk-
smiðjunnar Hafsíldar h.f., sama
efnis, og ákváðu þá forráðamenn
hennar að stöðva móttöku af
sömu ástæðum og SR. Verkalýðs-
loðnan til bræðslu hafði þá borizt
til fiskmjölsverksmiðjunnar f
Þorlákshöfn. Annað skip var á
leið til Grindavfkur með loðnu til
bræðslu, þannig að farið er að
styttast I það að verksmiðjurnar
suðvestanlands hefji almennt
bræðslu.
Margir bátanna sem fengu afla
I gær ætluðu til Vestmannaeyja,
og fjölmargir voru á austurleið en
óráðið hvar þeir lönduðu. Bræðsla
f Norglobal gengur vel og voru
bátar á leið til þess. Þar átti að
losna rými í gærkvöldi og aftur I
dag, en gert ráð fyrir að það fyllt-
ist þó á samri stundu. Var jafnvel
búizt við þvi að bátar færu allt til
Vopnafjarðar með loðnu til lönd-
unar, þar eð verksmiðjurnar á
Seyðisfirði eru nú hættar að taka
á móti eins og kemur fram I frétt
hér annars staðar.
Frá þvi á hádegi i gær höfðu
eftirtalin skip tilkynnt um afla:
Eldborg 500, Þórður Jónasson
380, Sæbjörg 330, Huginn 400,
Helga II 300, Hákon 430, Ásgeir
400, Gullberg 400, Alfsey 150,
Dagfari 270, Álftafell 240, Ölafur
Magnússon 200, Þórkatla II. 240
Fifill 550, Jón Finnsson 360, Loft-
ur Baldvinsson 500, Helga 270,
Arni Sigurðsson 420 og Óskar
Halldórsson 390.
félagið Fram samþykkti að fresta
boðaðri vinnustöðvun til 20.
febrúar i stað 17., en þrátt fyrir
það eru afköst verksmiðjanna á
Seyðisfirði ekki meiri en svo, að á
mörkum er að unnt verði að vinna
upp loðnuna i þrónum áður en til
boðaðs verkfalls kemur.
Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar-
hrepps boðaði verkfall frá og með
20. febrúar í gærmorgun. Svaraði
verkalýðsfélagið beiðni SR um að
leyfa vinnslu á þeirri loðnu, sem
væri í þróm, ef til verkfalls kæmi,
á þá leið, að verkalýðsfélagið sam-
þykkti að leyfa vinnslu á þvi
hráefni sem verður i geymslu-
tönkum verksmiðjunnar að
lokinni losun úr m.s. Pétri Jóns-
syni RE, 12. febrúar. Félagið
Framhald á bls. 22
Verkalýðsfélagið á Seyðisfirði:
Synjarheimild til
loðnubræðslu frá
og með 20. febrúar