Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976
21
Amman (Björg Baldvinsdóttir), Mamman (Olöf Jónsdóttir), Rauð-
hetta (Ingibjörg Aradóttir) og Skógarvörðurinn (Gestur E. Jónasson).
Leikfélag Akureyrar
sýnir „Rauðhettu”
LAUGARDAGINN 14. febrúar
Trumsýnir Leikfélag Akureyrar
barnaleikinn „Rauðhettu" eftir
Évgení Schwartz. Er leikritið
byggt á hinu alkunna ævintýri
um Rauðhettu og úlfinn.
Leikstjóri er Þórir Steingríms-
son, leikmyndina gerir Hallmund-
ur Kristinsson og Gunnar
Tryggvason sér um tónlistina.
Stefán Baldursson þýddi leikritið,
en Kristján frá Djúpalæk gerði
söngtextana.
Með helztu hlutverk fara: Ingi-
björg Aradóttir (Rauðhetta),
Marinó Þorsteinsson (Úlfurinn),
Aðalsteinn Bergdal (Refurinn),
Saga Jónsdóttir (Hérinn), Björg
Baldvinsdóttir (Amman) ogGest-
ur E. Jónasson (Skógarvörður-
inn).
Atómstöðin frum-
sýnd 1 Varmahlíð
Mælifelli 11. febrúar.
1 GÆRKVÖLDI frumsýndi hið
unga Leikfélag Skagfirðinga
sjöunda verkefni sitt, „Atómstöð-
ina“ eftir Halldór Laxness, ( Mið-
garði f Varmahlíð við góða aðsókn
og frábærar undirtektir leikhús-
gesta. Magnús Jónsson, sem
kunnur er af leikstjórn og kvik-
myndagerð, er leikstjóri og er
óhætt að fullyrða, að starf hans
með Leikfélagi Skagfirðinga
undanfarnar vikur hefur borið
mikinn og góðan árangur.
Allir 6 þættir Atómstöðvarinn-
ar, sem stundum er nefnd því
hugþekka nafni „Norðan-
stúlkan", skiptast í 4—6 atriði.
Gekk frumsýningin þó mjög fljótt
og gersamlega snurðulaust, enda
auðfundið, að leikstjórnin var
örugg og ákveðin. Leikendur
kunnu hlutverk sín án undan-
tekninga vel. Eru þeir þó sem að
likum lætir fæstir sviðsvanir. Hér
kemur og til létt og skemmtileg
sviðsmynd Þráins Karlssonar og
fálmlaus tök sviðsstjórnar, ljósa
og hljóða. Var þetta eitt með öðru
til þess, að gera sýninguna svo vel
úr garði, sem frekast má vera.
Leikur Hallveigar Thorlacius í
titilhlutverki Norðanstúlkunnar
var I senn festulegur og látlaus og
má hún vera stolt af því, hve vel
henni tókst að halda athygli
sýningargesta óskertri frá uþp-
hafi til enda. Hinum aðalhlut-
verkunum gerðu þau Knútur
Ölafsson (Búi Arland), Helga
Kristjánsdóttir á Silfrastöðum
(Frú Arland) og Pálmi Jónsson,
(Organistinn) hin beztu skil um
viðbragð, óróasálarinnar og kyrrð
heimsflóttans. Mjög athyglis-
verður var leikur Eyþórs Arna-
sonar sem lék Guðinn Brilljantín
og Öskars Magnússonar í gervi
Útigangshrossa-Fals.
Ritstjóri leikskrár, Hjörleifur
Kristinsson, getur þess, að
höfundur Atómstöðvarinnar sé
eitt hið umdeildasta skáld. A það
að minnsta kosti við til sveita.
Viðfangsefni hans, ógnir
kjaruorkuvopna og herseta á
Islandi, eru jafnt i brennidepli nú
og fyrir 30 árum þegar hann
samdi Atómstöðina. En hið svo-
nefnda Steinamál, þegar
jarðneskar leifar listaskáldsins
góða voru fluttar heim frá Dan-
mörku, gefur verkinu nokkurn
revíublæ. Þau ósköp og mistökin,
þegar beinunum var bókstaflega
talað rænt frá Bakka í öxnadal og
flutt suður að Þingvöllum, eru
flestum gleymd, nema okkur, sem
þau atvik áhrærðu persónulega.
Af því undanskildu eiga efni og
boðskapur Atómstöðvarinnar enn
brýnt erindi við Islendinga og má
óhikað hvetja fólk til að fjöl-
menna á sýningar Leikfélags
Skagfirðinga.
— Sfra Agúst.
Ullarvörur fluttar út
fyrir 1403 millj. 1975
Á árinu 1975 voru fluttar út ullar-
vörur fyrir 1403 milljónir fsl.
króna en árið 1974 voru fluttar út
ullarvörur fyrir 838 milljónir
króna. Séu þessar tölur færðar á
meðalgengi hvers árs f dollurum
nemur útflutningsverðmætið 7.6
millj. dollara 1974 og um 9 millj.
dollara 1975, sem svarar til 20%
aukningar.
Þessar upplýsingar komu fram
á fundi framleiðenda og útflytj-
enda islenzkra ullarvara, sem
haldinn var að tilstuðlan útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins sl.
mánudag.
Fundur þessi var haldinn til að
kynna fyrirhugaðar aðgerðir í
þágu þessa iðnaðar, svonefnt ull-
ar- og skinnaverkefni. Með þessu
verkefni er ætlunin að gera sam-
Selja
smokkfisk
í beitu
Siglufirði 10. feb.
STALVlK var að landa hérna 60
tonnum eftir 6 daga úthald. Þá
var Þormóður rammi að selja 25
tonn af smokkfiski í beitu til
Patreksfjarðar en talsvert er til af
smokkfiski hér. — m.j.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.
ræmt átak i markaðsmálum, hrá-
efnismálum og aukinni fram-
leiðni fyrirtækja til að auka arð-
semi og úrflutning. Utflutnings-
miðstöð iðnaðarins hefur nú ráðið
til sín tvo starfsmenn til að sinna
þessu verkefni. Útflutningur ull-
arvara hefur aukizt ár frá ári og
enn er fyrirsjáanleg aukning á
næstu árum. Þess má geta að árið
1974 var útflutningur ullar- og
skinnavöru um 54% af verðmæti
útfluttra iðnaðarvara, sé ál ekki
talið með.
A síðastliðnu ári var velta 14
sauma- og prjónastofa, sem fram-
leiða til útflutnings, milli
400—450 milljónir króna en það
jafngildir verðmæti ársafla
þriggja velbúinna skuttogara, að
því er segir í fréttatilkynningu
frá Útflutningsmiðstöð iðnaðar-
ins. Við þessa framleiðslu starfa
um 130 manns og nemur fjár-
festing í þessum fyrirtækjum um
295 millj. króna. Af þessum tölum
má vera ljóst, að smærri fyrirtæk-
in í ullariðnaði leggja drjúgan
skerf af mörkum til viðbótar út-
flutningi stóru framleiðendanna,
Álafoss og Iðnaðardeildar Sam-
bandsins.
Verð það sem fæst fyrir ullar-
vörumar er nokkuð mismunandi
eftir löndum. Á sl. ári voru fluttar
út prjónavörur til Sovétrikjanna
fyrir 487 milljónir króna og voru
Jon Speight
Ljóðatónleikar á Rauf-
arhöfn og Húsavík
HJONIN John Speight, bariton-
söngvari, og Sveinbjörg Vil-
hjálmsdóttir, pfanóleikari, halda
tvenna tónleika á norðurlandi um
næstu helgi. Fyrri tónleikarnir
verða f félagsheimilinu á Raufar-
höfn laugardaginn 14. febrúar
klukkan 17 og þeir sfðari f félags-
heimilinu á Húsavfk sunnudag-
inn 15. febrúar klukkan 16.
A efnisskrá eru lög eftir Eyþór
Stefánsson, Arna Thorsteinsson,
Emil Thoroddsen, Sigfús Einars-
son, Schubert og fleiri. Þau hjón-
in léku nýlega á Háskólatónleik-
um og á tónleikum á vegum Tón-
listarfélags Akureyrar.
Þau eru
bæði kennarar við Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar.
það um 200 tonn. Til Bandaríkj-
anna var flutt 21 tonn af prjóna-
vörum fyrir 97 milljónir eða um
helmingi hærra verð á hvert kíló
en til Sovetríkjanna. Hins vegar
benda nýlegar athuganir til þess
að mun hagkvæmara sé fyrir fyr-
irtækin að framleiða fyrir markað
í Sovetrikjunum, þar sem Sovét-
menn kaupa mikið í einu en inn-
flutningur til Bandaríkjanna er í
smærri stfl.
Nægar
kartöflur
fram í júlí
— ef staðið verð-
ur við samninga
KARTÖFLUSKORTÚR er nú
vfða á meginlandi Evrópu og hafa
rfkisstjórnir margra landa gripið
til sérstakra ráðstafana til að
hindra útflutning á kartöflum.
Sem kunnugt er varð kartöflu-
uppskera hér innanlands með
minnsta móti s.l. sumar og er sú
uppskera nú á þrotum hér sunn-
anlands en gert er ráð fyrir að
norðanlands endist uppskeran
fram eftir aprflmánuði. Morgun-
blaðið sneri sér til Jóhanns Jónas-
sonar, forstjóra Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins, og
spurði hann, hvernig þessi kart-
öfluskortur erlendis horfði við
gagnvart Islendingum.
Jóhann sagði að nú væru komnar
á markað sunnanlands pólskar
kartöflur, sem Grænmetisverzlun-
in flutti inn í haust og hefur grip-
ið til þegar islenzkar kartöflur
hefur þrotið. Hjá Grænmetis-
verzluninni í Reykjavík eru nú
engar Isl. kartöflur til en áætlað
er að um 50 tonn séu enn til fyrir
austan Fjall. I Eyjafirði eru hins
vegar til ísl. karöflur en þaðan er
dreift kartöflum til Austur- og
Framhald á bls. 27
Greinargerð LIU
um sjómannadeiluna
Morgunblaðinu barst f fyrradag
eftirfarandi greinagerð frá
Landssambandi fsl útvegsmanna
um yfir standandi samningaum-
leitanir.
Greinargerð LlÚ.
I tilefni yfirlýsingar formanns
Sjómannasambands tslands i fjöl-
miðlum um að ekki miði í sam-
komulagsátt í kjaradeilu
sjómanna við útvegsmenn vegna
kröfu útvegsmanna um að sjó-
menn taki þátt f olíukostnaði
fiskiskipanna, vill samninga-
nefnd útvegsmanna taka fram
eftirfarandi:
1. I skýrslu tillögunefndar um
sjóði sjávarútvegs og hluta-
skipti er samkomulag milli
nefndarmanna um verulega
lækkun útflutningsgjalda til
sjóða sjávarútvegsins, er munl
valda verulegri hækkun fisk-
verðs. Jafnframt er samkomu-
lag um að endurskoða hluta-
skipti til þess að gera út-
gerðinni mögulegt að standa
undir þeim kostnaði, sem Oliu-
sjóður og Vátryggingasjóður
áður stóðu undir. I þv; sam-
bandi voru tvær leiðir taldar
koma til greina, að draga olíu-
kostnað af óskiptu aflaverð-
mæti eða draga tiltekinn
hundraðshluta frá aflaverð-
mæti. misháan eftir stærð
skipa en þessi leið jafngildir
lækkun hlutaskipta.
2. A sáttafundi sunnudaginn 8.
febrúar undirrituðu öll samtök
sjómanna þ.e. Sjómannasam-
band Islands, Farmanna- og
fiskimannasamband Islands,
Alþýðusamband Austfjarða og
Alþýðusamband Vestfjarða og
samtök útvegsmanna, þ.e.
Landssamband ísl. útvegs-
manna og Fél. ísl. botnvörpu-
skipaeigenda, samkomulag um
að breyta lausum og bundnum
kjarasamningum í samræmi
við tillögur sjóðanefndarinnar.
3. A átta sáttafundum sem staðið
hafa i 31 klst., hafa samtök
sjómanna ekki getað komið
sér saman um hvora fyrr-
nefnda leið skuli fara í gerð
nýrra kjarasamninga og hefur
samninganefnd útvegsmanna
beðið án þess að nokkrar við-
ræður hafi farið fram við hana
um lausn málsins. Samninga-
nefnd útvegsmanna hefur hins
vegar lýst því yfir að hún telji
báðar leiðirnar koma til
greina, en sjómenn verði að
koma sér saman um hvora
leiðina skuli velja, þvi sömu
skiptakjör verði að gilda innan
sömu skipshafnar.
4. Samninganefnd útvegsmanna
lýsir furðu sinni á þvi að nán-
ast engar samningaviðræður
hafi farið fram vegna inn-
byrðis deilu sjómanna sjálfra,
en þrátt fyrir það boða þeir til
verkfalls er koma á til fram-
kvæmda eftir 2 daga.
Einnig fylgir eftirfarandi sam-
komulag milli aðila og er það
undirritað af Jóni Sigurðssyni f.h.
Sjómannasambandsins, Ingólfi
Stefánssyni f.h. Farmanna- og
fiskimannasambandsins, Sigfinni
Karlssyni f.h. Alþýðusambands
Austurlands, Pétri Sigurðssyni
f.h. Alþýðusambands Vestfjarða,
Kristjáni Ragnarssyni f.h. Lands-
sambands ísl. útvegsmanna og
Ingimar Einarssyni f.h. Félagsísl.
botnvörpuskipaeigenda:
Sjómannasamband tslands,
Alþýðusamband Vestfjarða,
Alþýðusamband Austurlands og
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands fyrir hönd sjómanna
og Landssamband islenzkra út-
vegsmanna og Félag islenzkra
botnvörpuskipaeigenda fyrir
hönd útvegsmanna gera með sér
samkomulag um eftirgreind
atriði:
1. Þar sem rikisstjórnin hefur
lýst þvi yfir að hún muni beita
sér fyrir setningu laga og
reglugerða í samræmi við til-
lögur og ábendingar tillögu-
nefndar um sjóði sjávarútvegs
og hlutaskipti lýsa aðilar því
yfir að þeir muni gera þá
samninga sín á milli, sem nú
eru lausir, um kjör sjómanna á
grundvelli tillagna og
ábendinga sem fram koma i
skýrslu nefndarinnar dags. 19.
janúar 1976.
2. Aðilar lýsa þvi enn fremur yfir
að þeir muni beita sér fyrir þvi
að heimildir verði veittar til
þess að taka þegar upp
samninga á þessum grundvelli
um breytingar á þeim kjara-
samningum aðila sem ekki
hefur verið sagt upp með sama
hætti og væru þeir lausir.
3. Aðilar þessa samkomulags
gera ráð fyrir að rikisstjórnin
láti fara fram sérstaka athug-
un á kjörum áhafna og afkomu
útgerðar á stærri togurum
(þ.e. 500 brl. og yfir) við
þessar breytingar. Athugun
þessi verði gerð f samráði við
samtök sjómanna og útvegs-
manna og fulltrúa þeirra
byggðarlaga sem sérstakra
hagsmuna eiga að gæta, með
það fyrir augum að tryggja at-
vinnu sjómanna og rekstur
sjávarútvegsfyrirtækja á þess-
um stöðum sbr. og bréf sjávar-
útvegsráðuneytisins til Félags
islenzkra botnvörpuskipaeig-
enda dags. 3. júlí 1975.