Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 15 Veik stjórn Ítalíu reynir að reisa Tveir brezkir málaliðar annar gengur við hækjur á heimleið frá Angola. Þeir komu til Briissel með venjulegu áætlunarflugi frá Kinshasa og héldu sfðan áfram til Bretlands. Þeir harðneituðu að ræða við fréttamenn um atburði f Angola. efnahaginn úr rúst Rómaborg, 12. febr. Reuter. NTB. ALDO Moro forsætisráðherra Italfu birti f gærkvöldi ráðherraiista sinn, en þetta er f fimmta sinn sem hann veitir ríkisstjórn forystu. Stjórnarkreppunni í landinu er þvf lokið f bili, en stjórnin er talin ákaflega veik og hæpið að henni verði sætt nema f nokkra mánuði. Hún mun leggja meginkapp á að ganga frá setningu mikil- vægra laga er miða að því að reisa ögn við hið bágborna efnahagsástand f landinu. Það er ljóst að ráðstafanir verður að gera í því efní, þar sem vöruskiptahalli Italíu meira en tvöfaldaðist frá þvi í nóvember og fram í desember og var þá 378 milljónir sterl- ingspunda. Alls var þá vöru- skiptahallinn á árinu 1975 1560 millj. sterlingspunda, en árið áður var staðan enn verri eða 4.600 milljón sterlingspund. • ^ * Lee J. Cobb látinn BANDARlSKI kvikmynda- leikarinn Lee Cobb lézt I dag að heimili sfnu f Woodlans Hills f Kalifornfu, úr hjarta- slagi. Hann var 66 ára gamall og meðal margra þekktra mynda sem hann lék f má nefna „Tólf reiðir menn“. Hann hlaut einnig á sfnum tfma mikið lof er hann fór með titilhlutverkið f „sölumaður deyr“ eftir Arthur Miller, þeg- ar leikritaið var frumsýnt á Broadway. sambandi við Lockhead- fyrirtækið. Aldo Moro sagði að hann hefði reynt að fá Gui til að gegna starfinu áfram þrátt fyrir þessar ásakanir en ráð- herrann hefði viljað fá lausn til að standa betur að því að hreinsa nafn sitt. Hann hefði og ekki viljað hætta á að kristileg- ir demókratar biðu tjón vegna ásakana þessara. Við embætti hans tók Arnald Forlani, sem er einnig varnarmálaráðherra. Stjórnin mun njóta stuðnings sósíaldemókrata á þinginu og sósíalistar og lýðveldissinnar hafa gefið ákveðin fyrirheit um vinnufrið henni til handa að minnsta kosti um nokkra hríð. Framhald á bls. 22 Ekvador: Manntjón í skriðuföllum Quito, Ekvador, 12. febr. Reuter. AÐ MINNSTA kosti sextíu manns munu hafa farizt i skriðföllum sem urðu i dag við hafnarborgina Esmeraldas í Norður-Ekvador. Flestir þeirra sem fórust grófust undir 300 tonnum af grjóti og eðju, þegar þeir voru að leita að fimm manna fjölskyldu sem hafði borizt meó skriðu sem kom nokkru áður og var snöggtum minni en sú hin seinni. Þá er ljóst að þrjátíu manns hafa slasast. Gífurlegar rigningar hafa verið á þessu Landsvæði undanfarnar þrjár vikur. Lögregla óttast að fleiri slíkir atburðir gætu gerzt á þessum svæðum og er hafinn brottflutningur fólks frá þeim stöðum, sem eru í hvað mestri hættu. I Esmeraldas búa sextíu þús- und manns. Brezka blaðið Spectator: Bretum væri sæmst að sýna höfðingshmd London, 12. febr. Peart, Callaghan og Hattersley á blaðamannafundi — fram er sett börð gagnrýni á stjórnvöld í Bretlandi Einkaskeyti til Mbl. frá AP. MALSTAÐUR Breta f fiskveiðideilunni við ts- lendinga er hvorki sterk- ur frá efnahagslegu né lagalegu sjónarhorni,“ segir í grein í brezka vikublaðinu Spectator f dag. Blaðið sem er óháð, en talið hægrisinnað segir einnig að Harold Wilson forsætisráð- herra og stjórn hans hafi talið að þegar Island væri annars vegar gætu þeir í rólegheitum beitt bolabrögðum. Fyrirsögn greinarinnar er „Aflýsið þorskastríðinu" og þar segir ennfremur að i ágreiningi Breta og tslendinga vegna fisk- veiðanna séu hernaðarlegar, efnahagslegar og lagalegar hliðar sem tillit þurfi að taka til. I hverju þessara tillita sé málstaður tslendinga betri. Nú þegar kommúnistar eiga ekki lengur sæti í ríkisstjórn lands- ins séu minni líkur á því að Islendingar hóti að losa sig við varnarliðið í Keflavfk, en sú freisting sé engu að síður fyrir hendi, þó ekki væri nema með hliðsjón af því að slik hótun væri eina leiðin til að beita þrýstingi á hina sauðþráu og skilningslausu brezku ríkis- stjórn. Síðan er lýst mikilvægi herstöðvarinnar f Keflavík og talað um að hún sé þýðingar- mikill hlekkur í vörnum vest- rænna þjóða og það sé meira en lítill ábyrgðarhluti að tefla henni í tvisýnu. Blaðið itrekar siðan að mál- staður Breta sé ekki sterkur hvernig sem á málin sé litið. Þorskveiðar hafi ekki nándar - nærri þá þýðingu fyrir Breta og fyrir Islendinga og efnahag þeirra og enda þótt þorskur sé mikilvæg vara á brezkum mark- aði, hafi hann enga úrslitaþýð- ingu að dómi blaðsins. Hvað eftir annað hafi og rik- isstjórnum í Bretlandi mistek- izt að gera ráðstafanir annað hvort til að búa brezkan fisk- iðnað undir breyttar aðstæður og að hverfa á önnur mið og láðst hafi að marka skýra fisk- verndunarstefnu: þar sem þorskurinn hrygni ekki fyrstu fimm árin sé hættan á þvi að stofninn þurrkist út meiri en hvað snertir ýmsar aðrar fisk- tegundir. Þá sé þess að gæta að þar sem Bretland hafi lýst stuðningi við 200 milna hug- Framhald á bls. 22 Valdabarátta í Kína að hefjast: Gagnrýni byrjuð á Teng Hisiao-Ping Pekíng, 12. febr. NTB. TENG Hsiao-Ping, aðstoðarfor- sætisráðherra Kfna, sem af mörg- um var talinn Ifklegur eftirmaður Chou En Lais hefur verið gagn- rýndur mjög harkalega f Kfna og hafa verið hengd upp veggspjöld með áróðri gegn honum meðal annars innan veggja háskólans f Peking. Teng er þarna borið á brýn að hafa unnið gegn stefnu Maos formanns hvað fræðslumál snertir og fyrir að hafa lýst þeim sem hafa hlotið menntun, að menningarbyltingunni afstað- inni, sem ódugandi fólki. Nafn Teng er ekki nefnt á vegg- spjöldum þessum, en honum er þannig lýst að sögn fréttamanns NTB að þar getur enginn vafi Teng: Verður honum varpað út í kuldann? leikið á við hvern er átt. Þar er meðal annars vitnað til ýmissa orða sem Teng hefur látið falla svo sem: „Mig skiptir ekki hvern- ig kötturinn er á litinn, svo fremi hann veiði mús.“ Þá segir að maður sem hafi lengi gengið á vegum kapitalismans, hafi tekið þátt i að gagnrýna þær endurbæt- ur sem Mao formaður hafi barizt fyrir og lagt megináherzluna á framleiðslu i stað stéttabaráttu. Stjórnmálafréttaritarar telja augljóst að mikil valdabarátta sé hafin innan flokksstjórnar kínverska kommúnistaflokksins og eins og margsinnis hefur verið frá sagt bjuggust flestir við að Teng yrði eftirmaður Chou En Lais. Novosti: Geðsjúklingar líka geð- veikir er til Vesturlanda kemur Moskvu, 12. febr. NTB. SOVÉZKA fréttastofan Novost' segir í dag að margir andófsmenn sem hafi hlotið meðferð á geðveikrasjúkrahúsum hafi einnig hlotið slíka meðhöndlun eftir að þeir fluttu síðan til Vestur- landa. Nafngreinir Novosti sjö sem svo sé ástatt fyrir, en allir hafi þeir stað- hæft að þeir væru ofsóttir vegna stjórn- málaskoðana sinna. Málgagn rithöf- undasamtakanna Literaturnia Gaseta sagði einnig i gær að stærðfræðingur- inn Leonid Plyusch sem fékk nýlega að fara af geðveikraspítala og flytjast til Vesturlanda sé and-sovézkur geðveikis- sjúklingur og geti sjúkdómur hans blossað upp hvenær sem er á ný. Meðal þeirra sem eru nafngreindir eru stærðfræðingurinn Jesenin-Olpin sem hafi verið undir handleiðslu geð- lækna síðan hann fluttist til Italíu i kringum árið 1960, Valery Tarsis sem læknar á Vesturlöndum hafi marglýst alvarlega geðveikan, Victor Fainberg sem hafi þurft að vera á sjúkrahúsi eftir að hann fluttist frá Sovétríkjunum og Tsukerma og Anatoli Jakobsson sem báðir dveljist á geðveikraspítölum í ísrael.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.