Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 Kiwanismenn afhenda geð- deild FSA verðmæt tæki Akureyri, 10. febrúar. KIWANISKLUBBARNIR á Is- landi efndu til almennrar fjár- söfnunar á starfssvæðum sfnum 26. október 1974, sem þeir nefndu K-dag og var helgaður málefnum geðsjúkra og stuðningi við þá. Þennan dag söfnuðust 3,2 miilj- ónir króna að frádregnum kostn- aði. Auk þess varð þessi dagur til þess, að margir gáfu gerðverndar- málum meiri gaum en annars hefði orðið, og hann stuðlaði að meiri skilningi almennings á þörfum og málefnum geðsjúkra. M.a. var Geðverndarfélag Akur- eyrar stofnað í beinu framhaldi af K-deginum. Forvígismenn Kiwanisklúbb- anna eru nú um þessar mundir að koma söfnunarfénu i gagnið og afhenda jafngildi þess. Fyrirhug- að er að 2,6 milljónir króna renni til Kleppsspitala til þess að koma upp vinnuaðstöðu fyrir sjúlkinga. Þar verða framleiddir steinar til húsagerðar og sú starfsemi stuðl- ar að því, að sjúklingar finni bet- ur en eila, að þeir geta verið og eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Til geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri runnu 600 þús. krónur, sem varið var til kaupa á kvikmyndatökuvél og myndsegulbandi, sem eru i senn mjög þarfleg kennslu- og lækn- ingatæki við meðferð geðsjúkra og til þjálfunar i mannlegum sam- skiptum. Menn úr stjórn Kiwanisum- dæmisins á Islandi og fulltniar frá Kiwanisklúbbunum á svæðinu frá Siglufirði til Neskaupstaðar (Óðinssvæðinu) afhentu Geð- deild FSA þessi tæki í hádegis- verðarboði að hótel KEA í dag og bættu meira að segja sjónvarps- viðtæki við sem gjöf frá sér. Eyj- ólfur Sigurðsson, fyrrverandi um- dæmisstjóri, skýrði frá söfnun- inni á K-deginum, tilgangi hennar og árangri, en núverandi umdæm- isstjóri, Ásgeir Guðlaugsson, af- henti tækin. Brynjólfur Ingvars- son læknir veitti þeim viðtöku fyrir hönd Geðdeildarinnar og þakkaði þau og annan veittan stuðning. Hér á landi eru nú starfandi Kiwanisklúbbar með nær 1000 fé- lagsmönnum. Sv. P. FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki ó öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þó, sem leita að litríkum hillu- og skópasamstæðum, sem byggja má upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRiSTJÁN SIGGEIRSSON HF. HUSGAGNAVERKSMIÐJA Hér fara á eftir samtöl, sem Jón Kristján Sigurðsson nemandi í 4. bekk Gagnfræðaskólans við Laugalæk, sem var í starfsfræðslu hjá Morgunblaðinu, átti við nokkra verkamenn við höfnina. I Skóla- fólk hjá Morgun blaðinu „Það verður ör- ugglega verkfall” Eins og fram hefur komið í fréttum hafa verkalýðsfélögin boðað verkfall frá og með þriðjudeginum 17. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Af því tilefni langaði mig að skreppa og heyra hljóðið í hafnarverkamönnum. Fara við- tölin við þá hér á eftir. Fyrst gekk ég að verkamönnum hjá Ríkisskip, sem voru að vinna við uppskipun við strandferða- skipið Heklu. Þar voru menn mjög tregir við að svara spurn- ingum og bentu hver á annan. Hins vegar var hljóðið mun betra hjá verkamönnum Eim- skipafélagsins. Þeir voru mjög fúsir til að svara spurningum mínum. Fyrst tók ég viðtal við Steindór Finnbogason sem var að spúla bakkann við Faxa- skála. — Steindór, spáir þú að til verkfalla komi 17. febrúar n.k ? — Það hlýtur að vera, eins og máiin standa í dag. — Ef til verkfalls kemur, heldur þú að það standi lengi? Eftir stutta umhugsun, sagði hann: Ég spái því að verkfallið standi í einn mánuð — Hvaó eru laun verka- manna miðað við 40 stunda vinnuviku? Hann svaraði þvi til að laun verkamanns í dag væru 13.050 kr. á viku með 40 stunda vinnu viku. — Hvað telur þú að sæmileg laun verkamanns eigi að vera i dag? Hann taldi að sæmileg laun verkamanns i dag ættu að vera 150 þúsund á mánuði, svo mað- ur gæti eitthvað veitt sér. Síðan lá leiðin upp á kaffi- stofuna. Þar sátu menn við kaffisopann, og voru að ræða um daginn og veginn. Ég tók Pálma Guðmundsson tali og spurói hann nokkurra spurn- inga. — Telur þú að til verkfalls komi 17. febrúar? Hann sagði að til verkfalls kæmi alveg örugglega af því að illa hefði verið haldið á málun- um. Pálmi sagðist hafa unnið við höfnina í 45 ár, og ætti þá að vera vanur ýmsu. Guðbrandur Elíasson var þarna nærstaddur og sagði að ef til verkfalls kæmi, stæði það ekki lengur en I tvo sólar- hringa. Þá spurði ég Guðbrand, hvað hann teldi, að laun verka- manna ættu að vera i dag? Hann sagði að launin ættu ekki að vera undir 100 þúsund á mánuði. — Var betra að lifa af laun- um verkamanns fyrir um 20 árum? — Mikil ósköp, maður gat veitt sér miklu meira í þá daga. Hann bætti því við, að hann hefur unnið sem verkamaður í tæplega 40 ár, og sagði einnig að kaupið um 1931 hefði verið um ein króna og tuttugu aurar á tímann. Á leiðinni eftir hafnarbakk- anum mætti ég Guðmanni Heið- Guðbrandur Ellasson Pálmi Guðmundsson Guðmann Heiðmarsson Steindór Finnbogason marssyni. Hann sagði að af- koma verkamanns í dag væri hlægileg í einu orði sagt. Árs- laun verkamanns með yfir- vinnu og næturvinnu hjá Eim- skip væru um ein milljón, og þegar maður er búinn að borga lífsnauðsynjar er ekkert eftir. Maður hefur unnið fyrir þjóð- félag, sem gefur verkamönnum engan arð, sagði Guðmann að lokum. Af þessu spjalli má sjá, að verkamaðurinn er ekki of sæll af launum sinum, en vió skul- um vona að á þessu verði breyt- ing í framtíðinni. Jón Kristján Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.