Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. FEBRUAR 1976 Fram slapp með skrekkinn Svo sammarlega sluppu Framstúlkurnar með skrekkinn i leik sínum við Ármann i fyrrakvöld. Ármannsliðið hafði leitt allan leiktimann en þegar nokkrar minútur voru til leiksloka náði Fram að saxa á muninn og þegar svo aðeins sekundubrot voru til loka leiksins náði Guðrún Sverrisdóttir að blaka knettinum i net Armanns og var reyndar álitamál hvoru megin við flaut dómaranna knötturinn lenti i netinu. Var þetta jöfnunarmark Fram og lauk leiknum með jafntefli. 9:9. Framhðið lék þennan leik mjög ílla og annar eins sofandaháttur i sóknarleik liðsins hefur ekki sézt lengi Áhugaleysið virtist algjört og hafði næstum orðið liðinu að falli Ármannsliðið lék t.d vörnina betur að þessu sinni en nokkru sinni áður og hefði hiklaust sigrað i leiknum ef burðarásar Itðsins hefðu þolað spennuna á lokaminútum leiksins Ármann skoraði t d aðeins 3 mörk í seinni hálfleiknum en i leikhléi var staðan 6 4 Beztar i liði Ármanns að þessu sinni voru þær Magnea markvörður. Þórunn, Anna og Sigriður Fram tapaði þarna dýrmætu stigi í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn og þær Framstúlknanna sem helzt stóðu sig i leiknum voru Kolbrún markvörður, Guðrlður og Guðrún MÖRK ÁRMANNS Þórunn, Anna, Sigriður og Erla 2 hver, Guðrún 1 MÖRK FRAM Guðríður og Guðrún 3 hvor, Oddný 2. Jóhanna 1 —áij Aftur jafnt 9:9 ÞAÐ var ekki merki legur handknattleik- ur sem KR og Breiða- blik buðu upp á mið- vikudagskvöldið og jafntefli var bezt við hæfi ! þessum tæp- lega miðlungsleik. Urslitin urðu 9:9, eft- ir að staðan hafði verið 3:3 I leikhléi. Hansina og Hjördis báru KR-liðið uppi i þessum leik og bráð- efnileg stúlka. sem varði markið i seinni hálfleik. gerði sömu- leiðis sitt til að hala inn annað stigið. Af Blikastúlkunum var Kristín Jónsdóttir fremst i flokki, en einnig stóð Alda sig allvel þó svo að hún hafi áður verið mun betri. MÖRK KR: Hansina 3, Hjördis 3. Soffia, Jónina og Karólina 1 hver. MÖRK BREIÐA BLIKS Kristin 6. Guðrún, Björg og Alda 1 hver. — áij Fall blasir við ÍBK, en Víkiiignr sloppian? SENNILEGA hafa Vikingsstúlkurnar bjargað sér frá falli i 1. deild kvenna i handknattleik i fyrrakvöld er þær unnu lið IBK með 10 mörkum gegn 8. Það voru þvi skoruð 18 mörk i þessum leik eins og i hinum tveimur leikjanna hjá stúlkunum á miðvikudagskvöldið og þegar fáar minútur voru til loka leiksins virtust úrslit leiksins allt eins geta orðið þau sömu og ( hinum leikjunum Staðan var jöfn, 8:8, en Vikingur skoraði siðustu mörk leiksins og sigurinn varð þeirra. Við liði ÍBK blasir nú fall niður i 2. deild. en þaðan kom liðið f fyrra. Keflavikurstúlkurnar hafa aðeins hlotið 1 stig — i fyrrt leik Vikings og ÍBK, sem lauk 9 9 — vmsæl tala ÍBK-liðið á þó enn nokkra leiki eftir og getur þvi halað mn fleiri stig en sannast sagna virðist tiðið ekki liklegt til að gera það Vikingsliðið lék mjög vel framan af þessum leik meiri hraði var i sókninni en áður og línuspilið gekk mjóg vel upp I leikhléi var staðan 6 4 en 1 seinni hálfleiknum tókst ÍBK að mestu að setja fyrtr þann leka sem linuspil Víkinganna var og jafnaðist leikurinn mjög Jafnt var á flestum tolum þar til Víkingur tók af skanð í lokin og tryggði sigurinn Það var greinilega mikill taugaspenningur hjá stölkunum i þessum leik og klaufaleg mistök Þannig misnotaði Vikingur 4 vitaköst i leiknum, ÍBK 1 Keflavikurstúlkurnar voru reknar af leikvelli i 2x2 mínútur og voru þær mjóg óhressar með frammistöðu dómaranna í leiknum Beztar I liði ÍBK voru Guðbjörg. Gréta og bráðefnilegur markvórður Af Víkingsstúlkunum stóðu þær sig bezt Anna, Jóhanna. Sigrún og Ástrós Mörk Vikings Sigrún 3, Ástrós 2. Anna 2, Jóhanna, Halldóra og Ragnheiður 1 hver Mörk ÍBK: Guðbjórg 3. Gréta 3, Hanna 1. Guðbjörg 1 -áij Viðar Símonarson kominn 1 gegnum Haukavörnina einu sinni sem oftar og skorar léttilega. Viðar gerði 9 mörk i leiknum. Ljósm. Mbl. RAX. FH STENDUR BEZT AÐ VlGI EFTIR SIGUR YFIR HAUKUM EFTIR HIÐ óvænta tap Vals fyrir Gróttu blasti sú staðreynd við FH ingum að með því að sigra Hauka stæðu þeir bezt allra liða i kapp- hlaupinu um Islandsmeistaratitilinn. Og þeim tókst að sigra erkifjend- urna og nábúa sína í Hafnarfirði, Haukana, með 20 mörkum gegn 15. Staðan í hálfleik var 11:8. Þetta var léttur sigur fyrir FH því Haukarn- ir voru afar slakir í þessum leik , svo slakir að maður undraðist að þarna væri á ferðinni 1. deildarfið, sem meira að segja ætti smámöguleika í titilinn. Þessi slaki leikur á kannski að teljast táknrænn fyrir þetta íslandsmót, sem hefur verið ákaf- lega sviplítið jafnvel þótt töluverð spenna hafi verið í því á köflum. Strax í byrjun fengu áhorfendur smjörþefinn af því hvernig fara myndi. FH-ingar skoruðu tvö fyrstu mörkin og komust síðan í 5:2 og 7:4. Upp úr miðjum hálfleiknum skoruðu þeir þrjú mörk í röð.og komust í 10:5 og þar með voru Haukarnir afgreiddir. Gerðu Haukarnir sig seka um ótal skyssur í fyrrr hálfleiknum svo sem þær að af- henda FH-ingum boltann hvað eftir annað þannig að þeir gátu brunað upp og skorað úr hraðaupphlaupum Stað- an í hálfleik var 1 18 í byrjun seinni hálfleiks juku FH-ingar ennþá forskotið og komust í 17 10 Undir lokin slöpp- uðu þeir heldur af og Haukarnir náðu að minnka muninn Þetta var enginn glansleikur og undir lokin leystist hann nánast upp í leikleysu Var óvenju lítil stemning i íþróttahúsinu í Hafnarfirði miðað við það sem venjulega er þegar þessi tvö lið mætast. Sem fyrr segir var siður en svo um neinn stórleik að ræða hjá FH-ingum, yfirburðirnir fólust fyrst og fremst í mjög slökum leik Haukanna Nokkrir FH-inganna áttu samt prýðisleik og ber þar fyrst að nefna Birgi Finnbogason markvörð sem var i marki FH allan tímann og varði meistaralega vel. Voru þeir ófáir boltarnir sem hann hirti bæði af línu og úr langskotum Þá var Viðar Símonarson mjög drjúgur í sókninni enda var hann löngum lausbeizlaður og virtist geta labbað í gegnum vörn sinna gömlu félaga hvenær sem hann vildi Guðmundur Árni Stefansson var drjúgur að skora í hraðaupphlaupum Haukarnir voru mjög lélegir í þess- um leik. Liklega þeirra lélegasti leikur í vetur. Vörnin var slök og sóknarleikur fálmkenndur og einhæfur. Jafnvel þeg- ar þeir voru einum fleiri í heilar fimm minutur tókst þeim ekki að skora eitt einasta mark Eini leikmaðurinn sem eitthvað sýndi var Hörður Sigmarsson en hinir léku flestir langt undir getu. Þar á meðal fyrirliðinn Elías Jónasson, sem hefur verið burðarás liðsins i vet- ur Hann gerði sig sekan um ótal villur í fyrri hálfleik og var lítið með i þeim seinni. — SS. Mfn. FH Haukar 2. Geir 1:0 4. Viðar 2:0 7. 2:1 Hörður 8. Sæmundur 3:1 12. 3:2 Hörður (v) 14. Geir 4:2 14. Guðm.Á 5:2 15. 5:3 Ingimar 17. Guðm. Á 6:3 18. 6:4 Hörður (v) 18. Viðar 7:4 19. 7:5 Sigurgeir 21. Viðar 8:5 21. Guðm. Á 9:5 22. Sæmundur 10:5 24. 10:6 Hörður 26. Viðar (v) 11:6 27. 11:7 Svavar 30. Hálfleikur 11:8 Svavar 31. Viðar 12:8 33. 12:9 Svavar 34. Guðm. Á. 13:9 35. 13:10 Elfas 37. Viðar 14:10 39. Guðm. Á. 15:10 40. Viðar 16:10 45. Viðar (v) 17:10 46. 17:11 Hörður 49. 17:12 ólafur (v) 50. Sæmundur 18:12 55. Árni 19:12 56. 19:13 Hörður 58. 19:14 Stefán 59. 19:15 Ólafur (v) 59. Viðar 20:15 MÖRK FH: Viðar Símonarson 9 (2 v), Guðmundur Á. Stefánsson 5, Sæmundur Stefánsson 3, Geir Hall- steinsson 2, Árni Guðjónsson 1. MÖRK HAUKA: Hörður Sigmars- son 6 (2 v), Svavar Geirsson 3, Ólafur Ólafsson 2 (2 v), Elías Jónas- son 1, Ingimar Haraldsson 1, Sigur- geir Marteinsson 1 og Stefán Jóns- son 1. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Viðar Símonarson, FH skaut yfir á 25. minútu og Birgir Finnbogason, FH, varði viti hjá Herði Sigmarssyni á 47. minútu og víti Ingimars Haralds- sonar á 60. minutu. BROTTVSSANIR AF LEIKVELLI: Sæmundur Stefánsson, FH, rekinn tvisvar útaf i samtals 7 mínútur. Gils Stefánsson, FH, Sigurgeir Marteins- son, Haukum, og Arnór Guðmunds- son, Haukum, reknir útaf í 2 minútur hver. FH: ólafur Guðjónsson 1, Guómundur Sveinsson 1, Sæmundur Stefánsson 2, Viðar Sfmonarson 3, Gils Stefánsson 1, Guðmundur Á. Stefánsson 3, Árni Guðjónsson 1, Þórarinn Ragnarsson 1, Guðmundur Magnússon 1, Geir Hallsteinsson 2, örn Sigurðsson 2, Birgir Finnbogason 4, HAUKAR: ólafur Torfason 1, Svavar Geirsson 2, Ingimar Haraldsson 1, Arnór Guðmundsson 1, Ólafur ólafsson 1, Stefán Jónsson 1, Guðmundur Haraldsson 1, Sigurgeir Marteinsson 1, Hörður Sigmarsson 3, Elfas Jónasson 1, Þorgeir Haraldsson 1, Gunnar Einarsson 2. DÓMARAR: Kjartan Steinbach og Kristján Örn Ingibergsson 2. Viðbótarstig fyrir skoruð mörk í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu? ÞÆR raddir eru uppi meðal forystumanna knattspyrnumála í Reykjavík að taka skuli upp breytta stigagjöf í Reykjavíkurmðtinu í knattspyrnu í vor. Yrðu þá gefin stig fyrir skoruð mörk, auk þess sem 2 stig fengjust fyrir unnin leik. Eru þessar hugmyndir enn á frumstigi, en hafa þó verið reifaðar hjá félögunum. Ástæðan fyrir áhuga manna á að hrinda þessari breytingu í framkvæmd er helzt sú, að fleiri áhorfendur fengjust á leikina og leikirnir yrðu meira spennandi en áður. Víða erlendis hefur veri rætt um það undanfarið að breyta stigagjöfinni til að auka markaskorun og til að gera leikina meira spennandi. Hafa Frakkar til dæmis tekið upp nýja siði í sambandi við stigagjöf og breytt skipan mála hefur mjög fjölgað áhorfendum á leiki þar í landi. Sú hugmynd, sem helzt hefur verið rædd hjá forystumönnum knattspyrnumála í Reykjavík, er sú, að fyrir hver þrjú mörk skoruð fái viðkomandi lið 1 stig. Vinnist leikur t.d. 3:0 fengi sigurliðið því 3 stig. Endi leikur 4:3 fengi sigurliðið 3 stig, tapliðið 1 stig. Það skal tekið fram að þetta eru aðeins frumhugmyndir. Þá hefur einnig verið rætt um að breyta tíma þeim sem leikir hafa vanalegast farið fram á í Reykjavíkurmótinu og hafa leikina mun fyrr að kvöldinu. Þar er' þó heldur ekkert endanlega ákveðið. —áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.