Morgunblaðið - 27.03.1976, Side 35

Morgunblaðið - 27.03.1976, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976 35 USA vildi ekki r víta Israel — og beitti neitunarvaldi í Oryggisráðinu Jerúsalem, New York, 26. marz Reuter. AP. YIGAL Allon, utanríkisráðherra Israels, sagði I dag að Bandarfkin hefðu komið í veg fyrir, að meiri háttar ágreiningur risi milli þeirra og Israels með þvf að beita neitunarvaldi f Öryggisráðinu við tillögu, þar sem Israelar voru vfttir vegna aðgerða þeirra á herteknu svæðunum á vesturbakka Jórdan. Allon gekk hins vegar á fund sendiherra Banda- ríkjanna f Tel Aviv til að bera fram kvörtun vegna ræðu Williams Scrantons, aðalfulltrúa Bandarfkjanna á dögunum, en frá henni hefur verið sagt hér f blaðinu. Scranton sagði meðal annars, að landnám Israela á svæðunum væri ólögmætt og hindrun í vegi fyrir þvf að friður gæti komizt á. Peres, varnamálaráðherra ísra- els, sagði í viðtali við Maariv í dag, að israelar hefðu átt að leyfa Aröbum sem búa á herteknu svæðunum að koma á fót sínum eigin stjórnmálaflokkum i stað Mólúkkarnir dæmdir Amsterdam 26. marz NTB AP. SJÖ Suður-Mólúkkar sem drápu þrjá menn í tveimur mannránum í Hollandi f fyrrahaust hafaverið dæmdir í fjórtán ára fangelsi. Krafizt hafði verið að þeir yrðu dæmdir f 12—18 ára fangelsi. All- ir hinna dæmdu eru félagar í öfgasamtökum Suður-Mólúkka sem berst fyrir sjálfstæði eyja- klasans undan indónesfskum yfir- ráðum. þessa að leyfa þeim inngöngu i israelska stjórnmálaflokka. Þetta var í fjórtanda skipti sem Bandaríkjamenn beita neitunar- valdi i Öryggisráðinu og í fyrsta skipti siðan William Scranton varð aðalfulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hinir fjórtán fulltrúarnir í ráðinu greiddu atkvæði með því að vitur yrðu samþykktar á Israel og þar á meðal voru Bretar, Frakkar og ítalir. Það var hópur landa þriðja heimsins sem kom fram með þessa tillögu. Mikil reiði hefur gert vart við sig meðal fólks af Gyðingaættum í Bandaríkjunum vegna ræðu Scrantons og hópur safnaðist saman úti fyrir aðsetri banda- risku sendinefndarinnar í gær og krafðist þess að Ford forseti véki Scranton tafarlaust frá Gagnkvæmar ásak- anir USA og USSR Moskvu 26. marz Reuter NTB TASS-fréttastofan sovézka sagði í dag að „zfonfsk tuddamenni, studd af bandarfskum stjórnvöld- um“ hefðu komið fyrir sprengju sem fundizt hefði f gær í Amtorg, sovézku verzlunarskrifstofunni f New York, og sakaði Bandarfkja- stjórn um að hvetja þau öfl meðal Gyðinga sem róðizt hafi á Karpov samþykkir málamiðlun Belgrad 26. marz — Reuter ANATOLY Karpov, sovézki heimsmeistarinn i skák, hefur sagt fréttamönnum f Belgrad S Júgóslavfu, að hann telji nýjar tillögur um reglur fyrir heims- meistaraeinvígið árið 1978 áhugaverðar, og sennilega muni hann ganga að þeim. Heimildir í Belgrad herma að dr. Max Euwe forseti alþjóða skáksambandsins, hafi lagt fram þessar tillögur og sam- kvæmt þeim yrði sá sigurveg- ari sem ynni sex skákir i ein- vfginu, en heimsmeistarinn héldi titlinum ef úrslitin yrðu 5:5. Ef um jafntefli yrði að ræða myndi áskorandinn eiga rétt á nýju 24 skáka einvígi ári síðar. „Þetta er áhugaverð til- laga,“ sagði Karpov, „og ég held að hún sé aðgengileg fyr- ir mig.“ Talið er að þetta sé málamiðlun milli krafna Karpovs og tillagna FIDE. sovézkar stofnanir og borgara í Bandarfkjunum. Ekki minntist Tass á þá yfirlýsingu lög- reglunnar í New York að hún hefði ekkert fundið f Amtorg þrátt fyrir leit. Hins vegar hafa samtök Gyðinga lýst sig ábyrga á sprengjunni. Sovézka utanrfkis- ráðuneytið hefur enn ekki mót- mælt þessu formlega en sendi- herra Bandarfkjanna i Moskvu á von á mótmælum fljótlega. Tals- maður sendiráðsins segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Sovétríkin saki bandarfsku stjórnina um að styðja beinlínis andsovézk öfl. Talið er líklegt að mótmæli Sovétmanna séu m.a. svar við mótmælum Bandaríkjastórnar á fimmtudag vegna sífelldra hótana sem bandariskir sendi- ráðsstarfsmenn hafa orðið fyrir Moskvu að undanförnu og í gær varð að yfirgefa fyrstu hæð sendi- ráðsbyggingarinnar vegna sprengjuhótunar. Bandarikja- menn halda þvi fram að hótanir þessar hljóti að hafa verió gerðar með vitund sovézkrayfirvalda þvi þær hafi verið gerðar við einstaka sendiráðsmenn og simanúmer er- lendra diplómata séu yfirleitt ekki kunn sovézkum borgurum. Þessu hefur utanríkisráðuneytið í Moskvu visað á bug. DRYKKJUSKAPUR OG EIRÐARLEYSI — Nixon ráfar um Hvíta húsið. Myndin er tekin á síðasta deginum sem hann gegndi forsetaembætti. Nixon drakk stöðugt og gekk berserksgang — samkvæmt nýrri bók Woodwards og Bernsteins um síðustu daga hans í forsetaembætti New York 26. marz NTB RICHARD Nixon drakk stift þá síðustu daga sem hann gegndi embætti forseta Bandarikjanna áður en hann sagði af sér og var stöðugt haldinn sjálfsmorðs- löngun. Eiginkona hans, Pat, leitaði einnig athvarfs í áfengi. Þessi dapurlega mvnd af Nixon-hjónunum birtist í dag í dagblaðinu Daily News í New York og í vikuritinu Time, en bæði blöðin byggja frásögn sfna á væntanlegri bók blaða- mannanna Bob Woodward og Carl Bernstein, sem opnuðu Watergate-hneykslið sem kunnugt er á síðum blaðs sins Washington Post. Bók þeirra félaga er væntanlega bráðlega. A siðasta árinu sem Nixon var í embætti varð hann æ háðari áfenginu. Hann drakk oft og mikið, og að sögn tengda- sonar hans, David Eisenhowers, ráfaði hann um Hvíta húsið í eirðarleysi. Einsenhower óttaðist að forsetinn væri að ganga af vitinu og varaði eitt sinn Alexander Haig hers- höfðingja sem þá var starfs- mannastjóri Hvita hússins, við hegðun Nixons. Löngum stundum sat Nixon einn á skrifstofu sinni og drakk. Hann drakk einnig með Ronald Ziegler, blaðafulltrúa sínum, og flúði oft til skemmti- snekkju sinnar, „Sequoia", til að vera í friði. Time segir frá því að Nixon hafi brostið í grát þegar Henry Kissinger utanríkisráðherra, hafi eitt sinn reynt að sannfæra hann um að afrek hans i utan- rikismálum myndu lifa lengur en Watergáte-hneykslið. Nixon féll þá alveg saman og bað Kissinger um að krjúpa á kné sér og biója. „Þú ert enginn rétttrúaður Gyðingur og ég er enginn rétttrúaður kvekari, en við þörfnumst þess að biðja,“ sagði Nixon. Að bænagjörðinni lokinni gekk forsetinn ber- serksgang og barði með kreppt- Framhald á bls. 20 USA: hefja Lyfsölufyrirtæki bóluefnisframleiðslu Washington, London 26. marz Reuter. BANDARÍSK lyfjafyrirtæki hefja í dag stórfelldan undir- búning að framleiðslu 200 milljón skammta bóluefnis við svínavírusi til að komið verði í veg fyrir að faraldur brjótist út í landinu á hausti komanda. Ford forseti óskaði eftir fjár- veitingu f þinginu 1 þessu augnamiði og var haft eftir þingmönnum að ekki yrði fyrir- staða á þvf af hálfu þingsins að til allra nauðsynlegra ráð- stafanayrði gripið. Forsvarsmenn allra helztu lyfjafyrirtækja í Bandaríkjun- um hafa lýst því yfir að nótt verði lögð við dag á næstu mánuðum til að sú áætlun standist að bóluefnið verði til Kínverjar gefa Egypt- um 30 orrustuvélar Kairó26. marz Reuter KlNVERJAR hafa látið Egyptum f té 30 orrustuvélar og mikið magn varahluta af öllu tagi, að því er Anwar Sadat forseti Egyptalands sagði frá í dag, og mun þetta vera til mótvægis við þau hergögn sem Sovétmenn fluttu til landsins meðan sambúð ríkjanna tveggja var betri. For- setinn sagði að flugvélarnar og hergögnin öll væru komin til landsins. Fyrr hafði forsetinn skýrt frá því að mjög yrði dregið úr samskiptum við Sovétrikin meðal annars á þessu sviði. Hann sagði að fyrir hálfu ári hefði ver- ið leitað til Kínverja og hefðu þeir brugðið við skjótt og sent vélarnar þrjátfu og látið það fylgja með, að þeir tækju ekki greiðslu fyrir, þar sem þeir stunduðu ekki vopnasölu. Þá segir i fréttum frá París i dag að Frakkar séu reiðubúnir að selja Egyptum vopn, bæði flugvél- ar og brynvagna og skriðdreka og ef til vill gera við Egypta lang- Framhald á bls. 20 Deilt um ham- ar og sigð í Portúgal Lissabon26. marzReuter. BYLTINGARRAÐ hersins I Portúgal vfsaði f dag á bug þeirri kröfu kommúnista- flokks landsins, að hann einn hefði rétt á að nota hamar og sigð sem merki f væntanlegum kosningum f vor. Maoista- flokkur sem hyggst bjóðafram til kosninganna hafði byrjað að dreifa spjöldum og fánum með merkinu og kommúnistar sögðu að eðli málsins sam- kvæmt væri þeirra flokkur sá eini sem gæti flaggað með slfku merki. Sem fyrr segir tók byltingar- ráðið þetta ekki til greina. Maoistaflokkurinn sem hér um ræðir — MRPP — var bannaður skömmu fyrir sfð- ustu kosningar og hefur síðan starfað f leynum, þar til nú að hann hefur formlega tilkvnnt þátttöku f kosningunum, án þess við þvf hafi verið amazt. reiðu f september næst kom- andi. Frá London berast þær frétt- ir að enda þótt heilbirgðisyfir- völd þar og víðar í Evrópu telji ástæðu til að fylgjast með fram- vindu mála, hefðu heyrzt þær raddir að aðgerðir Fords kynnu að vera af pólitiskum toga spunnar og i þann streng tók Sören Sörensen, prófessor, yfir- maður danska heilbrigðiseftir- litsins. Frá aðalbækistöðvum Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, WHO, i Genf bárust og þær fréttir í gær að þess hefði verið farið á leit við öll aðildarrikin, 95 talsins, að þau hefðu á sér andvara. Talsmaóur WHO sagðist þó undrast hinar miklu aðgerðir Fords Banda- ríkjaforseta en sagði að það kæmi í ljós að nokkrum vikum liðnum, hvort virusinn væri smitandi og myndi stofnunin grípa til sinna ráða þegar það lægi ljóst fyrir og hafa samráð við heilbrigðisyfirvöld í öllum 95 löndunum. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.