Morgunblaðið - 07.04.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.04.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1976 Flugleiðir: Sumaráætlun- in lítið breytt Sumaráætlun millilandaflugs Flugleiða gekk i gildi 1. apríl. I frétt frá Flugleiðum segir, að áætlunin sé svipuð og á síðasta sumri. Þó sé gert ráð fyrir fjórum ferðum á viku milli Luxemborgar og Chicago í stað þriggja ferða í fyrra sumar, og í stað tveggja ferða til Öslóar og Stokkhólms með DC-8 vélum í fyrra, verða nú farnar þrjár ferðir með Boeing 727. Þá mun beinum ferðum til Kaupmannahafnar fjölga úr átta í níu, þar af verða tvær með DC-8 þotum. Nýr viðkomustaður, Dússeldorf, mun bætast við í sumar. Eiftir að sumaráætlun gengur í gildi fjölgar ferðum í áföngum. Þegar áætlun hefur að fullu tekið gildi, verður ferðum hagað sem hér segir: Samkvæmt sumaráætluninni munu þotur Loftleiða fljúga 17 1 FRÉTTABRÉFI Flugleiða segir að „Hraði — Þjðnusta — Þæg- indi“ séu einkunnarorð fslenzku flugfélaganna. Myndin er tekin í þotu Loftleiða á leiðinni yfir Atlantshaf. ferðir í viku frá Islandi til Banda- ríkjanna. Þar af verða 13 ferðir til New York og 4 ferðir til Chieago. Tíl Chicago verður flogið á mánu- dögum, þriðjudögum, fimmtudög- um og sunnudögum. Til New York verða tvær ferðir alla daga nema miðvikudaga, þá er ein ferð. Þotur og skrúfuþotur Flugfélags Islands munu fljúga til Græn- lands eins og undanfarin sumur. Til Narssarssuaq á vesturströnd Grænlands verður flogið á fimmtudögum, en þar að auki flýgur SAS þessa flugleið þrisvar í viku. Til Kulusuk við austur- strönd Grænlands munu skrúfu- þotur fljúga með skemmtiferða- fólk frá 21. júní til 9. september, samtals 49 flugferðir. Síðast nefndu flugin verða farin frá Reykjavíkurflugvelli. Sumaráætlun gerir ráð fyrir 12 ferðum í viku milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Þar af verða tíu ferðir flognar með Boeing 727 þotum Flugfélags Islands og tvær ferðir með DC-8-63 þotum Loft- leiða. Til Öslóar munu Boeing- þotur Flugfélagsins fljúga fimm ferðir í viku og þrjár ferðir í viku til Stokkhólms. Til Óslóar verður flogið á mánudögum, þriðjudög- um, föstudögum, laugardögum og sunnudögum og tíl Stokkhólms á mánudögum, föstudögum og sunnudögum. Þotur Lofleiða munu fljúga 17 sinnum 1 viku til Luxemborgar, tvær ferðir alla daga og þrjár ferðir á mánudög- um, þriðjudögum og föstudögum. Þá munu þotur Flugfélags Is- lands fljúga tvær ferðir til Þýzka- lands á laugardögum, til Frank- furt am Main og til Dússeldorf. Flug til Bretlands verður með svipuðum hætti og í síðustu sumaráætiun. Til Lundúna verða fimm ferðir í viku, þar af fjórar með Boeing-þotum Flugfélagsins og ein ferð með DC-8 þotu Loft- leiða. Lundúnaflug verða á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og tvö flug á sunnu- dögum. Til Glasgow verða fjórar ferðir í viku svo sem verið hefur, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Færeyja verða fjögur flug í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og tvö flug á sunnudögum. Annað sunnudagsflugið til Færeyja verður með viðkomu á Egilsstaða- flugvelli í báðum leiðum. Millilandaáætlun Flugfélags Is- lands og Loftleiða er þannig hagað, að farþegar nái sem greið- ustu framhaldsflugi með öðrum flugfélögum til fjarlægra staða og einnig að farþegar, sem koma annað hvort austan um haf eða vestan, en ætla til Grænlands eða Færeyja, geti haldið áfram ferð þangað án tafa. Ennfremur er svo hagað til, að farþegar með Loft- leiðum vestan um haf, nái beinu framhaldsflugi með F’lugfélagi Is- lands áfram til Evrópu og öfugt. Eins og fram hefir komið, tekur SAS nú upp Islandsflug að nýju með eigin flugvélum, en félagið hefir undanfarin ár leigt þotur Flugfélags Islands til þeirra ferða. Þotur SAS munu fljúga héðan áfram til Grænlands, en einnig hafa viðkomu á Kefla- víkurflugvelli 1 bakaleið. Aðaldælir slógu Skútu- staðamenn út Björk, 5. april. SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fór fram í Skjólbrekku spurninga- keppnin, „Sveitarstjórnirnar svara“. Þar áttust við sveitar- stjórnir Skútustaðahrepps og Aðaldæla. Að visu voru ekki nema tveir af fimm mönnum í sveitarstjórn Aðaldæla, sem kepptu og verður það að teljast hæpið, nema um lögleg forföll hafi verið að ræða, en því var ekki til að dreifa i þessu tilfelli, eftir því sem hezt er vitað. Leikar fóru svo að Aðaldæl- ingar unnu og sveitarstjórn Skútustaðahrepps er því úr leik. Þetta var síðasta keppnin í fyrri umferð. Keppni þessi er á vegum Héraðssambands Suður- Þingeyinga. Henni stjórnaði Viktor Aðalsteinsson skólastjóri Stóru-Tjarnarskóla. Aður var Hólshreppur búinn að sigra Grýtubakkahrepp Ljósavatns- hreppur Bárðdælahrepp, Reyk- dælahreppur Húsavík og Tjörnes- hreppur Reykjahrepp. Svalbarðs- strandarhreppur tók ekki þátt í keppninni. Kristján. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur. Þau sjá um rekstur Oðals, talið frá vinstri: Jón Iljaltason, Óli Laufdal, Agústa Haraldsdóttir og llafsteinn Gíslason. Miklar breytingar á Óðali NYVéRIÐ var lokið við um- fangsmiklar breytingar á veit- ingastaðnum Oðali. Aðalbreyt- ingarnar eru á fyrstu hæð húss- ins og er þar nú skemmtilegur matsölustaður, þar sem áður var matsölustaðurinn Nautið. Að sögn Jóns Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Óðals, verður gengið inn á matsölu- staðinn, sem rúmar 30 manns I sæti, frá Austurstræti. Nýjar innréttingar hafa verið settar upp og málverk setja mjög skemmtilegan svip á staðinn. Þá var sett upp nýtt grill og bar. Énnfremur voru sett upp hljóðlaus leiktæki, þar sem fólk getur leikið tennis, fót- bolta og fleiri leiki. Matsölustaðurinn verður op- inn frá 12 á hádegi og fram eftir, eins og leyfilegt er hverju sinni. Á þeim dögum, sem dans- leikir eru á efri hæð Öðals, verður opið niður á fyrstu hæð- ina, þannig að staðurinn rúmar nú mun fleira fólk en áður, eða um 250 manns í sæti. Jón Hjaltason sagði, að þess- ar breytingar hefðu verið naúð- synlegar þar sem sá rekstur sem var á húsinu áður en þess- ar breytingar voru gerðar hefði ekki átt sér lífsvon. Síðan breytingarnar hefðu veriðgerð- ar, hefði aðsókn aukizt mjög mikið og sækti hann nú fólk á öllum aldri. A neðri hæðinni væri lögð áherzla á sölu smá- rétta og á smáréttaseðli hússins væri hægt að fá máltíðir frá 400 krónum. Teiknistofan Arko sá um breytingar á húsnæðinu, en alla trévinnu annaðist Björn Frið- þjófsson trésmíðameistari. Flytur fyrirlestur um markaðs- boðmiðlun ÞESSA dagana er staddur hér á landi 1 boói viðskiptadeildar Há- skóla tslands dr. marc. Otto Otte- sen. t frétt frá Stjórnunarfélagi tslands segir, að það svið sem Ottesen hafi helgað krafta slna, nefnist á dönsku „Markedkomm- unikation" en á fslenzku sé þetta nefnt markaðsboðmiðlun. Eins og nafnið gefi til kynna, fjalli hún um þann þátt mannlegrar starf- semi að koma boðum frá send- anda til móttakenda 1 þvf skyni að örva sölu. Þá segir að auk fræðilegrar þekkingar hafi Ottesen aflað sér viðtækrar reynslu i atvinnulífinu vegna ráðgjafastarfsemi sinnar bæði i Noregi og Danmörku. Kenningar hans um notkun aug- lýsinga hafi vakið mikía athygli í áðurnefndum löndum og stöðugt fjölgi þeim, sem aðhyllast kenn- ingar hans. Ákveðíð er að Ottesen flytji tíu fyrirlestra um markaðsboðmiðlun við viðskiptadeild Háskóla Is- lands, og næstkomandi fimmtu- dag 8. april flytur hann fyrir- lestur að Hótel Sögu kl. 15.30 á vegum Stjórnunarfélags Islands, en þar mun hann ræða um áhrif endurtekinna auglýsinga og sölu- áhrif þeirra við mismunandi að- stæður. Öllum er heimill að- gangur að fyrirlestrinum. Sjúkravinir til starfa á Akranesi Akranesi 30, marz. Sjúkravinanámskeið var nýlega haldið hér á Akranesi undir handleiðslu héraðslæknisins Guð- brands Kjartanssonar. 22 þátttak- endur fengu réttindaskírteinið til þess að starfa í þágu sjúkra og aldraðra. Þetta er aðeins upphaf að fyrirhuguðu starfi í þessa átt og átti Þóra Einarsdóttir forstöðu- kona Verndar í Reykjavík frum- kvæðið. —Júlfus. Lögmenn fordæma ofbeldi gegn lögmönnum og dómurum Aðalfundur Lögmannafélags Islands var haldinn föstudaginn 26. marz s.l. og var Guðjón Stein- grímsson kjörinn formaður í stað Páls S. Pálssonar, sem var for- F élag sumardval- arstaða stofnað Fyrir skömmu var haldinn fundur á Ilótel Sögu til undirbún- ings stofnun félags sumardvala- staða á tslandi. Til fundarins boð- uðu áhugamenn um rekstur tjald- og hjólhýsasvæða og stuðning við útilff almennings. Formaður ferðamálaráðs, Lúðvfk Hjálmtýs- son, annaðist undirbúning fund- arins og stýrði honum. Fundinn sóttu fulltrúar ýmissa stofnana og aðiia, sem eiga og reka tjaldsvæði víða um land eða láta sig varða ferða- og útivistar- mál. Á fundinum var ákveðið að stofna Félag sumardvalarstaða og kosin bráðabirgðastjórn. For- maður hennar er Eiríkur Ey- vindsson, Laugarvatni. Þá var rætt um þörf fyrir fleiri og betri tjaldsvæði i byggðum landsins og æskilega aðstoð þess opinbera við þau, enda er hér um menningar- starf að ræða, sem reynslan hefur sýnt að ekki verður unnið svo sómi sé að, nema með almennri aðstoð, eins og segir í fréttatil- kynningu frá bráðabirgðastjórn félagsins. Tilgangur félagsins er að vinna að aukinni og bættri ferðamenn- ingu og þjónustu við almenning á tjaldsvæðum, gera tillögur um samræmdar reglur og gjaldskrá i samræmi við nýsetta reglugerð um tjald- og hjólhýsasvæði, vera félögum sínum tíl ráðuneytis og málsvari þeirra. Innan vébanda félagsins eru í upphafi 17 tjaldsvæði og sumar- dvalarsvæði víða um land. Að lokum segir, að stefnt sé að þvi að halda framhaldsstofnfund í tengslum við ferðamálaráðstefnu, sem væntanlega verður haldin að hausti. maður félagsins s.l. 3 ár. Ragnar Aðalsteinsson, sem verið hefur varaformaður félagsins þennan tfma, gekk einnig úr stjórn. Voru þeim félögum þökkuð vel unnin störf. A fundinum var samþykkt svo- fclld ályktun: „Aðalfundur Lögmannafélags Islands haldinn 26. marz 1976 tel- ur það forsendu fyrir þvi að lög- menn og dómarar hvarvetna í heiminum geti sinnt skyldu- störfum sínum i starfi, að þeir geti sinnt þeim óhindraðir af valdhöfum í landi sínu og lög- menn og dómarar geti i hvívetna í starfi sínu tekið afstöðu án þess aö eiga á hættu að sæta ofsóknum af hálfu valdhafa. Því fordæmir fundurinn það ofbeldi sem lög- menn og dómarar hafa sætt víða um heim vegna starfa sinna og skoðana og birst hafa m.a. í því að lögmenn og dómarar hafa verið fangelsaðir og pyntaðir eða jafnvel horfið sporlaust. Þá for- dæmir fundurinn ekki síður þær þvinganir, sem lögmenn og dómarar hafa sætt á annan hátt, svo sem með missi stöðu eða starfsréttinda vegna þess að þeir hafa ekki viljað beygja sig fyrir valdhöfum. Fundurinn lýsir því yfir, að hann styðji þá baráttu, sem hefur þegar verið hafin i þeim tilgangi að vekja athygli á ofsóknum þeim, sem lögfræðingar hafa sætt víða um heim vegna starfs síns eða skoðana og vonar, að baráttan leiði til þess, að sem viðast fái dómarar og lögmenn að gegna starfi sínu án þess að eiga á hættu að lenda í fangelsi eða sæta 'öðrum afarkostum af hálfu vald- hafa.“ Eins og fyrr segir þá var Guðjón Steingrímsson kosinn formaður Lögmannafélagsins, en aðrir í stjórn eru nú: Jón Finnsson, vara- formaður, Gylfi Thorlacius, gjald- keri, Hjalti Steinþórsson, ritari og Brynjólfur Kjartansson, með- stjórnandi. Magnús Eiríks- son sigraði í Ólafsgöngunni Siglufirði, 5. apríl Hin árlega Olafsganga fór fram hér á Siglufirði i gær. Keppt var i 15 kílómetra göngu. Sigurvegari var Magnús Eiríksson, Siglufirði. Hann gekk vegalengdina á 55,21 mín. 2. var Reynir Sveinsson Fljótum á 60.55 mín og 3. Halldór Matthíasson Akureyri á 64.53

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.