Morgunblaðið - 07.04.1976, Side 14

Morgunblaðið - 07.04.1976, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. AFRÍL 1976 og skrifa sjálf. Við vinnum saman að samningu textans og þau geta alltaf lesið það, sem þau hafa sagt fram sjálf. Um- fram allt höfðar þetta til þess að þau geti búið til setningar. Þau læra að t já sig. Guðrún sagði, að stafrófið væri notað. Börnin raða öllu sem þau geta f möppur eftir stafrófi og læra þannig að vinna eðlilega með það. Þau sækja sér ákveðna stafi, sem börnunum að tjá sig og gera það, sem getur komið þeim að gagni sfðar meir. Það er nú orðið svo, að meiri hluti barn- anna hefur verið f leikskóla frá 2ja eða þriggja ára, og þau eru búin að föndra svo lengi. Þau 0 I Kópavogsskóla fer nú í vetur fram tilraun til að kenna sex ára gömlum biirnum lestur með dálftið sérstakri aðferð, sem byggir á tali. Guðrún Sveinsdóttir kennari kynntist þessari aðferð f Svf- þjóð, þar sem hún var að kynna sér lestrarkennslu og hjálp f lestri og leizt svo vel á þetta að hún fékk leyfi menntamálaráðu- neytisins til að reyna hana í vetur í annarri sex ára deildinni í skólanum og að nokkru f hinni. Sex ára bekkurinn er f ákaf- lega rúmgóðri stofu, þar sem biirnin hafa aðstöðu til að hreyfa sig, og einnig eru afgirt horn, þar sem þau geta dregið sig í hlé. Er húsnæðið um 80 fermetrar. Körnin voru öll að lesa upp f kór með kennurum sínum og Ifma smáorð á miöum á sinn stað, þar sem þau komu fyrir í textanum. Þau voru ákaflega áhugasöm. Guðrún hafði skýrt fyrir okkur hvernig lestrarkennslan færi fram. Börnin búa sjálf til textann, sagði hún. Við byrjum á að velja eitthvert smáorð, t.d. orðið er og hvert barn fær þetta orð á miöa. I hvert skipti sem börnin koma að þessu orði í textanum, Ifma þau það neðan við það. Einnig fá þau blað og leita aðorðtnu og Ifma miöann sinn við það. Síðan rífum við orðið f sundur, f e og r, þannig að þetta eru hljóð. Þannig er hljóðio upplifan.Einn’g má láta oröiu vaxa fi am, svo sem orðið sá, sem verður þá t.d. sáu. Alltaf þegar komið cr að nýjum staf, er búinn til nýr texti. Ilann höfðar til harnanna, af því þau búa hann til. Og í hvert skipti, sem við förum með þcnnan texta, er það gert svo hægt og skýrt að þau heyra hvert hljóð. /Etlunin er að börnin geti tengt hljóðin án fyrirhafnar. Að lesa sé bara málið en ekki þetta torf sem lestur verður þeim oft. Við höfum svo látin börnin búa til myndasögur og hjálpað tii við að búa til textann. Og mi ð þvf að fara ofan f stafina, finnst þeim þau hafa samið þetta sjálf. Það höfðar mjög til þeirra og venur þau á að semja eða innlegg f hana, sagði hún. Það er upplagt að byrja á þessu með sex ára börnin, því þar er kennslan svo frjáls. Með því móti læra þau meira að lesa en þau mundu annars gera f sex ára deildum. Og þau hafa gaman af því að búa til setn- ingarnar. Við horfðum á börnin lesa með þeim reglulegu kennurum sfnum, Guðrúnu Sveinsdóttur og Arnheiði Borg. „Ég sá skip“. „Gfsli sá kött“ lásu þau saman og svo f framhaldi „við sáum mat“. Börnin semja setningarn- ar f samræmi við það Iff, sem þau þekkja. A veggnum hangir málverk með dýramyndum sem þau hafa búið til saman, þegar Börnin eru nýbúin að læra um húsdýrin og er myndin þeirra af þvf verkefni á veggnum. Kennarinn þeirra þarna er Guðrún Sveinsdóttir. hanga á vegg og búa til stafi í leir, eftir þvf sem þau vilja. Guðrún fullyrti að börnin féllu alveg eins inn f hefðbundið kerfi síðar, þó þau byrjuðu með þessum hætti. — Þetta er ekkert annað en hljóðaðferðin þau voru að læra um dýrin og ýmislegt dót úr mjólkurum- búðum hékk á vegg, frá þvf þau voru að læra um mjólkina og mjólkurafurðir. — Við erum ekki að halda þvf fram að til sé nein aðferð, sem iillum hæfir, sagði Guðrún. Maðurinn er svo mikill ein- staklingur. En þetta hefur gef- ist mjög vel í sex ára bekkjun- um, þar sem við höfum ekki þennan þrýsting eins og sfðar í náminu. Þarna má leyfa pau læra að lesa með nýrri aðferð Ólafur Björnsson Keflavík: I sunnudagsblaði yðar er slegið upp sem frétt á útsíðu, að 30 tonn af smáfiski gætu orðið 60 tonn eftir tvö ár. Ur því að blaðinu fannst ástæða til þess að slá upp frétt um „Kast- ljós“ í umraút sinn, undrar mig að þetta eitt skuli slitið úr samhengi við annað sem fram kom. I þætt- inum tók ég rækilega fram, að fullvíst væri, að þeir á b/v Dag- stjörnu hefðu ekki hent meiru í sjóinn en önnur skip á sömu slóð- um. Þá kom það einnig fram að burt séð frá því hverju kann að hafa verið hent, þá má heita að megnið af því sem minni togar- arnir hafa aðallega landað að und- anförnu, hafi verið smáfiskur, 50—54 stk. í hverjum kassa, 63 kg, eða að meðaltali 1,2 kg stykkið (800 pr. tonn. Vonandi eru þó undantekningar). Þá segir í fréttinni: “Morgun- blaðið hafði í gær samband við Sigfús Schopka fiskifræðing'* Eftir hans upplýsingum eiga þessi 30 tonn að hafa getað orðið 60 tonn miðað við 5 ára fisk. Því er miðað við 5 ár en ekki 7—8 ár? Þá er sagt að Sigfús telji 5 ára fisk 2 kg, hingað til hefur 5 ára fiskur átt að vera 3 kg. 30 tonnin voru úrgangur úr fiski sem var að meðáltali 1.2 kg. stykkið (slægt). Hér er netafiskur yfirleitt 110 — 160 stk. í tonni. Að þessu at- huguðu teldi ég nær lagi að ætla, að þessi 30 tonn hefðu getað orðið 150—200 tonn, ef leita ætti að réttri mynd. Ekki lætur blaðið sér nægja að útbúa þessa frétt þannig að gert er lítið úr þeirri svívirð- ingu sem viðgengst við veiðarnar, heldur er einnig leiðari blaðsins lofgjörð um hvað sjávarútvegs- ráðherra sé búinn að koma þessu öllu í gott lag. Glöggt dæmi um það góða lag eru eftirfarandi matsniðurstöður, teknar af handahófí úr miklu af svipuðu, og eins víst að verra sé til. Arnar HU 1 10/3 Þorskur í kössum 113.746 kg. 85% 1. fl„ 15% II f 1., 2.4% úrg. Stórt 21% — millif. 40,6% 50—54 sm 21%, 43 — 50 sm 15%. Þorskur laus 33,521 kg. 70% I.fl. — 30% II.fl.3,8% úrg. Stórt 1,2% — millif. 42% — 50—54 sm 25% — 43—50 sm 28% Gullver NS.12 16/3 Þorskur í kössum 35,105 kg, 91% I. fl.,9% II. fl. Stórt 32% — millif. 51% — smátt 17%. Undir 50 sm? Þorskur laus. 71,500 kg. 77% I.fl. — 23% II.fl. Þetta eru hroðalegar staðreynd- ir, að ekki sé meira sagt. Nú er að vísu búið að loka því svæði, sem flest þessara skipta fengu þennan afla á, enda var búið að hreinsa það að mestu. Alveg er víst, að þessi saga á eftir að endurtaka sig og enn hef- ur ekkert verið gert til þess að koma í veg fyrir slíkt. (Þingmenn eru uppteknir við að ræða mat á gærum). Mikið vantar á að sumar mats- niðurstöður séu fullnægjandi, því ekki verður séð á þeim, hvað mik- ið af fiski (ef hægt er að kalla þessa titti fisk) er undir 50 sm. Það reynist þá vera upp í 28% þar sem það er tekið sér. Með reglugerð frá 1. jan. 1976 var bannað að landa meiru en 10% af fiski undir 50 sm. (Sem er helmingi meira en fiskveiðilaga- nefnd gerir ráð fyrir í sínum end- anlegu tillögum). Þrjátíu sinnum 30 tonn + þrjátíu sinnum 100 tonn Stórt 25% — millif. 41 % — smátl 34%. Undir 50 sm? Hegranes SK 18/3 Þorskur 100,240 kg. 87% I.fl. 13% II.fl. Stórt 18% — millif. 47% — smátt 34%. Undír 50 sm? Undir 43 sm !%■ Runólfur SH 135. 14/3 Þorskur í kössum 67,510 kg 100% I.fl. Stórt 13,4% — millif. 51,5% — smátt 35,1 %. Undír 50 sm? Var með fleiri tegundir, þar í karfi, af honum 7,2% undirm. (leyfilegt 5%) Sléttbakur EA 304 12/3 Vigt vantar. Þorskur 100% I.fl. Stórt 18% — millif. 60% — smátt 22% (8% undir 50 sm). Sólbakur EA 5 10/3 Vigt vantar. 86% I.fl., 14% II.fl. Stórt 18% — millif. 52%, smátt 30% (12% undir 50sm). Skinnev SF 10 14/3 Þorskur 84,486 kg. 93% I.fl. — 7% II.fi. Stórt 22% — millf. 53% — smátt 25% — undir 50 sm? Dagstjarnan 23/3 100% I.fl. Stórt 27%, millif. 54% — 50—54 sm 12%, undir 50 sm 7% Framnes 10/3 (Hef aðeins stærðarmat) Þorskur stór 29,53%. Millf. 61,44%. Smátt 9.03%. Vigri RE (Hef aðeins stærðarmat) Þorskur, stór 50% — millif. 34% — 50—54 sm 9%. Undir 50 sm 7% Ekkert virðist gert til þess að framfylgja þessari reglugerð frekar en öðrum, sem í gildi eru. Blaðrað er um að skylda skipin til þess að koma með í land allt, sem í trollið kemur, sem vissulega væri þessum titta-fiskurum mak- legt, en ekkert er framkvæmt. Allt tal um stækkun möskva hefur miðazt við að útnýta það sem til kynni að vera af smáum möskva, en ekkert hugsað um hvað sú nýtni kostar þorskinn. Skyndilokanir og eftirlit má ekki nefna, það kostar of mikið. Talað er um að skera niður leyfð- an netafjölda, um allt að helming, en ekkert hefur verið gert' til þess að farið sé eftir gildandi reglum. Það ber allt að sama brunni, langan tíma tekur að fá nokkuð gert til úrbóta og þegar það loks- ins hefst í gegn, er ekkert hirt um að fylgja því eftir. Vörður í hálfa öld I TILEFNI 50 ára afmælisins, hefur Landsmálafélagið Vörður gefið út sérstaka afmælispeninga. Eru það 600 silfraðir og 30 gylltir minnispeningar, scm eru tölu- settir samkvæmt upplagi. Á framhlið þeirra er fálkinn, sameiningartákn sjálfstæðis- manna, en bakhliðina prýðir heiðursmerki Varðar og kjör- orðin: „Gjör réttþol ei órétt". Að sögn Guttorms Einarssonar formanns hátiðarnefndar Varðar er gullpeningurinn nú uppseldur, en hann kostaði 3500 krónur. Þá berast pantanir á silfurpeningn- um ört inn, en hann kostar 2000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.