Morgunblaðið - 07.04.1976, Side 16

Morgunblaðið - 07.04.1976, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 „Orkuskorturinn hefur kostað Norðlendingahundruð milljóna” Gunnar Thoroddsen, iö idðar- og orkuráðherra, flutti sameinuðu þingi í gær skýrslu um málefni Kröfluvirkj- unar, sem birt er í heild á öðrum stað í blaðinu í dag. Gert var ráð fyrir nokkrum umræðum um skýrsluna. Að lokinni ræðu Jóns G. Sólnes (S), formanns Kröflu- nefndar sem talaði næstur á eftir ráðherra, var umræðu frestað til kl. hálf tvö í dag. Ræða Jóns verður efnislega rakin hér á eftir. Jón G. Sólnes hóf mál sitt á þvi að lýsa orkusvelti á Norðurlandi, sem staðið hefði eðlilegri upp- byggingu í þessum landshluta, einkum iðnaði, fyrir þrifum um langt árabil, og verið þrándur í götu æskilegrar framþróunar þar. Þegar sýnt hefði verið að Laxár- virkjun, eins og mál hennar þróuðust, myndi ekki svara orku- þörfinni hefðu sér þegar verið ofarlega í huga möguleikar á raf- orkuvinnslu úr jarðvarma (gufu). Hann gerði grein fyrir gagnasöfnun, sem hann hefði beitt sér fyrir, með vitund stjórn- ar Laxárvirkjunar, um nýtingu jarðvarma til raforkuvinnslu í þeim löndum heims, sem á þessu sviði væru lengst komin. Það hefði því veríð sér fagnaðarefni er þáverandi orku- ráðherra, Magnús Kjartansson, hefði lagt fram á Alþingi frum- varp um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall austanvert. Rakti hann umræður um þetta mál á þingi þá, sem hefðu leitt í ljós sameiginlegan og óumdeilan- legan vilja Alþingis til að hefja þessar framkvæmdir, sem m.a. hefði komið fram í því, að frum- varpið hefði verið samþykkt í báðum deildum Alþingis sam- hljóða og mótatkvæðalaust. SKIPUN KRÖFLUNEFNDAR I júlímánuði 1974 hefði þáver- andi iðnaðarráðherra síðan skip- að svokallaða Kröflunefnd. Hún var þá þannig skipuð: Páll Lúð- vfksson, verkfr., formaður, Bragi Þorsteinsson, varaform., Jón G. Sólnes, bankastjóri, Ragnar Arnalds, alþingismaður, og Ingvar Gíslason, alþingismaður. Nefndin hóf þá þegar störf. Var ráðist í borun tveggja rannsókna- hola að ráði sérfræðinga Orku- stofnunar, um 1100 m djúpra, á virkjunarsvæðinu, í stað einnar, sem ráðgert hafði verið. Ennfrem- ur var þá þegar hafizt handa um ráðningu ráðgjafarverkfræðinga til hönnunar virkjunarinnar. Síðar á þessu ári var gerð breyt- ing á Kröflunefnd. Páll Lúðvíks- son var leystur frá starfí að eigin ósk, en núverandi orkuráðherra, Gunnar Thoroddsen, skipaði Jón VERKALVÐSRAÐ Sjálfstæðis- flokksins hefur ákveðið að Verka- lýðsskóli Sjálfstæðisflokksins verði haldinn 22.—25. aprfl n.k. Megintilgangur skólans er að veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfinguna uppbygg- ingu hennar, störf og stefnu. Enn- fremur að þjálfa nemendur f að koma fyrir sig orði, taka þátt f almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögðum f félags- starfi. Meginþættir námsskrár verða sem hér segir: 1. Saga verkalýðshreyfingarinn- ar. Leiðbeinandi: Gunnar Helgason forstöðumaður. 2. Kjarasamningar, fjármál og sjóðir verkalýðsfélaga. Leiðbeinandi: Björn Þórhalls- son viðskiptafræðingur. G. Sólnes, formann nefndarinnar, og Ingvar Gfslason, varaformann. 1 nýju skipunarbréfi iðnaðarráð- herra var lögð á það rík áherzla að nefndin hraðaði undirbúningi öll- um og framkvæmdum, eftir því sem nokkur kostur væri. Kröflunefnd réð síðan ráð- gjafarverkfræðingafyrirtækin Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen sf. og Rogers Engineering Co. Inc., San Francisco, til þess að annast tæknilegan undirbúning Kröfluvirkjunar og til umsjónar með framkvæmdum. Var samn- ingur milli þessara aðila undir- ritaður 21. nóvember 1974. Verk- svið ráðgjafarfyrirtækja þessara var tæknilegur undirbúningur um umsjón með framkvæmdum. Um aðra þætti var ekki samið, svo sem framkvæmdir við jarðboran- ir og gufuveitu að stöðvarhúsi, sem eru á vegum Orkustofnunar, og háspennulínu frá orkuveri til Akureyrar, sem eru á vegum Raf- magnsveitna ríkisins. VÉLBUNAÐUR 2. desember 1974, 11 dögum eftir að ráðgjafar- verkfræðingar notou tekið að sér hönnun verksins, sendu þeir til- tækar upplýsingar um aðalvélar til átta vélaframleiðenda með fyrirspurnum um verð og af- greiðslutíma. Tilboð bárust frá fimm þeirra, ásamt margvíslegum upplýsingum um fyrirtækin. Álit- legustu tilboðin vóru frá tveimur japönskum fyrirtækjum: Mitsubishi Heavy Industries og Toshiba. Bæði þessi tilboð vóru mjög ítarleg. Fulltrúar ráðgjafar- fyrirtækjanna gerðu ítarlegan 3. Vinnulöggjöfin. Leiðbeinandi: Hilmar Guðlaugs- son múrari. 4. Aðbúnaður- og öryggismál. Trúnaðarmenn á vinnustöðum. Leiðbeinandi: Hilmar Jónasson verkamaður. 5. Starfsemi og skipulag laun- þegasamtakanna. Leiðbeinaridi: Pétur Sigurðsson alþm. og Hersir Oddsson. 6. Verkmenntun og eftirmennt- un Leiðbeinandi: Gunnar Bachmann rafvirki. 7. Stjórn efnahagsmála Leiðbeinandi: Jónas Haralz bankastjóri. 8. Hlutverk verkalýðshreyfing- ar. Leiðbeinandi: Guðmundur H. Garðarsson alþm. 9. Framkoma i sjónvarpi. Jón G. Sólnes, alþingis- maður, formaður Kröflu- nefndar. samanburð á þessum tilboðum. Var það samhljóða álit þeirra, að tilboð MHI væri hagstæðara, bæði hvað snerti verð og gæði vél- búnaðar. Sama varð niðurstaða annarra verkfræðinga, sem leitað var umsagnar hjá: Verkfræði- stofu Guðmundar og Kristjáns, Baldurs Líndals og Jóhanns Indriðasonar. NIÐURSTADA RANNSOKNABORANA I janúar 1975 skýrði Orkustofn- un Kröflunefnd óformlega frá niðurstöðum rannsóknaborana, sem framkvæmdar höfðu verið á Kröflusvæðinu, og var árangur já- kvæður. 1 febrúar kom siðan formleg skýrsla frá Orkustofnun. Orkumálastjóri, Jakob Björnsson gerði grein fyrir skýrslunni, og kom þar m.a. fram, að Kröflu- svæðið væri hæft til virkjunar og mun álitlegra en Námafjalls- svæðið. Kröflusvæðið var talið standa undir 50—60 MW gufu- aflsvirkjun og hugsanlegri stækk- Leiðbeinandi: Hinrik Bjarnason framkvstj., 10. Þjálfun í ræðumennsku, fundarstjórn o.fl. Leiðbeinandi: Kristján Ottósson og Friðrik Sophusson. Skólinn verður heildagsskóli meðan hann stendur yfir, frá kl. 9:00—19:00, með matar- og kaffi- hléum. Kennslan fer fram í fyrir- lestrum, umræðum með og án leiðbeinenda og hringborðs- og panelumræðum. Skólinn er opinn sjálfstæðis- fólki á öllum aldri, hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Það er von skólanefndar, að það sjálfstæðisfólk, sem áhuga hefur á þátttöku í skólahaldinu, láti skrá sig sem fyrst í síma 82900 eða 82398, eða sendi skriflega til- kynningu um þátttöku til skóla- nefndar, Bolholti 7, Reykjavík. un siðar. Mælt var með að boraðar yrðu 5 vinnsluholur á svæðinu á árinu. Með hliðsjón af þessum upplýs- ingum ákvað Kröflunefnd að kaupa tvær 30 MW vélasam- stæður af japanska fyrirtækirtu MHI, þann 7. febr. 1975. Að fengnu samþykki rfkisstjórnar- innar vóru síðan samningar þar um undirritaðir 10. apríl 1975. Kröflunefnd hélt blaðamanna- fund á Akureyri 20. febr. 1975 og skýrði frá störfum nefndarinnar og gangi mála. Útboð og samn- ingar hafa síðan staðið yfir en ér að mestu lokið. Hafa verið gerðir samningar við mörg fyrirtæki, bæði í Evrópu og Ameríku, auk viðbótarsamninga við MHI. BYGGINGARFRAMKVÆMDIR Það tókst að semja um stuttan afgreiðslufrest við vélaframleið- endur og var að því stefnt, að orkuframleiðsla gæti hafizt í árs- lok 1976. Kröflunefnd ákvað þá stefnu, að við það mark skyldu framkvæmdir miðaðar. Forsenda fyrir þessari áætlun var sú, að stöðvarhúsið yrði gert fokhelt fyrir veturinn 1975—76. Útboð á mannvirkjum hefði óhjákvæmilega tekið nokkra mánuði og kom því ekki til greina, ef sett tímamörk áttu að standast. Varð því óhjákvæmilega að ráða verktaka til verksins, og fékk Kröflunefnd Verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen til að kanna, hvaða verktakar kæmu helzt til greina. I aprílmánuði 1975 aflaði VST upplýsinga um, hvernig verk- efnum væri háttað hjá þeim fyrir- tækjum, sem helzt komu til greina. Að þeirri könnun lokinni stóð valið á milli Miðfells hf. og Norðurverks hf. Lögðu bæði fyrirtækin fram upplýsingar um tækjakost starfslið og fyrri verk. í greinargerð VST frá 17. maí 1975 eru bæði fyrirtækin talin hafa næga verkþekkingu og reynslu til að vinna verkið. Hins vegar vant- aði nokkuð á að Norðurverk hefði yfir að ráða nægum tækjakosti til framkvæmdanna. Vantaði fyrir- tækið t.d. mulnings- og hörpunar- tæki til steypuefnaframleiðslu og fullnægjandi steypuhrærivelar, en ráðgerði að útvega þau tæki erlendis frá. Með tilliti til tíma- ákvörðunar framkvæmda, taldi VST óvarlegt að treysta á af- greiðsluloforð um tæki erlendis frá. Miðfell hf. hafði hins vegar öll nauðsynlegustu tæki til fram- kvæmdanna og gat hafizt handa án tafar. Réð það úrslitum um, að VST lagði til við Kröflunefnd, að gengið yrði til samninga við Miðfell hf., sem hófst handa um virkjunarframkvæmdir í maí- mánuði 1975. Tók fyrirtækið að sér að gera stöðvarhúsið fokhelt, steypa undirstöður kæliturna og undirstöður háspennivirkja og ganga frá stöðvarhlaði. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, s.s. vegna eldsumbrota í desember, og langvarandi jarðskjálftahrinu, hefur framkvæmdum á vegum Kröflunefndar miðað vel áfram. Er þáttur heimamanna, bæði frá Húsavík og úr Mývatnssveit, þar þungur á metum, sem og góð sam- vinna við bæjar- og sveitarfélög í héraðinu. Byggingarframkvæmdir við stöðvarhúsið eru nú langt komnar og ekkert er því til fyrirstöðu að niðursetning véla og annars bún- aðar geti farið fram samkvæmt áætlun. Aðalaflvélar hafa þegar verið prófaðar í verksmiðjunni í Nagasaki og verður skipað út til íslands einhverja næstu daga. Framkvæmdir 1975 — Kostnaður Af framkvæmdum á árinu 1975 má nefna styrkingu Norðurlands- vegar yfir Námaskarð og lagn- ingu Kröfluvegar, en því verki er farsællega lokið af Vegagerð rík- isins. Samkvæmt yfirliti ríkisbók- haldsins dags. 5 apríl sl. var út- lagður kostnaður vegna fram- kvæmda Kröflunefndar um ára- mótin 1975 899.468.541 krónur. Innborganir til efnis- og verksala voru 253.571.035 krónur. Fram- kvæmda- og undirbúningskostn- aður var 645.897.506 krónur. Kröflunefnd opnaði skrifstofu á Akureyri í júní 1975, en þar er heimili hennar skv. skipunarbréfi ráðherra. Starfa þar auk for- manns tveir verkfræðingar. Húsa- leigukostnaður vegna þessa skrif- stofuhalds á árinu 1975 var eng- inn. Fjármálarekstur nefndarinnar, bókhald og útborganir og annar erindrekstur vegna nefndarinnar hefur verið unnin af formanni hennar. Sá háttur hefur verið hafður á, að ríkisbókhaldinu hef- ur verið send mánaðarlega skila- grein yfir allar útborganir vegna nefndarinnar ásamt öllum fylgi- skjölum. Ennfremur hafa ríkis- endurskoðun verið send afrit af samningum og álitsgerðum verk- fræðinga þar að lútandi. Las ræðumaður bréf frá ríkisbókhald- inu, þar sem viðurkennd er mót- taka allra tilskilinna gagna og þökkuð greinargóð yfirlit og skjót skil á færslugögnum. Það vakti athygli í ræðu Jóns G. Sólnes að þetta bréf ríkisbókhaldsins vegna uppgjörs fyrir árið 1975, er dag- sett 14. janúar 1976. Orkuskorturinn kostar Norðlend- inga hundruð milljóna. Til munu þeir aðilar, sagði Jón, sem vilja að frekari framkvæmd- um við Kröfluvirkjun verði þætt og vélar seldar. Aðrir vilja veru- lega frestun. Öllum ætti þó að vera ljóst hvílíkt gífurlegt fjár- hagslegt tjón myndi hljótast af slíkum aðgerðum. Að fengnum umsögnum sérfræðinga Kröflu- nefndar og annarra aðila, m.a. innan Orkustofnunar, er nefndin sammála um, að mæla með því, að virkjunarframkvæmdum verði haldið áfram, þanri veg að sem fyrst verði náð þeim áfanga, að fyrri vélasamstæðan komist I gagn nyrðra. Ég vil að lokum taka undir orð Bárðar Halldórssonar, mennta- skólakennara, eins af forvígis- mönnum Alþýðuflokksins á Akur- eyri, sagði Jón G. Sólnes, er hann lét falla í útvarpserindi í byrjun sl. árs, er hann sagði réttilega: „Það liggur ljóst fyrir, að á næstunni verður virkjað á Norð- urlandi, og það liggur líka ljóst fyrir, að virkjað verður stórt. Orkuskorturinn hefur ekki aðeins kostað Norðlendinga hundruð milljóna heldur hefur skortur á rafmagni beinlínis sett fjórðung- inn allan í svelti, hefur valdið því að fyrirtæki hafa ekki getað fjár- fest í nýjum framkvæmdum og ekki hefur verið hægt að stofna til nýs rekstrar, þar sem orkan, undirstaða allrar atvinnu í dag, hefur ekki verið fyrir hendi.“ Verkalýðsskóli Sjálfstæðisflokks- ins haldinn síðar í mánuðinum Ofyrirsjáanlegt og margþætt tjón myndi hljótast af frestun eða stöðvun framkvæmda við Kröflu nú, sagði Jón G. Sólnes á Alþingi í gær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.