Morgunblaðið - 07.04.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 07.04.1976, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 17 Embættisveiting gagnrýnd á Alþingi: Einróma meðmæli norrænn- ar hæfnisnefndar sniðgengin — en hún mælti með dr. Gunnlaugi Snædal í stöðu prófessors í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp, sem jafnframt gegnir störfum yfirlæknis kvensjúkdóma- og fæðingardeildar Landspítalans ALBERT Guðmundsson (S) kvaddi sér hljððs utan dag' skrár í sameinuðu þingi í gær og gagnrýndi harðlega veitingu prðfessorsembættis við Háskóla íslands í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp, þar sem niðurstaða norr- ænnar hæfnisnefndar var sniðgengin, og beindi nokkr- um spurningum til menntamálaráðherra í því sambandi. Hæfnisnefndin mælti einrðma með dr. Gunnlaugi Snæ- dal, sem hefur um 16 ára skeið unnið við Fæðingardeild Landspítalans, og verið staðgengill Péturs heitins Jakobssonar, yfirlæknis og prófessors, meðan hans naut við, en ráðherra veitti dr. Sigurði Magnússyni embættið. Ráðherra svaraði og kvaðst hafa farið að tillögum lækna- deildar Háskólans og fá dæmi væru þess að embættis- veitingar væru ræddar á Alþingi, kvaðst raunar ekki minnast þess í sinni þingmannstíð. Hér fara á eftir fyrirspurnir Alberts, ásamt rökstuðningi, sem og svör ráðherra, hvorttveggja orðrétt: Niðurstöður hæfnisnefndar sniðgengnar. Albert Guðmundsson (S) mælti á þessa leið: „Herra forseti. Tilefni þess að ég leyfi mér að kveðja mér hljóðs, utan dagskrár, er sú fregn, sem mér barst til eyrna í gær, að Hæstvirtur menntamálaráðherra hafi skipað dr. Sigurð Magnússon í stöðu prófessors við Háskóla tslands i kvensjúkdóma- og fæðingar- hjálþ, og sem yfirlækni kvensjúk- dóma- og fæðingardeildar Land- spitalans, en ekki dr. Gunnlaug Snædal, sem talinn var hæfari þessara tveggja umsækjanda til að gegna umræddu embætti, en slík var niðurstaða dómnefndar, sem skipuð var mönnum frá þrem viðurkenndum háskólum á Norð- urlöndum: Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Árhus Universetet og Háskóla tslands, en á hans vegum sat prófessor Þorkell Jó- hannesson i nefndinni. Dómnefnd þessi var skipuð að ósk Læknadeildar Háskóla ts- lands, í samráði við menntamála- ráðherra, til þess að komast að hlutlausri niðurstöðu um hæfni umsækjenda, þar sem báðir voru taldir koma til greina i stöðuna, og þvi vandasamt og mikið verk, sem dómnefndarmenn voru beðn- ir að inna af hendi. A niðurstöðu dómnefndarmanna hvildi framtíð umsækjenda. Niðurstöður dómnefndarinnar reyndust samhljóða. Annar um- sækjandinn, dr. Gunnlaugur Snæ- dal, var talinn tvímælalaust hæf- ari til að gegna prófessorsstöð- unni í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp við Háskóla íslands og yfirlæknisstöðu fæðingardeildar Landspítalans, eða eins og fram kemur í niðurstöðu dómnefndar- innar orðrétt, með leyfi hr. for- seta: „Samanburður á umsækjendun- um tveimur og lokaniðurstaða. Báðir hafa umsækjendur full- gilda menntun og þeir hafa báðir að verulegu leyti aflað sér undir- stöðumenntunar erlendis. Enn- fremur hafa þeir báðir víðtæka, margra ára kennslureynslu. Enda þótt Magnússon standi að þvi leyti greinilega framar Snæ- dal vegna langs starfsferils við (formel) kennslustörf, þá hafa báðir tekið drjúgan þátt i fræðslu- fundarhöldum bæði sem fyrirles- arar og kennarar við framhalds- menntun með fjölbreyttu sniði. Það leikur því ekki á tveim tung- um, að báðir eru þeir fyllilega hæfir til þess að stjórna kvensjúk- dóma- og fæðingardeild. Þar eð umsóknirnar varða pró- fessorsembætti í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp verður að telja að vísindastörf ráði úrslitum, en þau eru af beggja halfu alltak- mörkuð. Það er áberandi, er meta skal störf Magnússonar, að öll ritverk hans hafa orðið til á síðustu 5 árum. Það er ennfremur sérkenni á öllum verkum Magnússonar, að doktorsritgerðinni undanskil- inni, að þau eru gefin út í sam- vinnu við einn eða oftast fleiri og miðað við Magnússon verður að telja þá flesta eldri og mjög virta vísindamenn, sem áður hafa gefið út viðamikil rit um þau efni, sem fjallað er um i framlögðum verk- um. Doktorsritgerðin, sem álíta verður mjög veigalítið verk, styður þessa skoðun á framlagi Magnússonar. Ritstörf Snædals eru einnig all- litil að vöxtum, en hinsvegar er doktorsritgerðin hans yfirgrips- mikil, afar mikils virði og þraut- hugsað verk, þar sem fram koma margar athuganir, sem vel má telja frumlegar. Svipuð sjónarmið um verkgæðin má setja fram varðandi annað verk hans um línurit yfir tiðni krabbameins í brjósti miðað við aldur, (alders incidenskurver for cancer mammae) og verkið um sjúklega stækkun skjaldkirtils (struma) hjá vanfærum konum. Hvorugt þessara verka lætur lesandann velkjast i vafa um, að Snædal hefur lagt fram mjög drjúgan skerf til þeirra, þótt báðar séu ritgerðirnar unnar í samvinnu við aðra. Niðurstaða Einróma álit nefndarinnar er, að dr. med. Gunnlaugur Snædal sé hæfari til þess að gegna umræddri prófessorsstöðu við Há- skóla Islands og visar nefndin til þess, að hann stendur frá visinda- legu sjónarmiði greinilega framar hinum umsækjandanum, þótt þeir séu að öðru leyti jafnokar. Kaupmannahöfn, 16. janúar 1976.“ Við þetta má bæta, að dr. Gunn- laugur Snædal hefur um 16 ára skeið unpið farsælt starf við Fæð- ingardeild Landspitalans, og ver- ið staðgengill yfirlæknis og prófessors Péturs heitins Jakobs- sonar, á meðan hans naut við. Dr. Gunnlaugur Snædal hefur tekið verulegan þátt í stjórnunarstörf- um Fæðingardeildarinnar, og séð um skýrslugerð deildarinnar frá stofnun hennar 1949. Þá hefur dr. Gunnlaugur unnið að nýskipan mæðraskrár og fæðingartilkynn- inga og var fulltrúi prófessorsins í allri undirbúningsvinnu við ný- byggingu Fæðingardeildarinnar frá 1968 til þessa dags. Sýnir þetta, að dr. Gunnlaugur Snædal hefur öðrum fremur áunnið sér rétt til þess að verða eftirmaður prófessors Péturs Jakobssonar, ef um væri að ræða. að umsækjendur væru að öðru leytj jafnokar, en staðreyndir sýna, að ritsmið og störf dr. Gunn- laugs eru bæði meiri að magni og mikilsverðari frá vísindalegu sjónarmiði, og niðurstaða dóm- nefndar virðulegra norrænna há- skóla einróma meðmælt þvi, að hann hljóti stöðuna. Það hlaut því að vekja athygli, þegar Læknadeild Háskólans ákvað á fundi hinn 5. marz, 1976, með 22 atkvæðum gegn 16 atk„ að ganga gegn niðurstöðum dóm- nefndarinnar (án rökstuðnings), og mæla með því að dr. Sigurður Magnússon yrði skipaður af ráð- herra i umrædda prófessorsstöðu. Nú hefur hæstvirtur mennta- málaráðherra skipað dr. Sigurð Magnússon í stöðuna, þrátt fyrir einróma niðurstöðu dómnefndar- innar dr. Gunniaugi Snædal í hag. Virðist hæstvirtur ráðherra hér taka mið af niðurstöðu Lækna- deildarinnar, en engin rök hafa verið færð fram fyrir þvi, hvers vegna þar er lagzt á móti ráðningu dr. Gunnlaugs Snædals. Því leyfi ég mér að spyrja hæst- virtan menntamálaráðherra: 1. Hvers vegna var gengið fram- hjá niðurstöðum dómnefndar, sem Læknadeildin óskaði eftir að málinu yrði vísað til, um skipan í prófessorsembætti i kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp, og yfir- læknisembætti við kven- sjúkdóma- og fæðingardeild Landspítalans? 2. Hver var kostnaðurinn við umrædda dómnefnd og hver greiðir hann? Norrænn fjárfestingarbanki Geir Ilallgrlmsson forsætis- ráðherra mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um norrænan fjár- festingarbanka í efri deild Al- þingis. Frumvarpið hef ur verið rakið efnislega hér á þingsiðunni en framsögu for- sætisráðherra verða gerð nán- ari skil siðar. Frumvörp tengd sjávarútvegi Þrjú frumvörp, tengd sjávar- útvegi: um aflatryggingarsjóð, upptöku ólöglegs sjávarafla og veiðar utan íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi, voru afgreidd frá efri deild og verða send forseta neðri deildar til meðferðar. Frumvörpin hafa verið ítarlega rakin hér í blað- inu. Tryggingarfrumvörp Matthias Bjarnason trygg- ingaráðherra mælti fyrir þremur stjórnarfrumvörpum, tengdum lausn vinnudeilunn-, ar í febrúarmánuði sl. og er nánar frá þeim sagt hér á þing- síðunni í dag. 3. Nú er hér um að ræða skipan í prófessorsembætti við Háskóla Islands, ásamt embætti yfir- læknis við kvensjúkdóma- og fæðingardeild Landspitalans. Leitaði hæstvirtur menntamála- ráðherra álits heilbirgðismála- ráðuneyti'sins á skipan yfirlæknis- embættisins og, ef svo var, hvert var álit heilbrigðismálaráðu- neytisins? Að minu mati hefur verið gengið á rétt eins af okkar hæfustu lækna og leikreglur brotnar á góðum dreng, sem dr. Gunnlaugur Snædal, er með því að hafa að engu hlutlaust mat sérfróðra manna á hæfni úm-- sækjenda. Ég þoli illa allt ranglæti og leyfi mér þess vegna að draga athygli að þessu máli. Háskóli Islands er eign og stolt þjóðarinnar og ber ávallt að hafa hæfustu vísindamenn þjóðar- innar í sinni þjónustu. Farið að tillögu læknadeildar Háskólans. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra svaraði á þessa leið: „Það mun fremur óvenjulegt að ræða stöðuveitingar utan dagskrár á Alþingi. Spurningum hæstvirts 12. þing- manns Reykvíkinga svara ég þannig: 0 1. sp. Dómnefnd mat báða um- sækjendur hæfa. — Staðan er veitt i samræmi við till. lækna- deildar. • 2. sp. Heildarkostnaður við dómnefndina var kr. 230.635 þóknun kr. 84.000, kostn, 146.635 — og er færður með rekstrar- gjöldum Háskólans. Til upplýs- ingar má geta þess, að hæsti árleg ur kostnaður við dómnefndir varð 1974, liðlega 1,2 millj. kr. # 3. sp. Var leitað álits heilbrigðisráðuneytisins? — Nei það hefir ekki verið venja. Þetta eru bein svör við spurningum háttvirts þingmanns. Að öðru leyti ræði ég þetta ekki utan dagskrár að sinni, enda kynni það að verða nokkuð langt mál.“ Kominn tími til. Ráðherrar ábyrgir gagnvart Alþingi. Albert Guðmundsson (S) þakkaði svör ráðherra. Hann sagði, að ef það væri óvenjulegt að Alþingi ræddi störf ráðherra, sem störfuðu á ábyrgð Alþingis og með stuðningi þingmanna, þá væri sannarlega kominn timi til slikra umræðna nú. Þá mætti og minna á fordæmi hjá ráðherra, þar sem ekki hefði verið farið að ábendingu háskóladeildar. Það, sem skipti máli hér og nú, væri, að niðurstaða hæfnis- nefndar nefði verið sniðgengin, brotið á hæfari umsækjandanum og væri það ærið tilefni að fyrir- spurnum og athugasemdum sínum. Ríkisreikningurinn 1974 Matthlas Á Mathiesen fjár- málaráðherra mælti fyrir frumvarpi til samþykktar á rikisreikningi fyrir árið 1974. Frá þessu frumvarpi, sem og frumvarpi að fjáraukalögum fyrir þetta sama ár, hefur ver- ið greint áður á þingsíðu. Deilt um bflnúmerakerfi Ellert B. Schram (S) mælti fyrir nefndaráliti, sem sagt hefur verið frá hér á þingsíð- unni, þar sem Allsherjarnefnd neðri deildar mælti samhljóða gegn ákvæðum stjórnarfrum- varps um breytingu á númera- kerfi bifreiða. Ölafur Jóhann- esson dómsmálaráðherra taldi breytinguna til bóta, hagræð- ingar og sparnaðar, þótt hún mætti andstöðu tregðulögmáls og væntumþykju á vissum númerum. Harðar umræður urðu í þinginu um þetta mál og talaði fjöldi þingmanna, bæði með og móti. V ÍIIIBI i lll ■ II Þingmál...Þingmál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.