Morgunblaðið - 07.04.1976, Síða 24

Morgunblaðið - 07.04.1976, Síða 24
24- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 1976 | raöauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Vörubílstjórafélagið Þróttur tilkynnir Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl kl. 20.30 í húsi félagsins við Borgartún 33. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. Stjórnin tilkynningar 1 Tækniteiknarar Sjúkraliðar Almennur félagsfundur verður haldinn í \^AA]\ju9/</ Félagsheimili rafvirkja, Freyjugötu 27, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20.30. Aðalfundur Sjúkrahðafélags Islands Dagskrá (S.L.F.I.) verður haldinn í kvöld kl. 8 í Samþykkt nýafstaðinna samninga við Lindarbæ. fulltrúaráð félags Ráðgjafaverkfræðinga. aps ra Gunnar Bachmann, flytur erindi um 1 ■ Venjuleg aðalfundarstorf. endurmenntun. \ Lagabreytingar. Mætið stundvíslega. Stinrn n c ., . 5tjornin. Mætið oll vel. Stjornm. Verkstæðishúsnæði á jarðhæð við Súðarvog. Upplýsingar næstu kvöld í síma 52409. — Gunnar Thoroddsen á Alþingi Framhald af hls. 19 virkjun í Sogi meö 31 megavatta afli og jókst uppsett afl þar með úr 23,6 MW í 54.6 MW eöa um rúm 130 af hundraði. Og á sama ári var fullgerður annar áfangi Laxárvirkjunar með 8 megavött- um og óx aflið þá úr 4.6 MW í 12,6 eða um rúm 170%. Þessi stóru framfaraspor urðu til mik- illar gæfu, næg raforka var fyrir hendi hin næstu ár, á Suðurlandi í 6 ár, á Norðurlandi í 7 ár. Slík framsýni örvar framtak og fram- farir. Atvinnureksturinn hefur öryggi fyrir orku á næstu árum — getur gert áætlanir og ráóist í nýjar framkvæmdir og umbætur sem á orkunni byggjast. Viðhorf heimamanna Iðnaðarráðuneytinu hafa borist sam- þykktir er lýsa viðhorfum heimamanna til Kröfluvirkjunar. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti ein- róma 12. febrúar 1976 ályktun um orku- mál þar sem segir: „Bæjarstjórn Húsavíkur ieyfir sér enn á ný, að minna stjórnvöld á, að á Norður- landi hefur um árabil ríkt raforku- skortur. Með tilkomu Kröfluvirkjunar og undirbúningi að Blönduvirkjun sér bæjarstjórnin fram á varanlega úrlausn þessa máls. Bæjarstjórnin óttast ekki offram- leiðslu á raforku í landshlutanum og bendir á, að til að iðnaður rísi þarf orka að vera fyrir hendi. Það er álit bæjarstjórnar Húsavíkur að jarðhitasvæði landsins séu sameigin- legar auðlindir þjóðarinnar og fagnar hún því áformum um aukna nýtingu þeirra. Bæjarstjórn Húsavíkur þakkar Kröflu- nefnd fyrir óvenju röskleg vinnubrögð við uppbyggingu Kröfluvirkjunar og væntir þess að áfram ríki góð samvinna við heimamenn um þessa framkvæmd." Hreppsnefnd Skútustaðahrepps sam- þykkti 31. mars s.l. með öllum greiddum atkvæðum: „Með tilliti til þess hve mjög hefir dregið úr skjálftavirkni á Kröflusvæð- inu frá því sem var fyrr í vetur sér sveitarstjórn Skútustaðahrepps ekki ástæðu til annars en að framkvæmdum við Kröfluvirkjun verði haldið áfram samkvæmt áætlun og telur sveitarstjórn- in það eitt brýnasta hagsmunamál norð- lenskra byggðarlaga að fyrri vélasam- stæða virkjunarinnar komist í gagnið í lok þessa árs eins og áætlað hefur verið enda þótt það sé að sjálfsögðu ákvörðun fjárveitingarvaldsins á hverjum tíma, hvernig verkefnum er raðað. Jafnframt vill sveitarstjórnin árétta að jafnan sé fyrir hendi viðbúnaður til að mæta hugsanlegum náttúruhamförum í ná- grenni orkuversins." Staðhæfingar um halla Það hefur verið staðhæft, að reksturs- halli Kröflu verði á ári 1 milljarður króna. Það er torvelt að átta sig á því, hvernig þessi furðufrétt er til orðin. Helst hafa menn komist að þeirri niður- stöðu, að hún sé þannig til komin, að ráðgjafarverkfræðingar Kröflunefndar hafa áætlað árleg útgjöld Kröflu, þegar hún er fullgerð, um einn milljarð króna, en höfundar furðufréttarinnar og auð- trúa blaðamenn hafa sleppt tekjum af orkusölu Kröflu, sem eru áætlaðar nokkru hærri upphæð. En þegar menn höfðu búið til þennan. halla, með því að taka aðeins útgjöldin, en sleppa tekjum, þá var skammt í næstu staðhæfingu: Halli hjá Rafmagnsveitum ríkisins verður líka einn milljarður, þá eru komnir tveir. Hér mun líka hafa láðst að telja fram, m.a. þann tekjustofn Rafmagnsveitna ríkisins, verðjöfnunar- gjaldið, sem skilar á ári a.m.k. 700 millj- ónum. En Rafmagnsveitur rikisins hafa ekki um ár, heldur áratugi, átt við fjárhagsleg vandamál að glíma. I því erindi um fjár- mál raforkufyrirtækja, sem mest hefur verið rangtúlkað og misnotað, kemst Jóhannes Nordal svo að orði: „Hins vegar eiga Rafmagnsveitur ríkisins við ýmis sérstök vandamál að glima, vegna þeirra erfiðu verkefna, sem þeim hefur verið fengin i hendur. Er þar fyrst að telja rafvæðingu sveitanna og annars strjálbýlis, þar sem bæði stofn- kostnaður og rekstrarútgjöld eru miklu hærri en í þéttbýlli hlutum landsins. Hefur Rarik því í reynd verið falið hvort tveggja í senn að reka raforkufj'rirtæki á viðskiptalegum grundvelli og að veita félagslega þjónustu í formi raforkudreif- ingar og framleiðslu langt undir kostnaðarverði í þeim landshlutum, þar sem aðstæður eru erfiðastar." Nú voru blaðamenn búnir að búa til halla á tveim vígstöðvum og var hvor upp á milljarð. Milljarður var orðinn móðins. Þessvegna kom þriðji milljarð- urinn til nú um helgina. Svo er mál með vexti, að þegar fyrrverandi ríkisstjórn gerði samning við landeigendur í Þing- eyjarsýslu og Laxárvirkjun, var því lofað, að byggður skyldi laxastigi á kostnað rikisins. Og nú fékk einn blaða- maðurinn þá snjöllu hugmynd og lét hana á þrykk út ganga, að laxastiginn mundi kosta einn milljarð. „Það er taxt- inn" sagði mætur maður í Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Orkumálin hafi forgang 1 rauninni ætti ekki að þurfa um það að deila, að orkumálin, virkjun vatns- falla og jarðhita, nýting innlendra orku- gjafa, verða að hafa forgang. Þeirri stefnu hefur margsinnis verið lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar, og um þetta virðast flestir landsmenn sammála. En til þess að virkjanir verði að veruleika og eðlileg þróun megi verða í þeim málum, þarf einkum þetta þrennt: lánsfé til langs tíma, aukið eigið fjármagn og raunhæfa verðlagningu á seldri orku. Ef lánamarkaðir erlendis eru í öldudal eins og nú, lán lítt fáanleg nema til fárra ára, má ekki gefast upp og leggja árar í bát, heldur bregðast við með ábyrgð og manndómi, finna leiðir og axla byrð- arnar. Það verður að taka hin skamm- vinnu lán, en stefna að því að breyta þeim við fyrsta færi og lengja þau með nýjum lántökum. Afkoma og lánstími Þegar meta skal afkomu rafstöðvar, ræðst hún meðal annars mjög af láns- kjörum, einkum lánstíma. Raforkuver endast yfirleitt langan aldur, eins og reynslan sýnir. Elliðaár- stöðin er orðin 55 ára og Ljósafossstöðin nær fertug. Báðar eru í góðu gildi. Það er eðlilegt og nauðsynlegt að lán til byggingar rafstöðva séu til langs tíma, svo að endurgreiðsla stofnkostnaðar dreifist á áratugi. Það er rangt að leggja slíka byrði á örfáum árum á eina kyn- slóð. Sé þess krafist, að skilað sé aftur á 7 eða 10 eða 15 árum stofnfé rafstöðva verður greiðslubyrðin óhæfilega þung. Slík krafa er óeðlileg og tíðkast hvergi í raforkuiðnaði í öðrum löndum svo vitað sé. Greiðslubyrði lána er dreift sæmilega jafnt yfir eðlilegan endingar- eða af- skriftatíma. Lán til Sogsvirkjana voru yfirleitt til 20 ára og stærsta lán til Búrfellsvirkj- unar var til 25 ára. Fáist ekki lán til langs tíma, þegar mannvirkið er reist, verður síðar að framlengja lán eða taka ný lán til þess að lengja lánstímann, endurfjármögnun er óhjákvæmileg. Þessi aðferð er iðulega viðhöfð innan- lands og utan. Ég vil nefna nýlegt dæmi. I janúar 1974 var gengið frá láni af hálfu Landsvirkjunar vegna virkjunar Sigöldu. Lánsupphæðin var 30 milljónir dala. Lánið er til 10 ára, afborgunarlaust fyrstu 7 árin, en greiðist síðan þannig: 3 millj. dala ár hvert 1981, ’82, '83, en eftirstöðvar, 21 milljón dala 1984. Þegar samið var um þetta lán, þótti ljóst, að breyta yrði greiðslu þeirri, sem fram á að fara á árinu 1984. Þetta var rætt við lánveitendur, en ekki gengið frá því, hvernig lánsbreytingin yrði. Heildar virkjunarkostnaður er nú áætlaður nær 13 milljarðar. Miðað við gengi dollars í dag er sú greiðsla, sem fram á að fara á árinu 1984 3.7 milljarðar ísl. kr„ eða rúm 28% af virkjunarkostnaði. 1 áætlunum sínum gerir Landsvirkjun ráð fyrir, að sú upphæð, sem fellur í gjalddaga árið 1984 dreifist á fjögur ár. En fyrirgreiðsla til þess að létta greiðslubyrði jafnvel af mjög hagkvæm- um virkjunum, hefur einnig verið með öðrum hætti. Þegar hefur rikissjóður veitt Landsvirkjun svonefnd „vfkjandi lán“. Slík lán, sem Landsvirkjun hefur tekið hjá ríkissjóði eru tvö. Það fyrra var tekið árið 1967, að upphæð 200 millj. kr„ þar af 127 milljónir króna í ísl. krónum, en afgangurinn i erlendri mynt. Hið síðara var allt i erlendri mynt, að upp- hæð 300 millj. kr. Þessi lán eru þess eðlis, að vextir og afborganir greiðast þá fyrst, þegar hreinar tekjur að viðbættum afskriftum ná því að vera jafnar eða einum og hálfum sinnum hærri en heildargreiðsla vaxta og afborgana af öðrum lánum. Til þessa hafa hvorki afborganir né vextir verið greidd af lánum þessum, en vextir bæst við höfuðstól. 1 árslok 1975 nam höfuðstóll þessara tveggja lána 1.446 milljónum króna. I annan stað verða eigendur orkuvera, ríkið og sveitarfélög, að huga að því, hvernig unnt sé að afla fjár til þess að leggja fram fjármagn — ekki sem láns- fé, heldur sem stofnfé. Til þess þarf væntanlega að leita nýrra tekiustofna. 1 þriðja lagi þarf að haga gjaldskrám orkuvera þannig, að þeim gefist kostur á að safna nokkrum sjóði til endurnýjunar og stækkunar. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur hagað fjármálum Hitaveitu Reykjavíkur á þann veg. Hún hefur hækkað gjaldskrá hitaveitunnar á hálfu öðru áru úr 22.76 kr. fyrir hvert tonn upp í 50 kr„ eða um rúmlega 120%. Það er að nokkru leyti til þess gert að standa undir stækkun þessa þjóðþrifafyrirtæk- is. Kynning og sölumennska Ný viðhorf, ný vinnubrögð eru nauð- synleg á mörgum sviðum. 1 orkumálum þarf að taka upp skipulagða kynningu á þeim möguleikum sem raforkuver og hitaveitur hafa upp á að bjóða, til þess að leysa af hólmi erlenda orkugjafa. Það þarf að hvetja atvinnurekstur og ein- staklinga til þess að hvérfa frá notkun olíu og nota í hennar stað rafmagn, heitt vatn og jarðgufu, þar sem þess er kostur og þar þarf að skýra, hverra kosta er völ fyrir nýjar iðnaðarhugmyndir. Hér er mikið og þarft verk að vinna, mikilvægt fyrir öll héruð þessa lands, en mikilvæg- ast fyrir íslensku þjóðina alla. — Albert Framhald af bls. 25 byrja og hvert við stefnum. 1 þessum málum er það ráðherr- ann. Ég held, að þessar umræður hefðu verið á hærra plani, ef borgarfulltrúinn hefði haft vit á því að þakka borgarstjóra fyrir mjög málefnalegt og gott svar, og láta þar við sitja, án þess að vera með þessar fullyrðingar fram og til baka, og ádeilur um meðferð málsins á ýmsum stigum, þá hefði þetta verið ágætt kvöld. Eg vil þess vegna harma það, að með þessum fullyrðingum borgarfull- trúans hafa þessar umræður dreg- izt hér á lægra plan heldur en Nóbelskáldið var með í huga. „Ég er ekki að leita að neinum syndasel." En sjótinu var beint að ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það voru aldrei mín orð, að Jó- hannes Nordal tilheyrði einhverri alheims-mafíu. Það vita kannski aðrir betur en ég. Þetta eru alveg nýjar upplýsingar sem Davíð Oddsson gefur mér. Alveg nýjar upplýsingar fyrir mig. Ég varð að hugleiða hvaðan þær upplýsingar koma og ég skal ekki reyna að finna það út, af hættu við að verða dæmdur í.20 þúsund króna sekt. Ég læt þessu máli mínu lok- ið og vona. að borgarfulltrúa Davíð Oddssyni takist ekki að draga gott mál og góð svör niður fyrir það velsæmi, sem borgar- fulltrúar verða að gæta í borgar- stjórn. — Peking Framhald af bls. 1 segir að kommúnistaflokkurinn verði að snúast gegn þeim sem þræði braut kapitalisma, þ.e. Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra og að „builandi andspyrna" sé óhjákvæmileg. Varað er við áframhaldandi óeirðum og sagt að koma verði í veg fyrir að „stéttarfjendur" dreifi sögusögnum, komi af stað öeirðum og æsi fjöldann til að berjast innbyrðis og spilla fyrir byltingunni. „Stéttarfjendur" eru jafnframt sakaðir um að eitra hugi al- þýðunnar og kljúfa miðstjórn kommúnistaflokksins. Ljóst er að varúðarráðstafanir hafa verið gerðir til að koma í veg fyrir áframhaldandi óeirðir þar sem vopnaðar borgarasveitir voru í allan dag fluttar í vörubifreiðum um borgina. Talið er að 30—100.000 manns hafi tekið þátt í göngunni að torginu í gær. Mörg hundruð voru handteknir. Andófsmenn náðu á sitt vald opinberri byggingu sem þeir kveiktu i auk þriggja bif- reiða. Að minnsta kosti 10 slösuðust í átökum stuðnings- manna og andstæðinga Chous. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.