Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1976 Á hættu- slóðum í ÍsraelíilíK4re Sigurður Gunnarsson þýddi aó beina athygli i'ólksins frá mönnunum, sem.....“ ,,Hvað segiróu?...Halló?“ ,,..sem voru á m<!Óan aó leegia jarö- sprengjur viö landamærin. ()g enn þá var mödimm nótt hér á holtinu, í mýrlendinu noróan vió Djúpa- vatn. TÓLFTI KAFLI Nýr dagur rann upp, heitur og heiðrík- ur éins og venjulega. Óskar ákvaö aö vera aóra nótt í tjaldinu og veróa síóan samferða lækninum til samyrkjubúsins. Detta varó fremur leiðinlegur dagur, næsta tilbreytingalaus, og svo var hitinn óþolandi. Og nú skildi Óskar, hvaó Petterson átti vió, þegar hann sagöi, aö hann yrói veikur af spenningi, þegar ekkert gerðist. Hið eina, sem geröist þennan dag var raunar þaó, aö McLean klæddist, en var þó harla slappur, eins og vió mátti búast. Ekki var hann þó lakari en þaö, aö hann átti létt meö aö glettast viö vin sinn Petterson, enda mun það hafa verið dagleg venja þeirra félaga. Nú var m.a. karpaó um það, hvor þeirra væri hærri. Raunveruleikinn var sá, aö Petterson var fimmtíu sentímetrum hærri, skólaus. En McLean hélt því fram, aö innri maður sinn væri miklu hærri, þaö færi ekki á milli mála. Petterson svaraöi þessu þannig, aö hann kysi nú heldur þann ytri, a.m.k. á meóan sá innri gengi um eyðimörkina, Sahara, meö sól- hlíf. Aö sjálfsögöu uröu þessar glettur til afþreytingar ööru hverju. Stundum gripu þeir kíkinn og horföu yfir til Arabaþorpsins. En þar var sem allt líf væri fjaraó út. Hvert strá og hver runni í sýrlenzku fjöllunum virtist bókstaflega vera svió- inn í sólskininu, og þar var einnig hvergi mann aö sjá. En þeim var ljóst, að allir hugsuöu þeir um það sama: 1 nótt kemur hún á ný, ... kemur eftir stíg, sem viö þekkjum ekki og getum ekki séö, en hún ein þekkir. Og allt í einu mun hún standa þarna, ... og hvaö gerist þá? Fer læknir- inn meö henni? Hann haföi lýst því yfir, aö hann væri fús til þess. „Ég fer til hinna sjúku, þegar þeir þurfa á mér aö halda,“ haföi hann sagt, „hvort sem þeir eru í landi óvinanna eóa ekki.“ Það drundi í Petterson, eins og særöum skógarbirni. Hann sagói að þetta væri hreinasta fjarstæða, algjör fávitaháttur, en . . . samt sem áöur . .. þaö kemur fyrir, aö fávitahátturinn er þaö eina rétta. „En ef hún kæmi nú ekki?“ „Og hvað um jarðsprengjurnar?" Þaö var enn nokkur stund til kvölds og þeir höfóu tekió lokiö af síöustu kóka kóla flöskunni og ætluöu aö skipta inni- haldinu á milli sín. Þá stóð McLean skyndilega á l'ætur og sagöi ákafur: „Þarna ... þarna kémur hún .. .“ DRÁTTHAGI BLÝANTURINN VtE9 MORöÚN KAFPINU Við flvjum saman þcgar ég slepp út úr þessu fangelsi. Þú hefði átt að sjá þann sem stakk af með konuna mína. Þegar hinn heimsfrægi píanð- snillingur Paderewski kom eitt sinn til Boston, kom óhreinn drengur hlaupandi til hans með skósvertu og hursta og hrópaði: — A ég ekki að bursta skóna þína? Paderewski horfði niður á óhreint andlit drengsins og sagði: — Nei, drengur minn, en ef þú ferð og þværð þér í framan skal ég gefa þér einn dollar. Drengur lét ekki segja sér þetta tvisvar, hljóp í næsta almenningssuyrtiklefa og þvoði sér vel og vandlega. Þegar hann kom aftur lét Paderewski hann fá hið umtalaða fé. Drengurinn tók við seðlinum, velti vöngum, en rétti Paderewski hann sfðan aftur um leið og hann sagði: — Hérna, herra, þú skalt heldur eiga hann sjálfur og láta klippa þig fyrir hann. Ef skattalögreglan kemur, þá vttu bara á þennan takka og þá springur skjalaskápurinn. Þegar Daniel Webster var t harnaskóla, var hann mjög trassafenginn með útlit sitt. Eitt sinn sem oftar kom hann rnjög óhreinn um hendurnar í tíma. Kennslukonan hótaði þá, að ef hann ka*mi nokkurn tíma aftur svona óhreinn í skólann, mvndi hún refsa honum. Þrátt fvrir þessa hótun braut hann af sér í þessum efnum nokkrum dögum seinna. — Daníel, sagði kennslu- konan, sýndu mér höndina. Hann svitnaði, núði höndunum við buxurnar og sætið, stóð sfðan upp og rétti fram hægri höndina. — Daníel, sagði kennslu- konan, af þú getur fundið nokkra hönd hér í kennslustof- unni jafn óhreina og þessa, þá sleppurðu í þetta sinn. Daníel var ekki seinn á sér, hann rétti fram vinstri hönd- ina. Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 38 Við finnum hana, það er engin hætta á öðru, sagði Debrav sann- færandi röddu. Hann iokaði bókinni og stakk henni inn á sig. — Getið þér verið hér um kyrrt þar til málið hefur verið upplýst? — Ef óskað er eftir því, sagði David. — Já, það ga*ti komið sér vel. Við gelum hafl samhand við yður á hótelinu ef við þurfum? Það er ága'tt. Þakka vður fvrir M. Hurst. Hann rétti fram höndina í kveðjuskyni. — Dg þó ein spurning enn. Þér eruð alveg sannfærðir um að konan hafi verið látin þegar þér komuð að henni? — Meira en það, lögreglufull- trúi sagði David — Eg er sann- fa-rður um að hún hafði verið myrt. Þeir gengu saman eftir löngum göngum, þar sem spítalalyktin var svo mikil að við lá að hálf- gerða velgju setti að David. Skelfing voru sjúkrahús alltaf ömurleg og ópersónulegar stofn- anir, hugsaði David með sér með hálfgerðum hrolli. — Er yður alvara að vera hér um kvrrt? sagði Gautier. — Það gætu liðið mánuðir þar til málið er upplýst. — Eins og Debrav sagði gæti það kannski komið að gagni. Ef ég er ekki hér til að bera kennsl á líkið ef það finnst hvernig ætti lögreglan þá að vita hvaða kona þetta var. —Eg veit ekki hvort honum var eins mikil alvara og þú heldur. Eg held þetta séu meira forms- atriði og ég veit ekki hvað míkið verður lagt upp úr þessu. Eg sé enga ásta-ðu til að þú tefjir hér lengur en þú hefur hugsað þér. — Eg hef engan áhuga á að fara. Eg vil fá að vita hvað er eiginlega að gerast. Mér líkar ekki við fólk sem drepur gamlar konur. Mér llkar heldur ekki við þá sem drepa gamla menn. Gautier varp öndinni þreytu- lega. — Það er ekki á ykkur Englend- ingana logið hvað snertir þrjó/.kuna. — Móður minni fannst það ekki þvermöðska, Jacques, sagði David og brosti út í annað munnvikið. — Henni fannst ég vera ógnar- lega forvitinn. — Eg skil hana út í æsar svaraði Gautier. — Og ég hef ekki hugsað mér að bíða eftir því að lögreglan hefjist handa. Eg ætla að fara á veiðar upp á eigin spýtur... — David. Eg grátbið þig að aðhafast ekkert í fljótfærni. Láttu lögregluna um það. Þú hefur gefið þína skýrslu og málið er nú formlega komið í hendur lögreglunnar. Þeir voru nú loksins komnir út að aðaldyrum sjúkrahússins og David hratt upp dyrunum og teygaði að sér tært og hlýtt loftið. Hann gat ekki fellt sig við dauðann. Dauðinn hafði jafnan verið honum fjarlægt hugtak, þrátt fyrir andlát móður hans skömmu áður. Og enn höfðu „Þeir“, hverjir sem þeir nú voru, ekki hremmt hann. En í næsta skipti? Hann var sannfærður um að við svo búið yrði ekki látið standa. Og ailt í einu varð hann feginn því að Helen hafði farið aftur til Parísar og var hvergi nærri. Hann opnaði bifreiðina. — Hverl viltu að ég aki þér? — Til skrifstofunnar. En góði David, farðu að ráóum mínum! Mér fyndist ég t aðra röndina bcra ábyrgð á þvt ef eitthvað kæmi fyrir þig. Láttu Debray um málið. Það var tíu mínútna akstur frá sjúkrahúsinu til miðhæjarins. — Hvað eruð þið Debray vel kunnugir? spurði David. — Við þekkjumst aðallega gegnum störf okkar. Höfum þekkzt f nokkur ár. Ég segi ekki við séum beinlínis vinir... — Hver voru viðbrögð hans þegar þú sagðir honum frá mér? — Hann spurði hvers vegna þú hefðir ekki sagt frá þessu fyrr. Ég sagði honum nákvæmlega það sama og þú heyrðir mig endur- taka áðan. Sfðan spurði hann mig í þaula um Pinetshjónin. Pinetshjónin! Það lá við að David hrykkí við þegar það rann upp fyrir honum hvað hann var orðinn flæktur inn í þetta mál með látnu konuna og hversu sannfærður hann var um, án þess að hafa fyrir því nokkrar sannan- ir, að á einhvern hátt væri hún tengd honum eða einhverju f lífi hans eða þeirra sem að honum stóðu. Tengsl við Pinetshjónin sem höfðu búið f húsinu áður? — nei hann hafði ekki trú á því að hún kæmi þeim á nokkurn máta við. — Ég hafði gleymt þeim, sagði hann. — Eg er nokkurn veginn viss um að Pinetshjónin koma ekkert þessu máli við, sagði Gautier

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.